Að sjá skóginn fyrir trjánum Hugrún Elvarsdóttir skrifar 1. febrúar 2023 08:32 Alþjóðlegar virðiskeðjur eru órjúfanlegur hluti af vegferð flestra íslenskra fyrirtækja. Því er mikilvægt að átta sig á öllum snertiflötum virðiskeðjunnar og að líta til hvaða áhrif starfsemin hefur út fyrir landsteinana, ekki einungis út frá vernd umhverfisins heldur líka hinum stoðum sjálfbærrar þróunar: félagslegri velferð og efnahagsvexti. Hvaða áhrif hefur þín starfsemi á mannréttindi? Virðiskeðja er lýsing á öllum starfsþáttum fyrirtækis og á við framleiðslu á vöru frá upphafi til enda, þ.e. hönnun, framleiðsla, dreifing og allt þar til neytandinn er kominn með vöruna í hendur. Kortlagning á virðiskeðju fyrirtækis er tækifæri til þess að ná utan um alla starfsemi fyrirtækisins. Það getur skilað sér í hagræðingu, aukinni skilvirkni, dregið úr rekstrarkostnaði og ýtt undir heilbrigðan rekstur til lengri tíma. Greining á ferlum fyrirtækja gerir þau líka betur í stakk búin til að bregðast við óvæntum aðstæðum og greina mögulega áhættuþætti – líkt og mannréttindabrot. Sú þróun sem er að eiga sér stað á regluverki Evrópusambandsins (ESB) og stendur til að innleiða hérlendis á sviði sjálfbærni er fjölbreytt og gerir umfangsmiklar kröfur til íslensks atvinnulífs. Fyrirtæki verða ekki einungis að gera grein fyrir þeim umhverfisáhrifum sem starfsemi þeirra er ábyrg fyrir heldur einnig hvaða áhrif þau hafa á félagslega velferð, svo sem mannréttindi. Einnig þurfa fyrirtæki að setja loftslagstengda áhættu inn í eigin áhættulíkön og möt. Dæmi um slíkar reglugerðir eru aukin upplýsingagjöf tengd sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu (SFDR) og reglugerð til að greiða fyrir sjálfbærri fjárfestingu (EU Taxonomy) þar sem lágmarksverndarráðstafanir eru eitt af grunnskilyrðum reglugerðarinnar. Fyrirhuguð gildistaka þessara tveggja reglugerða er 1. júní 2023. Fleiri reglugerðir hafa verið samþykktar eða eru í samþykktarferli og má þar nefna Corporate Sustainability Reporting Directive (CSRD) sem inniheldur m.a. reglur um upplýsingaskyldu fyrirtækja tengt áhrifum þeirra á mannréttindi. Einnig má nefna EU Corporate Sustainability Due Diligence Directive (CSDDD) sem skyldar stærri fyrirtæki til að sýna ábyrgð í rekstri, framkvæma áreiðanleikakannanir og kortleggja alla virðiskeðjuna. Nýtt regluverk skyldar fyrirtæki til að innleiða viðeigandi stefnur, framkvæma áhættugreiningar og koma í veg fyrir eða bæta úr þeim brotum sem hafa mögulega átt sér stað. Í þessu felast einnig margvísleg tækifæri fyrir fyrirtæki til að hafa góð áhrif í gegnum virðiskeðjuna, t.a.m. með því að setja birgjum siðareglur, framkvæma áreiðanleikakannanir o.fl. Fyrirtækin þurfa síðan að gera þessar upplýsingar aðgengilegar almenningi og svara fyrirspurnum um áhrif þeirra á mannréttindi o.fl., en allt stuðlar þetta að auknu gagnsæi. Aðkoma stjórnvalda Alþjóðlegar reglur og skuldbindingar ásamt stefnumörkun og settum markmiðum stjórnvalda hafa hvatt fyrirtæki til umbóta. Fyrirtækin hafa bætt umhverfi sitt og nýtingu aðfanga og njóta með því aukins efnahagslegs ávinnings og aukinnar velferðar, sem kemur bæði starfsmönnum og samfélaginu í heild til góða. Til þess að fyrirtæki geti fylgt eftir umfangsmiklum kröfum hinna ýmsu sjálfbærnireglugerða ESB þurfa stjórnvöld að skapa samkeppnishæf skilyrði og innleiða fleiri hagræna hvata. Auk þess þarf að efla leiðbeiningar- og upplýsingarhlutverk þeirra stofnana sem framfylgja reglugerðunum, en skýrar og aðgengilegar upplýsingar til fyrirtækja sem falla undir reglugerðirnar munu aðstoða þau við að taka skref í rétta átt og flýta vegferð þeirra að settum loftslagsmarkmiðum. Það sem meira máli skiptir er að áhersla á sjálfbærni og þar með virðiskeðjur fyrirtækja mun hafa jákvæð áhrif á þróun fjölmargra þátta, t.a.m. þeirra sem heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna lúta að. Það kann að hljóma langsótt en með því einu að rýna virðiskeðjur íslenskra fyrirtækja getum við lagt okkar af mörkum og haft raunveruleg áhrif á líf og umhverfi fólks um allan heim. Höfundur er verkefnastjóri á Efnahags- og samkeppnishæfnisviði SA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Vinnumarkaður Mest lesið Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu. Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Alþjóðlegar virðiskeðjur eru órjúfanlegur hluti af vegferð flestra íslenskra fyrirtækja. Því er mikilvægt að átta sig á öllum snertiflötum virðiskeðjunnar og að líta til hvaða áhrif starfsemin hefur út fyrir landsteinana, ekki einungis út frá vernd umhverfisins heldur líka hinum stoðum sjálfbærrar þróunar: félagslegri velferð og efnahagsvexti. Hvaða áhrif hefur þín starfsemi á mannréttindi? Virðiskeðja er lýsing á öllum starfsþáttum fyrirtækis og á við framleiðslu á vöru frá upphafi til enda, þ.e. hönnun, framleiðsla, dreifing og allt þar til neytandinn er kominn með vöruna í hendur. Kortlagning á virðiskeðju fyrirtækis er tækifæri til þess að ná utan um alla starfsemi fyrirtækisins. Það getur skilað sér í hagræðingu, aukinni skilvirkni, dregið úr rekstrarkostnaði og ýtt undir heilbrigðan rekstur til lengri tíma. Greining á ferlum fyrirtækja gerir þau líka betur í stakk búin til að bregðast við óvæntum aðstæðum og greina mögulega áhættuþætti – líkt og mannréttindabrot. Sú þróun sem er að eiga sér stað á regluverki Evrópusambandsins (ESB) og stendur til að innleiða hérlendis á sviði sjálfbærni er fjölbreytt og gerir umfangsmiklar kröfur til íslensks atvinnulífs. Fyrirtæki verða ekki einungis að gera grein fyrir þeim umhverfisáhrifum sem starfsemi þeirra er ábyrg fyrir heldur einnig hvaða áhrif þau hafa á félagslega velferð, svo sem mannréttindi. Einnig þurfa fyrirtæki að setja loftslagstengda áhættu inn í eigin áhættulíkön og möt. Dæmi um slíkar reglugerðir eru aukin upplýsingagjöf tengd sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu (SFDR) og reglugerð til að greiða fyrir sjálfbærri fjárfestingu (EU Taxonomy) þar sem lágmarksverndarráðstafanir eru eitt af grunnskilyrðum reglugerðarinnar. Fyrirhuguð gildistaka þessara tveggja reglugerða er 1. júní 2023. Fleiri reglugerðir hafa verið samþykktar eða eru í samþykktarferli og má þar nefna Corporate Sustainability Reporting Directive (CSRD) sem inniheldur m.a. reglur um upplýsingaskyldu fyrirtækja tengt áhrifum þeirra á mannréttindi. Einnig má nefna EU Corporate Sustainability Due Diligence Directive (CSDDD) sem skyldar stærri fyrirtæki til að sýna ábyrgð í rekstri, framkvæma áreiðanleikakannanir og kortleggja alla virðiskeðjuna. Nýtt regluverk skyldar fyrirtæki til að innleiða viðeigandi stefnur, framkvæma áhættugreiningar og koma í veg fyrir eða bæta úr þeim brotum sem hafa mögulega átt sér stað. Í þessu felast einnig margvísleg tækifæri fyrir fyrirtæki til að hafa góð áhrif í gegnum virðiskeðjuna, t.a.m. með því að setja birgjum siðareglur, framkvæma áreiðanleikakannanir o.fl. Fyrirtækin þurfa síðan að gera þessar upplýsingar aðgengilegar almenningi og svara fyrirspurnum um áhrif þeirra á mannréttindi o.fl., en allt stuðlar þetta að auknu gagnsæi. Aðkoma stjórnvalda Alþjóðlegar reglur og skuldbindingar ásamt stefnumörkun og settum markmiðum stjórnvalda hafa hvatt fyrirtæki til umbóta. Fyrirtækin hafa bætt umhverfi sitt og nýtingu aðfanga og njóta með því aukins efnahagslegs ávinnings og aukinnar velferðar, sem kemur bæði starfsmönnum og samfélaginu í heild til góða. Til þess að fyrirtæki geti fylgt eftir umfangsmiklum kröfum hinna ýmsu sjálfbærnireglugerða ESB þurfa stjórnvöld að skapa samkeppnishæf skilyrði og innleiða fleiri hagræna hvata. Auk þess þarf að efla leiðbeiningar- og upplýsingarhlutverk þeirra stofnana sem framfylgja reglugerðunum, en skýrar og aðgengilegar upplýsingar til fyrirtækja sem falla undir reglugerðirnar munu aðstoða þau við að taka skref í rétta átt og flýta vegferð þeirra að settum loftslagsmarkmiðum. Það sem meira máli skiptir er að áhersla á sjálfbærni og þar með virðiskeðjur fyrirtækja mun hafa jákvæð áhrif á þróun fjölmargra þátta, t.a.m. þeirra sem heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna lúta að. Það kann að hljóma langsótt en með því einu að rýna virðiskeðjur íslenskra fyrirtækja getum við lagt okkar af mörkum og haft raunveruleg áhrif á líf og umhverfi fólks um allan heim. Höfundur er verkefnastjóri á Efnahags- og samkeppnishæfnisviði SA.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu. Stefán Jón Hafstein Skoðun