„Stálhraust feitt fólk hefur verið sett á þessi lyf“ Máni Snær Þorláksson skrifar 7. febrúar 2023 16:52 Tara Margrét Vilhjálmsdóttir segir frá því þegar heimilislæknirinn hennar boðaði hana óvænt á fund. Vísir/Sigurjón Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, félagsráðgjafi og fyrrum formaður Samtaka um líkamsvirðingu, segir heimilislækni sinn hafa orðið undrandi þegar hún hafnaði boði hans um að byrja á megrunarlyfi. Hún óttast að aðrir skjólstæðingar læknisins séu ekki jafn upplýstir um skuggahliðar lyfsins. Tara Margrét rifjar upp óvænt símtal frá ritara á heilsugæslustöðinni sinni um haustið árið 2021. Ritarinn hafi tjáð Töru að læknirinn vildi hitta hana. Ritarinn hafi þó ekki getað gefið upp erindið. „Ég hafði verið í stopulum samskiptum við lækninn vegna umsóknar minnar um endurhæfingarlífeyri en ég var þá og er enn í endurhæfingu vegna kulnunar og áfallastreituröskunar. Ég hafði samt sem áður ekki óskað eftir símtali eða samtali við hann og því kom þetta mér í opna skjöldu,“ segir Tara í grein sem birt var á Vísi. Tara velti því fyrir sér hvers vegna læknirinn vildi skyndilega hitta hana: „Hafði hann kannski verið að skoða einhverjar gamlar blóðprufur eða myndir og séð eitthvað sem hafði farið fram hjá honum áður? Ég þáði því auðvitað viðtalsboðunina og mætti á tilsettum tíma með kvíðahnút í maganum.“ Þekkti lyfið sem um ræddi Þegar á fundinn var komið kom í ljós að læknirinn hafði boðað Töru til sín svo hann gæti sagt henni frá nýju lyfi, Ozempic. „Hann taldi það geta gagnast mér í endurhæfingunni og við að styrkjast líkamlega. Hann tók fram að um væri að ræða kostnaðarsamt lyf, í kringum 50.000 kr á mánuði, og að í sumum tilfellum væri meðferðin til lífstíðar. Ástæðan fyrir þessum kostnaði væri sú að lyfið væri ætluð sykursýkisjúklingum en þar sem að ég tilheyrði ekki þeim hóp væri lyfið í raun ekki enn orðið leyfilegt fyrir mig. Hann bætti þó orðrétt við að læknar væru farnir að ávísa því „on the side“ og að hann gæti gert það fyrir mig.“ Tara vissi hvaða lyf um var að ræða þar sem hún hafði sjálf fylgst náið með umræðunni um það. Hún hafði kynnt sér þær rannsóknir sem gerðar voru til grundvallar leyfisveitingar lyfsins. Hún segir þær rannsóknir ekki hafa náð til lengri tíma en tveggja ára, því væri ekki hægt að segja til um öryggi þeirra þegar kemur að lífstíðarmeðferð. „Ég vissi líka að aukaverkanir væru tíðar. Í kringum 90% þeirra sem fara á lyfið finna fyrir aukaverkunum á borð við ógleði, uppköst, niðurgang, hægðatregðu og magaverki. Þessu fylgir oft mikil þreyta og svimi. Alvarlegri fylgikvillar eru brisbólga (sem eykur líkurnar á krabbameini í brisi), gallsteinar, hækkun á hvíldarpúlsi, nýrnabilun og þunglyndi og sjálfsvígshugsanir. Lyfið virðist jafnframt hafa möguleg orsakatengsl við skjaldkirtilskrabbamein sem leiddi til þess að bandaríska lyfjaeftirlitið (FDA) setti fram kröfu um að lyfinu fylgdi svokölluð „boxed warning“, sem er strangasta aðvörun sem stofnunin getur farið fram á.“ Þá segist Tara einnig hafa verið meðvituð um slæma sögu megrunarlyfja. Einnig hafi hún séð að allur ávinningur af lyfinu virtist hverfa ef fólk hættir á lyfinu. Afþakkaði lyfið Með þetta allt saman í huga ákvað Tara að afþakka lyfið. Hún hafði kynnt sér kosti þess og galla og talið að kostnaðurinn og aukaverkanirnar væru ekki þess virði fyrir sig. Tara segir þá frá viðbrögðum heimilislæknisins við því að hún afþakkaði lyfið: „Viðbrögð heimilislæknis míns við áhyggjum mínum af ofantöldum aukaverkunum var einfaldlega að hrista höfuðið og gefa frá sér langdregið „neeeiii“. Þarnæst tjáði hann mér að ég þyrfti að treysta honum og teyminu í heilsumóttöku heilsugæslunnar í ljósi fagreynslu þeirra og bætti við að ég þyrfti að hafa hugfast að hann bæri ábyrgð á greiðslum endurhæfingarlífeyrisins sem ég þurfti svo sárlega á að halda nú þegar ég var dottin af vinnumarkaði. Svo ítrekaði hann aftur við mig að ég ætti að skoða þennan kost af alvöru.“ Tara segir lækninn hafa þrýst þessari lyfjameðferð á sig. Einnig hafi hann verið ófús til að ræða við Töru um lyfið og það sem því fylgir. „Þess í stað misbeitti hann uppdiktuðu valdi sínu yfir afkomu minni, á þessum viðkvæma tímapunkti í lífi mínu, til að ógna mér og þröngva lyfinu upp á mig og skammaði mig svo fyrir að treysta honum ekki betur. Þetta er grafalvarleg misbeiting á valdi og trúnaðarsambandi milli læknis og sjúklings. Þarna var lögbundinn sjálfsákvörðunarréttur minn um eigin líkama og heilsu fótum troðinn. Ég skipti um heilsugæslustöð samdægurs og sendi inn kvörtun til Landlæknis nokkrum vikum síðar sem ég hafði því miður ekki andlega heilsu til að fylgja eftir.“ Þarf að vera hægt að taka umræðuna Fjallað hefur verið um Ozempic og önnur slík lyf að undanförnu í fjölmiðlum. Við umræður um lyfið rifjaðist atvikið með heimilislækninum upp fyrir Töru. Hún segir að það verði að vera hægt að taka umræðuna um hluti sem þessa. „Hvernig feitt fólk er jaðarsettur hópur innan heilbrigðiskerfisins og er þar með viðkvæmari fyrir álíka misbeitingu og ég lýsti hér að ofan. Og um það hvernig lyfjafyrirtæki eru fyrst og fremst skuldbundin hluthöfum sínum frekar en viðskiptavinum. Öðruvísi hefði sú staða ekki komið upp fyrir áramót að skortur varð á lyfinu fyrir sykursjúka fyrir tilstilli ágengrar, að því er virðist óheiðarlegrar, markaðssetningar á lyfinu.“ Þá segist Tara hafa heyrt álíka sögur eins og hennar frá fleira fólki. „Þar sem stálhraust feitt fólk hefur verið sett á þessi lyf án þess að fá almennilega að vita af hverju eða að það sé upplýst um lífsgæðaskerðandi aukaverkanirnar. Það átti bara að treysta,“ segir hún. Skaðminni nálganir Undir lokin segir Tara að til séu skaðminni nálganir að heilsufari. Þær séu til þess fallnar að efla líkamlegt, andlegt og félagslegt heilsufar óháð holdafari. Hún segir sífellt fleiri velja sér slíkar nálganir fyrir eigið heilsufar eftir að hafa upplifað skaðsemi þyngdarmiðaðra nálgana á eigin skinni. „Ég hvet öll til að kynna sér kosti og galla hverrar nálgunar fyrir sig og taka upplýsta ákvörðun um hvor þeirra henti betur. Ég vil líka endurtaka ákall mitt til heilbrigðisstarfsfólks að gera slíkt hið sama í því skyni að tryggja að það valdi ekki skaða á borð við þann sem fyrrum heimilislæknir minn olli mér þennan dag, jafnvel þó hann hafi talið sig vera vel meinandi.“ Lyf Heilbrigðismál Þyngdarstjórnunarlyf Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Tara Margrét rifjar upp óvænt símtal frá ritara á heilsugæslustöðinni sinni um haustið árið 2021. Ritarinn hafi tjáð Töru að læknirinn vildi hitta hana. Ritarinn hafi þó ekki getað gefið upp erindið. „Ég hafði verið í stopulum samskiptum við lækninn vegna umsóknar minnar um endurhæfingarlífeyri en ég var þá og er enn í endurhæfingu vegna kulnunar og áfallastreituröskunar. Ég hafði samt sem áður ekki óskað eftir símtali eða samtali við hann og því kom þetta mér í opna skjöldu,“ segir Tara í grein sem birt var á Vísi. Tara velti því fyrir sér hvers vegna læknirinn vildi skyndilega hitta hana: „Hafði hann kannski verið að skoða einhverjar gamlar blóðprufur eða myndir og séð eitthvað sem hafði farið fram hjá honum áður? Ég þáði því auðvitað viðtalsboðunina og mætti á tilsettum tíma með kvíðahnút í maganum.“ Þekkti lyfið sem um ræddi Þegar á fundinn var komið kom í ljós að læknirinn hafði boðað Töru til sín svo hann gæti sagt henni frá nýju lyfi, Ozempic. „Hann taldi það geta gagnast mér í endurhæfingunni og við að styrkjast líkamlega. Hann tók fram að um væri að ræða kostnaðarsamt lyf, í kringum 50.000 kr á mánuði, og að í sumum tilfellum væri meðferðin til lífstíðar. Ástæðan fyrir þessum kostnaði væri sú að lyfið væri ætluð sykursýkisjúklingum en þar sem að ég tilheyrði ekki þeim hóp væri lyfið í raun ekki enn orðið leyfilegt fyrir mig. Hann bætti þó orðrétt við að læknar væru farnir að ávísa því „on the side“ og að hann gæti gert það fyrir mig.“ Tara vissi hvaða lyf um var að ræða þar sem hún hafði sjálf fylgst náið með umræðunni um það. Hún hafði kynnt sér þær rannsóknir sem gerðar voru til grundvallar leyfisveitingar lyfsins. Hún segir þær rannsóknir ekki hafa náð til lengri tíma en tveggja ára, því væri ekki hægt að segja til um öryggi þeirra þegar kemur að lífstíðarmeðferð. „Ég vissi líka að aukaverkanir væru tíðar. Í kringum 90% þeirra sem fara á lyfið finna fyrir aukaverkunum á borð við ógleði, uppköst, niðurgang, hægðatregðu og magaverki. Þessu fylgir oft mikil þreyta og svimi. Alvarlegri fylgikvillar eru brisbólga (sem eykur líkurnar á krabbameini í brisi), gallsteinar, hækkun á hvíldarpúlsi, nýrnabilun og þunglyndi og sjálfsvígshugsanir. Lyfið virðist jafnframt hafa möguleg orsakatengsl við skjaldkirtilskrabbamein sem leiddi til þess að bandaríska lyfjaeftirlitið (FDA) setti fram kröfu um að lyfinu fylgdi svokölluð „boxed warning“, sem er strangasta aðvörun sem stofnunin getur farið fram á.“ Þá segist Tara einnig hafa verið meðvituð um slæma sögu megrunarlyfja. Einnig hafi hún séð að allur ávinningur af lyfinu virtist hverfa ef fólk hættir á lyfinu. Afþakkaði lyfið Með þetta allt saman í huga ákvað Tara að afþakka lyfið. Hún hafði kynnt sér kosti þess og galla og talið að kostnaðurinn og aukaverkanirnar væru ekki þess virði fyrir sig. Tara segir þá frá viðbrögðum heimilislæknisins við því að hún afþakkaði lyfið: „Viðbrögð heimilislæknis míns við áhyggjum mínum af ofantöldum aukaverkunum var einfaldlega að hrista höfuðið og gefa frá sér langdregið „neeeiii“. Þarnæst tjáði hann mér að ég þyrfti að treysta honum og teyminu í heilsumóttöku heilsugæslunnar í ljósi fagreynslu þeirra og bætti við að ég þyrfti að hafa hugfast að hann bæri ábyrgð á greiðslum endurhæfingarlífeyrisins sem ég þurfti svo sárlega á að halda nú þegar ég var dottin af vinnumarkaði. Svo ítrekaði hann aftur við mig að ég ætti að skoða þennan kost af alvöru.“ Tara segir lækninn hafa þrýst þessari lyfjameðferð á sig. Einnig hafi hann verið ófús til að ræða við Töru um lyfið og það sem því fylgir. „Þess í stað misbeitti hann uppdiktuðu valdi sínu yfir afkomu minni, á þessum viðkvæma tímapunkti í lífi mínu, til að ógna mér og þröngva lyfinu upp á mig og skammaði mig svo fyrir að treysta honum ekki betur. Þetta er grafalvarleg misbeiting á valdi og trúnaðarsambandi milli læknis og sjúklings. Þarna var lögbundinn sjálfsákvörðunarréttur minn um eigin líkama og heilsu fótum troðinn. Ég skipti um heilsugæslustöð samdægurs og sendi inn kvörtun til Landlæknis nokkrum vikum síðar sem ég hafði því miður ekki andlega heilsu til að fylgja eftir.“ Þarf að vera hægt að taka umræðuna Fjallað hefur verið um Ozempic og önnur slík lyf að undanförnu í fjölmiðlum. Við umræður um lyfið rifjaðist atvikið með heimilislækninum upp fyrir Töru. Hún segir að það verði að vera hægt að taka umræðuna um hluti sem þessa. „Hvernig feitt fólk er jaðarsettur hópur innan heilbrigðiskerfisins og er þar með viðkvæmari fyrir álíka misbeitingu og ég lýsti hér að ofan. Og um það hvernig lyfjafyrirtæki eru fyrst og fremst skuldbundin hluthöfum sínum frekar en viðskiptavinum. Öðruvísi hefði sú staða ekki komið upp fyrir áramót að skortur varð á lyfinu fyrir sykursjúka fyrir tilstilli ágengrar, að því er virðist óheiðarlegrar, markaðssetningar á lyfinu.“ Þá segist Tara hafa heyrt álíka sögur eins og hennar frá fleira fólki. „Þar sem stálhraust feitt fólk hefur verið sett á þessi lyf án þess að fá almennilega að vita af hverju eða að það sé upplýst um lífsgæðaskerðandi aukaverkanirnar. Það átti bara að treysta,“ segir hún. Skaðminni nálganir Undir lokin segir Tara að til séu skaðminni nálganir að heilsufari. Þær séu til þess fallnar að efla líkamlegt, andlegt og félagslegt heilsufar óháð holdafari. Hún segir sífellt fleiri velja sér slíkar nálganir fyrir eigið heilsufar eftir að hafa upplifað skaðsemi þyngdarmiðaðra nálgana á eigin skinni. „Ég hvet öll til að kynna sér kosti og galla hverrar nálgunar fyrir sig og taka upplýsta ákvörðun um hvor þeirra henti betur. Ég vil líka endurtaka ákall mitt til heilbrigðisstarfsfólks að gera slíkt hið sama í því skyni að tryggja að það valdi ekki skaða á borð við þann sem fyrrum heimilislæknir minn olli mér þennan dag, jafnvel þó hann hafi talið sig vera vel meinandi.“
Lyf Heilbrigðismál Þyngdarstjórnunarlyf Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira