Varar við að Rússar hyggi á valdarán Atli Ísleifsson skrifar 14. febrúar 2023 09:19 Maia Sandu er forseti Moldóvu. Getty Forseti Moldóvu hefur sakað Rússa um áætlanir um valdarán í Moldóvu með því að fá „erlenda skemmdarverkamenn“ til að steypa stjórninni í landinu. Forsetinn Maia Sandu tilnefndi á föstudaginn nýjan forsætisráðherra, Dorin Recean, sem líkt og hún er hlynnt nánari samskiptum Moldóvu og Evrópusambandsins. Sandu sagði að „ráðabruggið“ myndi fela í sér „mótmælaaðgerðir svokallaðarar stjórnarandstöðu“ sem myndi miða að því að kollvarpa stjórnskipan landsins, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins. Innrás Rússa í Úkraínu hefur reynt mjög á Moldóvu, sem er eitt fátækasta ríki Evrópu og á landamæri að Rúmeníu og Úkraínu. Moldóva hlaut á síðasta ári stöðu umsóknarríkis hjá Evrópusambandinu. Vólódýmír Selenskí Úkraínuvorseti greindi frá því í síðustu viku að leyniþjónusta Úkraínu hafi komist á snoðir um áætlanir rússneskra stjórnvalda að „eyðileggja Moldóvu“. Sandu sagði að rússnesk stjórnvöld ætli að notast við „skemmdarverkamenn“ með hernaðarbakgrunn og klædda í borgaralegum fötum – rússneska, svartfellska, hvítrússneska og serbneska ríkisborgara – sem myndu efna til ofbeldisverka og ráðast á stofnanir ríkisins og taka fólk í gíslingu. Hún hvatti þing landsins til að auka heimildir leyniþjónustu, öryggislögreglu og saksóknara til að geta barist gegn öllum slíkum áætlunum. Þá bætti hún við að tilraunir Rússlandsstjórnar til að efna til ofbeldis í landinu myndi mistakast. Íbúar landsins telja um 2,6 milljónir og hefur innrás Rússa leitt til stóraukins straums flóttafólks til landsins. Þá hefur spenna verið mikil í Transnistríu, hérað í norðurhluta landsins þar sem meirihluti fólks er á bandi Rússlandsstjórnar. Þá eru um 1.500 rússneskir hermenn staðsettir í héraðinu. Moldóva Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Segja Rússa hafa misst heilt stórfylki við Vuhledar Úkraínumenn segja Rússa hafa misst mikinn fjölda atvinnuhermanna í árásum á bæinn Vuhledar í Dónetsk héraði. Í raun hafi Rússar misst heilt stórfylki (Brigade) landgönguliða í árásum á bæinn en árásirnar hafa litlum sem engum árangri skilað. 13. febrúar 2023 15:17 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Forsetinn Maia Sandu tilnefndi á föstudaginn nýjan forsætisráðherra, Dorin Recean, sem líkt og hún er hlynnt nánari samskiptum Moldóvu og Evrópusambandsins. Sandu sagði að „ráðabruggið“ myndi fela í sér „mótmælaaðgerðir svokallaðarar stjórnarandstöðu“ sem myndi miða að því að kollvarpa stjórnskipan landsins, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins. Innrás Rússa í Úkraínu hefur reynt mjög á Moldóvu, sem er eitt fátækasta ríki Evrópu og á landamæri að Rúmeníu og Úkraínu. Moldóva hlaut á síðasta ári stöðu umsóknarríkis hjá Evrópusambandinu. Vólódýmír Selenskí Úkraínuvorseti greindi frá því í síðustu viku að leyniþjónusta Úkraínu hafi komist á snoðir um áætlanir rússneskra stjórnvalda að „eyðileggja Moldóvu“. Sandu sagði að rússnesk stjórnvöld ætli að notast við „skemmdarverkamenn“ með hernaðarbakgrunn og klædda í borgaralegum fötum – rússneska, svartfellska, hvítrússneska og serbneska ríkisborgara – sem myndu efna til ofbeldisverka og ráðast á stofnanir ríkisins og taka fólk í gíslingu. Hún hvatti þing landsins til að auka heimildir leyniþjónustu, öryggislögreglu og saksóknara til að geta barist gegn öllum slíkum áætlunum. Þá bætti hún við að tilraunir Rússlandsstjórnar til að efna til ofbeldis í landinu myndi mistakast. Íbúar landsins telja um 2,6 milljónir og hefur innrás Rússa leitt til stóraukins straums flóttafólks til landsins. Þá hefur spenna verið mikil í Transnistríu, hérað í norðurhluta landsins þar sem meirihluti fólks er á bandi Rússlandsstjórnar. Þá eru um 1.500 rússneskir hermenn staðsettir í héraðinu.
Moldóva Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Segja Rússa hafa misst heilt stórfylki við Vuhledar Úkraínumenn segja Rússa hafa misst mikinn fjölda atvinnuhermanna í árásum á bæinn Vuhledar í Dónetsk héraði. Í raun hafi Rússar misst heilt stórfylki (Brigade) landgönguliða í árásum á bæinn en árásirnar hafa litlum sem engum árangri skilað. 13. febrúar 2023 15:17 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Segja Rússa hafa misst heilt stórfylki við Vuhledar Úkraínumenn segja Rússa hafa misst mikinn fjölda atvinnuhermanna í árásum á bæinn Vuhledar í Dónetsk héraði. Í raun hafi Rússar misst heilt stórfylki (Brigade) landgönguliða í árásum á bæinn en árásirnar hafa litlum sem engum árangri skilað. 13. febrúar 2023 15:17