Umfjöllun og viðtal: Stjarnan - Grótta 31-27 | Stjarnan í fjórða sætið eftir góðan sigur Þorsteinn Hjálmsson skrifar 5. febrúar 2023 20:58 Vísir/Diego Í kvöld lék Stjarnan sinn fyrsta leik í 52 daga þegar Grótta kom í heimsókn í 14. umferð Olís-deildarinnar. Lauk leiknum með nokkuð sannfærandi sigri heimamanna. Lokatölur 31-27 og Stjarnan byrjar nýja árið vel. Grótta átti þó fyrsta höggið í leiknum í kvöld og leiddi leikinn með tveimur mörkum eftir um fimm mínútna leik, 1-3. Heimamenn svöruðu þessari byrjun Gróttu um hæl og voru komnir í tveggja marka forystu eftir tíu mínútna leik. Staðan 5-3 heimamönnum í vil. Grótta jafnaði þó leikinn skömmu síðar. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, tók þá leikhlé enda sóknarleikur Stjörnunnar byrjaður að stirna. Skipti Patrekur algjörlega um útilínuna hjá sínu liði sem kom fersku blóði inn í leik Stjörnunnar. Liðið komst þá í þriggja marka forystu og tuttugu og tvær mínútur liðnar. Þá var komið að Róberti Gunnarssyni, þjálfara Gróttu, að taka leikhlé. Tóku leikmenn Gróttu þeirri leiðsögn vel og jöfnuðu leikinn um hæl í stöðuna 10-10. Stjarnan var skrefi á undan það sem eftir lifði fyrri hálfleiks og leiddi með einu marki í hálfleik, staðan 15-14. Heimamenn skoruðu fjögur af fyrstu sex mörkum síðari hálfleiks og bjuggu sér til góða þriggja marka forystu. Leikmenn Gróttu reyndu hvað þeir gátu til að ná að koma sér nær heimamönnum en yfirvegaður sóknarleikur og góð markvarsla Stjörnunnar kom í veg fyrir að svo færi. Staðan 25-21 og tíu mínútur eftir af leiknum. Stjarnan náði sínu stærsta forskoti í leiknum á lokakaflanum þegar liðið leiddi með fimm mörkum. Þar spilaði innkoma Björgvins Þórs Hólmgeirssonar stóra rullu fyrir heimamenn en hann skoraði þrjú mörk á þessum kafla sem voru jafn framt fyrstu mínútur hans á vellinum í kvöld. Lauk leiknum að lokum með fjögurra marka sigri heimamanna, 31-27. Af hverju vann Stjarnan? Allir leikmenn Stjörnunnar áttu stórgóðan leik í dag og var Patrekur Jóhannesson duglegur að rúlla á liðinu. Allir komu með eitthvað að borðinu. Ekki var sama upp á teningnum hjá Gróttu sem klikkuðu oft á tíðum í afbragðs færum, sem dæmi fóru þrjú víti í súginn hjá Gróttu. Hverjir stóðu upp úr? Sigurður Dan Óskarsson, markvörður Stjörnunnar, átt flottan leik en hann var með tíu varin skot sem skilaði 37 prósent markvörslu. Gunnar Steinn Jónsson, leikstjórnandi í liði Stjörnunnar, átti sennilega sinn besta leik á tímabilinu í kvöld. Yfirvegaður leikstíll hans skilað fjórum mörkum ásamt sjö sköpuðum færum. Hjá Gróttu var Birgir Steinn Jónsson að vanda bestur. Átta mörk og sex stoðsendingar á þeim bænum. Hvað gekk illa? Grótta átti í raun ekkert afleitan leik. Dýr mistök í færanýtingu liðsins varð Gróttu að falli að lokum í kvöld. Hvað gerist næst? Stjarnan fer á Ásvelli á fimmtudaginn og mætir Haukum klukkan 18:30. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Grótta fær Aftureldingu í heimsókn eftir viku og hefst sá leikur klukkan 16:30. Patrekur: Við vorum bara í meðalmennsku fyrir áramót, ég líka Patrekur Jóhannesson þungt hugsi.Vísir/Diego Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var gífurlega sáttur með góðan sigur sinna manna á Gróttu í Olís-deildinni í kvöld. Lokatölur 31-27 eftir að aðeins einu marki hafi munað á liðunum í hálfleik Stjörnunni í vil, 15-14. „Við vorum einu yfir í hálfleik, 15-14. Í fimm einn vörninni þá fáum við á okkur fimm mörk, ég var ánægður með varnarleikinn þar. Sóknarlega vorum við að fá töluvert af færum, við klikkuðum einhverjum sjö átta góðum færum í fyrri hálfleik. Skorum samt fimmtán. Ég hefði viljað fá aðeins meiri hraðaupphlaup upp úr þessum varnarleik en Grótta eru segir, vita sín takmörk og spila sinn leik,“ sagði Patrekur um fyrri hálfleikinn í kvöld. „Það sem breytist í seinni er að sóknarlega erum við að nýta miklu betur færin. Við erum að fá dauðafæri þannig séð í hverri einustu sókn, bæði af sex metrum og níu, svo ég er ánægður með það. Vel gert hjá okkur.“ Patrekur kom nokkuð sigurviss inn í leikinn í kvöld vitandi þó að um erfiðan og snúin andstæðing væri um að ræða. „Mér leið vel í morgun fyrir þennan leik. Fór í Hress hjá honum Nonna vini mínum og tók góða æfingu þar, einhverja 4-5 kílómetra og eins og ég segi þá var ég rosalega jákvæður og vel undirbúinn, eins og allt liðið. Við vorum með ákveðið plan og ég var búinn að ákveða það að gera þetta svona í fyrri hálfleik og síðan ætlaði ég að meta seinni hálfleikinn. Ég hef tólf mínútur til þess, hvernig ég myndi spila hann.“ „Þá ákvað ég að fara aftur í fimm einn vörnina og það gekk bara fínt. Tandri kemur þá inn líka, hann var áræðnari í sókninni og Hergeir líka, það er það sem er styrkur að geta tekið þá út af þrátt fyrir að þeir séu að spila vel og Gunnar Steinn kemur þá inn á og Björgvin Hólmgeirsson. Bjöggi er bara þannig leikmaður að þegar hann er inn á vellinum þá er hann hundrað prósent og hann þurfti enga upphitun eða tíma, hann bara kom inn og gerði þetta vel. Liðsheildin, það hljómar alltaf vel, en það var þannig í dag. Við komum allir vel undirbúnir og höfðum trú á þessu. Það er gott að byrja seinni hlutann svona,“ sagði Patrekur. Patrekur trúir því að Stjarnan muni vera talsvert öflugri nú á komandi vormánuðum heldur en hvernig liðið spilaði fyrir áramót. „Við vorum bara í meðalmennsku fyrir áramót, ég líka. Við erum bara búnir að taka okkur taki. Eins og ég segi þá er þetta bara einn leikur, ég er ekkert að fara á flug, en ég sá samt núna að það var flottur heildarbragur á liðinu.“ „Nú er það Haukarnir á fimmtudaginn og auðvitað þurfum við alltaf að undirbúa okkur vel og það er líka mitt að, það er ekki alltaf hægt að benda á leikmennina, að undirbúa liðið þannig að og nota leikmennina. Ég þarf bara að hugsa gott game-plan þar,“ „Grótta er erfitt lið að spila við, það halda allir að það sé eitthvað, þeir áttu að vinna Val í síðustu umferð en voru klaufar. Á morgun er endurnæring og styrkur og þar byrjum við strax að undirbúa okkur undir Haukanna. Það er alveg rétt hjá þér að það verður spennandi að sjá Stjörnuna hvernig þeir mæta til leiks á fimmtudaginn,“ sagði Patrekur að lokum. Olís-deild karla Stjarnan Grótta
Í kvöld lék Stjarnan sinn fyrsta leik í 52 daga þegar Grótta kom í heimsókn í 14. umferð Olís-deildarinnar. Lauk leiknum með nokkuð sannfærandi sigri heimamanna. Lokatölur 31-27 og Stjarnan byrjar nýja árið vel. Grótta átti þó fyrsta höggið í leiknum í kvöld og leiddi leikinn með tveimur mörkum eftir um fimm mínútna leik, 1-3. Heimamenn svöruðu þessari byrjun Gróttu um hæl og voru komnir í tveggja marka forystu eftir tíu mínútna leik. Staðan 5-3 heimamönnum í vil. Grótta jafnaði þó leikinn skömmu síðar. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, tók þá leikhlé enda sóknarleikur Stjörnunnar byrjaður að stirna. Skipti Patrekur algjörlega um útilínuna hjá sínu liði sem kom fersku blóði inn í leik Stjörnunnar. Liðið komst þá í þriggja marka forystu og tuttugu og tvær mínútur liðnar. Þá var komið að Róberti Gunnarssyni, þjálfara Gróttu, að taka leikhlé. Tóku leikmenn Gróttu þeirri leiðsögn vel og jöfnuðu leikinn um hæl í stöðuna 10-10. Stjarnan var skrefi á undan það sem eftir lifði fyrri hálfleiks og leiddi með einu marki í hálfleik, staðan 15-14. Heimamenn skoruðu fjögur af fyrstu sex mörkum síðari hálfleiks og bjuggu sér til góða þriggja marka forystu. Leikmenn Gróttu reyndu hvað þeir gátu til að ná að koma sér nær heimamönnum en yfirvegaður sóknarleikur og góð markvarsla Stjörnunnar kom í veg fyrir að svo færi. Staðan 25-21 og tíu mínútur eftir af leiknum. Stjarnan náði sínu stærsta forskoti í leiknum á lokakaflanum þegar liðið leiddi með fimm mörkum. Þar spilaði innkoma Björgvins Þórs Hólmgeirssonar stóra rullu fyrir heimamenn en hann skoraði þrjú mörk á þessum kafla sem voru jafn framt fyrstu mínútur hans á vellinum í kvöld. Lauk leiknum að lokum með fjögurra marka sigri heimamanna, 31-27. Af hverju vann Stjarnan? Allir leikmenn Stjörnunnar áttu stórgóðan leik í dag og var Patrekur Jóhannesson duglegur að rúlla á liðinu. Allir komu með eitthvað að borðinu. Ekki var sama upp á teningnum hjá Gróttu sem klikkuðu oft á tíðum í afbragðs færum, sem dæmi fóru þrjú víti í súginn hjá Gróttu. Hverjir stóðu upp úr? Sigurður Dan Óskarsson, markvörður Stjörnunnar, átt flottan leik en hann var með tíu varin skot sem skilaði 37 prósent markvörslu. Gunnar Steinn Jónsson, leikstjórnandi í liði Stjörnunnar, átti sennilega sinn besta leik á tímabilinu í kvöld. Yfirvegaður leikstíll hans skilað fjórum mörkum ásamt sjö sköpuðum færum. Hjá Gróttu var Birgir Steinn Jónsson að vanda bestur. Átta mörk og sex stoðsendingar á þeim bænum. Hvað gekk illa? Grótta átti í raun ekkert afleitan leik. Dýr mistök í færanýtingu liðsins varð Gróttu að falli að lokum í kvöld. Hvað gerist næst? Stjarnan fer á Ásvelli á fimmtudaginn og mætir Haukum klukkan 18:30. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Grótta fær Aftureldingu í heimsókn eftir viku og hefst sá leikur klukkan 16:30. Patrekur: Við vorum bara í meðalmennsku fyrir áramót, ég líka Patrekur Jóhannesson þungt hugsi.Vísir/Diego Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var gífurlega sáttur með góðan sigur sinna manna á Gróttu í Olís-deildinni í kvöld. Lokatölur 31-27 eftir að aðeins einu marki hafi munað á liðunum í hálfleik Stjörnunni í vil, 15-14. „Við vorum einu yfir í hálfleik, 15-14. Í fimm einn vörninni þá fáum við á okkur fimm mörk, ég var ánægður með varnarleikinn þar. Sóknarlega vorum við að fá töluvert af færum, við klikkuðum einhverjum sjö átta góðum færum í fyrri hálfleik. Skorum samt fimmtán. Ég hefði viljað fá aðeins meiri hraðaupphlaup upp úr þessum varnarleik en Grótta eru segir, vita sín takmörk og spila sinn leik,“ sagði Patrekur um fyrri hálfleikinn í kvöld. „Það sem breytist í seinni er að sóknarlega erum við að nýta miklu betur færin. Við erum að fá dauðafæri þannig séð í hverri einustu sókn, bæði af sex metrum og níu, svo ég er ánægður með það. Vel gert hjá okkur.“ Patrekur kom nokkuð sigurviss inn í leikinn í kvöld vitandi þó að um erfiðan og snúin andstæðing væri um að ræða. „Mér leið vel í morgun fyrir þennan leik. Fór í Hress hjá honum Nonna vini mínum og tók góða æfingu þar, einhverja 4-5 kílómetra og eins og ég segi þá var ég rosalega jákvæður og vel undirbúinn, eins og allt liðið. Við vorum með ákveðið plan og ég var búinn að ákveða það að gera þetta svona í fyrri hálfleik og síðan ætlaði ég að meta seinni hálfleikinn. Ég hef tólf mínútur til þess, hvernig ég myndi spila hann.“ „Þá ákvað ég að fara aftur í fimm einn vörnina og það gekk bara fínt. Tandri kemur þá inn líka, hann var áræðnari í sókninni og Hergeir líka, það er það sem er styrkur að geta tekið þá út af þrátt fyrir að þeir séu að spila vel og Gunnar Steinn kemur þá inn á og Björgvin Hólmgeirsson. Bjöggi er bara þannig leikmaður að þegar hann er inn á vellinum þá er hann hundrað prósent og hann þurfti enga upphitun eða tíma, hann bara kom inn og gerði þetta vel. Liðsheildin, það hljómar alltaf vel, en það var þannig í dag. Við komum allir vel undirbúnir og höfðum trú á þessu. Það er gott að byrja seinni hlutann svona,“ sagði Patrekur. Patrekur trúir því að Stjarnan muni vera talsvert öflugri nú á komandi vormánuðum heldur en hvernig liðið spilaði fyrir áramót. „Við vorum bara í meðalmennsku fyrir áramót, ég líka. Við erum bara búnir að taka okkur taki. Eins og ég segi þá er þetta bara einn leikur, ég er ekkert að fara á flug, en ég sá samt núna að það var flottur heildarbragur á liðinu.“ „Nú er það Haukarnir á fimmtudaginn og auðvitað þurfum við alltaf að undirbúa okkur vel og það er líka mitt að, það er ekki alltaf hægt að benda á leikmennina, að undirbúa liðið þannig að og nota leikmennina. Ég þarf bara að hugsa gott game-plan þar,“ „Grótta er erfitt lið að spila við, það halda allir að það sé eitthvað, þeir áttu að vinna Val í síðustu umferð en voru klaufar. Á morgun er endurnæring og styrkur og þar byrjum við strax að undirbúa okkur undir Haukanna. Það er alveg rétt hjá þér að það verður spennandi að sjá Stjörnuna hvernig þeir mæta til leiks á fimmtudaginn,“ sagði Patrekur að lokum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti