Hefur miklar áhyggjur af nikótínotkun barna Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 12. febrúar 2023 12:54 Valgerður segir markaðsöflin hafa yfirhöndina og til dæmis mjög blekkjandi að talað sé um að efnið sé hvítt og liti ekki tennurnar. Tvö til þrjú börn og unglingar koma á viku koma á barnadeild Landspítalans með nikótíneitrun eftir að hafa sett svona upp í sig nikótínpúða eða apað slíkt eftir fullorðnum. Nikótínpúðar eru fíkniefni og oftast fyrsta slíka efnið sem fólk notar. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýjum þætti Einars Bárðarsonar, Einmitt, þar sem hann ræðir við Valgerði Rúnarsdóttur, framkvæmdastjóra lækninga hjá SÁÁ. Miklar áhyggjur af tíðni munntóbaksfíknar Munntóbaks-æði hefur gripið hefur fjölmennan hluta ungs fólks, sér í lagi íþróttafólks, hér á landi og Valgerður segir notkun nikotínpúða mikið áhyggjuefni, því regluverkið sé afar svifaseint á meðan markaðssetningin er stöðug og mikil. „Það kom bara allt í einu rosa hress Svíi sem kom munntóbaki upp í alla ungu kynslóðina. Bara eins og að hann hefði verið að selja hillur úr IKEA. Hvað er að frétta af því?“ segir Einar í því sambandi og bætir við ef honum dytti í hug að hafa áhyggjur af börnunum sínum þá veit hann að þau geta ekki keypt sígarettur auðveldlega en þau geta valið úr gríðarlegum fjölda tegunda af nikótínpúðum. Mjög ávanabindandi og mikið nikótín Valgerður segir markaðsöflin hafa yfirhöndina og til dæmis mjög blekkjandi að talað sé um að efnið sé hvítt og liti ekki tennurnar. „Í raun er þetta mjög ávanabindandi og mikið nikótín í þessu. Þau sem nota þetta eru með þetta meira og minna allan daginn.“ Einar minnist einnig á sóðaskapinn sem af þessu hlýst. Á sama tíma og sígarettustubbar séu hverfandi á götum úti sjáist nú nikótínpúðar ansi víða. Mestur fíknivandi tengdur löglegum efnum Á Íslandi gilda lög og reglur um reyktóbak og Valgerður bendir á að seint um síðir hafi þau náð yfir rafrettur. Eftir eigi að setja slíkar reglur um nikotínpúða. „Þetta stóra sem snýr að fíkniefnum er þessi pólitíska umgjörð sem skiptir mestu máli. Þegar stundum er verið að tala um afglæpavæðingu og lögleiðingu, en við sjáum að mesti vandinn er tengdur löglegum efnum. Ég er 100% á því að ekki eigi refsa fólki fyrir neyslu eða vera með fíkn og það er yfirleitt ekki gert á Íslandi, þótt við höfum einhver dæmi um slíkt og hægt sé að gera betur. En við höfum ekki náð utan um þennan nýja faraldur sem við vitum ekki hvaða áhrif mun hafa,“ segir Valgerður. Nikótínpúðar Heilsa Börn og uppeldi Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýjum þætti Einars Bárðarsonar, Einmitt, þar sem hann ræðir við Valgerði Rúnarsdóttur, framkvæmdastjóra lækninga hjá SÁÁ. Miklar áhyggjur af tíðni munntóbaksfíknar Munntóbaks-æði hefur gripið hefur fjölmennan hluta ungs fólks, sér í lagi íþróttafólks, hér á landi og Valgerður segir notkun nikotínpúða mikið áhyggjuefni, því regluverkið sé afar svifaseint á meðan markaðssetningin er stöðug og mikil. „Það kom bara allt í einu rosa hress Svíi sem kom munntóbaki upp í alla ungu kynslóðina. Bara eins og að hann hefði verið að selja hillur úr IKEA. Hvað er að frétta af því?“ segir Einar í því sambandi og bætir við ef honum dytti í hug að hafa áhyggjur af börnunum sínum þá veit hann að þau geta ekki keypt sígarettur auðveldlega en þau geta valið úr gríðarlegum fjölda tegunda af nikótínpúðum. Mjög ávanabindandi og mikið nikótín Valgerður segir markaðsöflin hafa yfirhöndina og til dæmis mjög blekkjandi að talað sé um að efnið sé hvítt og liti ekki tennurnar. „Í raun er þetta mjög ávanabindandi og mikið nikótín í þessu. Þau sem nota þetta eru með þetta meira og minna allan daginn.“ Einar minnist einnig á sóðaskapinn sem af þessu hlýst. Á sama tíma og sígarettustubbar séu hverfandi á götum úti sjáist nú nikótínpúðar ansi víða. Mestur fíknivandi tengdur löglegum efnum Á Íslandi gilda lög og reglur um reyktóbak og Valgerður bendir á að seint um síðir hafi þau náð yfir rafrettur. Eftir eigi að setja slíkar reglur um nikotínpúða. „Þetta stóra sem snýr að fíkniefnum er þessi pólitíska umgjörð sem skiptir mestu máli. Þegar stundum er verið að tala um afglæpavæðingu og lögleiðingu, en við sjáum að mesti vandinn er tengdur löglegum efnum. Ég er 100% á því að ekki eigi refsa fólki fyrir neyslu eða vera með fíkn og það er yfirleitt ekki gert á Íslandi, þótt við höfum einhver dæmi um slíkt og hægt sé að gera betur. En við höfum ekki náð utan um þennan nýja faraldur sem við vitum ekki hvaða áhrif mun hafa,“ segir Valgerður.
Nikótínpúðar Heilsa Börn og uppeldi Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Sjá meira