Erlent

Neyðarástand á Nýja-Sjálandi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Þetta er aðeins í þriðja sinn í sögunni sem neyðarástandi er lýst yfir í landinu, hin skiptin voru í kórónuveirufaraldrinum og árið 2011 þegar öflugur jarðskjálfti reið yfir borgina Christchurch.
Þetta er aðeins í þriðja sinn í sögunni sem neyðarástandi er lýst yfir í landinu, hin skiptin voru í kórónuveirufaraldrinum og árið 2011 þegar öflugur jarðskjálfti reið yfir borgina Christchurch. Paul Taylor/Hawkes Bay Today via AP

Neyðarástandi hefur nú verið lýst yfir á öllu Nýja Sjálandi vegna fellibylsins Gabriellu sem hefur víða valdið gríðarlegu tjóni.

Þetta er aðeins í þriðja sinn í sögu landsins sem neyðarástandi er lýst yfir. Verst er ástandið í norðuhluta landsins og dæmi eru um að fólk hafi þurft að synda út úr húsum sínum eftir að þau hafa farið á kaf í vatnselgnum.

Vegir og brýr hafa farið í flóðunum og heilu úthverfin eru umlukin vatni. Yfirvöld sögðu í morgun að 225 þúsund manns séu nú án rafmagns. Um þriðjungur nýsjálensku þjóðarinnar býr á hamfarasvæðinu, þar á meðal í stærstu borg landsins, Auckland.

Manntjón hefur ekki orðið mikið en slökkviliðsmanns er þó saknað og annar er alvarlega slasaður eftir að þeir lentu í aurskriðu í Muriwai. Fellibylurinn Gabrielle gekk yfir aðeins hálfum mánuði eftir gríðarlegar rigningar þar sem fjórir létu lífið.

Veðurstofa landsins gaf það síðan út í morgun að á fyrstu 45 dögum þessa árs hafi rignt jafnmikið og gerist á sex mánuðum í meðalári.


Tengdar fréttir

Hátt í fimm­tíu þúsund heimili raf­magns­laus í Nýja-Sjá­landi

Tæplega fimmtíu þúsund heimili eru rafmagnslaus í Nýja-Sjálandi vegna fellibyljarins Gabríellu sem gengur yfir norðurhluta landsins. Yfirvöld í eyríkinu hafa gefið út viðvaranir vegna vinda og rigninga og hundruð flugferða hafa fallið niður vegna veðursins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×