Í kappi við kuldann Samúel Karl Ólason skrifar 7. febrúar 2023 17:51 Fólk leitar í rústum húss í Jinderis í Sýrlandi. Fyrr í dag var nýfæddu barni bjargað úr rústum hússins en móðir stúlkunnar fæddi hana eftir að húsið hrundi. AP/Ghaith Alsayed Björgunarsveitir og aðrir leitaraðilar í Sýrlandi og Tyrklandi vinna nú hörðum höndum að því að ná fólki úr rústum húsa sem hrundu í öflugum jarðskjálftum í gær. Mikið kapp er lagt í að vinna hratt en mikill kuldi er á svæðinu. Þá bjuggu margir við slæmar aðstæður á svæðinu fyrir jarðskjálftana en þarna halda milljónir manna til í flóttamannabúðum sem flúið hafa vegna átaka í Sýrlandi. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sagði í dag að björgunaraðilar væru í kapphlaupi. Hver mínúta þýddi að líkur á því að finna fólk á lífi minnkuðu. Fjöldi látinna er á miklu reyki en staðfest er að minnst fimm þúsund eru dáin og er búist við því að talan muni hækka mikið. Starfsmaður Sameinuðu þjóðanna sagði til að mynda við Reuters að óttast væri að þúsundir barna hefðu dáið vegna jarðskjálftanna. Minnst átta þúsund manns hefur verið bjargað úr rústum í Tyrklandi. Upprunalegi skjálftinn var 7,8 stig en honum hafa fylgt fjölmargir eftirskjálftar og þar á meðal einn sem var 7,5 stig. Nokkrir eftirskjálftar hafa verið yfir sex stigum. Sjá einnig: Hvert húsið hrundi á eftir öðru AP fréttaveitan segir að jarðskjálftarnir hafi valdið miklu tjóni á stóru svæði og björgunarsveitir hafi átt í basli með að komast til margra byggða sem urðu illa úti. Á meðan hafi raddir fólks sem heyrðust úr rústum húsa þagnað. „Við heyrðum í þeim, þau voru að kalla eftir hjálp,“ sagði Ali Silo við blaðamann fréttaveitunnar. Þar var hann að tala um tvo ættingja sína í bænum Nurdagi í Tyrklandi. Ekki tókst að bjarga þeim úr rústum húss. Annar viðmælandi AP í Antakya í Tyrklandi sagðist heyra í sjötugri móður sinni í rústum. Hins vegar hafi ekki reynst hægt að ná henni úr rústunum því stórar vinnuvélar þurfi til og engin hjálp hafi borist enn. „Ef við gætum lyft steypunni næðum við til hennar. Móðir mín er sjötug. Ég veit ekki hve lengi hún þolir þetta.“ Half of city of Mara is destroyed in #Turkey Footage via @njeopard pic.twitter.com/azzD8SwmJT— Rag p Soylu (@ragipsoylu) February 7, 2023 Reuters hefur eftir Murat Alinak, sem býr í Malatya í Tyrklandi að þangað hafi engin hjálp borist enn. „Það er enginn hérna. Við erum undir snjónum, án heimilis, án alls. Hvað á ég að gera? Hvert get ég farið?“ sagði Alinak. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur skipað tyrkneska hernum að aðstoða við björgunarstörfin og að setja upp tjaldbyggðir fyrir fólk sem á í engin hús að sækja. Tyrkland Sýrland Náttúruhamfarir Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tengdar fréttir Landsbjörg aðstoðar við björgunaraðgerðir sem íbúi segir óskipulagðar Yfir fimm þúsund eru látin eftir harða jarðskjálfta í Tyrklandi og Sýrlandi í gær. Íslenskur hópur sérfræðinga fer til Tyrklands síðar í dag til þess að aðstoða við björgunaraðgerðir. Kona búsett í Gaziantep í Tyrklandi segir björgunarstarf hingað til hafa virst óskipulagt. 7. febrúar 2023 12:46 Tala látinna hækkar stöðugt og 65 lönd senda björgunarlið Opinberar tölur eftir jarðskjálftana í Tyrklandi og Sýrlandi í fyrrinótt eru nú komnar yfir 4.300 látna og tugþúsundir særðra. 7. febrúar 2023 06:40 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Þá bjuggu margir við slæmar aðstæður á svæðinu fyrir jarðskjálftana en þarna halda milljónir manna til í flóttamannabúðum sem flúið hafa vegna átaka í Sýrlandi. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sagði í dag að björgunaraðilar væru í kapphlaupi. Hver mínúta þýddi að líkur á því að finna fólk á lífi minnkuðu. Fjöldi látinna er á miklu reyki en staðfest er að minnst fimm þúsund eru dáin og er búist við því að talan muni hækka mikið. Starfsmaður Sameinuðu þjóðanna sagði til að mynda við Reuters að óttast væri að þúsundir barna hefðu dáið vegna jarðskjálftanna. Minnst átta þúsund manns hefur verið bjargað úr rústum í Tyrklandi. Upprunalegi skjálftinn var 7,8 stig en honum hafa fylgt fjölmargir eftirskjálftar og þar á meðal einn sem var 7,5 stig. Nokkrir eftirskjálftar hafa verið yfir sex stigum. Sjá einnig: Hvert húsið hrundi á eftir öðru AP fréttaveitan segir að jarðskjálftarnir hafi valdið miklu tjóni á stóru svæði og björgunarsveitir hafi átt í basli með að komast til margra byggða sem urðu illa úti. Á meðan hafi raddir fólks sem heyrðust úr rústum húsa þagnað. „Við heyrðum í þeim, þau voru að kalla eftir hjálp,“ sagði Ali Silo við blaðamann fréttaveitunnar. Þar var hann að tala um tvo ættingja sína í bænum Nurdagi í Tyrklandi. Ekki tókst að bjarga þeim úr rústum húss. Annar viðmælandi AP í Antakya í Tyrklandi sagðist heyra í sjötugri móður sinni í rústum. Hins vegar hafi ekki reynst hægt að ná henni úr rústunum því stórar vinnuvélar þurfi til og engin hjálp hafi borist enn. „Ef við gætum lyft steypunni næðum við til hennar. Móðir mín er sjötug. Ég veit ekki hve lengi hún þolir þetta.“ Half of city of Mara is destroyed in #Turkey Footage via @njeopard pic.twitter.com/azzD8SwmJT— Rag p Soylu (@ragipsoylu) February 7, 2023 Reuters hefur eftir Murat Alinak, sem býr í Malatya í Tyrklandi að þangað hafi engin hjálp borist enn. „Það er enginn hérna. Við erum undir snjónum, án heimilis, án alls. Hvað á ég að gera? Hvert get ég farið?“ sagði Alinak. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur skipað tyrkneska hernum að aðstoða við björgunarstörfin og að setja upp tjaldbyggðir fyrir fólk sem á í engin hús að sækja.
Tyrkland Sýrland Náttúruhamfarir Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tengdar fréttir Landsbjörg aðstoðar við björgunaraðgerðir sem íbúi segir óskipulagðar Yfir fimm þúsund eru látin eftir harða jarðskjálfta í Tyrklandi og Sýrlandi í gær. Íslenskur hópur sérfræðinga fer til Tyrklands síðar í dag til þess að aðstoða við björgunaraðgerðir. Kona búsett í Gaziantep í Tyrklandi segir björgunarstarf hingað til hafa virst óskipulagt. 7. febrúar 2023 12:46 Tala látinna hækkar stöðugt og 65 lönd senda björgunarlið Opinberar tölur eftir jarðskjálftana í Tyrklandi og Sýrlandi í fyrrinótt eru nú komnar yfir 4.300 látna og tugþúsundir særðra. 7. febrúar 2023 06:40 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Landsbjörg aðstoðar við björgunaraðgerðir sem íbúi segir óskipulagðar Yfir fimm þúsund eru látin eftir harða jarðskjálfta í Tyrklandi og Sýrlandi í gær. Íslenskur hópur sérfræðinga fer til Tyrklands síðar í dag til þess að aðstoða við björgunaraðgerðir. Kona búsett í Gaziantep í Tyrklandi segir björgunarstarf hingað til hafa virst óskipulagt. 7. febrúar 2023 12:46
Tala látinna hækkar stöðugt og 65 lönd senda björgunarlið Opinberar tölur eftir jarðskjálftana í Tyrklandi og Sýrlandi í fyrrinótt eru nú komnar yfir 4.300 látna og tugþúsundir særðra. 7. febrúar 2023 06:40
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent