Körfubolti

Sú reynslumesta ekki með í fluginu í dag

Sindri Sverrisson skrifar
Hildur Björg Kjartansdóttir á ferðinni í sigrinum gegn Rúmeníu fyrr í vetur. Hún er nú úr leik vegna meiðsla.
Hildur Björg Kjartansdóttir á ferðinni í sigrinum gegn Rúmeníu fyrr í vetur. Hún er nú úr leik vegna meiðsla. VÍSIR/HULDA MARGRÉT

Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta, hefur neyðst til að gera eina breytingu á leikmannahópi sínum sem í dag ferðast til Ungverjalands.

Ísland á fyrir höndum útileik gegn Ungverjalandi á fimmtudag og gegn Spáni í Laugardalshöll á sunnudagskvöld, í undankeppni EM.

Nú er orðið ljóst að leikjahæsti leikmaðurinn í hópnum sem Benedikt valdi, Hildur Björg Kjartansdóttir úr Val, missir af leikjunum vegna meiðsla.

Í stað Hildar hefur Agnes María Svansdóttir úr Keflavík verið valin og er þetta í fyrsta sinn sem hún er valin í A-landsliðið.

Agnes María er 19 ára gömul og hefur skorað 7,2 stig að meðaltali í leik í Subway-deildinni í vetur, fyrir topplið Keflavíkur, auk þess að taka 2,4 fráköst og gefa 0,8 stoðsendingar.

Eins og fyrr segir ferðast íslenska landsliðið til Ungverjalands í dag en leikurinn á fimmtudag fer þar fram í borginni Miskolc.

Íslenski hópurinn:

  • Agnes María Svansdóttir · Keflavík (Nýliði)
  • Anna Ingunn Svansdóttir · Keflavík (4)
  • Ásta Júlía Grímsdóttir · Valur (8)
  • Dagbjört Dögg Karlsdóttir · Valur (14)
  • Diljá Ögn Lárusdóttir · Stjarnan (4)
  • Elísabeth Ýr Ægisdóttir · Haukar (6)
  • Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir · Haukar (2)
  • Eva Margrét Kristjánsdóttir · Haukar (4)
  • Isabella Ósk Sigurðardóttir · Njarðvík (10)
  • Sara Rún Hinriksdóttir · Faenza Basket Project, Ítalíu (28)
  • Tinna Guðrún Alexandersdóttir · Haukar (2)
  • Þóra Kristín Jónsdóttir · AKS Falcon, Danmörk (27)

Fjórar úr leik vegna meiðsla og tvær gáfu ekki kost á sér

Þær sem ekki gátu tekið þátt að þessu sinni vegna meiðsla eru þær Dagný Lísa Davíðsdóttir úr Fjölni, Hallveig Jónsdóttir og Hildur Björg úr Val, og Helena Sverrisdóttir, Haukum.

Þær sem gáfu ekki kost á sér voru þær Birna Valgerður Benónýsdóttir úr Keflavík og Bríet Sif Hinriksdóttir úr Njarðvík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×