Fernuna skoraði Ronaldo á hálftíma í kringum hálfleikinn en eitt af mörkunum kom úr vítaspyrnu.
Hinn 38 ára gamli Portúgali skoraði sitt fimm hundraðasta deildarmark á ferlinum þegar hann opnaði markareikninginn sinn. Hann hefur nú skorað 503 deildarmörk á ferli sínum.
Great feeling to have scored 4 goals and reaching my 500th league goal in a very solid win by the team!
— Cristiano Ronaldo (@Cristiano) February 9, 2023
pic.twitter.com/o2ZfV6fYBu
Ronaldo gekk til liðs við Al Nassr eftir HM í Katar eftir að hafa samið um starfslok við Manchester United.
Hann skoraði ekki í tveimur fyrstu leikjum sínum með Al Nassr en hefur nú skorað fimm mörk í síðustu tveimur leikjum. Ronaldo er því með yfir mark að meðaltali í leik fyrir félagið.
Þetta er fyrsta ferna Ronaldo í leik síðan að hann skoraði fjögur fyrir portúgalska landsliðið á móti Litháen í september 2019. Síðasta ferna hans fyrir félagslið kom fyrir Real Madrid á móti Girona í mars 2018 eða fyrir næstum því fimm árum síðan.
Með sigrinum komst Al Nassr aftur upp í toppsæti sádiarabísku deildarinnar eftir sextán leiki. Liðið er með 37 stig eins og Al Shabab.
Hér fyrir neðan má sjá fernuna hans Ronaldo.
All four of Ronaldo's goals for Al Nassr today pic.twitter.com/xqSgJ8XTSj
— ESPN FC (@ESPNFC) February 9, 2023