Ófrískar konur mega nú taka þátt í Ungfrú Ísland Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 14. febrúar 2023 15:58 Ungfrú Ísland/Arnór Trausti-Vísir/Vilhelm Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland hefur snúið aftur en nú í breyttri mynd. Mæður, giftar og ófrískar konur mega nú taka þátt í keppninni í fyrsta sinn. Manuela Ósk Harðardóttir, framkvæmdarstjóri keppninnar, fagnar þessum tímabæru breytingum. „Aðalmarkmiðið er að finna konu sem er fyrirmynd og allir geta speglað sig í á einhvern hátt. Við höfum verið bundin við það síðustu sjötíu ár sem þessi keppni hefur verið haldin, að Miss Universe hefur ekki leyft mæður eða giftar konur. Þannig þetta er rosalega stórt skref,“ segir Manuela í samtali við Vísi. Undankeppni Miss Universe hét áður Miss Universe Iceland og var það Manuela sem fór fyrir þeirri keppni ásamt Pageant Smart. Nú hafa þau hins vegar tekið yfir Ungfrú Ísland vörumerkið og tekur sú keppni við af Miss Universe Iceland. View this post on Instagram A post shared by Ungfrú Ísland (@missuniverseiceland) Skrifar gagnrýni á fáfræði Manuela segir umhverfi fegurðarsamkeppna vera gjörbreytt frá því að hún var sjálf krýnd Ungfrú Ísland árið 2002. Þá hafi keppendur verið settir á vigt og úlitskröfurnar hafi verið allsráðandi. Það er nú liðin tíð samkvæmt Manuelu. „Það er ekkert leyndarmál að fegurðarsamkeppnir fá á sig gagnrýni en ég skrifa það alltaf bara á fáfræði. Í dag er þetta svo rosalega breytt. Það er ekkert eftir af þessum gömlu hugmyndum sem voru áður ríkjandi. Keppnin sjálf er kannski eins upp byggð en áherslurnar eru allt allt aðrar. Það er alveg ástæða fyrir því að margar stelpur taka þátt aftur og aftur. Þær fá svo rosalega mikið út úr því að keppa, jafnvel þótt þær vinni ekki,“ segir Manuela. Leita að einhverri sem er tilbúin að fara „all-in“ Hún segir keppnina í dag snúast að miklu leyti um sjálfsvinnu og að skapa vettvang fyrir konur til þess að nota röddina sína og láta gott af sér leiða. Engar útlitskröfur eru gerðar, heldur eru einu skilyrðin fyrir þátttöku að vera kona á aldrinum 18-28 ára. Þó þarf sigurvegarinn að vera tilbúinn að takast á við það stóra verkefni sem Miss Universe er. Sú sem hreppir annað sætið fer einnig út í stóra keppni, Miss Supranational. „Það eru margar sem gera sér ekki grein fyrir því hvað það er raunverulega erfitt að fara í svona stóra keppni. Það er brjáluð keyrsla og þetta tekur á bæði andlega og líkamlega. Við náttúrlega reynum að undirbúa okkar keppendur fyrir stóru keppnina eins vel og við getum. Þannig það þarf einhverja sem er tilbúin í að fara „all-in“ í alla þá vinnu sem fylgir.“ View this post on Instagram A post shared by Ungfrú Ísland (@missuniverseiceland) Miss Universe er fyrir allar konur Manuela segir fjölbreytileikann stöðugt vera að aukast í keppninni erlendis. Til að mynda hafi fyrsta trans konan tekið þátt í keppninni árið 2018 fyrir hönd Spánar. Þá hafi konur sem notast við hjólastól einnig tekið þátt í undankeppnunum erlendis. Hún tekur því þessum nýju breytingum fagnandi, enda eru þær til þess fallnar að auka fjölbreytileikann enn frekar. „Mér finnst þetta bara frábær leið til