Beverly Hills 90210, Indiana Jones Chronicles, X-Files, Simpsons, Derrick og Radíusbræður! Rakel Sveinsdóttir skrifar 11. febrúar 2023 10:00 Karen Kjartansdóttir, stjórnendaráðgjafi og meðeigandi í Langbrók ráðgjöf, er vakin á morgnana við það að eiginmaðurinn færir henni kaffi í rúmið. Enda finnst honum með öllu ótækt að hún sjái um slík erfiðisverk sjálf nývöknuð. Það skrýtna er þó að Karen vaknar oftast líka um hálf tvö á næturnar. Og hlustar þá á hljóðbækur eða róandi lestarsögur í appi til að sofna aftur. Vísir/Vilhelm Karen Kjartansdóttir, stjórnendaráðgjafi og meðeigandi hjá Langbrók ráðgjöf, ólst upp við þann óleik foreldra sinna að þau voru ekki með Stöð 2. Sem betur fer, fékk hún þó að horfa á vinsælustu menningarþætti ungu kynslóðarinnar heima hjá vinkonum. Til dæmis Beverly Hills 90210. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í mismunandi störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Oftast vakna ég fyrst um klukkan 1:30 um nóttina, set þá einhverjar sögur um lestarferðir, oftast um Síberíu í gang í appinu Calm og sofna aftur. Ef það dugar ekki hlusta ég á upplestur Illuga Jökulssonar í þáttunum Skræður, helst úr bók um Þórð Guðjohnsen, fyrsta fjallgöngumann þjóðarinnar, sem fyrstur Íslendinga fór á Matterhorn árið 1911. Ég held að ég kunni þættina orðið utanbókar. Því næst vakna ég um klukkan korter í sjö við að eiginmaður minn færir mér kaffi í rúmið en hann bregður aldrei út af þeirri venju og þykir fáránleg tilhugsun að ég sjái um slíkt erfiðisverk nývöknuð.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég drekk kaffið mitt í rúminu, kveiki á fréttatengdum morgunþætti, renni yfir helstu miðla í símanum, klappa ketti og les jafnvel eitthvað sem mér finnst merkilegt eða fyndið upphátt fyrir einhvern vesalings fjölskyldumeðlim sem fyrir mér verður. Við reynum svo að skiptast á að fara út með hundinn okkar, hana Uglu, í morgungöngu. Því næst held ég spennt út í daginn, oft er ég á hjóli og fæ þá ágætis hreyfingu við að koma mér úr Garðabæ í móðurstöð Langbrókar á Klapparstíg í miðborginni. Við Bára Mjöll Þórðardóttir, nágrannakona mín, vinkona og samstarfskona erum svo oft samferða í bíl í World Class í Grósku þar sem Soffía Sigurgeirsdóttir, þriðja Langbrókin, bíður okkar jafnan. Það er eiginlega varla hægt að hugsa sér betra upphaf á vinnudegi en að taka á því með þeim. Við þetta verð ég svo að bæta að við förum svo oft saman upp Helgafell í Hafnarfirði að loknum vinnudegi en ég held að það sé eftirlætis fjall okkar allra.“ Hvaða sjónvarpsþáttur stendur upp úr í minningunni frá æsku eða unglingsárum sem þú hreinlega vildir aldrei missa af og fannst algjört æði? Foreldrar mínir gerðu mér þann óleik í æsku að vera ekki með Stöð 2 og því er ég oft mjög utanveltu þegar jafnaldrar mínir rifja upp helstu menningarviðburði æsku sinnar. Ég fékk þó oft að horfa á Beverly Hills 90210 hjá Hjördísi Dögg Grímarsdóttur, æskuvinkonu minni á Akranesi. Hún og vinkonur hennar höfðu hins vegar allar valið sér sinn kærasta í þáttunum og sá eini sem ég mátti eigna mér var Ian, sem mér skilst að hafi verið lúðinn í þáttunum. Þetta var hins vegar alfarið félagsleg athöfn því mér þóttu það þrautleiðinlegir þættir. Raunverulegt eftirlæti voru The young Indiana Jones Chronicles sem skiptu milli tímabila í barnæsku og ungdómsárum hetjunnar. Ég viðurkenni að helst vildi ég bara horfa á þættina af ungdómsárum hans því þá var hann iðulega í einkennisbúningi að berjast á vígvöllum seinni heimsstyrjaldarinnar en það áhorf fullnægði bæði áhuga mínum á stríðsátökum sem og miklu búningafetishi sem þá var þegar farið að láta á sér kræla og mun líkast til fylgja mér út ævina. X-files, sem ég kalla reyndar enn Ráðgátur, börnum mínum til mikillar skemmtunar, voru svo í miklum metum og elstu Simpsons-þættina kann ég utanbókar enda voru þeir allir teknir upp, þótt gæði sjónvarpsútsendinga í sveitinni væru mjög takmörkuð, og spilaðir látlaust af okkur systrum. Og verð ég auðvitað að nefna Derrick og Radíusbræður!“ Karen mætir snemma í vinnuna og reynir að nýta morgnana í verkefni sem kalla á sköpunargáfuna. Til viðbótar við að fást við fjölbreytt verkefni fyrir viðskiptavini vinnur hún leynt og ljóst að því að losna við málverk á vegg í vinnunni sem henni finnst fullblautlegt og getur gert aðra skemmtilega vandræðalega ef það sést í bakgrunni á fjarfundum.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Við Langbrækur búum yfir góðri þekkingu á málefnum tengdri sjálfbærni, samfélagslegri ábyrgð, skipulagðri upplýsingagjöf og almannatengslum. Þessa dagana fer mikill tími í að aðstoða fyrirtæki við stefnumótun og innleiðingu í sjálfbærni ekki síst þegar kemur að innleiðingu alþjóðlegra mælikvarða og upplýsingagjöf tengt því. Það er vaxandi krafa til fyrirtækja um að vinna út frá stefnu um samfélagsábyrgð og að þau vinni markvisst að því að efla sjálfbærni í starfseminni. Kröfur til stærri fyrirtækja eru að breytast mjög hratt og þeim ber einfaldlega skylda að standa skil á ófjárhagslegum upplýsingum sem varða samfélagið og umhverfið ásamt því að tileinka sér góða stjórnarhætti. Það eru mikil tækifæri sem felast í kortlagningu á áhrifum fyrirtækja og miðla því áfram til markaðarins, það varðar samkeppnishæfni að auka gegnsæi í starfseminni Við erum einnig mikið í hefðbundnum verkefnum svo sem að aðstoða við upplýsingagjöf, skipulag og utanumhald á ráðstefnum ásamt því að aðstoða fyrirtæki og stofnanir við að kortleggja tækifæri til að auka sýnileika, byggja upp ímynd vörumerkja og draga úr orðsporsáhættu. Við nýtum svo ólíka styrkleika hverrar annarrar við vinnuna, hvort sem hún miðar að hefðbundnum almannatengslum og hvers kyns upplýsingamiðlun, markaðsmálum, vörumerkjastjórnun eða skýrslugerð. Ég hef ósjaldan komið að því að greiða úr krísum innan fyrirtækja og leyfi mér að fullyrða að oft hefði verið hægt að koma í veg fyrir erfið mál ef unnið hefði verið að skýrum verkferlum og upplýsingagjöf áður. En því er ekki að neita að ég hef mikla ánægju af því að greiða úr málum og aðstoða fólk við að koma skikki á það sem fer úrskeiðis og veit að ef unnið er almennilega að úrbótum getur það styrkt fyrirtæki á endanum.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég er yfirleitt komin snemma á skrifstofuna og reyni að byrja á verkefnum sem kalla á mátt sköpunargáfunnar. Við leggjum metnað okkar í að vera með góða yfirsýn yfir skipulag vikunnar þannig auðveldara sé að bregðast við verkefnum sem þarf að leysa með hraði. Hingað til hef ég samt aðallega reitt mig á dagatalið í símanum og random post-it miða. Hins vegar hefur fjöldi verkefna okkar vaxið mjög að undanförnu sem kallar á enn skipulagðari nálgun og aukið samræmi við verkefnastöðu samstarfskvenna minna á Langbrók. Ég er því að kalla eftir töflu sem ég vil setja á vegginn hjá okkur sem gefur myndrænni sýn yfir verkefni. Um leið sé ég möguleika á því að losna við málverk sem þar er sem er fullblautlegt fyrir minn smekk en á því má sjá líkama þriggja nakinna kvenna. Vissulega er pínu skemmtilegt að gantast með það að þar séum við Langbrækur samankomnar og stundum hef ég gert mér það að leik að taka fjarfundi með kynóraverkið í bakgrunni, sem gerir alla frekar vandræðalega, ekki síst mig sjálfa en ég reyni ávallt að halda andliti fyrir gott grín. Soffía Sigurgeirsdóttir, samstarfskona mín og ábyrgðaraðili þessa verks, sagði mér samt nafn listamannsins um daginn og hégómagirndin í mér varð til þess að ég tók það í aðeins meiri sátt. En samt ekki, það þarf að fara!“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ein af helstu blessunum lífs míns er hve ég er afskaplega kvöldsvæf þótt ég vakni jafnan skömmu eftir miðnætti. Mér finnst samt æðislegt að fara í kvöldskokk eða -göngu með hundinn minn sem gætir mín gríðarlega vel, post-punk í eyrunum og það spillir síður en svo fyrir að ösla snjó í froststillum. Ég er mikil útivistarkona en í vetur hef ég ekki gefið mér nægan tíma fyrir minn smekk til að sinna því áhugamáli og þakka því fyrir harðan vetur og norðurljósadýrð yfir landinu öllu þennan dásamlega vetur.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir Morgunrútínan að breytast fljótlega og rokkið umfram diskó Það má búast við að Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri á Akranesi hafi í nægu að snúast næstu vikurnar því í gær var tilkynnt um það að stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefði ráðið hann sem forstjóra frá og með 1. apríl næstkomandi og eins eru tvö barnabörn á leiðinni. Dóttir hans sem á von á barni býr enn heima. 4. febrúar 2023 10:01 „Ég kann ekki á neitt nema blokkflautu og finnst það alveg ferlegt!“ Brynhildur Guðjónsdóttir leikhússtjóri Borgarleikhússins segist einbeitt og ákveðin og því hafi hún alltaf náð markmiðunum sínum. Fyrir utan þau reyndar að verða skautadrottning eða fljúga eins og Súperman. Brynhildur er með einfalda reglu um skipulagið: Að vaða í verkefnin og klára þau. 28. janúar 2023 10:01 „Ég fæ mér ekki lengur morgunmat á virkum dögum til að spara tíma“ Það tekur Eggert Benedikt Guðmundsson, leiðtoga sjálfbærrar þróunar í forsætisráðuneytinu, þó nokkurn tíma að komast í vinnuna. Enda býr hann í Mosfellsbæ en starfar í miðbæ Reykjavíkur. Sem hann segir ekkert endilega svo gáfulegt. Að búa við rætur Helgafells bætir það þó upp. 21. janúar 2023 10:00 Hláturskast: „Ég lýsi því samt ekkert nánar til að vernda mannorð þeirra“ Kristín Edwald hæstaréttarlögmaður og stjórnarformaður LEX, segist eiga frekar auðvelt með að fá hláturskast. Ekki síst yfir sínum eigin klaufaskap. Í haust grenjuðu hún og vinkonur hennar af hlátri yfir óvæntu atriði herranna sinna, sem Kristín segir þó ekki hægt að segja nánar frá. Því það þurfi hreinlega að vernda mannorð þeirra. 14. janúar 2023 10:01 Pokalaus: Með ost í frakkavasanum og skinkupakka í tölvutöskunni Kolbeinn Marteinsson, framkvæmdastjóri Athygli, hefur breyst frá því að vera B maður í algeran A mann. Hann segir alla menn sem nálgast miðjan aldur fussa og sveia reglulega yfir fréttamati fjölmiðla, rétt eins og einn karakterinn gerði í Áramótaskaupinu. Karakterinn sem Kolbeinn samsvaraði sig þó best við í skaupinu var pokalausa konan í búðinni. 7. janúar 2023 10:01 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í mismunandi störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Oftast vakna ég fyrst um klukkan 1:30 um nóttina, set þá einhverjar sögur um lestarferðir, oftast um Síberíu í gang í appinu Calm og sofna aftur. Ef það dugar ekki hlusta ég á upplestur Illuga Jökulssonar í þáttunum Skræður, helst úr bók um Þórð Guðjohnsen, fyrsta fjallgöngumann þjóðarinnar, sem fyrstur Íslendinga fór á Matterhorn árið 1911. Ég held að ég kunni þættina orðið utanbókar. Því næst vakna ég um klukkan korter í sjö við að eiginmaður minn færir mér kaffi í rúmið en hann bregður aldrei út af þeirri venju og þykir fáránleg tilhugsun að ég sjái um slíkt erfiðisverk nývöknuð.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég drekk kaffið mitt í rúminu, kveiki á fréttatengdum morgunþætti, renni yfir helstu miðla í símanum, klappa ketti og les jafnvel eitthvað sem mér finnst merkilegt eða fyndið upphátt fyrir einhvern vesalings fjölskyldumeðlim sem fyrir mér verður. Við reynum svo að skiptast á að fara út með hundinn okkar, hana Uglu, í morgungöngu. Því næst held ég spennt út í daginn, oft er ég á hjóli og fæ þá ágætis hreyfingu við að koma mér úr Garðabæ í móðurstöð Langbrókar á Klapparstíg í miðborginni. Við Bára Mjöll Þórðardóttir, nágrannakona mín, vinkona og samstarfskona erum svo oft samferða í bíl í World Class í Grósku þar sem Soffía Sigurgeirsdóttir, þriðja Langbrókin, bíður okkar jafnan. Það er eiginlega varla hægt að hugsa sér betra upphaf á vinnudegi en að taka á því með þeim. Við þetta verð ég svo að bæta að við förum svo oft saman upp Helgafell í Hafnarfirði að loknum vinnudegi en ég held að það sé eftirlætis fjall okkar allra.“ Hvaða sjónvarpsþáttur stendur upp úr í minningunni frá æsku eða unglingsárum sem þú hreinlega vildir aldrei missa af og fannst algjört æði? Foreldrar mínir gerðu mér þann óleik í æsku að vera ekki með Stöð 2 og því er ég oft mjög utanveltu þegar jafnaldrar mínir rifja upp helstu menningarviðburði æsku sinnar. Ég fékk þó oft að horfa á Beverly Hills 90210 hjá Hjördísi Dögg Grímarsdóttur, æskuvinkonu minni á Akranesi. Hún og vinkonur hennar höfðu hins vegar allar valið sér sinn kærasta í þáttunum og sá eini sem ég mátti eigna mér var Ian, sem mér skilst að hafi verið lúðinn í þáttunum. Þetta var hins vegar alfarið félagsleg athöfn því mér þóttu það þrautleiðinlegir þættir. Raunverulegt eftirlæti voru The young Indiana Jones Chronicles sem skiptu milli tímabila í barnæsku og ungdómsárum hetjunnar. Ég viðurkenni að helst vildi ég bara horfa á þættina af ungdómsárum hans því þá var hann iðulega í einkennisbúningi að berjast á vígvöllum seinni heimsstyrjaldarinnar en það áhorf fullnægði bæði áhuga mínum á stríðsátökum sem og miklu búningafetishi sem þá var þegar farið að láta á sér kræla og mun líkast til fylgja mér út ævina. X-files, sem ég kalla reyndar enn Ráðgátur, börnum mínum til mikillar skemmtunar, voru svo í miklum metum og elstu Simpsons-þættina kann ég utanbókar enda voru þeir allir teknir upp, þótt gæði sjónvarpsútsendinga í sveitinni væru mjög takmörkuð, og spilaðir látlaust af okkur systrum. Og verð ég auðvitað að nefna Derrick og Radíusbræður!“ Karen mætir snemma í vinnuna og reynir að nýta morgnana í verkefni sem kalla á sköpunargáfuna. Til viðbótar við að fást við fjölbreytt verkefni fyrir viðskiptavini vinnur hún leynt og ljóst að því að losna við málverk á vegg í vinnunni sem henni finnst fullblautlegt og getur gert aðra skemmtilega vandræðalega ef það sést í bakgrunni á fjarfundum.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Við Langbrækur búum yfir góðri þekkingu á málefnum tengdri sjálfbærni, samfélagslegri ábyrgð, skipulagðri upplýsingagjöf og almannatengslum. Þessa dagana fer mikill tími í að aðstoða fyrirtæki við stefnumótun og innleiðingu í sjálfbærni ekki síst þegar kemur að innleiðingu alþjóðlegra mælikvarða og upplýsingagjöf tengt því. Það er vaxandi krafa til fyrirtækja um að vinna út frá stefnu um samfélagsábyrgð og að þau vinni markvisst að því að efla sjálfbærni í starfseminni. Kröfur til stærri fyrirtækja eru að breytast mjög hratt og þeim ber einfaldlega skylda að standa skil á ófjárhagslegum upplýsingum sem varða samfélagið og umhverfið ásamt því að tileinka sér góða stjórnarhætti. Það eru mikil tækifæri sem felast í kortlagningu á áhrifum fyrirtækja og miðla því áfram til markaðarins, það varðar samkeppnishæfni að auka gegnsæi í starfseminni Við erum einnig mikið í hefðbundnum verkefnum svo sem að aðstoða við upplýsingagjöf, skipulag og utanumhald á ráðstefnum ásamt því að aðstoða fyrirtæki og stofnanir við að kortleggja tækifæri til að auka sýnileika, byggja upp ímynd vörumerkja og draga úr orðsporsáhættu. Við nýtum svo ólíka styrkleika hverrar annarrar við vinnuna, hvort sem hún miðar að hefðbundnum almannatengslum og hvers kyns upplýsingamiðlun, markaðsmálum, vörumerkjastjórnun eða skýrslugerð. Ég hef ósjaldan komið að því að greiða úr krísum innan fyrirtækja og leyfi mér að fullyrða að oft hefði verið hægt að koma í veg fyrir erfið mál ef unnið hefði verið að skýrum verkferlum og upplýsingagjöf áður. En því er ekki að neita að ég hef mikla ánægju af því að greiða úr málum og aðstoða fólk við að koma skikki á það sem fer úrskeiðis og veit að ef unnið er almennilega að úrbótum getur það styrkt fyrirtæki á endanum.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég er yfirleitt komin snemma á skrifstofuna og reyni að byrja á verkefnum sem kalla á mátt sköpunargáfunnar. Við leggjum metnað okkar í að vera með góða yfirsýn yfir skipulag vikunnar þannig auðveldara sé að bregðast við verkefnum sem þarf að leysa með hraði. Hingað til hef ég samt aðallega reitt mig á dagatalið í símanum og random post-it miða. Hins vegar hefur fjöldi verkefna okkar vaxið mjög að undanförnu sem kallar á enn skipulagðari nálgun og aukið samræmi við verkefnastöðu samstarfskvenna minna á Langbrók. Ég er því að kalla eftir töflu sem ég vil setja á vegginn hjá okkur sem gefur myndrænni sýn yfir verkefni. Um leið sé ég möguleika á því að losna við málverk sem þar er sem er fullblautlegt fyrir minn smekk en á því má sjá líkama þriggja nakinna kvenna. Vissulega er pínu skemmtilegt að gantast með það að þar séum við Langbrækur samankomnar og stundum hef ég gert mér það að leik að taka fjarfundi með kynóraverkið í bakgrunni, sem gerir alla frekar vandræðalega, ekki síst mig sjálfa en ég reyni ávallt að halda andliti fyrir gott grín. Soffía Sigurgeirsdóttir, samstarfskona mín og ábyrgðaraðili þessa verks, sagði mér samt nafn listamannsins um daginn og hégómagirndin í mér varð til þess að ég tók það í aðeins meiri sátt. En samt ekki, það þarf að fara!“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ein af helstu blessunum lífs míns er hve ég er afskaplega kvöldsvæf þótt ég vakni jafnan skömmu eftir miðnætti. Mér finnst samt æðislegt að fara í kvöldskokk eða -göngu með hundinn minn sem gætir mín gríðarlega vel, post-punk í eyrunum og það spillir síður en svo fyrir að ösla snjó í froststillum. Ég er mikil útivistarkona en í vetur hef ég ekki gefið mér nægan tíma fyrir minn smekk til að sinna því áhugamáli og þakka því fyrir harðan vetur og norðurljósadýrð yfir landinu öllu þennan dásamlega vetur.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir Morgunrútínan að breytast fljótlega og rokkið umfram diskó Það má búast við að Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri á Akranesi hafi í nægu að snúast næstu vikurnar því í gær var tilkynnt um það að stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefði ráðið hann sem forstjóra frá og með 1. apríl næstkomandi og eins eru tvö barnabörn á leiðinni. Dóttir hans sem á von á barni býr enn heima. 4. febrúar 2023 10:01 „Ég kann ekki á neitt nema blokkflautu og finnst það alveg ferlegt!“ Brynhildur Guðjónsdóttir leikhússtjóri Borgarleikhússins segist einbeitt og ákveðin og því hafi hún alltaf náð markmiðunum sínum. Fyrir utan þau reyndar að verða skautadrottning eða fljúga eins og Súperman. Brynhildur er með einfalda reglu um skipulagið: Að vaða í verkefnin og klára þau. 28. janúar 2023 10:01 „Ég fæ mér ekki lengur morgunmat á virkum dögum til að spara tíma“ Það tekur Eggert Benedikt Guðmundsson, leiðtoga sjálfbærrar þróunar í forsætisráðuneytinu, þó nokkurn tíma að komast í vinnuna. Enda býr hann í Mosfellsbæ en starfar í miðbæ Reykjavíkur. Sem hann segir ekkert endilega svo gáfulegt. Að búa við rætur Helgafells bætir það þó upp. 21. janúar 2023 10:00 Hláturskast: „Ég lýsi því samt ekkert nánar til að vernda mannorð þeirra“ Kristín Edwald hæstaréttarlögmaður og stjórnarformaður LEX, segist eiga frekar auðvelt með að fá hláturskast. Ekki síst yfir sínum eigin klaufaskap. Í haust grenjuðu hún og vinkonur hennar af hlátri yfir óvæntu atriði herranna sinna, sem Kristín segir þó ekki hægt að segja nánar frá. Því það þurfi hreinlega að vernda mannorð þeirra. 14. janúar 2023 10:01 Pokalaus: Með ost í frakkavasanum og skinkupakka í tölvutöskunni Kolbeinn Marteinsson, framkvæmdastjóri Athygli, hefur breyst frá því að vera B maður í algeran A mann. Hann segir alla menn sem nálgast miðjan aldur fussa og sveia reglulega yfir fréttamati fjölmiðla, rétt eins og einn karakterinn gerði í Áramótaskaupinu. Karakterinn sem Kolbeinn samsvaraði sig þó best við í skaupinu var pokalausa konan í búðinni. 7. janúar 2023 10:01 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Morgunrútínan að breytast fljótlega og rokkið umfram diskó Það má búast við að Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri á Akranesi hafi í nægu að snúast næstu vikurnar því í gær var tilkynnt um það að stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefði ráðið hann sem forstjóra frá og með 1. apríl næstkomandi og eins eru tvö barnabörn á leiðinni. Dóttir hans sem á von á barni býr enn heima. 4. febrúar 2023 10:01
„Ég kann ekki á neitt nema blokkflautu og finnst það alveg ferlegt!“ Brynhildur Guðjónsdóttir leikhússtjóri Borgarleikhússins segist einbeitt og ákveðin og því hafi hún alltaf náð markmiðunum sínum. Fyrir utan þau reyndar að verða skautadrottning eða fljúga eins og Súperman. Brynhildur er með einfalda reglu um skipulagið: Að vaða í verkefnin og klára þau. 28. janúar 2023 10:01
„Ég fæ mér ekki lengur morgunmat á virkum dögum til að spara tíma“ Það tekur Eggert Benedikt Guðmundsson, leiðtoga sjálfbærrar þróunar í forsætisráðuneytinu, þó nokkurn tíma að komast í vinnuna. Enda býr hann í Mosfellsbæ en starfar í miðbæ Reykjavíkur. Sem hann segir ekkert endilega svo gáfulegt. Að búa við rætur Helgafells bætir það þó upp. 21. janúar 2023 10:00
Hláturskast: „Ég lýsi því samt ekkert nánar til að vernda mannorð þeirra“ Kristín Edwald hæstaréttarlögmaður og stjórnarformaður LEX, segist eiga frekar auðvelt með að fá hláturskast. Ekki síst yfir sínum eigin klaufaskap. Í haust grenjuðu hún og vinkonur hennar af hlátri yfir óvæntu atriði herranna sinna, sem Kristín segir þó ekki hægt að segja nánar frá. Því það þurfi hreinlega að vernda mannorð þeirra. 14. janúar 2023 10:01
Pokalaus: Með ost í frakkavasanum og skinkupakka í tölvutöskunni Kolbeinn Marteinsson, framkvæmdastjóri Athygli, hefur breyst frá því að vera B maður í algeran A mann. Hann segir alla menn sem nálgast miðjan aldur fussa og sveia reglulega yfir fréttamati fjölmiðla, rétt eins og einn karakterinn gerði í Áramótaskaupinu. Karakterinn sem Kolbeinn samsvaraði sig þó best við í skaupinu var pokalausa konan í búðinni. 7. janúar 2023 10:01