„Virðist vera skotleyfi á konur yfir þrítugt að hnýsast í þeirra einkamál“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 7. febrúar 2023 10:31 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Ragnhildur Þórðardóttir eru á meðal þeirra sem hafa vakið athygli á pressunni sem barnlausar konur finna gjarnan fyrir af hálfu samfélagsins. Vísir/Arnar-Vilhelm Barnlausar konur geta upplifað mikla pressu af hálfu samfélagsins og leyfir fólk sér gjarnan að spyrja þær persónulegra spurninga sem barnlausir karlar fá sjaldnar. Þær Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, eru á meðal þeirra sem hafa vakið athygli á þessu síðustu daga. Áslaug Arna opnaði sig um þetta mál í nýlegu viðtali við Morgunblaðið. Í viðtalinu sagðist Áslaug hafa helgað líf sitt stjórnmálunum öll sín fullorðinsár. Þá hafi hún hvorki eignast maka né börn. Hún, sem ung kona, fái þó reglulega persónulegar spurningar frá fjölmiðlafólki sem karlar fái ekki. „Ég var til dæmis í viðtali um daginn og þegar viðtalinu lauk spurði fréttamaðurinn hvort ég ætlaði ekki að fara að verða ólétt. Ég var svo hissa að ég kom varla upp orði og þá bætti hann því við að tíminn ynni ekki með mér,“ segir Áslaug í viðtalinu. „Ég geri mér auðvitað grein fyrir því að líkamsklukkan tifar en ég biðst undan því að fá ábendingar um það frá öðrum en mínum nánustu.“ Konur eigi ekki að þurfa að velja á milli ferils og einkalífs Áslaug segist hafa rætt þann möguleika við vinkonur sínar að láta frysta egg til þess að eiga ef rétta tækifærið gefst. „Auðvitað hef ég hugsað út í að gera það en það hvort og þá hversu mikið ég opinbera slíkt ferli verð ég að fá að gera á mínum forsendum.“ Í viðtalinu sagði Áslaug karla fá meira svigrúm til þess að eiga einkalíf á meðan þeir byggja upp stjórnmálaferilinn. „Mér finnst mikilvægt að ég og aðrar konur fáum að eiga okkar einkalíf samhliða stjórnmálaferlinum því verstu skilaboðin eru þau að konur verði að velja þar á milli,“ segir hún í viðtalinu sem birtist í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins en Áslaug birti brot úr viðtalinu á Instagram síðu sinni. Fjölmargar konur hafa deilt færslunni og því greinilegt að fleiri konur finna fyrir óvelkominni pressu þegar kemur að barneignum. View this post on Instagram A post shared by Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) Var bent á að hún þyrfti að fara að gera eitthvað í þessu Heilsusálfræðingurinn Ragga Nagli tekur í sama streng og Áslaug. Í kjölfar viðtalsins í Morgunblaðinu birti Ragga pistil á Facebook þar sem hún sagði frá því að útvarpsmaður hafi eitt sinn spurt hana hvort hún væri ein af þeim konum sem setja starfsframann í forgang fram yfir barneignir. Hann hafi bent henni á að hún væri komin yfir fertugt og þyrfti því að fara gera eitthvað í þessu. Ragga bendir jafnframt á það að maðurinn hennar sé fjórum árum eldri en hún, en hann fái þessa spurningu sárasjaldan. „Það virðist vera skotleyfi á konur yfir þrítugt að hnýsast í þeirra einkamál... og jafnvel inn í svefnherbergið í þessu tilfelli,“ skrifar Ragga. Friends leikararnir Matthew Perry og Jennifer Aniston eru á sama aldri og eru bæði barnlaus. Fólk virðist þó hafa mun meiri áhyggjur af barnleysi Aniston og fær hún reglulegar spurningar út í það, á meðan Perry virðist fá fáar.Getty/Jon Kopaloff Hún bendir á það ef maður flettir leikkonunni Jennifer Aniston upp á Google þá koma upp fleiri blaðsíður af leitarniðurstöðum sem tengjast vangaveltum um barneignir hennar. Aniston er fædd árið 1969, sama ár og Friends mótleikari hennar Matthew Perry, sem einnig er barnlaus. „Ef þú Googlar nafnið hans og börn, þá koma upp örfáar tilvísanir í viðtöl þar sem hann er spurður aðallega út í ástarlíf sitt en nánast aldrei um barneignaplön hans.“ Barneignarplön kvenna komi öðrum ekki við Ragga nefnir spurninguna sem Áslaug Arna fékk frá blaðamanni og segir konur ekki þurfa hrútskýringu á það að líkamsklukkan tifi. Þær séu flestar vel upplýstar um eigin líffræði. „Með því að spyrja slíkra spurninga gefurðu þér að allt sé í gúddí í skrokknum, en getur verið að vekja upp erfiðar tilfinningar og lífsreynslu.“ „Sumt fólk hefur glímt við frjósemisvanda og upplifað vonbrigði og sárar tilfinningar og gefist upp eftir mislukkaðar tilraunir,“ skrifar hún og nefnir einnig fleiri ástæður eins og erfðagalla, fósturmissi og konur sem hafa þurft að láta fjarlægja leg eða eggjastokka vegna krabbameins eða annarra sjúkdóma. „Sumt fólk langar einfaldlega ekki að eignast börn og kjósa barnleysi af eigin vilja. Ekki af því þeim sé illa við börn. Það geta verið ástæður eins og fjárhagslega óhagkvæmt, umhverfissjónarmið, pólitík, ástand heimsins, starfsframinn, tímafrelsi eða hvað annað.“ Að lokum segir Ragga fólk ekki þurfa neinar ástæður til þess að sleppa því að spyrja konur út í barneignarplön. Þau komi öðrum einfaldlega ekki við. Ástin og lífið Tengdar fréttir Aldrei í lagi að spyrja konu hvort hún sé ólétt "Þessi spurning hefur alltaf stuðað mig,“ segir Alexandra Sif Nikulásdóttir þjálfari en hún fær reglulega skilaboð á samfélagsmiðlum sínum um það hvort hún eigi von á barni. 24. september 2019 12:00 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Áslaug Arna opnaði sig um þetta mál í nýlegu viðtali við Morgunblaðið. Í viðtalinu sagðist Áslaug hafa helgað líf sitt stjórnmálunum öll sín fullorðinsár. Þá hafi hún hvorki eignast maka né börn. Hún, sem ung kona, fái þó reglulega persónulegar spurningar frá fjölmiðlafólki sem karlar fái ekki. „Ég var til dæmis í viðtali um daginn og þegar viðtalinu lauk spurði fréttamaðurinn hvort ég ætlaði ekki að fara að verða ólétt. Ég var svo hissa að ég kom varla upp orði og þá bætti hann því við að tíminn ynni ekki með mér,“ segir Áslaug í viðtalinu. „Ég geri mér auðvitað grein fyrir því að líkamsklukkan tifar en ég biðst undan því að fá ábendingar um það frá öðrum en mínum nánustu.“ Konur eigi ekki að þurfa að velja á milli ferils og einkalífs Áslaug segist hafa rætt þann möguleika við vinkonur sínar að láta frysta egg til þess að eiga ef rétta tækifærið gefst. „Auðvitað hef ég hugsað út í að gera það en það hvort og þá hversu mikið ég opinbera slíkt ferli verð ég að fá að gera á mínum forsendum.“ Í viðtalinu sagði Áslaug karla fá meira svigrúm til þess að eiga einkalíf á meðan þeir byggja upp stjórnmálaferilinn. „Mér finnst mikilvægt að ég og aðrar konur fáum að eiga okkar einkalíf samhliða stjórnmálaferlinum því verstu skilaboðin eru þau að konur verði að velja þar á milli,“ segir hún í viðtalinu sem birtist í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins en Áslaug birti brot úr viðtalinu á Instagram síðu sinni. Fjölmargar konur hafa deilt færslunni og því greinilegt að fleiri konur finna fyrir óvelkominni pressu þegar kemur að barneignum. View this post on Instagram A post shared by Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) Var bent á að hún þyrfti að fara að gera eitthvað í þessu Heilsusálfræðingurinn Ragga Nagli tekur í sama streng og Áslaug. Í kjölfar viðtalsins í Morgunblaðinu birti Ragga pistil á Facebook þar sem hún sagði frá því að útvarpsmaður hafi eitt sinn spurt hana hvort hún væri ein af þeim konum sem setja starfsframann í forgang fram yfir barneignir. Hann hafi bent henni á að hún væri komin yfir fertugt og þyrfti því að fara gera eitthvað í þessu. Ragga bendir jafnframt á það að maðurinn hennar sé fjórum árum eldri en hún, en hann fái þessa spurningu sárasjaldan. „Það virðist vera skotleyfi á konur yfir þrítugt að hnýsast í þeirra einkamál... og jafnvel inn í svefnherbergið í þessu tilfelli,“ skrifar Ragga. Friends leikararnir Matthew Perry og Jennifer Aniston eru á sama aldri og eru bæði barnlaus. Fólk virðist þó hafa mun meiri áhyggjur af barnleysi Aniston og fær hún reglulegar spurningar út í það, á meðan Perry virðist fá fáar.Getty/Jon Kopaloff Hún bendir á það ef maður flettir leikkonunni Jennifer Aniston upp á Google þá koma upp fleiri blaðsíður af leitarniðurstöðum sem tengjast vangaveltum um barneignir hennar. Aniston er fædd árið 1969, sama ár og Friends mótleikari hennar Matthew Perry, sem einnig er barnlaus. „Ef þú Googlar nafnið hans og börn, þá koma upp örfáar tilvísanir í viðtöl þar sem hann er spurður aðallega út í ástarlíf sitt en nánast aldrei um barneignaplön hans.“ Barneignarplön kvenna komi öðrum ekki við Ragga nefnir spurninguna sem Áslaug Arna fékk frá blaðamanni og segir konur ekki þurfa hrútskýringu á það að líkamsklukkan tifi. Þær séu flestar vel upplýstar um eigin líffræði. „Með því að spyrja slíkra spurninga gefurðu þér að allt sé í gúddí í skrokknum, en getur verið að vekja upp erfiðar tilfinningar og lífsreynslu.“ „Sumt fólk hefur glímt við frjósemisvanda og upplifað vonbrigði og sárar tilfinningar og gefist upp eftir mislukkaðar tilraunir,“ skrifar hún og nefnir einnig fleiri ástæður eins og erfðagalla, fósturmissi og konur sem hafa þurft að láta fjarlægja leg eða eggjastokka vegna krabbameins eða annarra sjúkdóma. „Sumt fólk langar einfaldlega ekki að eignast börn og kjósa barnleysi af eigin vilja. Ekki af því þeim sé illa við börn. Það geta verið ástæður eins og fjárhagslega óhagkvæmt, umhverfissjónarmið, pólitík, ástand heimsins, starfsframinn, tímafrelsi eða hvað annað.“ Að lokum segir Ragga fólk ekki þurfa neinar ástæður til þess að sleppa því að spyrja konur út í barneignarplön. Þau komi öðrum einfaldlega ekki við.
Ástin og lífið Tengdar fréttir Aldrei í lagi að spyrja konu hvort hún sé ólétt "Þessi spurning hefur alltaf stuðað mig,“ segir Alexandra Sif Nikulásdóttir þjálfari en hún fær reglulega skilaboð á samfélagsmiðlum sínum um það hvort hún eigi von á barni. 24. september 2019 12:00 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Aldrei í lagi að spyrja konu hvort hún sé ólétt "Þessi spurning hefur alltaf stuðað mig,“ segir Alexandra Sif Nikulásdóttir þjálfari en hún fær reglulega skilaboð á samfélagsmiðlum sínum um það hvort hún eigi von á barni. 24. september 2019 12:00