að undirstrika að Miss Universe er fyrir allar konur og ég vonast bara til að sjá fjölbreyttan hóp umsækjenda og fá glæsilegar giftar mæður í hópinn í ár,“ segir Manuela sem hvetur allar áhugasamar konur á aldrinum 18-28 ára til þess að sækja um. Ungfrú Ísland Miss Universe Iceland Tengdar fréttir Hrafnhildur flogin út í lokakeppni Miss Universe Hrafnhildur Haraldsdóttir, Miss Universe Iceland, hélt síðastliðinn miðvikudag vestur um haf til að taka þátt í aðalkeppni Miss Universe. 30. desember 2022 11:46 Svona var Miss Universe Iceland árið 2022 valin Hrafnhildur Haraldsdóttir var krýnd Miss Universe Iceland 2022. Sýnt var frá keppninni í beinni útsendingu hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi. 27. ágúst 2022 10:01 „Ég bjóst alls ekki við þessu“ „Það var spennufall í gær, það er sama hversu oft ég geri þetta ég fer alltaf að grenja og það eru alltaf allar tilfinningarnar,“ segir Manuela Ósk Harðardótir framkvæmdastjóri keppninnar Miss Universe Iceland eftir keppnina í gær. 25. ágúst 2022 15:31 Elísa Gróa er Miss Universe Iceland 2021 Elísa Gróa Steinþórsdóttir, Miss Capital Region, var rétt í þessu krýnd Miss Universe Iceland 2021. Keppnin var sýnd í beinni útsendingu á Vísi og á Stöð 2 Vísi. 29. september 2021 22:59 Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
„Aðalmarkmiðið er að finna konu sem er fyrirmynd og allir geta speglað sig í á einhvern hátt. Við höfum verið bundin við það síðustu sjötíu ár sem þessi keppni hefur verið haldin, að Miss Universe hefur ekki leyft mæður eða giftar konur. Þannig þetta er rosalega stórt skref,“ segir Manuela í samtali við Vísi. Undankeppni Miss Universe hét áður Miss Universe Iceland og var það Manuela sem fór fyrir þeirri keppni ásamt Pageant Smart. Nú hafa þau hins vegar tekið yfir Ungfrú Ísland vörumerkið og tekur sú keppni við af Miss Universe Iceland. View this post on Instagram A post shared by Ungfrú Ísland (@missuniverseiceland) Skrifar gagnrýni á fáfræði Manuela segir umhverfi fegurðarsamkeppna vera gjörbreytt frá því að hún var sjálf krýnd Ungfrú Ísland árið 2002. Þá hafi keppendur verið settir á vigt og úlitskröfurnar hafi verið allsráðandi. Það er nú liðin tíð samkvæmt Manuelu. „Það er ekkert leyndarmál að fegurðarsamkeppnir fá á sig gagnrýni en ég skrifa það alltaf bara á fáfræði. Í dag er þetta svo rosalega breytt. Það er ekkert eftir af þessum gömlu hugmyndum sem voru áður ríkjandi. Keppnin sjálf er kannski eins upp byggð en áherslurnar eru allt allt aðrar. Það er alveg ástæða fyrir því að margar stelpur taka þátt aftur og aftur. Þær fá svo rosalega mikið út úr því að keppa, jafnvel þótt þær vinni ekki,“ segir Manuela. Leita að einhverri sem er tilbúin að fara „all-in“ Hún segir keppnina í dag snúast að miklu leyti um sjálfsvinnu og að skapa vettvang fyrir konur til þess að nota röddina sína og láta gott af sér leiða. Engar útlitskröfur eru gerðar, heldur eru einu skilyrðin fyrir þátttöku að vera kona á aldrinum 18-28 ára. Þó þarf sigurvegarinn að vera tilbúinn að takast á við það stóra verkefni sem Miss Universe er. Sú sem hreppir annað sætið fer einnig út í stóra keppni, Miss Supranational. „Það eru margar sem gera sér ekki grein fyrir því hvað það er raunverulega erfitt að fara í svona stóra keppni. Það er brjáluð keyrsla og þetta tekur á bæði andlega og líkamlega. Við náttúrlega reynum að undirbúa okkar keppendur fyrir stóru keppnina eins vel og við getum. Þannig það þarf einhverja sem er tilbúin í að fara „all-in“ í alla þá vinnu sem fylgir.“ View this post on Instagram A post shared by Ungfrú Ísland (@missuniverseiceland) Miss Universe er fyrir allar konur Manuela segir fjölbreytileikann stöðugt vera að aukast í keppninni erlendis. Til að mynda hafi fyrsta trans konan tekið þátt í keppninni árið 2018 fyrir hönd Spánar. Þá hafi konur sem notast við hjólastól einnig tekið þátt í undankeppnunum erlendis. Hún tekur því þessum nýju breytingum fagnandi, enda eru þær til þess fallnar að auka fjölbreytileikann enn frekar. „Mér finnst þetta bara frábær leið til að undirstrika að Miss Universe er fyrir allar konur og ég vonast bara til að sjá fjölbreyttan hóp umsækjenda og fá glæsilegar giftar mæður í hópinn í ár,“ segir Manuela sem hvetur allar áhugasamar konur á aldrinum 18-28 ára til þess að sækja um.
Ungfrú Ísland Miss Universe Iceland Tengdar fréttir Hrafnhildur flogin út í lokakeppni Miss Universe Hrafnhildur Haraldsdóttir, Miss Universe Iceland, hélt síðastliðinn miðvikudag vestur um haf til að taka þátt í aðalkeppni Miss Universe. 30. desember 2022 11:46 Svona var Miss Universe Iceland árið 2022 valin Hrafnhildur Haraldsdóttir var krýnd Miss Universe Iceland 2022. Sýnt var frá keppninni í beinni útsendingu hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi. 27. ágúst 2022 10:01 „Ég bjóst alls ekki við þessu“ „Það var spennufall í gær, það er sama hversu oft ég geri þetta ég fer alltaf að grenja og það eru alltaf allar tilfinningarnar,“ segir Manuela Ósk Harðardótir framkvæmdastjóri keppninnar Miss Universe Iceland eftir keppnina í gær. 25. ágúst 2022 15:31 Elísa Gróa er Miss Universe Iceland 2021 Elísa Gróa Steinþórsdóttir, Miss Capital Region, var rétt í þessu krýnd Miss Universe Iceland 2021. Keppnin var sýnd í beinni útsendingu á Vísi og á Stöð 2 Vísi. 29. september 2021 22:59 Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Hrafnhildur flogin út í lokakeppni Miss Universe Hrafnhildur Haraldsdóttir, Miss Universe Iceland, hélt síðastliðinn miðvikudag vestur um haf til að taka þátt í aðalkeppni Miss Universe. 30. desember 2022 11:46
Svona var Miss Universe Iceland árið 2022 valin Hrafnhildur Haraldsdóttir var krýnd Miss Universe Iceland 2022. Sýnt var frá keppninni í beinni útsendingu hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi. 27. ágúst 2022 10:01
„Ég bjóst alls ekki við þessu“ „Það var spennufall í gær, það er sama hversu oft ég geri þetta ég fer alltaf að grenja og það eru alltaf allar tilfinningarnar,“ segir Manuela Ósk Harðardótir framkvæmdastjóri keppninnar Miss Universe Iceland eftir keppnina í gær. 25. ágúst 2022 15:31
Elísa Gróa er Miss Universe Iceland 2021 Elísa Gróa Steinþórsdóttir, Miss Capital Region, var rétt í þessu krýnd Miss Universe Iceland 2021. Keppnin var sýnd í beinni útsendingu á Vísi og á Stöð 2 Vísi. 29. september 2021 22:59