Héðinn stígur til hliðar sem formaður Geðhjálpar Máni Snær Þorláksson skrifar 3. febrúar 2023 11:10 Héðinn Unnsteinsson Héðinn Unnsteinsson hefur ákveðið að stíga til hliðar sem formaður Geðhjálpar. Héðinn hefur komið að samtökunum í nærri 30 ár, þar af setið í stjórn í sjö ár og sinnt hlutverki formanns í þrjú. Frá þessu greinir Héðinn sjálfur í pistli sem birtist á Vísi. Nýr formaður verður kosinn á aðalfundi samtakanna þann 30. mars næstkomandi en Elín Ebba Ásmundsdóttir, varaformaður Geðhjálpar, mun leiða samtökin þangað til. Héðinn segir í pistlinum að samtökin standi vel og þakkar mánaðarlegum styrktarfélögum Geðhjálpar, sem eru 7.400 talsins, fyrir stuðninginn. Hann segir styrktaraðilana gera samtökunum kleift að vaxa og dafna. Þá dragi þeir úr þörf fyrir opinberan stuðning. Þá fer Héðinn yfir það sem samtökin hafa gert í formannstíð hans. Hann nefnir sem dæmi nýlega stefnu Geðhjálpar og segir að markvisst hafi verið unnið út frá henni við að rækta geðheilsu Íslendinga. Elín Ebba Ásmundsdóttir mun leiða Geðhjálp fram að aðalfundi samtakanna.Geðhjálp Einnig nefnir hann styrktarsjóð geðhelbrigðis sem samtökin stofnuðu í maí árið 2021. Sjóðurinn var stofnaður í þeim tilgangi að styrkja sprota og framfarahugmyndir innan geðheilbrigðismála. Hann segir ásetning stjórnarinnar vera að styrkja sjóðinn áfram svo hann verði sterkt „farartæki“ til framfara í geðheilbrigðismálum. „Við höfum meðvitað viljað hafa áhrif á geðheilbrigðiskerfið út frá forsendum notenda og aðstandenda og um það höfum við verið opin til samstarfs í gegnum verkfæri almannaþjónustunnar, sem sagt geðheilbrigðisstefnu og aðgerðaáætlun. Einnig í gegnum umbætur í mannréttindamálum, endurskoðun viðhorfs til nauðungar og almennt út frá því viðhorfi að snúa við þeirri viðteknu viðleitni að geðheilbrigðisþjónustan mótist í auknu mæli á forsendum þjónustuveitenda en ekki þjónustunotenda.“ Þakkar samstarfsfólki og styrktaraðilum Að lokum þakkar Héðinn stjórn og starfsfólki Geðhjálpar fyrir samstarfið. Einnig þakkar hann sérstaklega þeim styrktaraðilum sem stutt hafa við samtökin í orði og verki. „Þakka ykkur innilega fyrir að vera með okkur á þessari mikilvægu vegferð. Án ykkur eigum við erfitt með að hreyfa við málaflokknum. Það er von mín að landsmenn veiti Geðhjálp áfram þann styrk sem þeir hafa gert af samhygð undanfarin ár. Það er fyrir samstöðu ykkar sem við stöndum sterk og horfum bjartsýn fram á veginn.“ Geðheilbrigði Félagasamtök Vistaskipti Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Frá þessu greinir Héðinn sjálfur í pistli sem birtist á Vísi. Nýr formaður verður kosinn á aðalfundi samtakanna þann 30. mars næstkomandi en Elín Ebba Ásmundsdóttir, varaformaður Geðhjálpar, mun leiða samtökin þangað til. Héðinn segir í pistlinum að samtökin standi vel og þakkar mánaðarlegum styrktarfélögum Geðhjálpar, sem eru 7.400 talsins, fyrir stuðninginn. Hann segir styrktaraðilana gera samtökunum kleift að vaxa og dafna. Þá dragi þeir úr þörf fyrir opinberan stuðning. Þá fer Héðinn yfir það sem samtökin hafa gert í formannstíð hans. Hann nefnir sem dæmi nýlega stefnu Geðhjálpar og segir að markvisst hafi verið unnið út frá henni við að rækta geðheilsu Íslendinga. Elín Ebba Ásmundsdóttir mun leiða Geðhjálp fram að aðalfundi samtakanna.Geðhjálp Einnig nefnir hann styrktarsjóð geðhelbrigðis sem samtökin stofnuðu í maí árið 2021. Sjóðurinn var stofnaður í þeim tilgangi að styrkja sprota og framfarahugmyndir innan geðheilbrigðismála. Hann segir ásetning stjórnarinnar vera að styrkja sjóðinn áfram svo hann verði sterkt „farartæki“ til framfara í geðheilbrigðismálum. „Við höfum meðvitað viljað hafa áhrif á geðheilbrigðiskerfið út frá forsendum notenda og aðstandenda og um það höfum við verið opin til samstarfs í gegnum verkfæri almannaþjónustunnar, sem sagt geðheilbrigðisstefnu og aðgerðaáætlun. Einnig í gegnum umbætur í mannréttindamálum, endurskoðun viðhorfs til nauðungar og almennt út frá því viðhorfi að snúa við þeirri viðteknu viðleitni að geðheilbrigðisþjónustan mótist í auknu mæli á forsendum þjónustuveitenda en ekki þjónustunotenda.“ Þakkar samstarfsfólki og styrktaraðilum Að lokum þakkar Héðinn stjórn og starfsfólki Geðhjálpar fyrir samstarfið. Einnig þakkar hann sérstaklega þeim styrktaraðilum sem stutt hafa við samtökin í orði og verki. „Þakka ykkur innilega fyrir að vera með okkur á þessari mikilvægu vegferð. Án ykkur eigum við erfitt með að hreyfa við málaflokknum. Það er von mín að landsmenn veiti Geðhjálp áfram þann styrk sem þeir hafa gert af samhygð undanfarin ár. Það er fyrir samstöðu ykkar sem við stöndum sterk og horfum bjartsýn fram á veginn.“
Geðheilbrigði Félagasamtök Vistaskipti Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira