Bæjarstjórn Reykjanesbæjar þögul sem gröfin um fjögurra ára hrakfarir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. febrúar 2023 12:32 Halldóra Fríða forseti bæjarstjórnar gat engu svarað um málið, hvorki hvort bæjarstjórn ætlaði að bregðast við né hvert ætti að leita til að fá svör. Vísir Engin svör er að fá hjá bæjarstjórn Reykjanesbæjar vegna rauna ungrar fjölskyldu, sem hefur verið á hrakhólum í fjögur ár eftir að byggingarfulltrúi stöðvaði framkvæmdir á húsi þeirra. Öll leyfi höfðu verið gefin út og framkvæmdir langt komnar þegar þær voru stöðvaðar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við þau Sverri Örn Leifssonog Dalrós Líndal Þórisdóttir sem fengu úthlutaða lóð í Reykjanesbæ árið 2017. Teikningar voru samþykktar af byggingafulltrúa og framkvæmdir hófust. Átján mánuðum eftir upphaf framkvæmda tilkynnti byggingafulltrúinn að teikningarnar, sem hann hafði samþykkt væru ekki í samræmi við deiliskipulag og framkvæmdir voru stöðvaðar. Fjölskyldan fór með málið til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem taldi sveitarfélagið heimilt að stöðva framkvæmdirnar. Hún leitaði þá til Umboðsmanns Alþingis sem í áliti sínu fellir ákveðinn áfellisdóm yfir vinnubrögðum sveitarfélagsins og úrskurðanefndar. Síðan þá hefur sveitarfélagið gefið fjölskyldunni grænt ljós að halda framkvæmd áfram en með þeim skilyrðum að hún afsali sér rétt til skaðabóta og gangist í ábyrgð með sveitarfélaginu verði nágrannar fyrir tjóni. Hátt í tuttugu hús í hverfinu stangast á við gildandi deiluskipulag en Sverrir og Dalrós þau einu sem hafa þurft að hætta framkvæmdum og fá ekki að flytja inn. Engin svör hafa fengist hjá sveitarfélaginu vegna málsins. Fréttastofa hefur ekki náð tali af byggingafulltrúanum þrátt fyrir ítrekuð símtöl. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, vildi ekki veita viðtal vegna málsins og sagðist í skrifelgu svari ekki geta rætt það á meðan það er til meðferðar. Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ sagðist í samtali við fréttastofu ekki geta tjáð sig um málið. Aðspurð hvers vegna sagðist hún ekki geta tjáð sig um það. Ætlar bærinn ekki að svara neinu um þetta? „Eins og ég segi get ég bara ekki tjáð mig um þetta mál,“ segir Halldóra. Hvert á maður þá að leita svara? „Ég bara get ekki svarað því heldur.“ Hlusta má á viðtalið við Halldóru í spilaranum hér að neðan. Fréttin hefst á 8:43. https://eur03.safelinks.protection.outlook.com/?url=https%3A%2F%2Fwww.shs.is%2Fhvad-get-eg-gert%2Froskun-a-skolastarfi&data=05%7C01%7Challgerdurj%40stod2.is%7C18b9fce38e9141c6afe308db0848a283%7C7fe09985587e46b9bd0528d14474ed2c%7C0%7C0%7C638112880272847552%7CUnknown%7CTWFpbGZsb3d8eyJWIjoiMC4wLjAwMDAiLCJQIjoiV2luMzIiLCJBTiI6Ik1haWwiLCJXVCI6Mn0%3D%7C3000%7C%7C%7C&sdata=jLorRPHs%2BMAYZWzeKTDxgcA2QB9hpfTi7H6TJ0dyUp4%3D&reserved=0 Reykjanesbær Húsnæðismál Neytendur Tengdar fréttir Á hrakhólum í yfir þrjú ár: „Gríðarlegur kostnaður sem fylgir svona skrípaleik“ Fjölskylda hefur verið á hrakhólum milli húsa í fjögur ár eftir að byggingarfulltrúi í Reykjanesbæ stöðvaði framkvæmdir á húsi þeirra þrátt fyrir að öll leyfi hafi verið gefin út. Kostnaður vegna húss sem þau geta ekki flutt inn hleypur á tugum milljóna króna. Fjölskyldan segir mikilvægt að íbúar geti treyst útgefnum leyfum embættismanna og segja að málið verði ekki svæft, þrátt fyrir tilraunir sveitarfélagsins. 5. febrúar 2023 18:59 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við þau Sverri Örn Leifssonog Dalrós Líndal Þórisdóttir sem fengu úthlutaða lóð í Reykjanesbæ árið 2017. Teikningar voru samþykktar af byggingafulltrúa og framkvæmdir hófust. Átján mánuðum eftir upphaf framkvæmda tilkynnti byggingafulltrúinn að teikningarnar, sem hann hafði samþykkt væru ekki í samræmi við deiliskipulag og framkvæmdir voru stöðvaðar. Fjölskyldan fór með málið til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem taldi sveitarfélagið heimilt að stöðva framkvæmdirnar. Hún leitaði þá til Umboðsmanns Alþingis sem í áliti sínu fellir ákveðinn áfellisdóm yfir vinnubrögðum sveitarfélagsins og úrskurðanefndar. Síðan þá hefur sveitarfélagið gefið fjölskyldunni grænt ljós að halda framkvæmd áfram en með þeim skilyrðum að hún afsali sér rétt til skaðabóta og gangist í ábyrgð með sveitarfélaginu verði nágrannar fyrir tjóni. Hátt í tuttugu hús í hverfinu stangast á við gildandi deiluskipulag en Sverrir og Dalrós þau einu sem hafa þurft að hætta framkvæmdum og fá ekki að flytja inn. Engin svör hafa fengist hjá sveitarfélaginu vegna málsins. Fréttastofa hefur ekki náð tali af byggingafulltrúanum þrátt fyrir ítrekuð símtöl. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, vildi ekki veita viðtal vegna málsins og sagðist í skrifelgu svari ekki geta rætt það á meðan það er til meðferðar. Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ sagðist í samtali við fréttastofu ekki geta tjáð sig um málið. Aðspurð hvers vegna sagðist hún ekki geta tjáð sig um það. Ætlar bærinn ekki að svara neinu um þetta? „Eins og ég segi get ég bara ekki tjáð mig um þetta mál,“ segir Halldóra. Hvert á maður þá að leita svara? „Ég bara get ekki svarað því heldur.“ Hlusta má á viðtalið við Halldóru í spilaranum hér að neðan. Fréttin hefst á 8:43. https://eur03.safelinks.protection.outlook.com/?url=https%3A%2F%2Fwww.shs.is%2Fhvad-get-eg-gert%2Froskun-a-skolastarfi&data=05%7C01%7Challgerdurj%40stod2.is%7C18b9fce38e9141c6afe308db0848a283%7C7fe09985587e46b9bd0528d14474ed2c%7C0%7C0%7C638112880272847552%7CUnknown%7CTWFpbGZsb3d8eyJWIjoiMC4wLjAwMDAiLCJQIjoiV2luMzIiLCJBTiI6Ik1haWwiLCJXVCI6Mn0%3D%7C3000%7C%7C%7C&sdata=jLorRPHs%2BMAYZWzeKTDxgcA2QB9hpfTi7H6TJ0dyUp4%3D&reserved=0
Reykjanesbær Húsnæðismál Neytendur Tengdar fréttir Á hrakhólum í yfir þrjú ár: „Gríðarlegur kostnaður sem fylgir svona skrípaleik“ Fjölskylda hefur verið á hrakhólum milli húsa í fjögur ár eftir að byggingarfulltrúi í Reykjanesbæ stöðvaði framkvæmdir á húsi þeirra þrátt fyrir að öll leyfi hafi verið gefin út. Kostnaður vegna húss sem þau geta ekki flutt inn hleypur á tugum milljóna króna. Fjölskyldan segir mikilvægt að íbúar geti treyst útgefnum leyfum embættismanna og segja að málið verði ekki svæft, þrátt fyrir tilraunir sveitarfélagsins. 5. febrúar 2023 18:59 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Á hrakhólum í yfir þrjú ár: „Gríðarlegur kostnaður sem fylgir svona skrípaleik“ Fjölskylda hefur verið á hrakhólum milli húsa í fjögur ár eftir að byggingarfulltrúi í Reykjanesbæ stöðvaði framkvæmdir á húsi þeirra þrátt fyrir að öll leyfi hafi verið gefin út. Kostnaður vegna húss sem þau geta ekki flutt inn hleypur á tugum milljóna króna. Fjölskyldan segir mikilvægt að íbúar geti treyst útgefnum leyfum embættismanna og segja að málið verði ekki svæft, þrátt fyrir tilraunir sveitarfélagsins. 5. febrúar 2023 18:59