„Eins og að setja startvökva á gamla díselvél“ Snorri Másson skrifar 30. janúar 2023 08:46 Sunna Dís Másdóttir rithöfundur var sigursæl í liðinni viku eftir að hún hlaut hinn svonefnda Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir frumsamið ljóð. Tekið var hús á henni í Gröndalshúsi í Grjótaþorpinu í miðbæ Reykjavíkur, þar sem rithöfundar ýmsir hafa aðsetur í góðu yfirlæti. Innslagið má sjá í Íslandi í dag hér að ofan og hefst á níundu mínútu. Um leið var Sunna spurð út í forvitnilegt ritlistarnámskeið sem hún hefur haldið úti, þar sem óbreyttir borgarar eru látnir skrifa texta á hverjum morgni samkvæmt kveikjum sem koma frá leiðbeinandanum, Sunnu. Sunna Dís Másdóttir rithöfundur hefur í nógu að snúast.Vísir/Einar Árangurinn lætur ekki á sér standa: „Það var einhver sem sagði að þetta væri eins og að setja startvökva á gamla díselvél. Sem mér finnst sérstaklega ánægjulegt að heyra,“ segir Sunna. Þar að auki sjái hún kunnugleg andlit, sem sé fyrrum þátttakendur, á verðlaunaafhendingum í ljóðasamkeppnum. Einhverju er þetta að skila. Gröndalshús sem á nítjándu öld var heimili Benedikts Gröndals skálds og náttúrufræðings hefur gengið í endurnýjun lífdaga og er nú atvinnuhúsnæði fyrir höfunda úr ýmsum áttum. „Það er mjög gott að skrifa og fílósófera í þessu húsi,“ segir Sunna. Benedikt Gröndal bjó í húsinu 1888-1907.Vísir/Einar Á eftir þegar þú ert búin að deyja Ljóðið sem Sunna var verðlaunuð fyrir lagði hún drög að fyrir um fimm árum, skömmu eftir að amma hennar lést. Nýlega og í aðdraganda samkeppninnar þótti Sunnu tímabært að leggja lokahönd á ljóðið, með þessum ágæta árangri. Á eftir þegar þú ert búin að deyja Á eftir þegar þú ert búin að deyja ætla ég að taka þig með mér héðan, sveipa um þig dimmrauða teppinu sem þú felur þig undir, hylja þig nepalskri jakuxaull og stinga tönnunum þínum í vasann. Vatnið drýpur úr svampinum á náttborðinu. Hann er tannholdsbleikur á hvítum pinna og þú læsir kjálkunum um hann eins og ungbarn um móðurbrjóst þegar hann strýkst við varir þínar. Fyrsta viðbragðið er það síðasta sem hverfur. Á eftir þegar þú ert búin að deyja förum við í sirkus og borðum kandíflos sem límist í góminn klístrast við tannholdið spunninn sykur á pappírsvafningi, hann leysist upp á tungunni eins og tíminn og ég rétti þér tennurnar og sé hendur þínar verða fleygar á ný. Sunna Dís Másdóttir Ljóðlist Bókmenntir Ísland í dag Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Um leið var Sunna spurð út í forvitnilegt ritlistarnámskeið sem hún hefur haldið úti, þar sem óbreyttir borgarar eru látnir skrifa texta á hverjum morgni samkvæmt kveikjum sem koma frá leiðbeinandanum, Sunnu. Sunna Dís Másdóttir rithöfundur hefur í nógu að snúast.Vísir/Einar Árangurinn lætur ekki á sér standa: „Það var einhver sem sagði að þetta væri eins og að setja startvökva á gamla díselvél. Sem mér finnst sérstaklega ánægjulegt að heyra,“ segir Sunna. Þar að auki sjái hún kunnugleg andlit, sem sé fyrrum þátttakendur, á verðlaunaafhendingum í ljóðasamkeppnum. Einhverju er þetta að skila. Gröndalshús sem á nítjándu öld var heimili Benedikts Gröndals skálds og náttúrufræðings hefur gengið í endurnýjun lífdaga og er nú atvinnuhúsnæði fyrir höfunda úr ýmsum áttum. „Það er mjög gott að skrifa og fílósófera í þessu húsi,“ segir Sunna. Benedikt Gröndal bjó í húsinu 1888-1907.Vísir/Einar Á eftir þegar þú ert búin að deyja Ljóðið sem Sunna var verðlaunuð fyrir lagði hún drög að fyrir um fimm árum, skömmu eftir að amma hennar lést. Nýlega og í aðdraganda samkeppninnar þótti Sunnu tímabært að leggja lokahönd á ljóðið, með þessum ágæta árangri. Á eftir þegar þú ert búin að deyja Á eftir þegar þú ert búin að deyja ætla ég að taka þig með mér héðan, sveipa um þig dimmrauða teppinu sem þú felur þig undir, hylja þig nepalskri jakuxaull og stinga tönnunum þínum í vasann. Vatnið drýpur úr svampinum á náttborðinu. Hann er tannholdsbleikur á hvítum pinna og þú læsir kjálkunum um hann eins og ungbarn um móðurbrjóst þegar hann strýkst við varir þínar. Fyrsta viðbragðið er það síðasta sem hverfur. Á eftir þegar þú ert búin að deyja förum við í sirkus og borðum kandíflos sem límist í góminn klístrast við tannholdið spunninn sykur á pappírsvafningi, hann leysist upp á tungunni eins og tíminn og ég rétti þér tennurnar og sé hendur þínar verða fleygar á ný. Sunna Dís Másdóttir
Á eftir þegar þú ert búin að deyja Á eftir þegar þú ert búin að deyja ætla ég að taka þig með mér héðan, sveipa um þig dimmrauða teppinu sem þú felur þig undir, hylja þig nepalskri jakuxaull og stinga tönnunum þínum í vasann. Vatnið drýpur úr svampinum á náttborðinu. Hann er tannholdsbleikur á hvítum pinna og þú læsir kjálkunum um hann eins og ungbarn um móðurbrjóst þegar hann strýkst við varir þínar. Fyrsta viðbragðið er það síðasta sem hverfur. Á eftir þegar þú ert búin að deyja förum við í sirkus og borðum kandíflos sem límist í góminn klístrast við tannholdið spunninn sykur á pappírsvafningi, hann leysist upp á tungunni eins og tíminn og ég rétti þér tennurnar og sé hendur þínar verða fleygar á ný. Sunna Dís Másdóttir
Ljóðlist Bókmenntir Ísland í dag Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira