Tími umhleypinga Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 2. febrúar 2023 08:30 Fátt er oftar rætt á Íslandi en veðrið. Íslendingar sem dvelja erlendis spyrja iðulega um veðrið á Íslandi og hafa oft furðu mikinn áhuga á því. Römm er veðurtaugin, enda ekki skrýtið þar sem veðurfar hefur í gegnum aldirnar haft mikil áhrif á daglegt líf og afkomu Íslendinga. Oft eru umræður um veðrið inngangur að dýpri samtölum eins og rithöfundurinn Auður Ava Ólafsdóttir fangar svo skemmtilega í skáldsögunni Eden: „Nágranni minn fylgist þögull með mér nokkra stund og ég finn að honum liggur eitthvað fleira á hjarta, ég skynja að það er persónulegt og að hann leitar að leið, að hann veltir fyrir sér hvernig hann geti byggt brú frá veðurspánni næstu daga sem hann er búinn að tíunda fyrir mér, yfir í það sem hann ætlar að deila með mér.“ Eitt sinn vorum við í sterkari tengslum við náttúruna og fólk las ýmist í skýin, hegðun dýra eða spáði jafnvel í garnir. Í dag höfum við veðurfræðinga og veðurspár til að leiðbeina okkur. En þrátt fyrir það verður ekki við allt ráðið og veðrið setur oft strik í reikninginn. Hvernig getum við varið okkur fyrir tjóni og slegið varnagla þegar náttúruöflin eru annars vegar? Loftum út í frosti Mikil kuldatíð hefur verið undanfarið og nú er tími umhleypinga genginn í garð. Hitinn rokkar upp og niður, rignir og frýs inn á milli. Oft myndast móða á gluggum vegna raka úr innilofti þegar kalt er úti. Þá þarf að þurrka móðu af gluggum og öðrum flötum jafnóðum og draga frá gardínur á daginn til að rakinn geti gufað upp. Æskilegt er að rakastig innandyra sé 30-50%. Gagnlegt er að nota rakamæli við mat á rakastigi innandyra en þeir fást til dæmis í byggingavöruverslunum. Of hátt eða of lágt rakastig getur haft neikvæð áhrif á híbýli og þægindi þeirra sem þar dvelja. Yfir árið sveiflast loftraki verulega. Í miklu frosti er mikilvægt að lofta út og reyna þannig að halda rakastigi hæfilegu innanhúss. Þá er minni hætta á að uppgufað vatn setjist á fleti innanhúss sem eykur líkur á að mygla myndist. Finna má gagnlegar upplýsingar um þetta á vef Verkís en þar kemur fram að Umhverfisstofnun mæli með því að leyfa gegnumtrekk tvisvar á dag í tíu mínútur í senn. Ef það er ekki möguleiki má hafa glugga eða hurð vel opna í staðinn. Greið leið um niðurföll Skemmdir á heimilum í kjölfar vatnsleka eru algengustu tjónin hér á landi. Á hverjum degi verða að meðaltali um 30 tjón vegna þess að vatn lekur og skemmir. Öll niðurföll þarf að hreinsa reglulega, hvort sem er í sturtuklefum eða öryggisniðurföll í votrými. Einnig þarf að hreinsa niðurföll utandyra reglulega og er það sérstaklega mikilvægt ef von er á asahláku. Þá er hætta á vatnstjónum og vatn þarf því að eiga greiða leið um niðurföllin. Einnig þarf að tryggja að niðurfallið virki. Ef illa gengur að fá vatn til að leka um niðurfallið má prófa að hella heitu vatni ofan í það og strá salti í kring til að bræða snjóinn. Á haustin þarf að hreinsa lauf frá niðurföllum og athuga hvort sandur eða lauf sé í þakrennum. Á vorin er tilvalið að taka skoðunarhring um húsið og kanna hvort eitthvað þarfnist endurnýjunar eða viðgerðar. Sprungur í útveggjum geta leitt til þess að vatn eigi greiða leið inn í húsið og valdi þannig skemmdum. Þá er vert að hafa í huga að tryggingar bæta ekki tjón af völdum vatns sem þrýstist inn um slíkar sprungur. Einnig er gott að skoða frágang við dyra- og gluggaumbúnað og ástand þaks og þakkanta. Mössum moksturinn Oft bráðnar snjór fyrst upp við húsveggi og leitar þá inn um sprungur ef vatnið á ekki greiða leið burt. Þegar snjóþungt er er mikilvægt að moka snjó af svölum, meðfram húsum, gluggum og hurðum til að koma í veg fyrir að það leki inn. Einnig þarf að hreinsa snjóhengjur og grýlukerti sem geta verið varasöm þegar þau falla niður. Ef erfitt er að hreinsa þau þá þarf að minnsta kosti að vara við hættunni, til dæmis með borða, keilum eða skiltum. Fyrstu viðbrögð við vatnstjóni Fyrstu viðbrögð skipta miklu máli við að lágmarka tjón. Loka þarf strax fyrir vatnsinntak ef vatnsleki á sér stað. Fara þarf varlega ef vatnið er heitt og nauðsynlegt er að hringja í 112 ef fólk er í hættu. Best er að hafa strax samband við tryggingafélagið til að draga úr tjóni og láta meta það. Ef heimili eða orlofshús er yfirgefið í lengri tíma er mælt með að skrúfa fyrir vatnið. Einnig er skynsamlegt að athuga lagnir í orlofshúsum þegar kuldatíð hefur staðið yfir. Gott er að merkja vatnsinntak fyrir heitt og kalt vatn þannig auðvelt sé að skrúfa fyrir ef til tjóns kemur. Hægt er að tengja vatnsskynjara við öryggiskerfi hússins en mælt er með að hafa vatnsskynjara í votrýmum, sérstaklega ef ekki er niðurfall í gólfinu. Náttúruhamfaratrygging Íslands Þegar öfgar eru í veðurfari og náttúruhamfarir eiga sér stað kemur Náttúruhamfaratrygging Íslands (NTÍ) til sögunnar. Náttúruhamfaratrygging Íslands bætir beint tjón af völdum: eldgosa, jarðskjálfta, skriðufalla, snjóflóða og vatnsflóða. Dæmi um atburði sem ekki eru bótaskyldir hjá NTÍ eru flóð vegna leysingavatns/asahláku og skýfalls. Óveðurstjón, foktjón og snjóþungi (þegar eignir sligast eða brotna undan snjó) eru ekki heldur bótaskyld hjá NTÍ. Allar húseignir á Íslandi eru vátryggðar hjá NTÍ en nauðsynlegt er að brunatryggja sérstaklega innbú og lausafé hjá tryggingafélagi til að það fáist bætt hjá NTÍ. Færð og fyrirhyggjusemi Veðrið hefur ekki hvað síst áhrif á færð vega og umferð. Við höfum aldeilis fengið að rifja það upp í vetur. Nauðsynlegt er að vera vel búin, á góðum dekkjum og að kynna sér veðurspá áður en lagt er í hann. Ekki er verra að hafa skóflu í skottinu. Safe Travel appið er gagnlegt app þar sem finna má upplýsingar um færð á vegum landins í rauntíma. Þar má með einföldum hætti fylgjast með ástandi vega á Íslandi en veður getur breyst skyndilega og ástand vega sömuleiðis. Appið fylgir þér á ferð um landið og veitir upplýsingar um færð og ástand vega hverju sinni á ensku og íslensku. Svo er það gamla góða tillitssemin sem alltaf á við og léttir undir í erfiðum aðstæðum. Fyrstu viðbrögð við umferðaróhöppum og slysum Ef óhapp eða slys verður er mikilvægt að kanna fyrst hvort allir séu heilir á húfi. Ef einhver hefur slasast skal hringja strax í 112. Mikilvægast er að gæta fyrst og fremst að öryggi sínu og annarra á staðnum. Kveikja þarf á viðvörunarljósum ökutækis (hazard lights) og gott er að taka myndir af vettvangi áreksturs, ef aðstæður leyfa. Einnig er gott að fá nöfn og símanúmer vitna á vettvangi ef einhver eru. Tilkynnið síðan tjónið sem fyrst. Aftakaveður, asahláka, spillibloti og útsynningur Til eru á annað hundrað orð á íslensku yfir vind og áhugavert er að skoða orðanet og flettur tengd orðinu á vef Árnastofnunar. Stinningskaldi, útnyrðingur, dumbungur, þeyvindur, þræsingur, frostgola, kuldaflapur, blíðavindur, hafnæðingur, æðiveður og svona mætti lengi telja. Allt fer þetta eftir því hvaðan vindurinn blæs og hvernig hann er. Við búum á vindasömu landi og því viðbúið að við séum skapandi í lýsingum á veðrinu sem skiptir okkur svona miklu máli. Spillibloti skaut upp kollinum í veðurfarslýsingum í upphafi árs en það er þegar rignir ofan í snjó en frystir aftur áður en snjórinn nær allur að bráðna. Samkvæmt pistli sem Trausti Jónsson, veðurfræðingur, skrifaði var þetta eitthvert óvinsælasta veðurlag á Íslandi á fyrri tíð og er svo enn. Á árinu 2022 voru gefnar út 456 viðvaranir frá Veðurstofu Íslands og met sett í fjölda appelsínugulra og rauðra viðvarana á einu ári. Veðrið skiptir okkur miklu máli og hefur áhrif á daglegt líf svo um munar. Því er skynsamlegt að fylgjast vel með veðri og gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir að það spilli fyrir okkur og öðrum. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Slysavarnir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Sjá meira
