Boða fleiri verkföll á hótelum, í vörubílaakstri og olíudreifingu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. janúar 2023 11:13 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir SA ekki sýna nokkurn samningsvilja. Vísir/Ívar Fannar Samninganefnd Eflingar hefur boðað til fleiri verkfalla, sem taka til hótelkeðjanna Berjaya Hotels, hótelsins The Reykjavík Edition, til þeirra sem starfa við vörubílaakstur og olíudreifingu. Atkvæðagreiðsla meðal félagsfólks sem boðanirnar taka til verða auglýstar á vef Eflingar fyrir hádegi í dag. Aftur er um að ræða ótímabundna vinnustöðvun sem mun hefjast klukkan tólf á hádegi 15. febrúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. Samninganefnd félagsins samþykkti að boða til frekari verkfalla á fundi sínum í gær en í gærkvöldi lá fyrir niðurstaða úr atkvæðagreiðslu um fyrstu verkfallsaðgerðir félagsins. Þau hefjast 7. febrúar næstkomandi á hótelum Íslandshótela. Verkfallsboðun á Berjaya Hotels nær til á fjórða hundrað Eflingarfélaga. Um er að ræða hótel sem áður voru rekin undir nafninu Icelandair Hotels, þar á meðal Hotel Natura við Nauthólsveg og Hilton Nordica á Suðurlandsbraut. Á Reykjavík Edition starfa vel á annað hundrað Eflingarfélaga. Samþykki þessir félagar verkfall koma þeir til viðbótar við þá tæpu 300 félagsmenn sem þegar hafa samþykkt verkfall á Íslandshótelum. BERJAYA HOTELS ICELAND hf. Alda Hotel Reykjavik - Laugavegi 66-68, 101 ReykjavíkBerjaya Reykjavik Marina Hotel - Mýrargötu 2-8, 101 ReykjavíkReykjavík Marina Residence - Mýrargötu 14-16, 101 ReykjavíkBerjaya Reykjavik Natura Hotel - Nauthólsvegi 52, 102 ReykjavíkCanopy by Hilton Reykjavik City Centre - Smiðjustíg 4, 101 ReykjavíkHilton Reykjavik Nordica - Suðurlandsbraut 2, 108 ReykjavíkReykjavik Konsúlat Hotel - Hafnarstræti 17-19, 101 Reykjavík Cambridge Plaza Hotel Comp ehf. The Reykjavik EDITION - Bryggjugötu 8, 101 Reykjavík „Verkfallsboðun hjá Samskip tekur til alls vörubifreiðaakstur sem gerður er út frá höfuðstöðvum fyrirtækisins við Sundahöfn. Verkfallsboðun hjá Olíudreifingu og Skeljungi nær til aksturs og annarra starfa við olíudreifingu en þessi fyrirtæki annast allan flutning á olíu frá stærstu olíubirgðastöð landsins í Örfirisey,“ segir í tilkynningunni. Þar segir að verkfallsboðuninni fylgi bókun um undanþágunefndir, sem skuli fjalla um undanþágubeiðnir frá verkfallsboðun í þágu almannaöryggis. Viðauki um undanþágunefndir Samninganefnd Eflingar skal setja á fót undanþágunefndir sem taki við beiðnum um undanþágur frá ofangreindum vinnustöðvunum. Í tilvikum þar sem almannaöryggi krefst undanþágu frá vinnustöðvun að mati nefndanna skulu þær veita slíka undanþágu, að fenginni undanþágubeiðni þar sem þýðing undanþágunnar fyrir almannaöryggi er rökstudd með skýrum og sannfærandi hætti. Aðilum sem starfa við löggæslu, brunavarnir, sjúkragæslu og aðra starfsemi sem varðar almannaöryggi skal gert kunnugt um starfsemi undanþágunefnda og kynnt hvernig sótt er um undanþágur. Atkvæðagreiðsla um þessar verkfallsboðanir hefjast klukkan 12 á hádegi á föstudag, 3. febrúar og þeim lýkur klukkan 18 á þriðjudaginn, 7. febrúar. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Ferðamennska á Íslandi Bensín og olía Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stjórnvöld þurfi að sýna að þau standi með almenningi Verkefnastjóri verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands segir að hið opinbera sé að kynda undir verðbólguna með ýmsum nýlegum hækkunum á opinberum gjöldum. Stjórnvöld þurfi að fara að sýna að þau standi með almenningi. 31. janúar 2023 10:33 SA stefna Eflingu fyrir Félagsdóm Samtök atvinnulífsins ætla að höfða mál fyrir Félagsdómi gegn Eflingu eftir að úrslit atkvæðagreiðslunnar á Íslandshótelum urðu ljós í gærkvöldi. 31. janúar 2023 08:10 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Fleiri fréttir Stöðugildum á vegum ríkisins fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. Samninganefnd félagsins samþykkti að boða til frekari verkfalla á fundi sínum í gær en í gærkvöldi lá fyrir niðurstaða úr atkvæðagreiðslu um fyrstu verkfallsaðgerðir félagsins. Þau hefjast 7. febrúar næstkomandi á hótelum Íslandshótela. Verkfallsboðun á Berjaya Hotels nær til á fjórða hundrað Eflingarfélaga. Um er að ræða hótel sem áður voru rekin undir nafninu Icelandair Hotels, þar á meðal Hotel Natura við Nauthólsveg og Hilton Nordica á Suðurlandsbraut. Á Reykjavík Edition starfa vel á annað hundrað Eflingarfélaga. Samþykki þessir félagar verkfall koma þeir til viðbótar við þá tæpu 300 félagsmenn sem þegar hafa samþykkt verkfall á Íslandshótelum. BERJAYA HOTELS ICELAND hf. Alda Hotel Reykjavik - Laugavegi 66-68, 101 ReykjavíkBerjaya Reykjavik Marina Hotel - Mýrargötu 2-8, 101 ReykjavíkReykjavík Marina Residence - Mýrargötu 14-16, 101 ReykjavíkBerjaya Reykjavik Natura Hotel - Nauthólsvegi 52, 102 ReykjavíkCanopy by Hilton Reykjavik City Centre - Smiðjustíg 4, 101 ReykjavíkHilton Reykjavik Nordica - Suðurlandsbraut 2, 108 ReykjavíkReykjavik Konsúlat Hotel - Hafnarstræti 17-19, 101 Reykjavík Cambridge Plaza Hotel Comp ehf. The Reykjavik EDITION - Bryggjugötu 8, 101 Reykjavík „Verkfallsboðun hjá Samskip tekur til alls vörubifreiðaakstur sem gerður er út frá höfuðstöðvum fyrirtækisins við Sundahöfn. Verkfallsboðun hjá Olíudreifingu og Skeljungi nær til aksturs og annarra starfa við olíudreifingu en þessi fyrirtæki annast allan flutning á olíu frá stærstu olíubirgðastöð landsins í Örfirisey,“ segir í tilkynningunni. Þar segir að verkfallsboðuninni fylgi bókun um undanþágunefndir, sem skuli fjalla um undanþágubeiðnir frá verkfallsboðun í þágu almannaöryggis. Viðauki um undanþágunefndir Samninganefnd Eflingar skal setja á fót undanþágunefndir sem taki við beiðnum um undanþágur frá ofangreindum vinnustöðvunum. Í tilvikum þar sem almannaöryggi krefst undanþágu frá vinnustöðvun að mati nefndanna skulu þær veita slíka undanþágu, að fenginni undanþágubeiðni þar sem þýðing undanþágunnar fyrir almannaöryggi er rökstudd með skýrum og sannfærandi hætti. Aðilum sem starfa við löggæslu, brunavarnir, sjúkragæslu og aðra starfsemi sem varðar almannaöryggi skal gert kunnugt um starfsemi undanþágunefnda og kynnt hvernig sótt er um undanþágur. Atkvæðagreiðsla um þessar verkfallsboðanir hefjast klukkan 12 á hádegi á föstudag, 3. febrúar og þeim lýkur klukkan 18 á þriðjudaginn, 7. febrúar.
BERJAYA HOTELS ICELAND hf. Alda Hotel Reykjavik - Laugavegi 66-68, 101 ReykjavíkBerjaya Reykjavik Marina Hotel - Mýrargötu 2-8, 101 ReykjavíkReykjavík Marina Residence - Mýrargötu 14-16, 101 ReykjavíkBerjaya Reykjavik Natura Hotel - Nauthólsvegi 52, 102 ReykjavíkCanopy by Hilton Reykjavik City Centre - Smiðjustíg 4, 101 ReykjavíkHilton Reykjavik Nordica - Suðurlandsbraut 2, 108 ReykjavíkReykjavik Konsúlat Hotel - Hafnarstræti 17-19, 101 Reykjavík Cambridge Plaza Hotel Comp ehf. The Reykjavik EDITION - Bryggjugötu 8, 101 Reykjavík
Viðauki um undanþágunefndir Samninganefnd Eflingar skal setja á fót undanþágunefndir sem taki við beiðnum um undanþágur frá ofangreindum vinnustöðvunum. Í tilvikum þar sem almannaöryggi krefst undanþágu frá vinnustöðvun að mati nefndanna skulu þær veita slíka undanþágu, að fenginni undanþágubeiðni þar sem þýðing undanþágunnar fyrir almannaöryggi er rökstudd með skýrum og sannfærandi hætti. Aðilum sem starfa við löggæslu, brunavarnir, sjúkragæslu og aðra starfsemi sem varðar almannaöryggi skal gert kunnugt um starfsemi undanþágunefnda og kynnt hvernig sótt er um undanþágur.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Ferðamennska á Íslandi Bensín og olía Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stjórnvöld þurfi að sýna að þau standi með almenningi Verkefnastjóri verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands segir að hið opinbera sé að kynda undir verðbólguna með ýmsum nýlegum hækkunum á opinberum gjöldum. Stjórnvöld þurfi að fara að sýna að þau standi með almenningi. 31. janúar 2023 10:33 SA stefna Eflingu fyrir Félagsdóm Samtök atvinnulífsins ætla að höfða mál fyrir Félagsdómi gegn Eflingu eftir að úrslit atkvæðagreiðslunnar á Íslandshótelum urðu ljós í gærkvöldi. 31. janúar 2023 08:10 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Fleiri fréttir Stöðugildum á vegum ríkisins fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Sjá meira
Stjórnvöld þurfi að sýna að þau standi með almenningi Verkefnastjóri verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands segir að hið opinbera sé að kynda undir verðbólguna með ýmsum nýlegum hækkunum á opinberum gjöldum. Stjórnvöld þurfi að fara að sýna að þau standi með almenningi. 31. janúar 2023 10:33
SA stefna Eflingu fyrir Félagsdóm Samtök atvinnulífsins ætla að höfða mál fyrir Félagsdómi gegn Eflingu eftir að úrslit atkvæðagreiðslunnar á Íslandshótelum urðu ljós í gærkvöldi. 31. janúar 2023 08:10
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels