Fjórða fálkaorðan í fjölskylduna og framhald á Verbúð Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 3. febrúar 2023 06:00 Nína Dögg var gestur í Bakaríinu á Bylgjunni. Bylgjan „Já, ég get alveg sagt að við erum á fullu að undirbúa, hugsa og pæla fyrir einhverskonar ákveðnu framhaldi,“ segir Nína Dögg Filippusdóttir sposk á svip aðspurð út í framhald á sjónvarpsseríunni Verbúð. Óvænt velgengni Verbúðarinnar erlendis Í morgunþættinum Bakaríið á Bylgjunni síðasta laugardag ræddi Nína Dögg meðal annars um Verbúðarævintýrið, kvikmyndina Villibráð, leikhúsið og lífið sjálft. Verbúð hefur hlotið mikla athygli erlendis og nú þegar sópað til sín fjölda verðlauna. Serían gengur því mjög vel á erlendum markaði sem Nína segir einstaklega gaman en þó fremur óvænt þar sem um ræðir þáttaseríu um séríslenskan raunveruleika á níunda áratugnum. „Við hugsuðum ekkert endilega að þetta myndi ná út fyrir landsteinana og hvað þá vinna til verðlauna, en það er auðvitað bara alltaf mjög ánægjulegt og hjálpar okkur að selja seríuna.“ Lofar að biðin verði ekki of löng Þó svo að Nína staðfesti að framhald á Verbúðinni sé komið í ákveðið ferli er hún treg til svara og leyndardómsfull þegar reynt er að kreista út úr henni frekari upplýsingar. Frá því að hugmyndin vaknaði fyrst af Verbúðinni liðu um tíu ár þar til sjónvarpsserían leit dagsins ljós en aðspurð hvort að áhorfendur og aðdáendur þáttanna þurfi nokkuð að bíða svo lengi eftir næstu seríu segir Nína: „Nei, ég skal lofa að þið þurfið ekki að bíða svo lengi.“ Viðtalið við Nínu Dögg í heild sinni er hægt að nálgast í spilaranum hér fyrir neðan: Fólkið í Falcon Crest Þann 1. janúar var Nína Dögg sæmd fálkaorðunni fyrir framlag sitt til leiklistar og sjónvarpsþátta- og kvikmyndagerðar. Það mætti kannski segja að orðan góð sé orðin eins konar góðvinur fjölskyldunnar í gegnum árin. Við erum fjögur! Amma mín, Sólveig Guðlaugsdóttir fyrir framlag sitt á heilbrigðissviði, Rakel Garðarsdóttir (mágkona) fyrir vitundarvakningu á matarsóun, Gísli, fyrir allt sem hann hefur gert, og svo ég. Hús þeirra hjóna Nínu Daggar og Gísla Arnar, ber nafnið Sækambur Eystri en eftir að þau hjónin urðu bæði fálkaorðuhafar segir hún húsið komið með nokkurs konar gælunafn. „Já, við erum eiginlega búin að skíra það upp á nýtt, Falcon Crest,“ segir Nína og skellir upp úr. Þarf helst að hreyfa sig á hverjum degi Það er nóg að gera hjá Nínu þessa dagana eins og yfirleitt enda einstaklega orkumikil að eðlisfari. Já, mér finnst bara gaman að vera til. En það er ákveðinn þroski að færast yfir mig núna og ég næ orðið alveg að chilla. Lærðir þú það í Covid? Já, eiginlega. Það sem Covid kenndi mér er að anda ofan í magann, ég er frekar ör. Ég að að hreyfa mig á hverjum degi og gera eitthvað smá.“ Sama dag og Nína mætti í viðtalið var leikritið Ex frumsýnt í Þjóðleikhúsinu en þar leikur hún eitt þriggja hlutverka ásamt eiginmanni sínum, Gísla Erni, og leikkonunni Kristínu Þóru Haraldsdóttur. Hjartað í leikhúsinu Leikritið er flugbeitt sálfræðidrama þar sem venjuleg kvöldstund „virðulegra hjóna“ breytist skyndilega eftir óvænt símtal fyrrverandi kærustu. Þau eru bara heima að chilla og svo kemur símtalið sem breytir öllu og upphefst allskyns áhugavert og skemmtilegt á milli þeirra. Þrátt fyrir ágætis skammt af drama segir Nína að á forsýningunni hafi einnig verið mikið hlegið. „Þetta eru svolítið svona absúrd aðstæður og margir kannast líklega við eitthvað þarna úr hjónabandinu. Auðvitað eiga líka margir fyrrverandi og svona, svona allskonar togstreita.“ Nína hefur verið áberandi bæði í leikhúsi og sjónvarpi á sínum ferli og aðspurð hvor heimurinn höfði meira til hennar, leikhúsið eða bíó, segir hún: Leikhúsið á hjartað mitt. Ef ég þyrfti að velja þá myndi ég velja leikhúsið því ég elska leikhúsið og elska að vera í návist við áhorfendur og við séum saman í sögunni. Morgunþátturinn Bakaríið er á dagskrá alla laugardaga frá 9 - 12 á Bylgjunni. Hægt er að nálgast síðasta þátt í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Bakaríið Bylgjan Leikhús Bíó og sjónvarp Kvikmyndahús Menning Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Þessi fjórtán fengu fálkaorðuna á Bessastöðum Guðni Th. Jóhannesson forseti sæmdi 14 Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. 1. janúar 2023 14:52 Villibráð vinsælasta mynd landsins aðra helgina í röð Villibráð er vinsælasta mynd landsins aðra helgina í röð og heldur Avatar: Way of Water örugglega fyrir aftan sig samkvæmt tilkynningu frá Sambíóunum. 16. janúar 2023 18:31 Drög lögð að framhaldi Verbúðarinnar Leikhópurinn Vesturport er að hefjasta handa við handritsskrif að framhaldi sjónvarpsþáttanna Verbúðinni. 22. nóvember 2022 16:17 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Óvænt velgengni Verbúðarinnar erlendis Í morgunþættinum Bakaríið á Bylgjunni síðasta laugardag ræddi Nína Dögg meðal annars um Verbúðarævintýrið, kvikmyndina Villibráð, leikhúsið og lífið sjálft. Verbúð hefur hlotið mikla athygli erlendis og nú þegar sópað til sín fjölda verðlauna. Serían gengur því mjög vel á erlendum markaði sem Nína segir einstaklega gaman en þó fremur óvænt þar sem um ræðir þáttaseríu um séríslenskan raunveruleika á níunda áratugnum. „Við hugsuðum ekkert endilega að þetta myndi ná út fyrir landsteinana og hvað þá vinna til verðlauna, en það er auðvitað bara alltaf mjög ánægjulegt og hjálpar okkur að selja seríuna.“ Lofar að biðin verði ekki of löng Þó svo að Nína staðfesti að framhald á Verbúðinni sé komið í ákveðið ferli er hún treg til svara og leyndardómsfull þegar reynt er að kreista út úr henni frekari upplýsingar. Frá því að hugmyndin vaknaði fyrst af Verbúðinni liðu um tíu ár þar til sjónvarpsserían leit dagsins ljós en aðspurð hvort að áhorfendur og aðdáendur þáttanna þurfi nokkuð að bíða svo lengi eftir næstu seríu segir Nína: „Nei, ég skal lofa að þið þurfið ekki að bíða svo lengi.“ Viðtalið við Nínu Dögg í heild sinni er hægt að nálgast í spilaranum hér fyrir neðan: Fólkið í Falcon Crest Þann 1. janúar var Nína Dögg sæmd fálkaorðunni fyrir framlag sitt til leiklistar og sjónvarpsþátta- og kvikmyndagerðar. Það mætti kannski segja að orðan góð sé orðin eins konar góðvinur fjölskyldunnar í gegnum árin. Við erum fjögur! Amma mín, Sólveig Guðlaugsdóttir fyrir framlag sitt á heilbrigðissviði, Rakel Garðarsdóttir (mágkona) fyrir vitundarvakningu á matarsóun, Gísli, fyrir allt sem hann hefur gert, og svo ég. Hús þeirra hjóna Nínu Daggar og Gísla Arnar, ber nafnið Sækambur Eystri en eftir að þau hjónin urðu bæði fálkaorðuhafar segir hún húsið komið með nokkurs konar gælunafn. „Já, við erum eiginlega búin að skíra það upp á nýtt, Falcon Crest,“ segir Nína og skellir upp úr. Þarf helst að hreyfa sig á hverjum degi Það er nóg að gera hjá Nínu þessa dagana eins og yfirleitt enda einstaklega orkumikil að eðlisfari. Já, mér finnst bara gaman að vera til. En það er ákveðinn þroski að færast yfir mig núna og ég næ orðið alveg að chilla. Lærðir þú það í Covid? Já, eiginlega. Það sem Covid kenndi mér er að anda ofan í magann, ég er frekar ör. Ég að að hreyfa mig á hverjum degi og gera eitthvað smá.“ Sama dag og Nína mætti í viðtalið var leikritið Ex frumsýnt í Þjóðleikhúsinu en þar leikur hún eitt þriggja hlutverka ásamt eiginmanni sínum, Gísla Erni, og leikkonunni Kristínu Þóru Haraldsdóttur. Hjartað í leikhúsinu Leikritið er flugbeitt sálfræðidrama þar sem venjuleg kvöldstund „virðulegra hjóna“ breytist skyndilega eftir óvænt símtal fyrrverandi kærustu. Þau eru bara heima að chilla og svo kemur símtalið sem breytir öllu og upphefst allskyns áhugavert og skemmtilegt á milli þeirra. Þrátt fyrir ágætis skammt af drama segir Nína að á forsýningunni hafi einnig verið mikið hlegið. „Þetta eru svolítið svona absúrd aðstæður og margir kannast líklega við eitthvað þarna úr hjónabandinu. Auðvitað eiga líka margir fyrrverandi og svona, svona allskonar togstreita.“ Nína hefur verið áberandi bæði í leikhúsi og sjónvarpi á sínum ferli og aðspurð hvor heimurinn höfði meira til hennar, leikhúsið eða bíó, segir hún: Leikhúsið á hjartað mitt. Ef ég þyrfti að velja þá myndi ég velja leikhúsið því ég elska leikhúsið og elska að vera í návist við áhorfendur og við séum saman í sögunni. Morgunþátturinn Bakaríið er á dagskrá alla laugardaga frá 9 - 12 á Bylgjunni. Hægt er að nálgast síðasta þátt í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Bakaríið Bylgjan Leikhús Bíó og sjónvarp Kvikmyndahús Menning Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Þessi fjórtán fengu fálkaorðuna á Bessastöðum Guðni Th. Jóhannesson forseti sæmdi 14 Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. 1. janúar 2023 14:52 Villibráð vinsælasta mynd landsins aðra helgina í röð Villibráð er vinsælasta mynd landsins aðra helgina í röð og heldur Avatar: Way of Water örugglega fyrir aftan sig samkvæmt tilkynningu frá Sambíóunum. 16. janúar 2023 18:31 Drög lögð að framhaldi Verbúðarinnar Leikhópurinn Vesturport er að hefjasta handa við handritsskrif að framhaldi sjónvarpsþáttanna Verbúðinni. 22. nóvember 2022 16:17 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Þessi fjórtán fengu fálkaorðuna á Bessastöðum Guðni Th. Jóhannesson forseti sæmdi 14 Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. 1. janúar 2023 14:52
Villibráð vinsælasta mynd landsins aðra helgina í röð Villibráð er vinsælasta mynd landsins aðra helgina í röð og heldur Avatar: Way of Water örugglega fyrir aftan sig samkvæmt tilkynningu frá Sambíóunum. 16. janúar 2023 18:31
Drög lögð að framhaldi Verbúðarinnar Leikhópurinn Vesturport er að hefjasta handa við handritsskrif að framhaldi sjónvarpsþáttanna Verbúðinni. 22. nóvember 2022 16:17