Vilja kanna arðsemi jarðganga eða vegskála á Hellisheiði Atli Ísleifsson skrifar 3. febrúar 2023 09:30 Mikið hefur verið fjallað um tíðar lokanir á Hellisheiði vegna ófærðar í vetur og síðustu ár. Vísir/Vilhelm Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Árborg hafa lagt til að sveitarfélagið hafi forgöngu um að unnin verði skýrsla um mat á arðsemi, umferðaröryggi, tengingu svæða og byggðaþróun vegna jarðganga eða vegskála undir Hellisheiði. Mikið hefur verið fjallað um tíðar lokanir á Hellisheiði vegna ófærðar í vetur og síðustu ár. Bæjarfulltrúarnir, þau Arna Ír Gunnarsdóttir og Sigurjón Vídalín Guðmundsson lögðu fram tillöguna í lok síðasta mánaðar þar sem minnst er á jarðgangaskýrslu Rannsóknarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri sem unnin var fyrir Vegagerðina þar sem mat var lagt á arðsemi jarðganga, umferðaröryggi, tengingu svæða og byggðaþróun. „Hér með leggja undirritaðir bæjarfulltrúar S-lista til að Svf. Árborg hafi frumkvæði af því að óska eftir sambærilegu mati frá skýrsluhöfundum á arðsemi, umferðaröryggi, tengingu svæða og byggðaþróun vegna jarðganga undir Hellisheiði og gegnum Svínahraun hvort sem um er að ræða hefðbundin jarðgöng eða niðurgrafin vegskála samkvæmt svokallaðri Cut and Cover aðferð. Auk þess verði horft sérstaklega til nýtingu á jarðefnum frá framkvæmdinni til uppbyggingar á Þrengslavegi annars vegar og Ölfusvegi milli Hveragerðis og Þorlákshafnar hins vegar,“ segir í tillögu þeirra Örnu Írar og Sigurjóns. Tillagan var tekin fyrir á fundi bæjarráðs í gær. Kemur þar fram að í ljósi þess að um hagsmunamál fyrir öll sveitarfélög á Suðurlandi sé að ræða feli bæjarráð Fjólu Steindóru Kristinsdóttur bæjarstjóra að vísa málinu til umfjöllunar hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins.Vísir/Vilhelm Svör innviðaráðherra Umræða um veginn yfir Hellisheiði fór fram á Alþingi í mars á síðasta ári eftir að ítrekað hafði verið gripið til lokana. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra var þar til svara og sagði meðal annars: „Ég hef ekki skoðað nýlega hvort göng séu vænlegur kostur enda minnir mig að í þeirri umræðu hafi það verið slegið út af borðinu, meðal annars vegna mjög mikils jarðhita og reyndar mikils vatns sem þarna er. En ég hef hins vegar sjálfur fyrir allnokkru spurt, ég ætti nú kannski að fara að kalla eftir svari, það var ekki út af þessu veðri, hvort það væri með einhverjum hætti hægt að byggja einhvers konar vegskála yfir verstu svæðin. Staðreyndin er náttúrlega sú að í þessum veðrum sem verið hafa núna þá myndu þeir ekki hafa hjálpað nokkurn skapaðan hlut vegna þess að veðrið á Sandskeiðinu er oft verst en ekki uppi á Hellisheiði, svo maður segi bara hlutina eins og þeir eru,“ sagði innviðaráðherra í svari fyrir fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, í þingsal. Árborg Vegagerð Samgöngur Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um tíðar lokanir á Hellisheiði vegna ófærðar í vetur og síðustu ár. Bæjarfulltrúarnir, þau Arna Ír Gunnarsdóttir og Sigurjón Vídalín Guðmundsson lögðu fram tillöguna í lok síðasta mánaðar þar sem minnst er á jarðgangaskýrslu Rannsóknarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri sem unnin var fyrir Vegagerðina þar sem mat var lagt á arðsemi jarðganga, umferðaröryggi, tengingu svæða og byggðaþróun. „Hér með leggja undirritaðir bæjarfulltrúar S-lista til að Svf. Árborg hafi frumkvæði af því að óska eftir sambærilegu mati frá skýrsluhöfundum á arðsemi, umferðaröryggi, tengingu svæða og byggðaþróun vegna jarðganga undir Hellisheiði og gegnum Svínahraun hvort sem um er að ræða hefðbundin jarðgöng eða niðurgrafin vegskála samkvæmt svokallaðri Cut and Cover aðferð. Auk þess verði horft sérstaklega til nýtingu á jarðefnum frá framkvæmdinni til uppbyggingar á Þrengslavegi annars vegar og Ölfusvegi milli Hveragerðis og Þorlákshafnar hins vegar,“ segir í tillögu þeirra Örnu Írar og Sigurjóns. Tillagan var tekin fyrir á fundi bæjarráðs í gær. Kemur þar fram að í ljósi þess að um hagsmunamál fyrir öll sveitarfélög á Suðurlandi sé að ræða feli bæjarráð Fjólu Steindóru Kristinsdóttur bæjarstjóra að vísa málinu til umfjöllunar hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins.Vísir/Vilhelm Svör innviðaráðherra Umræða um veginn yfir Hellisheiði fór fram á Alþingi í mars á síðasta ári eftir að ítrekað hafði verið gripið til lokana. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra var þar til svara og sagði meðal annars: „Ég hef ekki skoðað nýlega hvort göng séu vænlegur kostur enda minnir mig að í þeirri umræðu hafi það verið slegið út af borðinu, meðal annars vegna mjög mikils jarðhita og reyndar mikils vatns sem þarna er. En ég hef hins vegar sjálfur fyrir allnokkru spurt, ég ætti nú kannski að fara að kalla eftir svari, það var ekki út af þessu veðri, hvort það væri með einhverjum hætti hægt að byggja einhvers konar vegskála yfir verstu svæðin. Staðreyndin er náttúrlega sú að í þessum veðrum sem verið hafa núna þá myndu þeir ekki hafa hjálpað nokkurn skapaðan hlut vegna þess að veðrið á Sandskeiðinu er oft verst en ekki uppi á Hellisheiði, svo maður segi bara hlutina eins og þeir eru,“ sagði innviðaráðherra í svari fyrir fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, í þingsal.
Árborg Vegagerð Samgöngur Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira