Lífið

Stjörnulífið: Brúðkaup, flutningar og Kaupmannahöfn

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Stjörnulífið er vikulegur fastur liður á Vísi
Stjörnulífið er vikulegur fastur liður á Vísi Samsett/Instagram

Fyrsta vika febrúarmánaðar hér á landi var full af frumsýningum og sýningaropnunum. Íslendingar eru þó alltaf á farandsfæti og voru margar tískuskvísur sem gerðu sér ferð til Kaupmannahafnar í tilefni af tískuvikunni.

Bessastaðir voru opnir gestum um helgina í tilefni Safnanætur á Vetrarhátíð. Jón Jónsson var á meðal gesta.

Birgitta Líf hefur það gott á Ítalíu með kærastanum.

Andrea Magnúsdóttir hönnuður fór á tískuvikuna í Kaupmannahöfn ásamt Ernu Hrund Hermannsdóttur og Aldísi Pálsdóttur ljósmyndara. 

Páll Óskar hélt uppi stuðingu fyrir Norðurljósahlaup Orkusölunnar á Listasafni Reykjavíkur.

Söng- og leikkonan Þórdís Björk er enn á bleiku skýi eftir frumsýningu Chicago. 

Sæmundur, Gunnar Skírnir og Patrekur Jamie fóru út saman. 

Forsetahjónin mættu á þorralbótið á Álftanesi en Eliza sleppti því að smakka hákarl og hrútspunga.

Langþráður draumur er að rætast hjá söngkonunni Siggu Ózk sem keppir í Söngvakeppninni í ár.

Úlfar keppir líka og er kominn með fiðring í magann.

Kristín og Stebbi Jak fóru á tónleika Krafts þar sem JAK bandið kom meðal annars fram.

Sunneva Einars heimsótti Svíþjóð og Danmörku í vikunni.

Birna Rún Eiríksdóttir leikkona gifti sig í vikunni, í sömu viku og nýjasta mynd hennar Napóleonsskjölin var frumsýnd.

Helgi Ómars fór á hátíðarforsýningu Napóleonsskjalanna. 

Guðmundur Ingi Guðbrandsson ráðherra elskar baðkör.

Pálmar Ragnars fagnaði afmæli systur sinnar í Svíþjóð.

Leikkonan Íris Tanja birti nokkrar vel valdar myndir frá janúar.

Dansarinn Þyri Huld frumsýndi nýtt verk í Borgarleikhúsinu um helgina. 

Herra Hnetusmjör og Friðrik Dór frumfluttu nýtt lag í Idol þættinum á föstudag.

Bríet sýndi frá fatavalinu í Idol á Instagram síðu sinni. Hárið vakti mikla athygli í þættinum.

Birgitta og Daníel Ágúst voru bæði í grænu.

Margrét Arnarsdóttir, Jelena Ćirić og Ásgeir Ásgeirsson spiluðu á safnanótt á Hönnunarsafni Íslands fyrir bæjarstjóra, ráðherra og aðra gesti. 

Hulda Vigdísardóttir eignaðist sitt fyrsta barn.

Camilla Rut hefur komið sér fyrir í nýju íbúðinni sinni ásamt börnum sínum tveimur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.