Yrði stærsti samruni sögunnar en óvissan er um Samkeppniseftirlitið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. febrúar 2023 20:37 Hörður er ritstjóri Innherja. Vísir Ritstjóri Innherja áætlar að samruni Íslandsbanka og Kviku yrði sá stærsti í Íslandssögunni, ef af honum yrði. Hann segir ljóst að Samkeppniseftirlitið muni taka langan tíma í meðferð málsins. Það muni gera athugasemdir við ákveðna samrunans. „Þetta eru stór tíðindi. Ef af yrði þá væri líklega um að ræða stærsta samruna í Íslandssögunni. Íslandsbanki er með 230 milljarða markaðsvirði, Kvika 90 og ríkissjóður er stærsti hluthafinn í Íslandsbanka með 42 prósenta hlut. Það gerir þetta áhugaverðara en ella,“ sagði Hörður Ægisson, ritstjóri Innherja, þegar rætt var við hann um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Fyrr í dag var greint frá því að stjórn Kviku hefði óskað eftir því við stjórn Íslandsbanka að hefja samrunaviðræður. Hörður telur líklegt að þessir hlutir hafi verið ræddir á bak við tjöldin að undanförnu. „Ég myndi halda að Kvika sé búin að vera að skoða þetta síðustu vikur og það er augljóst að þeir vænta svars frá stjórn Íslandsbanka í næstu viku. Það er alveg gefið að stjórn Íslandsbanka muni samþykkja það. Það hafa líklega verið samtöl við stjórnarmenn Íslandsbanka um málið.“ Hann segir ávinning bankanna af samruna aðallega felast í hagræðingu, þar sem íslenska bankakerfið sé dýrt. „Rekstrarkostnaður á alla hefðbundna mælikvarða í íslenska bankakerfinu er mikill í samanburði við önnur lönd. Þannig að ég myndi halda að fyrst og fremst sé Kvika að horfa til þess að hægt sé að ná fram einhverju rekstrarhagræði í stórum banka,“ sagði Hörður. Muni taka langan tíma hjá Samkeppniseftirlitinu Mesta óvissan snúist um hvernig Samkeppniseftirlitið komi til með að snúa sér í málinu. „Það er ljóst að þetta mun taka langan tíma í meðferð Samkeppniseftirlitsins. Tvö atriði sem menn horfa kannski einkum til að séu þyrnir í augum Samkeppniseftirlitsins er að Kvika er með Lykil, bíla og tækjafjármögnun, Íslandsbanki er með Ergo [fjármögnunarþjónustu]. Það er líklegt að Samkeppniseftirlitið sé ekki hlynnt því að þetta verði undir einu félagi. Í öðru lagi eru Kvika og Íslandsbanki með mjög stór eignastýringafélög og það gæti líklega verið líklegt að það geti valdið vandræðum í meðferð Samkeppniseftirlitsins.“ sagði Hörður. Innherji er viðskiptamiðill á vegum Vísis. Íslenskir bankar Kvika banki Íslandsbanki Samkeppnismál Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
„Þetta eru stór tíðindi. Ef af yrði þá væri líklega um að ræða stærsta samruna í Íslandssögunni. Íslandsbanki er með 230 milljarða markaðsvirði, Kvika 90 og ríkissjóður er stærsti hluthafinn í Íslandsbanka með 42 prósenta hlut. Það gerir þetta áhugaverðara en ella,“ sagði Hörður Ægisson, ritstjóri Innherja, þegar rætt var við hann um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Fyrr í dag var greint frá því að stjórn Kviku hefði óskað eftir því við stjórn Íslandsbanka að hefja samrunaviðræður. Hörður telur líklegt að þessir hlutir hafi verið ræddir á bak við tjöldin að undanförnu. „Ég myndi halda að Kvika sé búin að vera að skoða þetta síðustu vikur og það er augljóst að þeir vænta svars frá stjórn Íslandsbanka í næstu viku. Það er alveg gefið að stjórn Íslandsbanka muni samþykkja það. Það hafa líklega verið samtöl við stjórnarmenn Íslandsbanka um málið.“ Hann segir ávinning bankanna af samruna aðallega felast í hagræðingu, þar sem íslenska bankakerfið sé dýrt. „Rekstrarkostnaður á alla hefðbundna mælikvarða í íslenska bankakerfinu er mikill í samanburði við önnur lönd. Þannig að ég myndi halda að fyrst og fremst sé Kvika að horfa til þess að hægt sé að ná fram einhverju rekstrarhagræði í stórum banka,“ sagði Hörður. Muni taka langan tíma hjá Samkeppniseftirlitinu Mesta óvissan snúist um hvernig Samkeppniseftirlitið komi til með að snúa sér í málinu. „Það er ljóst að þetta mun taka langan tíma í meðferð Samkeppniseftirlitsins. Tvö atriði sem menn horfa kannski einkum til að séu þyrnir í augum Samkeppniseftirlitsins er að Kvika er með Lykil, bíla og tækjafjármögnun, Íslandsbanki er með Ergo [fjármögnunarþjónustu]. Það er líklegt að Samkeppniseftirlitið sé ekki hlynnt því að þetta verði undir einu félagi. Í öðru lagi eru Kvika og Íslandsbanki með mjög stór eignastýringafélög og það gæti líklega verið líklegt að það geti valdið vandræðum í meðferð Samkeppniseftirlitsins.“ sagði Hörður. Innherji er viðskiptamiðill á vegum Vísis.
Íslenskir bankar Kvika banki Íslandsbanki Samkeppnismál Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira