Synir hennar léku stórt hlutverk í báðum liðum, Travis Kelce með Kansast City Chiefs og Jason Kelce með Philadelphia Eagles. Þeir voru fyrstu bræðurnir sem mætast í leiknum um Ofurskálina.
Look at @tkelce's face when he sees @dkelce1 #SBLVII pic.twitter.com/lPvSMkzKoY
— NFL (@NFL) February 13, 2023
Þetta leit vel út fyrir Jason og félaga þegar Eagles var 24-14 yfir í hálfleik en Travis og félagar í Chiefs snéru leiknum við í seinni hálfleik, unnu hann 24-11 og þar með leikinn 38-35. Hér fyrir neðan má sjá þá faðmast í leikslok.
Travis skoraði eitt snertimark og Jason hjálpaði leikstjórnenda sínum að skora þrjú snertimörk.
Donna samgladdist auðvitað Travis sínum eftir leikinn en hér fyrir neðan má sjá þegar hún huggar Jason í leikslok.
Það er auðvitað gott að vita af því að þú væri alltaf að fara vinna þetta kvöld en það þýddi líka að þú myndir tapa líka. Súrsæt stund fyrir Donnu.