Fátt er oftar rætt á Íslandi en veðrið. Íslendingar sem dvelja erlendis spyrja iðulega um veðrið á Íslandi og hafa oft furðu mikinn áhuga á því. Römm er veðurtaugin, enda ekki skrýtið þar sem veðurfar hefur í gegnum aldirnar haft mikil áhrif á daglegt líf og afkomu Íslendinga. Oft eru umræður um veðrið inngangur að dýpri samtölum eins og rithöfundurinn Auður Ava Ólafsdóttir fangar svo skemmtilega í skáldsögunni Eden: „Nágranni minn fylgist þögull með mér nokkra stund og ég finn að honum liggur eitthvað fleira á hjarta, ég skynja að það er persónulegt og að hann leitar að leið, að hann veltir fyrir sér hvernig hann geti byggt brú frá veðurspánni næstu daga sem hann er búinn að tíunda fyrir mér, yfir í það sem hann ætlar að deila með mér.“ Eitt sinn vorum við í sterkari tengslum við náttúruna og fólk las ýmist í skýin, hegðun dýra eða spáði jafnvel í garnir. Í dag höfum við veðurfræðinga og veðurspár til að leiðbeina okkur. En þrátt fyrir það verður ekki við allt ráðið og veðrið setur oft strik í reikninginn. Hvernig getum við varið okkur fyrir tjóni og slegið varnagla þegar náttúruöflin eru annars vegar? Loftum út í frosti Mikil kuldatíð hefur verið undanfarið og nú er tími umhleypinga genginn í garð. Hitinn rokkar upp og niður, rignir og frýs inn á milli. Oft myndast móða á gluggum vegna raka úr innilofti þegar kalt er úti. Þá þarf að þurrka móðu af gluggum og öðrum flötum jafnóðum og draga frá gardínur á daginn til að rakinn geti gufað upp. Æskilegt er að rakastig innandyra sé 30-50%. Gagnlegt er að nota rakamæli við mat á rakastigi innandyra en þeir fást til dæmis í byggingavöruverslunum. Of hátt eða of lágt rakastig getur haft neikvæð áhrif á híbýli og þægindi þeirra sem þar dvelja. Yfir árið sveiflast loftraki verulega. Í miklu frosti er mikilvægt að lofta út og reyna þannig að halda rakastigi hæfilegu innanhúss. Þá er minni hætta á að uppgufað vatn setjist á fleti innanhúss sem eykur líkur á að mygla myndist. Finna má gagnlegar upplýsingar um þetta á vef Verkís en þar kemur fram að Umhverfisstofnun mæli með því að leyfa gegnumtrekk tvisvar á dag í tíu mínútur í senn. Ef það er ekki möguleiki má hafa glugga eða hurð vel opna í staðinn. Greið leið um niðurföll Skemmdir á heimilum í kjölfar vatnsleka eru algengustu tjónin hér á landi. Á hverjum degi verða að meðaltali um 30 tjón vegna þess að vatn lekur og skemmir. Öll niðurföll þarf að hreinsa reglulega, hvort sem er í sturtuklefum eða öryggisniðurföll í votrými. Einnig þarf að hreinsa niðurföll utandyra reglulega og er það sérstaklega mikilvægt ef von er á asahláku. Þá er hætta á vatnstjónum og vatn þarf því að eiga greiða leið um niðurföllin. Einnig þarf að tryggja að niðurfallið virki. Ef illa gengur að fá vatn til að leka um niðurfallið má prófa að hella heitu vatni ofan í það og strá salti í kring til að bræða snjóinn. Á haustin þarf að hreinsa lauf frá niðurföllum og athuga hvort sandur eða lauf sé í þakrennum. Á vorin er tilvalið að taka skoðunarhring um húsið og kanna hvort eitthvað þarfnist endurnýjunar eða viðgerðar. Sprungur í útveggjum geta leitt til þess að vatn eigi greiða leið inn í húsið og valdi þannig skemmdum. Þá er vert að hafa í huga að tryggingar bæta ekki tjón af völdum vatns sem þrýstist inn um slíkar sprungur. Einnig er gott að skoða frágang við dyra- og gluggaumbúnað og ástand þaks og þakkanta. Mössum moksturinn Oft bráðnar snjór fyrst upp við húsveggi og leitar þá inn um sprungur ef vatnið á ekki greiða leið burt. Þegar snjóþungt er er mikilvægt að moka snjó af svölum, meðfram húsum, gluggum og hurðum til að koma í veg fyrir að það leki inn. Einnig þarf að hreinsa snjóhengjur og grýlukerti sem geta verið varasöm þegar þau falla niður. Ef erfitt er að hreinsa þau þá þarf að minnsta kosti að vara við hættunni, til dæmis með borða, keilum eða skiltum. Fyrstu viðbrögð við vatnstjóni Fyrstu viðbrögð skipta miklu máli við að lágmarka tjón. Loka þarf strax fyrir vatnsinntak ef vatnsleki á sér stað. Fara þarf varlega ef vatnið er heitt og nauðsynlegt er að hringja í 112 ef fólk er í hættu. Best er að hafa strax samband við tryggingafélagið til að draga úr tjóni og láta meta það. Ef heimili eða orlofshús er yfirgefið í lengri tíma er mælt með að skrúfa fyrir vatnið. Einnig er skynsamlegt að athuga lagnir í orlofshúsum þegar kuldatíð hefur staðið yfir. Gott er að merkja vatnsinntak fyrir heitt og kalt vatn þannig auðvelt sé að skrúfa fyrir ef til tjóns kemur. Hægt er að tengja vatnsskynjara við öryggiskerfi hússins en mælt er með að hafa vatnsskynjara í votrýmum, sérstaklega ef ekki er niðurfall í gólfinu. Náttúruhamfaratrygging Íslands Þegar öfgar eru í veðurfari og náttúruhamfarir eiga sér stað kemur Náttúruhamfaratrygging Íslands (NTÍ) til sögunnar. Náttúruhamfaratrygging Íslands bætir beint tjón af völdum: eldgosa, jarðskjálfta, skriðufalla, snjóflóða og vatnsflóða. Dæmi um atburði sem ekki eru bótaskyldir hjá NTÍ eru flóð vegna leysingavatns/asahláku og skýfalls. Óveðurstjón, foktjón og snjóþungi (þegar eignir sligast eða brotna undan snjó) eru ekki heldur bótaskyld hjá NTÍ. Allar húseignir á Íslandi eru vátryggðar hjá NTÍ en nauðsynlegt er að brunatryggja sérstaklega innbú og lausafé hjá tryggingafélagi til að það fáist bætt hjá NTÍ. Færð og fyrirhyggjusemi Veðrið hefur ekki hvað síst áhrif á færð vega og umferð. Við höfum aldeilis fengið að rifja það upp í vetur. Nauðsynlegt er að vera vel búin, á góðum dekkjum og að kynna sér veðurspá áður en lagt er í hann. Ekki er verra að hafa skóflu í skottinu. Safe Travel appið er gagnlegt app þar sem finna má upplýsingar um færð á vegum landins í rauntíma. Þar má með einföldum hætti fylgjast með ástandi vega á Íslandi en veður getur breyst skyndilega og ástand vega sömuleiðis. Appið fylgir þér á ferð um landið og veitir upplýsingar um færð og ástand vega hverju sinni á ensku og íslensku. Svo er það gamla góða tillitssemin sem alltaf á við og léttir undir í erfiðum aðstæðum. Fyrstu viðbrögð við umferðaróhöppum og slysum Ef óhapp eða slys verður er mikilvægt að kanna fyrst hvort allir séu heilir á húfi. Ef einhver hefur slasast skal hringja strax í 112. Mikilvægast er að gæta fyrst og fremst að öryggi sínu og annarra á staðnum. Kveikja þarf á viðvörunarljósum ökutækis (hazard lights) og gott er að taka myndir af vettvangi áreksturs, ef aðstæður leyfa. Einnig er gott að fá nöfn og símanúmer vitna á vettvangi ef einhver eru. Tilkynnið síðan tjónið sem fyrst. Aftakaveður, asahláka, spillibloti og útsynningur Til eru á annað hundrað orð á íslensku yfir vind og áhugavert er að skoða orðanet og flettur tengd orðinu á vef Árnastofnunar. Stinningskaldi, útnyrðingur, dumbungur, þeyvindur, þræsingur, frostgola, kuldaflapur, blíðavindur, hafnæðingur, æðiveður og svona mætti lengi telja. Allt fer þetta eftir því hvaðan vindurinn blæs og hvernig hann er. Við búum á vindasömu landi og því viðbúið að við séum skapandi í lýsingum á veðrinu sem skiptir okkur svona miklu máli. Spillibloti skaut upp kollinum í veðurfarslýsingum í upphafi árs en það er þegar rignir ofan í snjó en frystir aftur áður en snjórinn nær allur að bráðna. Samkvæmt pistli sem Trausti Jónsson, veðurfræðingur, skrifaði var þetta eitthvert óvinsælasta veðurlag á Íslandi á fyrri tíð og er svo enn. Á árinu 2022 voru gefnar út 456 viðvaranir frá Veðurstofu Íslands og met sett í fjölda appelsínugulra og rauðra viðvarana á einu ári. Veðrið skiptir okkur miklu máli og hefur áhrif á daglegt líf svo um munar. Því er skynsamlegt að fylgjast vel með veðri og gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir að það spilli fyrir okkur og öðrum. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun