Spjallað um hönnun - Rut Kára gefur góð ráð Módern 10. febrúar 2023 15:01 Rut Kára og Úlfar Finsen ræða meðal annars breytt hlutverk rýmis í takt við breyttan lífsstíl nútímafólks Rut Káradóttir er einn af okkar fremstu innanhússarkitektum og löngu orðin þekkt fyrir stílhreina og hlýlega hönnun. Verk hennar einkennast af samspili lýsingar, vandaðra efna og hlýlegra jarðtóna sem skila sígildu yfirbragði. Verslunin Módern vinnur náið með arkitektum og innanhússráðgjöfum og veitir viðskiptavinum ráðgjöf við val á réttum húsgögnum og vinnur teikningar út frá myndum af rýminu. Úlfar Finsen, eigandi verslunarinnar Módern ræddi við Rut um áherslur í innanhússhönnun í dag. Þau ræða meðal annars breytt hlutverk rýmis í takt við breyttan lífsstíl nútímafólks og Rut gefur góð ráð varðandi val á húsgögnum, uppröðun, liti og áferð. Rut segir meðal annars tilgang stofunnar á heimilum hafa breyst í tímans rás. Það sé ekki endilega sniðugt að hanna stofuna eingöngu fyrir veisluhöld og partý. Gestir sitji langoftast áfram við borðstofuborðið eftir matarboð og stofan er notuð af fjölskyldumeðlimum til að horfa á sjónvarp, vinna í tölvunni, lesa og slappa af. Húsgögnin og uppröðunin á þeim í stofunni á að þjóna þörfum fjölskyldunnar „Mér finnst alltaf skemmtilegast að allir sem sitji í stofunni horfi í fallegustu og bestu áttina og raði stofunni upp þannig,“ segir Rut og bendir á að henni finnist að sjónvarp ætti síður að sjást frá götunni, það sé ekki skemmtilegt að horfa í hnakkann á íbúum. „Mér hefur alltaf þótt mikilvægt að það sé fallegt að horfa heim að húsum,“ segir hún. Hlýlegt andrúmsloft og róleg stemning eru hennar útgangspunktar í allri hönnun. „Mér finnst skemmtilegt þegar búin er til mismunandi stemning með húsgögnum út um allt húsið. Ég er alltaf hrifin af rólegum, hlýlegum jarðtónum en í fjölbreyttum áferðum. Það skapar notalega stemningu í húsinu,“ segir Rut. Jarðtónar og hlýleg stemning eru aðalsmerki Rutar Kára Láta sérframleiða húsgögn fyrir viðskiptavini Verslunin Módern býður upp á hágæða hönnun í húsgögnum, lýsingu og gjafavöru frá heimsþekktum hönnuðum og þar er hægt að fá sérpöntuð húsgögn sem eru sérframleidd alveg eftir óskum og þörfum viðskiptavinarins. Húsgögnin frá Minotti eru sérframleidd eftir óskum. „Við leggjum ríka áherslu á persónulega þjónustu og ráðgjöf til viðskiptavina. Til okkar má alltaf koma með myndir og teikningar og við hjálpum viðskiptavinum að velja og raða saman möguleikum,“ segir Úlfar Finsen en hann stofnaði Módern árið 2006 með það að leiðarljósi að bjóða það besta í Evróprskri húsgagnahönnun og framleiðslu. „Húsgögnin sem við seljum eru vönduð og framleidd af mikilli nákvæmni af leiðandi handverksfólki. „Okkar virtustu vörumerki koma meðal annars frá Ítalíu, Danmörku og Þýskalandi. Frá Ítalíu eru það Minotti, Flexform, Baxter og Poliform og ljós frá Nemo. Frá Danmörku eru það framleiðendurnir Wendelbo, Kristensen & Kristensen og Handvark og frá Þýskalandi, Cor og Rolf Benz." Húsgögnin okkar eru lang flest umhverfisvottuð og smíðuð til að endast og endast. Vörumerkin sem við bjóðum eru þekkt um allan heim meðal hönnuða og arkitekta fyrir framúrstefnulega hönnun og óviðjafnanleg gæði," segir Úlfar. Hús og heimili Tíska og hönnun Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira
Verslunin Módern vinnur náið með arkitektum og innanhússráðgjöfum og veitir viðskiptavinum ráðgjöf við val á réttum húsgögnum og vinnur teikningar út frá myndum af rýminu. Úlfar Finsen, eigandi verslunarinnar Módern ræddi við Rut um áherslur í innanhússhönnun í dag. Þau ræða meðal annars breytt hlutverk rýmis í takt við breyttan lífsstíl nútímafólks og Rut gefur góð ráð varðandi val á húsgögnum, uppröðun, liti og áferð. Rut segir meðal annars tilgang stofunnar á heimilum hafa breyst í tímans rás. Það sé ekki endilega sniðugt að hanna stofuna eingöngu fyrir veisluhöld og partý. Gestir sitji langoftast áfram við borðstofuborðið eftir matarboð og stofan er notuð af fjölskyldumeðlimum til að horfa á sjónvarp, vinna í tölvunni, lesa og slappa af. Húsgögnin og uppröðunin á þeim í stofunni á að þjóna þörfum fjölskyldunnar „Mér finnst alltaf skemmtilegast að allir sem sitji í stofunni horfi í fallegustu og bestu áttina og raði stofunni upp þannig,“ segir Rut og bendir á að henni finnist að sjónvarp ætti síður að sjást frá götunni, það sé ekki skemmtilegt að horfa í hnakkann á íbúum. „Mér hefur alltaf þótt mikilvægt að það sé fallegt að horfa heim að húsum,“ segir hún. Hlýlegt andrúmsloft og róleg stemning eru hennar útgangspunktar í allri hönnun. „Mér finnst skemmtilegt þegar búin er til mismunandi stemning með húsgögnum út um allt húsið. Ég er alltaf hrifin af rólegum, hlýlegum jarðtónum en í fjölbreyttum áferðum. Það skapar notalega stemningu í húsinu,“ segir Rut. Jarðtónar og hlýleg stemning eru aðalsmerki Rutar Kára Láta sérframleiða húsgögn fyrir viðskiptavini Verslunin Módern býður upp á hágæða hönnun í húsgögnum, lýsingu og gjafavöru frá heimsþekktum hönnuðum og þar er hægt að fá sérpöntuð húsgögn sem eru sérframleidd alveg eftir óskum og þörfum viðskiptavinarins. Húsgögnin frá Minotti eru sérframleidd eftir óskum. „Við leggjum ríka áherslu á persónulega þjónustu og ráðgjöf til viðskiptavina. Til okkar má alltaf koma með myndir og teikningar og við hjálpum viðskiptavinum að velja og raða saman möguleikum,“ segir Úlfar Finsen en hann stofnaði Módern árið 2006 með það að leiðarljósi að bjóða það besta í Evróprskri húsgagnahönnun og framleiðslu. „Húsgögnin sem við seljum eru vönduð og framleidd af mikilli nákvæmni af leiðandi handverksfólki. „Okkar virtustu vörumerki koma meðal annars frá Ítalíu, Danmörku og Þýskalandi. Frá Ítalíu eru það Minotti, Flexform, Baxter og Poliform og ljós frá Nemo. Frá Danmörku eru það framleiðendurnir Wendelbo, Kristensen & Kristensen og Handvark og frá Þýskalandi, Cor og Rolf Benz." Húsgögnin okkar eru lang flest umhverfisvottuð og smíðuð til að endast og endast. Vörumerkin sem við bjóðum eru þekkt um allan heim meðal hönnuða og arkitekta fyrir framúrstefnulega hönnun og óviðjafnanleg gæði," segir Úlfar.
Hús og heimili Tíska og hönnun Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira