Lionel Messi kominn á Hvolsvöll Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. febrúar 2023 21:39 Hilmar og Gunnhildur Þórunn við málverkið af Lionel Messi, sem Hilmar fékk í 9 ára afmælisgjöf. Magnús Hlynur Hreiðarsson Knattspyrnuhetjan Messi og átrúnaðargoð margra er nú mættur á Hvolsvöll, reyndar ekki í eigin persónu en níu ára strákur á staðnum fékk málverk af honum í afmælisgjöf, sem mamma hans málaði. Verkið hefur vakið mikla athygli. Já, Lionel Messi er mættur í öllu sínu veldi inn í stofu á málverki í Króktúni 10 hjá fjölskyldunni þar. Ástæðan er sú að Messi er uppáhaldsknattspyrnumaður Hilmars Hoffritz, sem varð níu ára fyrir nokkrum dögum. Mamma hans ákvað að koma honum á óvart og málaði mynd af knattspyrnuhetjunni og gaf honum en hún hefur gert mikið af því að mála allskonar málverk. „Hilmar er voðalega nægjusamur þegar maður spurði hann hvað hann vildi. Honum var alveg sama og átti allt og eitthvað þannig. Hugmyndin kom þegar við vorum saman að horfa á HM fyrir jól. Við héldum svo mikið með Argentínu, eða ég þóttist halda með Argentínu bara út af Hilmari og þá kom hugmyndin að gefa honum málverk,“ segir Gunnhildur Þórunn Jónsdóttir, mamma Hilmars. Og það tókst aldeilis vel hjá Gunnhildi að mála meistarann enda hefur hún fengið mjög góð viðbrögð við myndinni úr öllum áttum. „Ég var alveg ákveðin á mála þetta andliti og svo þurfti ég bara að finna eitthvað til að búa til smá hreyfingu með og svo setti ég smá gull með. Þetta var skemmtilegt verkefni,“ segir Gunnhildur enn fremur. En geta Messi aðdáendur pantað mynd hjá Gunnhildi eða? „Það er aldrei vita, kannski læt ég bara gera eftirprent, hver veit, það kemur í ljós.“ Gunnhildi Þórunni tókst frábærlega til þegar hún málaði Messi eins og sjá má.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Hilmar afmælisbarn er hæstánægður með afmælisgjöfina. „Messi vann heimsmeistaramótið og er flottur karl. Og hann er góður að taka víti en betri samt í aukaspyrnum,“ segir Hilmar Hvað ætlar þú að gera við myndina núna? „Hún fer inn í herbergið mitt. Vinirnir mínir, sem hafa séð hana segja að þetta sé geggjuð mynd.“ En langar Hilmar ekki að bjóða Messi að koma í heimsókn á Hvolsvöll og taka eina létta fótboltaæfingu með krökkunum? „Nei, hann myndi ekkert vita hvar staðurinn er og það væri svolítið skrýtið að bara einhver maður, sem skilur ekki íslensku komi á Hvolsvöll, hann skilur vara frönsku, argentínsku og spænsku,“ segir Hilmar og hlær. Þegar Hilmar er ekki í skólanum og ekki að leika sér við vini sínu þá situr hann við tölvuna og horfir á Messi spila fótbolta.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Fótbolti Myndlist Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira
Já, Lionel Messi er mættur í öllu sínu veldi inn í stofu á málverki í Króktúni 10 hjá fjölskyldunni þar. Ástæðan er sú að Messi er uppáhaldsknattspyrnumaður Hilmars Hoffritz, sem varð níu ára fyrir nokkrum dögum. Mamma hans ákvað að koma honum á óvart og málaði mynd af knattspyrnuhetjunni og gaf honum en hún hefur gert mikið af því að mála allskonar málverk. „Hilmar er voðalega nægjusamur þegar maður spurði hann hvað hann vildi. Honum var alveg sama og átti allt og eitthvað þannig. Hugmyndin kom þegar við vorum saman að horfa á HM fyrir jól. Við héldum svo mikið með Argentínu, eða ég þóttist halda með Argentínu bara út af Hilmari og þá kom hugmyndin að gefa honum málverk,“ segir Gunnhildur Þórunn Jónsdóttir, mamma Hilmars. Og það tókst aldeilis vel hjá Gunnhildi að mála meistarann enda hefur hún fengið mjög góð viðbrögð við myndinni úr öllum áttum. „Ég var alveg ákveðin á mála þetta andliti og svo þurfti ég bara að finna eitthvað til að búa til smá hreyfingu með og svo setti ég smá gull með. Þetta var skemmtilegt verkefni,“ segir Gunnhildur enn fremur. En geta Messi aðdáendur pantað mynd hjá Gunnhildi eða? „Það er aldrei vita, kannski læt ég bara gera eftirprent, hver veit, það kemur í ljós.“ Gunnhildi Þórunni tókst frábærlega til þegar hún málaði Messi eins og sjá má.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Hilmar afmælisbarn er hæstánægður með afmælisgjöfina. „Messi vann heimsmeistaramótið og er flottur karl. Og hann er góður að taka víti en betri samt í aukaspyrnum,“ segir Hilmar Hvað ætlar þú að gera við myndina núna? „Hún fer inn í herbergið mitt. Vinirnir mínir, sem hafa séð hana segja að þetta sé geggjuð mynd.“ En langar Hilmar ekki að bjóða Messi að koma í heimsókn á Hvolsvöll og taka eina létta fótboltaæfingu með krökkunum? „Nei, hann myndi ekkert vita hvar staðurinn er og það væri svolítið skrýtið að bara einhver maður, sem skilur ekki íslensku komi á Hvolsvöll, hann skilur vara frönsku, argentínsku og spænsku,“ segir Hilmar og hlær. Þegar Hilmar er ekki í skólanum og ekki að leika sér við vini sínu þá situr hann við tölvuna og horfir á Messi spila fótbolta.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Fótbolti Myndlist Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira