„Ég var svo ánægður með þessa hugmynd að ég ákvað að prófa þetta“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. febrúar 2023 22:21 Snorri Steinn fer yfir málin með sínum mönnum í kvöld. Vísir/Diego Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, gat leyft sér að brosa eftir mjög svo sannfærandi sigur gegn FH í Olís-deildinni í dag. Valur með forystuna allan leikinn og vann að lokum átta marka sigur í miklum markaleik, 44-36. „Ég er mjög ánægður. Það er erfitt að vera annað,“ sagði Snorri Steinn í viðtali eftir leikinn. „Við byrjum mjög vel og mættum strax frá fyrstu mínútu. Við vorum flottir á flestum sviðum. Það var mikið skorað en þannig vil ég hafa það. Ég er líka ánægður með varnarleikinn þrátt fyrir að við fáum á okkur mikið af mörkum.“ Hann segir að Valsmenn hafi klárlega lagt með það að byrja af krafti og áræðni. Það gekk svo sannarlega upp. „Við lögðum klárlega upp með það. Við vorum að fara í gríðarlega mikilvægan leik í toppbaráttunni – við vissum hvað var undir – og við lögðum það þannig upp. Þetta var einn af þessum úrslitaleikjum. Mér fannst takturinn í liðinu vera eftir því. Við vorum ekki ánægðir með okkur í síðasta leik og við fórum yfir það. Það er mjög jákvætt að sýna aðra hlið á okkur í dag.“ Benedikt Gunnar Óskarsson átti stórleik og skoraði tíu mörk á fyrstu 15 mínútum leiksins. Hefur Snorri séð eitthvað þessu líkt áður? „Nei, örugglega ekki. Hann er frábær,“ sagði fyrrum landsliðsmaðurinn. Ný útfærsla hjá Val í yfirtölu gaf Benedikt auðveld mörk. Útfærslan var þannig að hann beið á miðjum vellinum þegar FH-ingar voru einum færri og svo kastaði Björgvin Páll Gústafsson, markvörður Vals, boltanum upp á hann. Þetta skilaði undantekningarlaust auðveldu marki fyrir heimamenn. Það var fyrrum landsliðsþjálfarinn Þorbjörn Jensson sem átti hugmyndina að þessu. „Lykilmaðurinn í þessu er Þorbjörn Jensson. Ég hitti hann um daginn og hann gaukaði þessu að mér. Ég var svo ánægður með þessa hugmynd að ég ákvað að prófa þetta. Tobbi Jens á þetta.“ Valur er með þægilegt forskot á toppnum. Er hætta á því núna að menn verði værukærir? „Ég held ekki. En þegar þér fer að líða vel í íþróttum þá er það viðvörunarbjalla. Ef okkur fer að líða þannig, þá endar það illa. Við ætlum okkur að verða betri. Ef við gefum færi á okkur þá er það séns fyrir hin liðin að saxa á okkur. Við erum í þéttu prógrammi og verðum að stýra þessu vel. Við tökum einn leik í einu og við förum í hvern leik til að vinna hann,“ sagði Snorri Steinn að lokum. Olís-deild karla Valur FH Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - FH 44-36 | Valssigur aldrei í hættu í áttatíu marka leik Íslandsmeiastarar Vals unnu öruggan átta marka sigur er liðið tók á móti FH í stórleik fjórtándu umferðar Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 44-36. 3. febrúar 2023 22:17 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Sjá meira
„Ég er mjög ánægður. Það er erfitt að vera annað,“ sagði Snorri Steinn í viðtali eftir leikinn. „Við byrjum mjög vel og mættum strax frá fyrstu mínútu. Við vorum flottir á flestum sviðum. Það var mikið skorað en þannig vil ég hafa það. Ég er líka ánægður með varnarleikinn þrátt fyrir að við fáum á okkur mikið af mörkum.“ Hann segir að Valsmenn hafi klárlega lagt með það að byrja af krafti og áræðni. Það gekk svo sannarlega upp. „Við lögðum klárlega upp með það. Við vorum að fara í gríðarlega mikilvægan leik í toppbaráttunni – við vissum hvað var undir – og við lögðum það þannig upp. Þetta var einn af þessum úrslitaleikjum. Mér fannst takturinn í liðinu vera eftir því. Við vorum ekki ánægðir með okkur í síðasta leik og við fórum yfir það. Það er mjög jákvætt að sýna aðra hlið á okkur í dag.“ Benedikt Gunnar Óskarsson átti stórleik og skoraði tíu mörk á fyrstu 15 mínútum leiksins. Hefur Snorri séð eitthvað þessu líkt áður? „Nei, örugglega ekki. Hann er frábær,“ sagði fyrrum landsliðsmaðurinn. Ný útfærsla hjá Val í yfirtölu gaf Benedikt auðveld mörk. Útfærslan var þannig að hann beið á miðjum vellinum þegar FH-ingar voru einum færri og svo kastaði Björgvin Páll Gústafsson, markvörður Vals, boltanum upp á hann. Þetta skilaði undantekningarlaust auðveldu marki fyrir heimamenn. Það var fyrrum landsliðsþjálfarinn Þorbjörn Jensson sem átti hugmyndina að þessu. „Lykilmaðurinn í þessu er Þorbjörn Jensson. Ég hitti hann um daginn og hann gaukaði þessu að mér. Ég var svo ánægður með þessa hugmynd að ég ákvað að prófa þetta. Tobbi Jens á þetta.“ Valur er með þægilegt forskot á toppnum. Er hætta á því núna að menn verði værukærir? „Ég held ekki. En þegar þér fer að líða vel í íþróttum þá er það viðvörunarbjalla. Ef okkur fer að líða þannig, þá endar það illa. Við ætlum okkur að verða betri. Ef við gefum færi á okkur þá er það séns fyrir hin liðin að saxa á okkur. Við erum í þéttu prógrammi og verðum að stýra þessu vel. Við tökum einn leik í einu og við förum í hvern leik til að vinna hann,“ sagði Snorri Steinn að lokum.
Olís-deild karla Valur FH Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - FH 44-36 | Valssigur aldrei í hættu í áttatíu marka leik Íslandsmeiastarar Vals unnu öruggan átta marka sigur er liðið tók á móti FH í stórleik fjórtándu umferðar Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 44-36. 3. febrúar 2023 22:17 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - FH 44-36 | Valssigur aldrei í hættu í áttatíu marka leik Íslandsmeiastarar Vals unnu öruggan átta marka sigur er liðið tók á móti FH í stórleik fjórtándu umferðar Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 44-36. 3. febrúar 2023 22:17
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða