Stefnir í áhorfendamet þrátt fyrir að enn sé tæpt ár í leikinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. febrúar 2023 08:01 Búast má við að Íslendingar fjölmenni á EM í handbolta á næsta ári sem fer fram í mekka handboltans, Þýskalandi. Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir að enn séu 342 dagar í fyrsta leik Evrópumótsins í handbolta sem fer fram í Þýskalandi á næsta ári er nú þegar búið að selja um það bil 40 þúsund miða á leikinn. Það er því nokkuð öruggt að áhorfendamet verði slegið á leiknum, enda eru enn 10 þúsund miðar lausir. Nýafstaðið heimsmeistaramót í handbolta hefur greinilega vakið gríðarlegan áhuga fólks á íþróttinni, en áður en heimsmeistaramótið hófst höfðu aðeins selst um 18 þúsund miðar á fyrsta leik næsta Evrópumóts. Á lokadegi heimsmeistaramótsins tilkynnti Mark Schober, formaður þýska handknattleikssambandsins, að búið væri að selja 40 þúsund miða á leikinn. What a rush for #ehfeuro2024 tickets 🎟 40k already sold for the opening day in Dusseldorf. But there’s so much more. 🤩 📲 Check out all venues at https://t.co/LxSDiAe0O2 and see the best teams play next January 📆👀 pic.twitter.com/p9bQvAdiAy— EHF EURO (@EHFEURO) February 3, 2023 Áhorfendametið á handboltaleik er í dag 44.189 áhorfendur, en það var sett árið 2014 á leik Rhein-Neckar Löwen og HSV Hamburg. Sá leikur fór fram á fótboltavellinum í Frankfurt, Deutsche Bank Arena. Opnunarleikur EM í handbolta á næsta ári mun hins vegar fara fram á fótboltavellinum Merkur Spiel-Arena í Düsseldorf, en sá völlur tekur 50 þúsund manns í sæti. Það stefnir því allt í að áhorfendametið verði slegið þegar Evrópumótið í handbolta hefst í janúar á næsta ári. Eins og staðan er núna verða ekki seldir fleiri miðar í bili þar sem þeir miðar sem eftir eru eru eyrnamerktir stuðningsmönnum þjóðanna sem munu spila leikinn. Vitað er að Þjóðverjar munu spila þennan leik, en enn á eftir að koma í ljós hverjir verða andstæðingar þeirra. EM 2024 í handbolta Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira
Nýafstaðið heimsmeistaramót í handbolta hefur greinilega vakið gríðarlegan áhuga fólks á íþróttinni, en áður en heimsmeistaramótið hófst höfðu aðeins selst um 18 þúsund miðar á fyrsta leik næsta Evrópumóts. Á lokadegi heimsmeistaramótsins tilkynnti Mark Schober, formaður þýska handknattleikssambandsins, að búið væri að selja 40 þúsund miða á leikinn. What a rush for #ehfeuro2024 tickets 🎟 40k already sold for the opening day in Dusseldorf. But there’s so much more. 🤩 📲 Check out all venues at https://t.co/LxSDiAe0O2 and see the best teams play next January 📆👀 pic.twitter.com/p9bQvAdiAy— EHF EURO (@EHFEURO) February 3, 2023 Áhorfendametið á handboltaleik er í dag 44.189 áhorfendur, en það var sett árið 2014 á leik Rhein-Neckar Löwen og HSV Hamburg. Sá leikur fór fram á fótboltavellinum í Frankfurt, Deutsche Bank Arena. Opnunarleikur EM í handbolta á næsta ári mun hins vegar fara fram á fótboltavellinum Merkur Spiel-Arena í Düsseldorf, en sá völlur tekur 50 þúsund manns í sæti. Það stefnir því allt í að áhorfendametið verði slegið þegar Evrópumótið í handbolta hefst í janúar á næsta ári. Eins og staðan er núna verða ekki seldir fleiri miðar í bili þar sem þeir miðar sem eftir eru eru eyrnamerktir stuðningsmönnum þjóðanna sem munu spila leikinn. Vitað er að Þjóðverjar munu spila þennan leik, en enn á eftir að koma í ljós hverjir verða andstæðingar þeirra.
EM 2024 í handbolta Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira