Einnig fylgjumst við áfram með kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins en von er á því að Landsréttur úrskurði um hvort Eflingu beri að afhenda kjörskrá svo hægt sé að greiða atkvæði um miðlunartillögu Ríkissáttasemjara.
Þá fjöllum við um hælisleitendur frá Venesúela sem hafa verið í umræðunni síðustu daga og heyrum í veðurfræðingi en enn ein viðvörunin er í gildi á stórum hluta landsins.