Handbolti

Hörður styrkir sig enn frekar og sá franski missir ekki af leik

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Leó Renaud-David missir ekki af leik með Herði þrátt fyrir skráningarvesen.
Leó Renaud-David missir ekki af leik með Herði þrátt fyrir skráningarvesen. GETTY/URBANANDSPORT

Hörður frá Ísafirði hefur fengið þrjá nýja erlenda leikmenn til liðs við sig fyrir komandi átök í Olís-deild karla í handbolta. Þar á meðal er franski reynsluboltinn Leó Renaud-David sem búist var við að myndi missa af fyrsta leik félagsins eftir HM-pásuna vegna klúðurs í skráningu leikmannsins.

Renaud-David var kynntur til leiks hjá Herði fyrir rúmum tveimur vikum síðan. Þrátt fyrir það leit út fyrir að hann myndi missa af leik liðsins gegn ÍBV sem átti að fara fram í kvöld þar sem brösulega gekk að fá leyfi fyrir leikmanninn.

Leik Harðar og ÍBV sem átti að fara fram í kvöld hefur hins vegar verið frestað. Á heimasíðu HSÍ má svo sjá að félagsskipti þessarar 35 ára gömlu skyttu eru genginn í gegn og því mun hann geta leikið með liðinu er Hörður sækir KA heim næstkomanid laugardag. 

Þá hafa Harðverjar fengið leikheimild fyrir tvo leikmenn til viðbótar fyrir fallbaráttuna sem framundan er, en það eru þeir Alexander Tatarintsev sem kemur til félagsins frá Rússlandi og markvörðurinn Mohsen Babasafari Renani sem kemur frá Rúmeníu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×