Varar við að Rússar hyggi á valdarán Atli Ísleifsson skrifar 14. febrúar 2023 09:19 Maia Sandu er forseti Moldóvu. Getty Forseti Moldóvu hefur sakað Rússa um áætlanir um valdarán í Moldóvu með því að fá „erlenda skemmdarverkamenn“ til að steypa stjórninni í landinu. Forsetinn Maia Sandu tilnefndi á föstudaginn nýjan forsætisráðherra, Dorin Recean, sem líkt og hún er hlynnt nánari samskiptum Moldóvu og Evrópusambandsins. Sandu sagði að „ráðabruggið“ myndi fela í sér „mótmælaaðgerðir svokallaðarar stjórnarandstöðu“ sem myndi miða að því að kollvarpa stjórnskipan landsins, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins. Innrás Rússa í Úkraínu hefur reynt mjög á Moldóvu, sem er eitt fátækasta ríki Evrópu og á landamæri að Rúmeníu og Úkraínu. Moldóva hlaut á síðasta ári stöðu umsóknarríkis hjá Evrópusambandinu. Vólódýmír Selenskí Úkraínuvorseti greindi frá því í síðustu viku að leyniþjónusta Úkraínu hafi komist á snoðir um áætlanir rússneskra stjórnvalda að „eyðileggja Moldóvu“. Sandu sagði að rússnesk stjórnvöld ætli að notast við „skemmdarverkamenn“ með hernaðarbakgrunn og klædda í borgaralegum fötum – rússneska, svartfellska, hvítrússneska og serbneska ríkisborgara – sem myndu efna til ofbeldisverka og ráðast á stofnanir ríkisins og taka fólk í gíslingu. Hún hvatti þing landsins til að auka heimildir leyniþjónustu, öryggislögreglu og saksóknara til að geta barist gegn öllum slíkum áætlunum. Þá bætti hún við að tilraunir Rússlandsstjórnar til að efna til ofbeldis í landinu myndi mistakast. Íbúar landsins telja um 2,6 milljónir og hefur innrás Rússa leitt til stóraukins straums flóttafólks til landsins. Þá hefur spenna verið mikil í Transnistríu, hérað í norðurhluta landsins þar sem meirihluti fólks er á bandi Rússlandsstjórnar. Þá eru um 1.500 rússneskir hermenn staðsettir í héraðinu. Moldóva Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Segja Rússa hafa misst heilt stórfylki við Vuhledar Úkraínumenn segja Rússa hafa misst mikinn fjölda atvinnuhermanna í árásum á bæinn Vuhledar í Dónetsk héraði. Í raun hafi Rússar misst heilt stórfylki (Brigade) landgönguliða í árásum á bæinn en árásirnar hafa litlum sem engum árangri skilað. 13. febrúar 2023 15:17 Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Forsetinn Maia Sandu tilnefndi á föstudaginn nýjan forsætisráðherra, Dorin Recean, sem líkt og hún er hlynnt nánari samskiptum Moldóvu og Evrópusambandsins. Sandu sagði að „ráðabruggið“ myndi fela í sér „mótmælaaðgerðir svokallaðarar stjórnarandstöðu“ sem myndi miða að því að kollvarpa stjórnskipan landsins, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins. Innrás Rússa í Úkraínu hefur reynt mjög á Moldóvu, sem er eitt fátækasta ríki Evrópu og á landamæri að Rúmeníu og Úkraínu. Moldóva hlaut á síðasta ári stöðu umsóknarríkis hjá Evrópusambandinu. Vólódýmír Selenskí Úkraínuvorseti greindi frá því í síðustu viku að leyniþjónusta Úkraínu hafi komist á snoðir um áætlanir rússneskra stjórnvalda að „eyðileggja Moldóvu“. Sandu sagði að rússnesk stjórnvöld ætli að notast við „skemmdarverkamenn“ með hernaðarbakgrunn og klædda í borgaralegum fötum – rússneska, svartfellska, hvítrússneska og serbneska ríkisborgara – sem myndu efna til ofbeldisverka og ráðast á stofnanir ríkisins og taka fólk í gíslingu. Hún hvatti þing landsins til að auka heimildir leyniþjónustu, öryggislögreglu og saksóknara til að geta barist gegn öllum slíkum áætlunum. Þá bætti hún við að tilraunir Rússlandsstjórnar til að efna til ofbeldis í landinu myndi mistakast. Íbúar landsins telja um 2,6 milljónir og hefur innrás Rússa leitt til stóraukins straums flóttafólks til landsins. Þá hefur spenna verið mikil í Transnistríu, hérað í norðurhluta landsins þar sem meirihluti fólks er á bandi Rússlandsstjórnar. Þá eru um 1.500 rússneskir hermenn staðsettir í héraðinu.
Moldóva Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Segja Rússa hafa misst heilt stórfylki við Vuhledar Úkraínumenn segja Rússa hafa misst mikinn fjölda atvinnuhermanna í árásum á bæinn Vuhledar í Dónetsk héraði. Í raun hafi Rússar misst heilt stórfylki (Brigade) landgönguliða í árásum á bæinn en árásirnar hafa litlum sem engum árangri skilað. 13. febrúar 2023 15:17 Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Segja Rússa hafa misst heilt stórfylki við Vuhledar Úkraínumenn segja Rússa hafa misst mikinn fjölda atvinnuhermanna í árásum á bæinn Vuhledar í Dónetsk héraði. Í raun hafi Rússar misst heilt stórfylki (Brigade) landgönguliða í árásum á bæinn en árásirnar hafa litlum sem engum árangri skilað. 13. febrúar 2023 15:17