Körfubolti

Lakers getur náð inn í úr­slita­keppni en liðið er „bang a­vera­ge“

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Sigurður Orri Kristjánsson hefur ekki mikla trú á því að lið með D'Angelo Russell innanborðs geti náð mjög langt.
Sigurður Orri Kristjánsson hefur ekki mikla trú á því að lið með D'Angelo Russell innanborðs geti náð mjög langt. Thearon W. Henderson/Getty Images

Möguleikar Los Angeles Lakers á því að komast í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta eru meðal þess sem farið verður yfir í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins.

Sérfræðingar þáttarins verða þeir Sigurður Orri Kristjánsson og Tómas Steindórsson. Báðir eru þeir sammála um það að Lakers eigi möguleika á því að ná inn í úrslitakeppnina, en þeir eru einnig sammála um það að liðið sé í besta falli meðallið.

„Já þeir geta alveg náð úrslitakeppninni, en þeir eru alveg bang average sagmt,“ segir Sigurður í upphafi innslagsins sem má sjá hér fyrir neðan.

„Ég horfði á þá í nótt eða fyrri nótt á móti Golden State og þá var enginn LeBron með,“ bætti Tómas við. “Þá var byrjunarliðið Schröder, Russel, Davis, Hachimura og Troy Brown minnir mig. Einmitt, þetta er bang average.“

„Ég hef enga trú á því að lið með D'Angelo Russel geti verið rosalega gott,“ sagði Sigurður að auki.

Klippa: Lakers getur náð inn í úr­slita­keppni en liðið er bang a­vera­ge

Hægt er að horfa á þátt kvöldsins af Lögmál leiksins á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×