Rihanna fékk ekki greitt fyrir hálfleiksatriðið á Ofurskálinni Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 14. febrúar 2023 11:15 Það eru eflaust ekki allir sem vita að Rihanna fékk ekki krónu fyrir atriði sitt á Ofurskálinni á sunnudaginn. Getty/Gregory Shamus Þrátt fyrir að stórbrotið hálfleiksatriði Rihönnu á Ofurskálinni hafi verið það næstmest áhorfða frá upphafi, fékk Rihanna ekki krónu fyrir það, ekki frekar en flytjendur fyrri ára. Árið 2016 greindi Joanna Hunter, talskona NFL, frá því í viðtali við Forbes að flytjendur hálfleiksatriðanna fengju aldrei greitt fyrir atriðin. NFL tæki þó á sig framleiðslukostnað atriðanna og greiddi fyrir uppihald flytjenda. Á meðal tónlistarfólks sem hefur komið fram á Ofurskálinni eru Beyonce, Michael Jackson, Britney Spears, U2, Lady Gaga, Coldplay, The Rolling Stones, Prince og Madonna, ásamt fleiri kanónum. Samkvæmt frétt tónlistartímaritsins Billboard var atriði Rihönnu á sunnudaginn næstmest áhorfða hálfleiksatriði allra tíma, á eftir atriði Katy Perry frá árinu 2015. Samkvæmt Billboard er atriði Katy Perry á Ofurskálinni árið 2015 mest áhorfða hálfleiksatriði allra tíma.Getty/Rob Carr Nýtti tækifærið til þess að auglýsa snyrtivörumerkið Einhverjir kunna að velta því fyrir sér hvernig NFL tekst að fá fremsta tónlistarfólk heims til þess að koma fram frítt ár eftir ár. Ástæðan er einföld, flytjendurnir fá bestu og dýrustu auglýsingu sem hugsast getur. Yfir hundrað milljónir manns horfa á atriðið í beinni útsendingu og ennþá fleiri horfa á atriðið daginn eftir. Það þykja því mikil forréttindi að fá að koma fram á þessum stærsta sjónvarpsviðburði heims. Í stað þess að fá greiðslu nýtir tónlistarfólk gjarnan tækifærið og auglýsir væntanlegt tónleikaferðalag eða nýja tónlist. Tónlistarkonan Rihanna fór þó óhefðbundnari leið og nýtti atriðið bæði til þess að tilkynna óléttu og til þess að auglýsa snyrtivörumerki sitt Fenty á lúmskan eða ekki svo lúmskan hátt. Í miðju atriðinu tók hún upp Instamatte púður frá Fenty og púðraði á sér andlitið uppi á sviði. Uppátækið vakti mikla athygli og hafa erlendir miðlar greint frá því að leit að orðinu „Fenty Beauty“ hafi aukist margfalt eftir atriðið. Það má því gera fastlega ráð fyrir því að salan á púðrinu hafi rokið upp í kjölfarið. B*tch betta have my Invisimatte pic.twitter.com/gx0xpPbLDL— Fenty Beauty (@fentybeauty) February 13, 2023 Ofurskálin Tónlist Hollywood Tengdar fréttir Stiklurnar í Superbowl: Umdeildur Íslandsvinur, Mario-bræður og Indiana Jones Það eru ekki bara NFL-aðdáendur sem fá eitthvað fyrir sinn snúð þegar Ofurskálin (e. Super Bowl) fer fram. Auglýsingarnar í kringum viðburðinn eru ekki síst mikil skemmtun og á meðal þess sem finna má í auglýsingahléunum eru stiklur fyrir væntanlegar stórmyndir. 13. febrúar 2023 22:24 Táknmálstúlkur Rihönnu slær í gegn Kona sem sá um að túlka hálfleiksatriði söngkonunnar Rihönnu á Ofurskálinni á táknmáli hefur slegið í gegn á internetinu í dag. Sumir hafa kallað eftir því að túlkurinn fái verðlaun fyrir frammistöðu sína. 13. febrúar 2023 21:39 Sjáðu stórkostlegt hálfleiksatriði Rihönnu á Ofurskálinni Tónlistarkonan Rihanna skildi áhorfendur eftir agndofa eftir stórbrotið atriði sitt í hálfleik Ofurskálarinnar í nótt. Myndband af flutningi hennar má sjá í spilara hér fyrir neðan. 13. febrúar 2023 10:59 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira
Árið 2016 greindi Joanna Hunter, talskona NFL, frá því í viðtali við Forbes að flytjendur hálfleiksatriðanna fengju aldrei greitt fyrir atriðin. NFL tæki þó á sig framleiðslukostnað atriðanna og greiddi fyrir uppihald flytjenda. Á meðal tónlistarfólks sem hefur komið fram á Ofurskálinni eru Beyonce, Michael Jackson, Britney Spears, U2, Lady Gaga, Coldplay, The Rolling Stones, Prince og Madonna, ásamt fleiri kanónum. Samkvæmt frétt tónlistartímaritsins Billboard var atriði Rihönnu á sunnudaginn næstmest áhorfða hálfleiksatriði allra tíma, á eftir atriði Katy Perry frá árinu 2015. Samkvæmt Billboard er atriði Katy Perry á Ofurskálinni árið 2015 mest áhorfða hálfleiksatriði allra tíma.Getty/Rob Carr Nýtti tækifærið til þess að auglýsa snyrtivörumerkið Einhverjir kunna að velta því fyrir sér hvernig NFL tekst að fá fremsta tónlistarfólk heims til þess að koma fram frítt ár eftir ár. Ástæðan er einföld, flytjendurnir fá bestu og dýrustu auglýsingu sem hugsast getur. Yfir hundrað milljónir manns horfa á atriðið í beinni útsendingu og ennþá fleiri horfa á atriðið daginn eftir. Það þykja því mikil forréttindi að fá að koma fram á þessum stærsta sjónvarpsviðburði heims. Í stað þess að fá greiðslu nýtir tónlistarfólk gjarnan tækifærið og auglýsir væntanlegt tónleikaferðalag eða nýja tónlist. Tónlistarkonan Rihanna fór þó óhefðbundnari leið og nýtti atriðið bæði til þess að tilkynna óléttu og til þess að auglýsa snyrtivörumerki sitt Fenty á lúmskan eða ekki svo lúmskan hátt. Í miðju atriðinu tók hún upp Instamatte púður frá Fenty og púðraði á sér andlitið uppi á sviði. Uppátækið vakti mikla athygli og hafa erlendir miðlar greint frá því að leit að orðinu „Fenty Beauty“ hafi aukist margfalt eftir atriðið. Það má því gera fastlega ráð fyrir því að salan á púðrinu hafi rokið upp í kjölfarið. B*tch betta have my Invisimatte pic.twitter.com/gx0xpPbLDL— Fenty Beauty (@fentybeauty) February 13, 2023
Ofurskálin Tónlist Hollywood Tengdar fréttir Stiklurnar í Superbowl: Umdeildur Íslandsvinur, Mario-bræður og Indiana Jones Það eru ekki bara NFL-aðdáendur sem fá eitthvað fyrir sinn snúð þegar Ofurskálin (e. Super Bowl) fer fram. Auglýsingarnar í kringum viðburðinn eru ekki síst mikil skemmtun og á meðal þess sem finna má í auglýsingahléunum eru stiklur fyrir væntanlegar stórmyndir. 13. febrúar 2023 22:24 Táknmálstúlkur Rihönnu slær í gegn Kona sem sá um að túlka hálfleiksatriði söngkonunnar Rihönnu á Ofurskálinni á táknmáli hefur slegið í gegn á internetinu í dag. Sumir hafa kallað eftir því að túlkurinn fái verðlaun fyrir frammistöðu sína. 13. febrúar 2023 21:39 Sjáðu stórkostlegt hálfleiksatriði Rihönnu á Ofurskálinni Tónlistarkonan Rihanna skildi áhorfendur eftir agndofa eftir stórbrotið atriði sitt í hálfleik Ofurskálarinnar í nótt. Myndband af flutningi hennar má sjá í spilara hér fyrir neðan. 13. febrúar 2023 10:59 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira
Stiklurnar í Superbowl: Umdeildur Íslandsvinur, Mario-bræður og Indiana Jones Það eru ekki bara NFL-aðdáendur sem fá eitthvað fyrir sinn snúð þegar Ofurskálin (e. Super Bowl) fer fram. Auglýsingarnar í kringum viðburðinn eru ekki síst mikil skemmtun og á meðal þess sem finna má í auglýsingahléunum eru stiklur fyrir væntanlegar stórmyndir. 13. febrúar 2023 22:24
Táknmálstúlkur Rihönnu slær í gegn Kona sem sá um að túlka hálfleiksatriði söngkonunnar Rihönnu á Ofurskálinni á táknmáli hefur slegið í gegn á internetinu í dag. Sumir hafa kallað eftir því að túlkurinn fái verðlaun fyrir frammistöðu sína. 13. febrúar 2023 21:39
Sjáðu stórkostlegt hálfleiksatriði Rihönnu á Ofurskálinni Tónlistarkonan Rihanna skildi áhorfendur eftir agndofa eftir stórbrotið atriði sitt í hálfleik Ofurskálarinnar í nótt. Myndband af flutningi hennar má sjá í spilara hér fyrir neðan. 13. febrúar 2023 10:59