„Þetta verður algjört hörkumót“ Sindri Sverrisson skrifar 3. febrúar 2023 12:01 Vitor Charrua er líklegur til afreka á pílukastmótinu á Reykjavíkurleikunum. Stöð 2 Sport Fremstu pílukastarar landsins fá samkeppni frá erlendum keppendum í kvöld og á morgun þegar keppni í pílukasti fer fram á Reykjavíkurleikunum, RIG. Riðlakeppnin fer fram í kvöld þar sem alls 78 karlar og 12 konur taka þátt. Allir keppendur komast áfram í útsláttarkeppnina á morgun en þau efstu í hverjum riðli sitja þar hjá í 1. umferð. Undanúrslit og úrslit karla, og úrslit kvenna, verða svo í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, frá Bullseye á Snorrabraut, og hefst útsendingin klukkan 19:15 annað kvöld. Pílukast hefur verið hluti af RIG síðustu ár og fer mótið sístækkandi í takti við aukinn áhuga á Íslandi. Hópur erlendra keppenda er með á mótinu í ár. Riðlana má sjá hér. „Það er bara frábært að sjá hve margir koma að utan. Ég þekki nú ekki styrkleika þeirra keppenda en þetta eru ábyggilega mjög góðir spilarar því menn eru ekki að ferðast landa á milli til að spila nema að hafa eitthvað til málanna að leggja. Þau tvö sem að sigra þetta mót fá svo boð inn á mót hjá World Dart Federation, svo það er mikið undir,“ segir Páll Sævar Guðjónsson sem mun lýsa keppninni á Stöð 2 Sport annað kvöld. Margir spennandi riðlar „Þetta verður mjög skemmtilegt mót. Það er frábær þátttaka og mikið af mönnum sem eru að koma í fyrsta sinn inn á svona stórt mót, sem er mjög spennandi. Það eru margir mjög spennandi riðlar þarna og þetta verður algjört hörkumót,“ segir Páll og það er vandasamt að spá fyrir um úrslit. „Það verða eflaust einhver óvænt úrslit en það eru svakalega öflugir menn þarna eins og Vitor Charrua, Halli Egils, Þorgeir Guðmunds og fleiri. Svo er gaman að sjá þarna Pál Árna Pétursson, sjómann úr Grindavík. Hann er greinilega í landi, frábær pílukastari. Þetta verður meiriháttar í alla staði,“ segir Páll. Úrslitin ráðast í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 19.15 á morgun. Í kvöld og á morgun verður hægt að horfa á beinar útsendingar á Live Darts Iceland á Facebook. Pílukast Reykjavíkurleikar Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Sjá meira
Riðlakeppnin fer fram í kvöld þar sem alls 78 karlar og 12 konur taka þátt. Allir keppendur komast áfram í útsláttarkeppnina á morgun en þau efstu í hverjum riðli sitja þar hjá í 1. umferð. Undanúrslit og úrslit karla, og úrslit kvenna, verða svo í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, frá Bullseye á Snorrabraut, og hefst útsendingin klukkan 19:15 annað kvöld. Pílukast hefur verið hluti af RIG síðustu ár og fer mótið sístækkandi í takti við aukinn áhuga á Íslandi. Hópur erlendra keppenda er með á mótinu í ár. Riðlana má sjá hér. „Það er bara frábært að sjá hve margir koma að utan. Ég þekki nú ekki styrkleika þeirra keppenda en þetta eru ábyggilega mjög góðir spilarar því menn eru ekki að ferðast landa á milli til að spila nema að hafa eitthvað til málanna að leggja. Þau tvö sem að sigra þetta mót fá svo boð inn á mót hjá World Dart Federation, svo það er mikið undir,“ segir Páll Sævar Guðjónsson sem mun lýsa keppninni á Stöð 2 Sport annað kvöld. Margir spennandi riðlar „Þetta verður mjög skemmtilegt mót. Það er frábær þátttaka og mikið af mönnum sem eru að koma í fyrsta sinn inn á svona stórt mót, sem er mjög spennandi. Það eru margir mjög spennandi riðlar þarna og þetta verður algjört hörkumót,“ segir Páll og það er vandasamt að spá fyrir um úrslit. „Það verða eflaust einhver óvænt úrslit en það eru svakalega öflugir menn þarna eins og Vitor Charrua, Halli Egils, Þorgeir Guðmunds og fleiri. Svo er gaman að sjá þarna Pál Árna Pétursson, sjómann úr Grindavík. Hann er greinilega í landi, frábær pílukastari. Þetta verður meiriháttar í alla staði,“ segir Páll. Úrslitin ráðast í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 19.15 á morgun. Í kvöld og á morgun verður hægt að horfa á beinar útsendingar á Live Darts Iceland á Facebook.
Pílukast Reykjavíkurleikar Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Sjá meira