Vill verða varaformaður Viðreisnar Máni Snær Þorláksson skrifar 10. febrúar 2023 11:03 Erlingur Sigvaldason vill verða varaformaður Viðreisnar. Erlingur Sigvaldason, forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar, hefur ákveðið að gefa kost á sér til varaformennsku í Viðreisn á landsþingi flokksins sem hefst í dag. Þetta kemur fram í færslu sem Erlingur birtir á Facebook-síðu sinni í dag. Ástæðan fyrir framboðinu er sú að Erlingur trúir að fjölbreytt forysta sé það sem þarf til að byggja flokkinn upp fyrir næstu kosningar. „Ég vil leggja áherslu á breiðari málefnaáherslur flokksins,“ segir Erlingur í færslunni. „Viðreisn er og mun alltaf vera Evrópuflokkur en við þurfum að horfast í augu við það að við erum ekki að fara klára aðild að ESB fyrr en í fyrsta lagi eftir 10 ár. Viðreisn þarf að hafa svar við því hvernig við ætlum að bæta líf fólks í dag en ekki bara eftir 10 ár.“ Þá segist hann vilja virkja mannauðinn sem er til staðar innan flokksins og bjóða upp á ferskan valkost í næstu kosningum. Forysta flokksins verði öflug blanda nýs fólks og góðra reynslubolta. „Ríkisstjórnin býður bara upp á skammtímalausnir og ýtir vandamálum ríkissjóðs yfir á næstu ríkisstjórnir og komandi kynslóðir. Núna er rétti tíminn til að hefa baráttuna fyrir frjálslyndara Íslandi og þar spilar Viðreisn lykilhlutverk. Ég gef kost á mér til að vera hluti af teyminu sem sem tryggir frjálslynda framtíð á Íslandi.“ Samkeppni um varaformannssætið Daði Már Kristófersson, núverandi varaformaður flokksins, hefur gegnt embættinu síðan í september árið 2020. Greint var frá framboði Daða fyrr í vikunni og leit þá allt út fyrir að hann yrði sjálfkjörinn. Orðrómur hafði verið um að Pawel Bartoszek, varaborgarfulltrúi Viðreisnar, myndi bjóða sig fram gegn honum. Hann staðfesti þó að svo væri ekki í samtali við Vísi. Nú er þó ljóst að samkeppni verður um varaformannsstólinn milli Erlings og Daða. Viðreisn Tengdar fréttir Lítur út fyrir að Daði verði sjálfkjörinn Allt lítur út fyrir að Daði Már Kristófersson verði sjálfkjörinn varaformaður Viðreisnar á komandi landsþingi flokksins. Daði Már hefur gegnt embættinu síðan í september árið 2020. 8. febrúar 2023 12:01 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu sem Erlingur birtir á Facebook-síðu sinni í dag. Ástæðan fyrir framboðinu er sú að Erlingur trúir að fjölbreytt forysta sé það sem þarf til að byggja flokkinn upp fyrir næstu kosningar. „Ég vil leggja áherslu á breiðari málefnaáherslur flokksins,“ segir Erlingur í færslunni. „Viðreisn er og mun alltaf vera Evrópuflokkur en við þurfum að horfast í augu við það að við erum ekki að fara klára aðild að ESB fyrr en í fyrsta lagi eftir 10 ár. Viðreisn þarf að hafa svar við því hvernig við ætlum að bæta líf fólks í dag en ekki bara eftir 10 ár.“ Þá segist hann vilja virkja mannauðinn sem er til staðar innan flokksins og bjóða upp á ferskan valkost í næstu kosningum. Forysta flokksins verði öflug blanda nýs fólks og góðra reynslubolta. „Ríkisstjórnin býður bara upp á skammtímalausnir og ýtir vandamálum ríkissjóðs yfir á næstu ríkisstjórnir og komandi kynslóðir. Núna er rétti tíminn til að hefa baráttuna fyrir frjálslyndara Íslandi og þar spilar Viðreisn lykilhlutverk. Ég gef kost á mér til að vera hluti af teyminu sem sem tryggir frjálslynda framtíð á Íslandi.“ Samkeppni um varaformannssætið Daði Már Kristófersson, núverandi varaformaður flokksins, hefur gegnt embættinu síðan í september árið 2020. Greint var frá framboði Daða fyrr í vikunni og leit þá allt út fyrir að hann yrði sjálfkjörinn. Orðrómur hafði verið um að Pawel Bartoszek, varaborgarfulltrúi Viðreisnar, myndi bjóða sig fram gegn honum. Hann staðfesti þó að svo væri ekki í samtali við Vísi. Nú er þó ljóst að samkeppni verður um varaformannsstólinn milli Erlings og Daða.
Viðreisn Tengdar fréttir Lítur út fyrir að Daði verði sjálfkjörinn Allt lítur út fyrir að Daði Már Kristófersson verði sjálfkjörinn varaformaður Viðreisnar á komandi landsþingi flokksins. Daði Már hefur gegnt embættinu síðan í september árið 2020. 8. febrúar 2023 12:01 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Sjá meira
Lítur út fyrir að Daði verði sjálfkjörinn Allt lítur út fyrir að Daði Már Kristófersson verði sjálfkjörinn varaformaður Viðreisnar á komandi landsþingi flokksins. Daði Már hefur gegnt embættinu síðan í september árið 2020. 8. febrúar 2023 12:01