Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Afturelding 25-31 | Góð ferð Mosfellinga á Seltjarnarnes Kári Mímisson skrifar 12. febrúar 2023 19:43 Aftureldingarmenn gátu leyft sér að fagna í dag. Vísir/Diego Afturelding vann afar öruggan sigur á Gróttu þegar liðin mættust á Seltjarnarnesi í dag. Lokatölur 25-31 fyrir Mosfellinga sem með sigrinum fara í 19 stig. Grótta skoraði fyrsta mark leiksins en Mosfellingar næstu þrjú og gáfu tóninn fyrir það sem koma skyldi. Jafnt og þétt juku gestirnir forystu sína og skiptir þar mest hversu góður varnarleikur liðsins var í dag. Staðan í hálfleik 11-16 Aftureldingu í vil. Grótta byrjaði seinni hálfleikinn mun betur og náði að minnka muninn niður í tvö mörk snemma í hálfleiknum en nær komst Grótta ekki. Sóknarleikurinn gjörsamlega hrundi um miðbik seinni hálfleiksins og markvarslan var lítil sem engin. Hvað eftir annað tapaði Grótta boltanum og Afturelding gekk á lagið. Að lokum lönduðu gestirnir þægilegum sigri 25-31. Stórskytta Aftureldingar, Þorsteinn Leó, fékk höfuðhögg snemma leiks eftir samstuð við Andra Þór Helgason hjá Gróttu. Þorsteinn kom aðeins inn á eftir höggið en Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar ákvað að hvíla hann allan seinni hálfleikinn. Af hverju vann Afturelding? Mosfellingar voru einfaldlega betri á öllum sviðum leiksins í dag. Varnarleikur Aftureldingar var frábær á köflum og liðið spilaði í heild sinni mjög góðan og agaðan sóknarleik. Það verður spennandi að sjá hvort liðið eigi eftir að sýna fleiri frammistöður jafn sannfærandi og þessa í dag. Hverjir stóðu upp úr? Erfitt að taka einhverja sérstaklega úr þessari frammistöðu í dag hjá Aftureldingu. Liðið spilaði mjög vel í heild sinni. Hvað gekk illa? Markvarsla Gróttu. Markverðir Gróttu vörðu samtals 7 bolta (18 prósent). Því miður hefðu heimamenn þurft að fá miklu meira frá þeim Einari Baldvini og Ísaki Arnar hefðu þeir ætlað sér að stríða Mosfellingum. Hvað gerist næst? Grótta leikur næst sunnudaginn 19. febrúar gegn FH í Kaplakrika á meðan Afturelding fær Hauka í heimsókn mánudaginn 20. febrúar. Báðir leikirnir hefjast klukkan 19:30. „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Við vorum sjálfum okkur verstir og spiluðum þetta augljóslega ekki nægjanlega vel. Því miður erum við ekki með mikla markvörslu í dag og svo erum við með, að okkur teljist, 16 tæknifeila. Hvort að þetta sé rétt tala veit ég ekki en þetta er einhvers staðar í kringum það og það gefur náttúrulega auga leið að þú vinnur ekki leik með 16 tæknifeilum. Auðvitað spila þeir líka vel. Ég ætla ekki að taka það af þeim. Þeir spiluðu bara hörku vel og komu vel stemmdir inn í þetta og bara hrós á Aftureldingu fyrir að eiga góðan leik. Mínir menn voru bara ekki nógu góðir.“ Sagði Róbert Gunnarsson þjálfari Gróttu eftir leik. Allir að gera sitt besta En hvað gerðist hjá Gróttu um miðbik seinni hálfleiksins þegar leikur liðsins gjörsamlega hrynur? „Því miður er ég nú ekki með svarið við því. Það eru allir að gera sitt besta, þetta eru góðir drengir og allt það en það bara vantar smá yfirvegun þarna. Ef ég man þetta rétt þá eigum við kost á að minnka þetta niður í tvö þegar það eru 14 mínútur eftir eða eitthvað álíka og þá byrjum við bara að kasta boltanum frá okkur um leið og við vinnum hann. Það er bara ekki hægt að vinna þegar svoleiðis er. Olís-deild karla Grótta Afturelding
Afturelding vann afar öruggan sigur á Gróttu þegar liðin mættust á Seltjarnarnesi í dag. Lokatölur 25-31 fyrir Mosfellinga sem með sigrinum fara í 19 stig. Grótta skoraði fyrsta mark leiksins en Mosfellingar næstu þrjú og gáfu tóninn fyrir það sem koma skyldi. Jafnt og þétt juku gestirnir forystu sína og skiptir þar mest hversu góður varnarleikur liðsins var í dag. Staðan í hálfleik 11-16 Aftureldingu í vil. Grótta byrjaði seinni hálfleikinn mun betur og náði að minnka muninn niður í tvö mörk snemma í hálfleiknum en nær komst Grótta ekki. Sóknarleikurinn gjörsamlega hrundi um miðbik seinni hálfleiksins og markvarslan var lítil sem engin. Hvað eftir annað tapaði Grótta boltanum og Afturelding gekk á lagið. Að lokum lönduðu gestirnir þægilegum sigri 25-31. Stórskytta Aftureldingar, Þorsteinn Leó, fékk höfuðhögg snemma leiks eftir samstuð við Andra Þór Helgason hjá Gróttu. Þorsteinn kom aðeins inn á eftir höggið en Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar ákvað að hvíla hann allan seinni hálfleikinn. Af hverju vann Afturelding? Mosfellingar voru einfaldlega betri á öllum sviðum leiksins í dag. Varnarleikur Aftureldingar var frábær á köflum og liðið spilaði í heild sinni mjög góðan og agaðan sóknarleik. Það verður spennandi að sjá hvort liðið eigi eftir að sýna fleiri frammistöður jafn sannfærandi og þessa í dag. Hverjir stóðu upp úr? Erfitt að taka einhverja sérstaklega úr þessari frammistöðu í dag hjá Aftureldingu. Liðið spilaði mjög vel í heild sinni. Hvað gekk illa? Markvarsla Gróttu. Markverðir Gróttu vörðu samtals 7 bolta (18 prósent). Því miður hefðu heimamenn þurft að fá miklu meira frá þeim Einari Baldvini og Ísaki Arnar hefðu þeir ætlað sér að stríða Mosfellingum. Hvað gerist næst? Grótta leikur næst sunnudaginn 19. febrúar gegn FH í Kaplakrika á meðan Afturelding fær Hauka í heimsókn mánudaginn 20. febrúar. Báðir leikirnir hefjast klukkan 19:30. „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Við vorum sjálfum okkur verstir og spiluðum þetta augljóslega ekki nægjanlega vel. Því miður erum við ekki með mikla markvörslu í dag og svo erum við með, að okkur teljist, 16 tæknifeila. Hvort að þetta sé rétt tala veit ég ekki en þetta er einhvers staðar í kringum það og það gefur náttúrulega auga leið að þú vinnur ekki leik með 16 tæknifeilum. Auðvitað spila þeir líka vel. Ég ætla ekki að taka það af þeim. Þeir spiluðu bara hörku vel og komu vel stemmdir inn í þetta og bara hrós á Aftureldingu fyrir að eiga góðan leik. Mínir menn voru bara ekki nógu góðir.“ Sagði Róbert Gunnarsson þjálfari Gróttu eftir leik. Allir að gera sitt besta En hvað gerðist hjá Gróttu um miðbik seinni hálfleiksins þegar leikur liðsins gjörsamlega hrynur? „Því miður er ég nú ekki með svarið við því. Það eru allir að gera sitt besta, þetta eru góðir drengir og allt það en það bara vantar smá yfirvegun þarna. Ef ég man þetta rétt þá eigum við kost á að minnka þetta niður í tvö þegar það eru 14 mínútur eftir eða eitthvað álíka og þá byrjum við bara að kasta boltanum frá okkur um leið og við vinnum hann. Það er bara ekki hægt að vinna þegar svoleiðis er.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti