Guðmundur hóf leik á varamannabekk gestanna, en kom inn á í stöðunni 2-0 þegar rétt um hálftími var eftir af leiknum.
Aðeins mínútu eftir að Guðmundur kom inn af varamannabekknum skoraði liðið þriðja mark leiksins áður en Luiz Phellype breytti stöðunni í 4-0 eftir stoðsendingu frá Selfyssingnum þegar um fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.
Heimamenn klóruðu í bakkann í uppbótartíma, en niðurstaðan var öruggur 4-1 sigur gestanna. OFI Crete situr nú í níunda sæti grísku deildarinnar með 23 stig eftir 22 leiki, en Lamia situr sem fastast á botninum með 12 stig.