Parið sem gifti sig árið 2014 á fyrir dæturnar Gio Grace fjögurra ára og Dusty Rose sex ára. Samkvæmt frétt People hefur Maroon 5 söngvarinn sett allan sinn fókus á fjölskylduna eftir dramað á síðasta ári.
„Hann skammaðist sín og var fullur eftirsjár.“
Eins og fjallað var um hér á Vísi steig áhrifavaldurinn Sumner Stroh fram í september á síðasta ári og sagðist hafa verið viðhald söngvarans. Hún birti í kjölfarið fjölda skilaboða frá honum, sem voru full af daðri. Fleiri konur stigu fram með svipaðar sögur af óviðeigandi skilaboðum á samfélagsmiðlum.
Adam viðurkenndi að hafa „farið yfir línuna“ en neitaði framhjáhaldi.
„Ég sýndi dómgreindarleysi í því að daðra við einhvern annan en konuna mína. Ég hélt ekki framhjá en fór engu að síður yfir línuna á tímabili í lífinu sem ég sé eftir,“ sagði Levine meðal annars í tilkynningu á Instagram. Lagði hann þá áherslu á að fjölskyldan myndi komast saman í gegnum þetta.