Morgunrútínan að breytast fljótlega og rokkið umfram diskó Rakel Sveinsdóttir skrifar 4. febrúar 2023 10:01 Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri á Akranesi og verðandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur segir að það sé frekar auðvelt að fá hann til að dansa undir flest allri tónlist en velur þó rokkið umfram diskó þurfi hann að gera upp á milli. Á næstu vikum gerir Sævar ráð fyrir að lítið afakríli muni breyta nokkuð morgunrútínunni á heimilinu. Vísir/Vilhelm Það má búast við að Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri á Akranesi hafi í nægu að snúast næstu vikurnar því í gær var tilkynnt um það að stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefði ráðið hann sem forstjóra frá og með 1. apríl næstkomandi og eins eru tvö barnabörn á leiðinni. Dóttir hans sem á von á barni býr enn heima. Sævar er einnig formaður hollvinasamtaka Heilbrigðistofnunnar Vesturlands, stjórnarmaður Eðalfangs og þróunarfélags Breiðarinnar. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna fimm mínútur yfir sjö. Þessar auka fimm mínútur gera mikið, en það er nú farið að gerast æ oftar að ég vakni á undan klukkunni. Tvö barna minna eiga von á sínu fyrsta barni og er ég afar spenntur fyrir afa hlutverkinu. Dóttir mín sem á von á sér býr heima og er því viss um að morgunrútínan muni taka breytingum fljótlega þegar nýr fjölskyldumeðlimur kemur inn í líf okkar.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? Það er alltaf regla hjá mér að lesa eða skima yfir fréttamiðlanna. Byrja hér heima og tek stöðuna svo á erlendum vettvangi. Þegar því er lokið þá er það morgunmaturinn og fáum við konan okkur oftast ávaxtabúst.“ Hvort myndir þú velja að dansa af þér skóna undir diskólagi eða rokki? Ég er nú mun meira fyrir rokkið þó það sé auðvelt að fá mig til að dansa við flest alla tónlist. Led Zeppelin er í miklu uppáhaldi en einnig Bítlarnir og Kiss. Ég vel því rokkið. Það koma upp í hugann nokkur geggjuð lög, svo sem We Will Rock You með Queen, Start Me Up með The Rolling Stones, You Really Got Me með Kinks, Rock And Roll All Nite með Kiss. Back In Black með AC/DC. Það má vel dansa við diskó en þá er nokkur frábær lög í huga sem Abba og Bee Gees eiga.“ Sævar er B týpa en segist vera að reyna að venja sig á að fara fyrr að sofa á kvöldin. Í skipulagi notar hann Teams Tasks by Planner en bæjarskrifstofan á Akranesi er einn þeirra vinnustaða sem komst upp á lagið með að nýta Teams betur eftir að Covid skall á.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Við erum að sækja mjög mikið fram í atvinnumálum. Mikil ásókn er í lóðir í Grænum iðngörðum í flóahverfi sem er rétt fyrir utan íbúðakjarna Akranes og erum að fara í frekari gatnagerð til að mæta eftirspurninni. Þar ætlum við að hjálpa fyrirtækjum að vera tilbúin til að mæta kröfum í loftslagsmálum og stuðla að betri nýtingu auðlinda, svo sem vatni eða hráefna hjá fyrirtækjum. Hjá Breið þróunarfélagi erum við í mjög gefandi samstarfi við Brim og undirbúum við nú stór uppbyggingaráform byggt á nýlokinni hugmyndasamkeppni. Þetta kemur í framhaldi af því að hafa náð frábærum árangri í uppbyggingu rannsóknar- og nýsköpunar miðstöðvar og opnun Fab lab smiðju Vesturlands og líftækniseturs. Þá eru áform frábæra loftslagsfyrirtækisins Running Tide að opna nýjar víddir í tækifærum fyrir okkur og viljum við styðja við þau í þeirra mikilvægu vegferð og reglulega á borði okkar verkefni til að styðja þá áfram. Þá erum við að vinna að viljayfirlýsingu um uppbyggingu hótels, baðlóns og heilsulindar ásamt uppbyggingu íþróttamannvirkja sem klárast á næstu vikum. Mikil ásókn er að fá að búa á Akranesi og þrýstingur á úthlutun lóða sem kemur ekki á óvart með frábæru leik- og grunnskólana okkar og frístundastarf. Hér er frír strætó innanbæjar og fasteignagjöld þau lægstu á SV- horni landsins svo eitthvað sé nefnt. Við erum við nú að undirbúa úthlutun og útboð lóða í Skógarhverfi, Sementsreit og á Dalbrautarreit. Jafnframt er fyrirhuguð mikil uppbygging við Smiðjuvelli. Samtals eru þetta lóðir fyrir nálægt 1000 íbúðir sem munu fara í uppbyggingu á næstu árum sem bætast við tæplega 600 íbúðir sem eru á lóðum sem hefur verið úthlutað. Þessi stækkun bæjarfélagsins kallar á að við erum að byggja eða undirbúa byggingu leikskóla, stækka eða bæta báða grunnskólanna. Byggja nýtt íþróttahús og hefja uppbyggingu nýs húss fyrir starfsemi áhaldahúss, fjöliðju og dósamóttöku. Þá er undirbúin uppbygging samfélagsmiðstöðvar fyrir börn, ungmenni og fyrir starfsemi fjöliðju. Öll þessi uppbygging er svo að kalla á lánsfjármögnun sem gekk vel og við vorum að ljúka enda Akranes skuldlítið sveitarfélag.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég notaði um tíma Monday sem var mjög fín lausn en þegar Covid skall á þá sáum við tækifæri að fækka hugbúnaðarlausnum og nýta meira Teams. Nú hef ég haldið utan um verkefni mín og til að tryggja yfirsýn yfir mín verkefni og samstarfsmanna í Teams Tasks by Planner. Fyrir sameiginleg verkefni notum við Sharepoint en erum á fullu í workpoint innleiðingu og taka þar upp stýringu verkefna og spennandi breytingar eru því í farvatninu. Finnst einnig gott að geta skrifað hjá mér þegar skemmtilegar hugmyndir vakna og færi þá síðar inn í hugbúnað.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Það er mjög misjafnt. Er B týpa sem hef alltaf vakað eitthvað inn í nóttina en síðustu ár hef ég tekið mér tak í þessu og er orðin samviskusamari með svefn. Reyni nú orðið að sofna um hálf tólf til tólf.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir „Ég kann ekki á neitt nema blokkflautu og finnst það alveg ferlegt!“ Brynhildur Guðjónsdóttir leikhússtjóri Borgarleikhússins segist einbeitt og ákveðin og því hafi hún alltaf náð markmiðunum sínum. Fyrir utan þau reyndar að verða skautadrottning eða fljúga eins og Súperman. Brynhildur er með einfalda reglu um skipulagið: Að vaða í verkefnin og klára þau. 28. janúar 2023 10:01 „Ég fæ mér ekki lengur morgunmat á virkum dögum til að spara tíma“ Það tekur Eggert Benedikt Guðmundsson, leiðtoga sjálfbærrar þróunar í forsætisráðuneytinu, þó nokkurn tíma að komast í vinnuna. Enda býr hann í Mosfellsbæ en starfar í miðbæ Reykjavíkur. Sem hann segir ekkert endilega svo gáfulegt. Að búa við rætur Helgafells bætir það þó upp. 21. janúar 2023 10:00 Hláturskast: „Ég lýsi því samt ekkert nánar til að vernda mannorð þeirra“ Kristín Edwald hæstaréttarlögmaður og stjórnarformaður LEX, segist eiga frekar auðvelt með að fá hláturskast. Ekki síst yfir sínum eigin klaufaskap. Í haust grenjuðu hún og vinkonur hennar af hlátri yfir óvæntu atriði herranna sinna, sem Kristín segir þó ekki hægt að segja nánar frá. Því það þurfi hreinlega að vernda mannorð þeirra. 14. janúar 2023 10:01 Pokalaus: Með ost í frakkavasanum og skinkupakka í tölvutöskunni Kolbeinn Marteinsson, framkvæmdastjóri Athygli, hefur breyst frá því að vera B maður í algeran A mann. Hann segir alla menn sem nálgast miðjan aldur fussa og sveia reglulega yfir fréttamati fjölmiðla, rétt eins og einn karakterinn gerði í Áramótaskaupinu. Karakterinn sem Kolbeinn samsvaraði sig þó best við í skaupinu var pokalausa konan í búðinni. 7. janúar 2023 10:01 „Mér finnst ég eiginlega vera að svindla í lífinu!“ Eftir að Kolbrún Björnsdóttir leiðsögukona hætti í Bítinu á Bylgjunni hefur hún forðast að vakna mjög snemma á morgnana. Nema hún sé á leiðinni í flug. Kolbrún elskar starfið sitt, en segir vinnuna frekar fljótandi þar sem vinnutíminn er ekki fastur nema hún sé í göngu. 31. desember 2022 10:01 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ Sjá meira
Sævar er einnig formaður hollvinasamtaka Heilbrigðistofnunnar Vesturlands, stjórnarmaður Eðalfangs og þróunarfélags Breiðarinnar. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna fimm mínútur yfir sjö. Þessar auka fimm mínútur gera mikið, en það er nú farið að gerast æ oftar að ég vakni á undan klukkunni. Tvö barna minna eiga von á sínu fyrsta barni og er ég afar spenntur fyrir afa hlutverkinu. Dóttir mín sem á von á sér býr heima og er því viss um að morgunrútínan muni taka breytingum fljótlega þegar nýr fjölskyldumeðlimur kemur inn í líf okkar.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? Það er alltaf regla hjá mér að lesa eða skima yfir fréttamiðlanna. Byrja hér heima og tek stöðuna svo á erlendum vettvangi. Þegar því er lokið þá er það morgunmaturinn og fáum við konan okkur oftast ávaxtabúst.“ Hvort myndir þú velja að dansa af þér skóna undir diskólagi eða rokki? Ég er nú mun meira fyrir rokkið þó það sé auðvelt að fá mig til að dansa við flest alla tónlist. Led Zeppelin er í miklu uppáhaldi en einnig Bítlarnir og Kiss. Ég vel því rokkið. Það koma upp í hugann nokkur geggjuð lög, svo sem We Will Rock You með Queen, Start Me Up með The Rolling Stones, You Really Got Me með Kinks, Rock And Roll All Nite með Kiss. Back In Black með AC/DC. Það má vel dansa við diskó en þá er nokkur frábær lög í huga sem Abba og Bee Gees eiga.“ Sævar er B týpa en segist vera að reyna að venja sig á að fara fyrr að sofa á kvöldin. Í skipulagi notar hann Teams Tasks by Planner en bæjarskrifstofan á Akranesi er einn þeirra vinnustaða sem komst upp á lagið með að nýta Teams betur eftir að Covid skall á.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Við erum að sækja mjög mikið fram í atvinnumálum. Mikil ásókn er í lóðir í Grænum iðngörðum í flóahverfi sem er rétt fyrir utan íbúðakjarna Akranes og erum að fara í frekari gatnagerð til að mæta eftirspurninni. Þar ætlum við að hjálpa fyrirtækjum að vera tilbúin til að mæta kröfum í loftslagsmálum og stuðla að betri nýtingu auðlinda, svo sem vatni eða hráefna hjá fyrirtækjum. Hjá Breið þróunarfélagi erum við í mjög gefandi samstarfi við Brim og undirbúum við nú stór uppbyggingaráform byggt á nýlokinni hugmyndasamkeppni. Þetta kemur í framhaldi af því að hafa náð frábærum árangri í uppbyggingu rannsóknar- og nýsköpunar miðstöðvar og opnun Fab lab smiðju Vesturlands og líftækniseturs. Þá eru áform frábæra loftslagsfyrirtækisins Running Tide að opna nýjar víddir í tækifærum fyrir okkur og viljum við styðja við þau í þeirra mikilvægu vegferð og reglulega á borði okkar verkefni til að styðja þá áfram. Þá erum við að vinna að viljayfirlýsingu um uppbyggingu hótels, baðlóns og heilsulindar ásamt uppbyggingu íþróttamannvirkja sem klárast á næstu vikum. Mikil ásókn er að fá að búa á Akranesi og þrýstingur á úthlutun lóða sem kemur ekki á óvart með frábæru leik- og grunnskólana okkar og frístundastarf. Hér er frír strætó innanbæjar og fasteignagjöld þau lægstu á SV- horni landsins svo eitthvað sé nefnt. Við erum við nú að undirbúa úthlutun og útboð lóða í Skógarhverfi, Sementsreit og á Dalbrautarreit. Jafnframt er fyrirhuguð mikil uppbygging við Smiðjuvelli. Samtals eru þetta lóðir fyrir nálægt 1000 íbúðir sem munu fara í uppbyggingu á næstu árum sem bætast við tæplega 600 íbúðir sem eru á lóðum sem hefur verið úthlutað. Þessi stækkun bæjarfélagsins kallar á að við erum að byggja eða undirbúa byggingu leikskóla, stækka eða bæta báða grunnskólanna. Byggja nýtt íþróttahús og hefja uppbyggingu nýs húss fyrir starfsemi áhaldahúss, fjöliðju og dósamóttöku. Þá er undirbúin uppbygging samfélagsmiðstöðvar fyrir börn, ungmenni og fyrir starfsemi fjöliðju. Öll þessi uppbygging er svo að kalla á lánsfjármögnun sem gekk vel og við vorum að ljúka enda Akranes skuldlítið sveitarfélag.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég notaði um tíma Monday sem var mjög fín lausn en þegar Covid skall á þá sáum við tækifæri að fækka hugbúnaðarlausnum og nýta meira Teams. Nú hef ég haldið utan um verkefni mín og til að tryggja yfirsýn yfir mín verkefni og samstarfsmanna í Teams Tasks by Planner. Fyrir sameiginleg verkefni notum við Sharepoint en erum á fullu í workpoint innleiðingu og taka þar upp stýringu verkefna og spennandi breytingar eru því í farvatninu. Finnst einnig gott að geta skrifað hjá mér þegar skemmtilegar hugmyndir vakna og færi þá síðar inn í hugbúnað.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Það er mjög misjafnt. Er B týpa sem hef alltaf vakað eitthvað inn í nóttina en síðustu ár hef ég tekið mér tak í þessu og er orðin samviskusamari með svefn. Reyni nú orðið að sofna um hálf tólf til tólf.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir „Ég kann ekki á neitt nema blokkflautu og finnst það alveg ferlegt!“ Brynhildur Guðjónsdóttir leikhússtjóri Borgarleikhússins segist einbeitt og ákveðin og því hafi hún alltaf náð markmiðunum sínum. Fyrir utan þau reyndar að verða skautadrottning eða fljúga eins og Súperman. Brynhildur er með einfalda reglu um skipulagið: Að vaða í verkefnin og klára þau. 28. janúar 2023 10:01 „Ég fæ mér ekki lengur morgunmat á virkum dögum til að spara tíma“ Það tekur Eggert Benedikt Guðmundsson, leiðtoga sjálfbærrar þróunar í forsætisráðuneytinu, þó nokkurn tíma að komast í vinnuna. Enda býr hann í Mosfellsbæ en starfar í miðbæ Reykjavíkur. Sem hann segir ekkert endilega svo gáfulegt. Að búa við rætur Helgafells bætir það þó upp. 21. janúar 2023 10:00 Hláturskast: „Ég lýsi því samt ekkert nánar til að vernda mannorð þeirra“ Kristín Edwald hæstaréttarlögmaður og stjórnarformaður LEX, segist eiga frekar auðvelt með að fá hláturskast. Ekki síst yfir sínum eigin klaufaskap. Í haust grenjuðu hún og vinkonur hennar af hlátri yfir óvæntu atriði herranna sinna, sem Kristín segir þó ekki hægt að segja nánar frá. Því það þurfi hreinlega að vernda mannorð þeirra. 14. janúar 2023 10:01 Pokalaus: Með ost í frakkavasanum og skinkupakka í tölvutöskunni Kolbeinn Marteinsson, framkvæmdastjóri Athygli, hefur breyst frá því að vera B maður í algeran A mann. Hann segir alla menn sem nálgast miðjan aldur fussa og sveia reglulega yfir fréttamati fjölmiðla, rétt eins og einn karakterinn gerði í Áramótaskaupinu. Karakterinn sem Kolbeinn samsvaraði sig þó best við í skaupinu var pokalausa konan í búðinni. 7. janúar 2023 10:01 „Mér finnst ég eiginlega vera að svindla í lífinu!“ Eftir að Kolbrún Björnsdóttir leiðsögukona hætti í Bítinu á Bylgjunni hefur hún forðast að vakna mjög snemma á morgnana. Nema hún sé á leiðinni í flug. Kolbrún elskar starfið sitt, en segir vinnuna frekar fljótandi þar sem vinnutíminn er ekki fastur nema hún sé í göngu. 31. desember 2022 10:01 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ Sjá meira
„Ég kann ekki á neitt nema blokkflautu og finnst það alveg ferlegt!“ Brynhildur Guðjónsdóttir leikhússtjóri Borgarleikhússins segist einbeitt og ákveðin og því hafi hún alltaf náð markmiðunum sínum. Fyrir utan þau reyndar að verða skautadrottning eða fljúga eins og Súperman. Brynhildur er með einfalda reglu um skipulagið: Að vaða í verkefnin og klára þau. 28. janúar 2023 10:01
„Ég fæ mér ekki lengur morgunmat á virkum dögum til að spara tíma“ Það tekur Eggert Benedikt Guðmundsson, leiðtoga sjálfbærrar þróunar í forsætisráðuneytinu, þó nokkurn tíma að komast í vinnuna. Enda býr hann í Mosfellsbæ en starfar í miðbæ Reykjavíkur. Sem hann segir ekkert endilega svo gáfulegt. Að búa við rætur Helgafells bætir það þó upp. 21. janúar 2023 10:00
Hláturskast: „Ég lýsi því samt ekkert nánar til að vernda mannorð þeirra“ Kristín Edwald hæstaréttarlögmaður og stjórnarformaður LEX, segist eiga frekar auðvelt með að fá hláturskast. Ekki síst yfir sínum eigin klaufaskap. Í haust grenjuðu hún og vinkonur hennar af hlátri yfir óvæntu atriði herranna sinna, sem Kristín segir þó ekki hægt að segja nánar frá. Því það þurfi hreinlega að vernda mannorð þeirra. 14. janúar 2023 10:01
Pokalaus: Með ost í frakkavasanum og skinkupakka í tölvutöskunni Kolbeinn Marteinsson, framkvæmdastjóri Athygli, hefur breyst frá því að vera B maður í algeran A mann. Hann segir alla menn sem nálgast miðjan aldur fussa og sveia reglulega yfir fréttamati fjölmiðla, rétt eins og einn karakterinn gerði í Áramótaskaupinu. Karakterinn sem Kolbeinn samsvaraði sig þó best við í skaupinu var pokalausa konan í búðinni. 7. janúar 2023 10:01
„Mér finnst ég eiginlega vera að svindla í lífinu!“ Eftir að Kolbrún Björnsdóttir leiðsögukona hætti í Bítinu á Bylgjunni hefur hún forðast að vakna mjög snemma á morgnana. Nema hún sé á leiðinni í flug. Kolbrún elskar starfið sitt, en segir vinnuna frekar fljótandi þar sem vinnutíminn er ekki fastur nema hún sé í göngu. 31. desember 2022 10:01