Stóra kókaínmálið sem fjölmiðlar mega alls ekki fjalla um strax Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. febrúar 2023 09:00 Jóhannes Páll Durr er á meðal fjögurra ákærðu í málinu. Vísir/Hulda Margrét Dómþing skal háð í heyranda hljóði. Það er meginreglan í íslensku réttarfari eins og fram kemur skýrt í stjórnarskránni. Tæplega fjórar vikur eru liðnar síðan sakborningar í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar gáfu skýrslu. Ekkert hefur verið fjallað um sjónarmið þeirra. Hvers vegna? Málið fjallar í grófum dráttum um fjóra íslenska karlmenn og tilraun þeirra til að smygla gríðarlegu magni af kókaíni til landsins. Efnin komu frá Brasilíu, voru gerð upptæk í Rotterdam og skipt út fyrir gerviefni. Karlmennirnir voru handteknir hér á landi og er þáttur þeirra í málinu ólíkur. Mörgum spurningum er ósvarað. Hverjir eru höfuðpaurar og hverjir eru peð? Hvernig stóð lögregla sig við rannsókn málsins? Hvernig leiddust þeir inn í þetta mál, þar á meðal timburinnflytjandi á sjötugsaldri? Svör við sumum þessara spurninga liggur fyrir, að minnsta kosti svör karlmannanna fjögurra. Dómari við héraðsdóm ákvað aftur á móti að þessar upplýsingar mættu ekki koma fyrir augu almennings fyrr en skýrslutökum yfir öllum sem að málinu koma er lokið. Sem er áhugavert. Óvíst hvenær aðalmeðferð lýkur Aðalmeðferðin í málinu er opin almenningi eins og algengast er. Fulltrúar flestra stærstu fjölmiðla landsins sátu aðalmeðferðina sem er langt komin. Eftir á að taka skýrslur af einum eða tveimur íslenskum lögreglumönnum og þar að auki hollenskum tollvörðum. Dómari í málinu tilkynnti fjölmiðlamönnum við upphaf aðalmeðferðar fimmtudaginn 19. janúar að samkvæmt fyrstu málsgrein 11. greinar laga um meðferð sakamála mætti ekki greina frá framburði aðila úr dómssal þar til aðalmeðferð væri lokið. Minnti dómarinn á þetta við framhald aðalmeðferðar mánudaginn 23. janúar áður en málinu var frestað til 9. og 10. febrúar. Sakborningarnir fjórir gáfu skýrslu við aðalmeðferð málsins þann 19. janúar. Þinghaldið var opið öllum en óvíst hvenær fjölmiðlar mega segja frá því sem fram fór.Vísir/Hulda Margrét Ekki reyndist unnt að halda aðalmeðferð áfram þann 9. og 10. febrúar. Með öllu er óvíst hvenær aðalmeðferðinni lýkur og þá hvenær almenningur fær upplýsingar um eitt áhugaverðasta sakamál seinni tíma hér á landi. Vildu banna samtímaendursögn af skýrslutökum Fullyrða má að fyrir nokkrum árum hefði þótt óhugsandi að loka með slíkum hætti á fréttaflutning frá jafn víðtæku sakamáli hér á landi. Það hefði þá verði undantekning frá reglunni. Breyting sem dómsmálaráðherra gerði á lögum með frumvarpi árið 2019, sem átti að takmarka „samtímaendursögn“ úr dómsal, ræður hér miklu. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir dómsmálaráðherra lagði frumvarpið fram. Í greinargerð með frumvarpinu kom fram að samkvæmt gildandi lögum væri óheimilt að hljóðrita eða taka myndir í þinghaldi án þess að dómari veitti til þess undanþágu. Var í frumvarpinu lagt til að jafnframt yrði óheimilt að streyma hljóði eða mynd úr þinghaldi eða senda þaðan samtímaendursögn af skýrslutökum. Sakborningarnir fjórir hafa allir sagt sína hlið hvað við kemur smygli á hundrað kílóum af kókaíni.Vísir/Hulda Margrét „Óheimilt er öðrum en dómstólum að hljóðrita eða taka myndir í þinghaldi. Jafnframt er óheimilt að streyma hljóði eða mynd úr þinghaldi eða greina frá því sem sakborningur eða vitni skýrir frá við skýrslutöku meðan á henni stendur.“ Framburður vitnis litaðist ekki af framburði annarra Allsherjar- og menntamálanefnd fjallaði um málið og kom fulltrúar fjölmiðla meðal annars fyrir nefndina. Bentu þeir á að verið væri að leggja frekari hömlur á fjölmiðla sem stríddu gegn meginreglunni um að þinghöld séu háð í heyranda hljóði. Meirihluti nefndarinnar benti á að með banni við samtímaendursögn af skýrslutökum væri ætlað að treysta réttaröryggi þannig að tryggt væri að framburður vitnis litaðist ekki af framburði þeirra sem þegar hefðu gefið skýrslu. „Það sé lykilatriði að skýrslugjafi í dómsmáli viti ekki hvað aðrir sem á undan honum komu sögðu,“ segir í áliti nefndarinnar. Ef vitni gæti fylgst með skýrslugjöf annarra í beinni útsendingu utan dómsalar yrði þetta að engu. Arnar Kormákur Friðriksson og Almar Möller eru á meðal verjendanna í málinu.Vísir/Hulda Margrét Þó hélt meirihlutinn til haga að ekkert í breytingunum kæmu í veg fyrir að fjölmiðlar greindu í samtíma frá gangi dómsmáls, þ.e. hverjir gæfu skýrslu. Þá væri þeim frjálst að greina frá því sem fram kæmi í skýrslutöku þegar henni væru lokið. Meirihlutinn tók til skoðunar orðalagið „samtímaendursögn“ og taldi mikilvægt að skilgreina nánar. Þar skipti ekki mestu máli tegund miðlunar heldur innihald upplýsinga og tímasetning birtingar. „Þannig að ef greint er frá því sem fram kemur í skýrslutöku áður en henni er lokið mundi það teljast samtímaendursögn, og gildir þá einu í gegnum hvaða miðil slíkt er gert. Þá telst það til að mynda ekki samtímaendursögn ef frétt er birt þegar skýrslutöku er lokið eða fréttamaður kemur í beina útsendingu og greinir frá því sem fram kom,“ segir í áliti nefndarinnar. Meirihlutinn áréttaði að ætlunin væri einungis ná til þess sem fram kæmi við skýrslutöku. Taldi meirihlutinn best að breyta orðalaginu þannig að í stað þess að nota hugtakið „samtímaendursögn“ kæmi fram að óheimilt „sé að greina frá því sem sakborningur eða vitni skýrir frá við skýrslutöku á meðan á henni stendur“. Skýrslutöku, á meðan á henni stendur. Skýrslutöku eða skýrslutökum? Fréttastofa sendi dómaranum í málinu, Sigríði Elsu Kjartansdóttur, fyrirspurn og bað um rökstuðning fyrir því af hverju allur fréttaflutningur af málinu hefði verið bannaður þar til öllum skýrslutökum væri lokið. Svar barst tveimur vikum síðar eftir tvær ítrekanir á fyrirspurninni. Þar sagði að hjá dómstólnum ríkti fullur skilningur á því hvernig takmarkanir á fréttaflutningi úr þinghöldum kæmu við „ykkur fjölmiðlamenn“. Málið er til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Þá vísaði dómarinn til þess að hafa kynnt eftirfarandi við upphaf aðalmeðferðar: „Dómari minnir á að óheimilt er, samkvæmt 1. mgr. 11. gr. laga um meðferð sakamála, að greina frá því sem sakborningur eða vitni segir í skýrslu sinni í þinghaldi á meðan á skýrslutökum við aðalmeðferð stendur. Dómari minnir einnig á að bannað er að hljóðrita og taka myndir í þinghaldinu og streyma hljóði eða mynd úr þinghaldi.“ Vísað var til meginreglu laganna sem eigi við þegar um opin þinghöld sé að ræða og hún kynnt fyrir viðstöddum. Engar frekar upplýsingar væri hægt að veita vegna málsins. Bann við textalýsingu eða umfjöllun Í lögunum segir að óheimilt „sé að greina frá því sem sakborningur eða vitni skýrir frá við skýrslutöku á meðan á henni stendur“. Það orðalag kom í staðinn fyrir orðið „samtímaendursögn“ eins og þekkist í textalýsingum frá íþróttaleikjum til dæmis. Frumvarp að lögum sem átti að tryggja að fjölmiðlar væru ekki með textalýsingu úr dómsal kemur nú í veg fyrir að hægt sé að segja frá gangi mála við eitt stærsta fíkniefnamál Íslandssögunnar. Þar sem lykilatriði komu fram í opnu þinghaldi fyrir fjórum vikum. Þá fylgir sögunni að enn liggur ekkert fyrir um hvenær aðalmeðferðinni verður framhaldið. Fleiri hlutum má velta fyrir sér í þessu samhengi. Breytingin átti líka að tryggja að vitnisburður eins í máli gæti ekki haft áhrif á vitnisburð annarra í málinu. Þrátt fyrir þessa varúðarráðstöfun þá sátu allir sakborningarnir fjórir inni í dómssal á meðan hver á fætur öðrum skýrði frá sínum þætti í málinu. Þannig vissi síðasti sakborningurinn nákvæmlega hvað hinir þrír höfðu um málið að segja. Þá hafa fjölmiðlar nú þegar fengið afhentar greinargerðir tveggja sakborninga í málinu frá héraðsdómi. Þar kemur afstaða þeirra og sjónarhorn skýrt fram. Þá er nákvæmlega ekkert sem stöðvar hvern þann sem les þessa grein eða hefur hagsmuna að gæta í málinu að sitja opið þinghald, skrifa upplýsingar hjá sér og miðla til hvers þess sem gæti haft hagsmuna af því. Reyndir fjölmiðlamenn klóra sér í kollinum Sveinn Helgason, fyrrverandi fréttamaður á RÚV, gerði stöðu mála í stóra kókaínmálinu að umfjöllunarefni í ítarlegum pistli á dögunum. Þar rakti hann málið eins og það kemur honum fyrir sjónir og þá stöðu sem er komin upp. „Það er ekki eins og blaða- og fréttamenn hafi svo getað sagt fréttir af sem fram kom í skýrslutökunum, að kvöldi 19. eða 20. janúar þegar þessari fyrstu lotu lauk, eða daginn eftir. Nei, þeir verða að gjöra svo vel að bíða þangað til búið er að taka skýrslur af öllum sakborningum og vitnum fyrir dómi, vegna þess hvernig dómendur túlka ákvæðið,“ segir Sveinn. Vísar hann til þess að dómari líti svo á að ekki megi greina frá því sem fram kom þangað til skýrslutökum, í fleirtölu, lýkur en ekki skýrslutöku lýkur, eins og segir í lögum. Erfitt hefur reynt að finna tíma til að taka skýrslur af hollenskum laganna vörðum sem gegna lykilhluverki í málinu. „Og á meðan er beðið og beðið - engar fréttir má segja úr dómssalnum og óljóst hvenær aðalmeðferðin heldur áfram,“ segir Sveinn. Bíður spenntur eftir rökstuðningi Kolbeinn Óttarsson Proppé, þáverandi þingmaður og fyrrverandi blaðamaður, varaði við breytingum á lögunum á sínum tíma og velti einmitt fyrir sér hugtakinu samtímaendursögn. Hann hafði áhyggjur af því að breytingarnar gætu þrengt að fréttaflutningi. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þáverandi þingmaður, hafði efasemdir um breytingar á lögum. Enginn þingmaður greiddi atkvæði gegn breytingunni þegar lögin voru samþykkt.Vísir/Vilhelm Páll Magnússon, þáverandi formaður allsherjar- og menntamálanefndar, sagði að breytingarnar á lögunum stofnuðu ekki í hættu þeirri meginreglu að þinghald væri háð í heyranda hljóði „þar sem aðgangur er áfram opinn og fjölmiðlum frjálst að fylgjast með og greina frá framgangi dómsmála.“ Páll er fyrrverandi útvarpsstjóri og fréttastjóri. „Páll sagði mikilvægt að gæta að sjónarmiðum um réttaröryggi og þar er ég fyllilega sammála honum. Af orðum hans (og lagatextanum) verður hinsvegar ekki annað ráðið en að fjölmiðill og aðrir megi greina frá því sem fram kemur í skýrslutöku þegar henni (í eintölu) sé lokið, þó ekki megi t.d. senda textaendursögn eða streyma meðan viðkomandi vitni eða sakborningur eru enn að tala. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur kosið að túlka þetta öðruvísi í risastóra kókaínmálinu og spurningin er hvort sú túlkun endurspeglar vilja löggjafans. Ég tel svo ekki vera og bíð allavega spenntur eftir röksemdafærslu dómenda fyrir þessari túlkun á ákvæđinu,“ segir Sveinn. Páll Magnússon, fyrrverandi frétta- og útvarpsstjóri, var formaður allsherjar- og menntamálanefndar.Vísir/Vilhelm Fréttastofa hefur sent Sigríði Elsu dómara í málinu ítrekaða fyrirspurn um röksemdir fyrir túlkun sinni á ákvæðinu og ítrekað þá fyrirspurn í gær. Tæpar fjórar vikur eru liðnar frá því að sakborningar gáfu skýrslu. Algjörlega óljóst er hvenær fjölmiðlar fá grænt ljós á að greina frá því sem þar kom fram. Leyndarhyggjan verði meiri og meiri Brynjólfur Þór Guðmundsson, blaðamaður á RÚV sem fjallað hefur um mörg dómsmál, minnir á að dómstólar höfðu fyrir breytinguna fulla heimild til að banna fréttaflutning þó frelsið væri meginreglan. Heimild sem dómstólar sáu sárasjaldan ástæðu til að notfæra sér. „Leyndarhyggjan verður alltaf meiri og meiri í dómsölum landsins. Það var um sumt auðveldara að fá upplýsingar um sakamál í upphafi aldarinnar þegar faxtækið var aðaltól dómstólanna en núna þegar dagskrárnar eru á vefnum; nöfnin hafa vikið úr skráningu sakamála fyrir x, y og z,“ segir Brynjólfur. Vísar hann til þess að nýverið gerðu dómstólar þá breytingu að fjarlægja nöfn á dagskrá réttarins á netinu. Áður voru nöfn birt í opnum þinghöldum en ekki í lokuðum. „Æðstu ráðamenn þjóðarinnar eða einstakra sveitarfélaga gæti verið fyrir rétti á morgun án þess að nokkur vissi af því,“ segir Brynjólfur. Hann rifjar upp áhugavert dæmi. „Eitt sinn uppgötvuðu kjörnir fulltrúar sveitarfélags fjárdrátt sveitarstjórans vegna þess að blaðamaður hafði samband og spurði þá út í fjárdráttardóm sama manns í störfum hans á öðrum vettvangi. Sú frétt leit bara dagsins ljós vegna þess að nafnið var í dagskrá dómstólsins,“ segir Brynjólfur. Varúðarhróp blaða- og fréttamanna um hættuna sem fylgi aukinni leyndarhyggju hafa litlu skilað. Ráðamenn í dómkerfinu hafi talað um að skynsamlegt gæti verið að skapa sérstakan aðgang fyrir fjölmiða með meiri upplýsingum en birtast á vefjum dómstólanna - svo þeir geti sinnt eftirlitshlutverki sínu. „Þetta hefur verið viðbragð kerfisins árum saman en bara í orði kveðnu. Ekkert breytist nema leyndarhyggjan verður meiri.“ Leyndarhyggja sem virðist þegar er töluverð. Lög sett til að takmarka rétt almennings Brynjólfur Þór veltir fyrir sér hversu mikið gagn fréttabann geri í raun. „Fjölmiðlar mega ekki segja fréttir en ekkert kemur í veg fyrir að fólk fylgist með í dómsal og beri vitnisburð á milli manna sem eiga eftir að koma fyrir dóminn. Sjálfur hef ég orðið vitni að því að manneskja sem vinnur ekki á fjölmiðli skrifaði niður í tölvu allt sem fram fór í dómsal. Ég veit ekki hvort það var til að næstu vitni vissu hvað hefði komið fram en þetta sýndi og sannaði hversu lítið mál er að bera upplýsingar á milli og spilla dómsmálum. Og það þótt almenningur fái ekkert að vita úr dómsmáli vegna fréttabannsins.“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir sífellt þrengt að störfum blaðamanna og þeim gert erfitt fyrir að sinna vinnu sinni í þágu almennings. Þórir Guðmundsson, fyrrverandi ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, kom fyrir allsherjar- og menntamálanefnd þegar málið var til meðferðar. „Lögin voru sett beinlínis í þeim tilgangi að takmarka rétt almennings til að vita hvað fram fer í dómsal. Sem ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar mælti ég á sínum mjög gegn þessu frumvarpi, sem meðal annars kemur í veg fyrir samtímafrásögn úr dómsal. Það er hægt að koma í veg fyrir vitnasamráð með öðrum hætti, sem dregur ekki úr meginreglunni um að mál séu flutt „í heyranda hljóði“, einni af undirstöðum réttarkerfisins,“ segir Þórir. Stjörnugalin staða Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks og fyrrverandi liðsmaður Kompás á Stöð 2, segir stöðuna sem upp sé komin stjörnugalna. Hann hvetur blaðamenn og ritstjóra til að fara í hart, hunsa þessi ólög og taka slaginn. „Ef viðurlögum er beitt er því bara mætt og farið með málið alla leið. Blaða- og fréttamenn hafa áður þurft að sækja réttlætið alla leið til Mannréttindadómstóls Evrópu þar sem Íslenska ríkið hefur oft og einatt verið flengt til hlýðni við grundvallarreglur mannréttinda - hornsteina lýðræðisins. Það þarf samstöðu í þessu stóra máli. „Stóru“ kókaínmálin koma og fara en mannréttindin ...þau bara fara, ef engin er viðspyrnan.“ Kristinn Hrafnsson er meðal þeirra sem segir um stjörnugalna stöðu að ræða.Vísir/Egill Fleira mætti nefna í umræðunni um aukna leyndarhyggju dómstólanna. Endurtekið koma upp umræður að banna alfarið myndatökur í þingsal. Átta ára fangelsisdómur fyrir líkamsárás, sem féll í byrjun nóvember var ekki birtur fyrr en í gær. Karlmaður sem fékk þungan dóm fyrir hrottaleg brot, þar á meðal vændiskaup, var ekki nafnbirtur fyrr en eftir kröfu úr samfélaginu. Þá hafa dómstjórar hingað og þangað um landið, og einstaka dómarar, sínar skoðanir á hvaða upplýsingar skuli birta og hvenær. Mætti halda að sumir dómstólar á landsbyggðinni væru tilgangslausir miðað við hve lítið virðist á dagskrá þar og fáir dómar birtir á vefsíðu dómstólanna. Annars er það að frétta af stóra kókaínmálinu að aðalmeðferð verður að hluta haldið áfram á morgun, föstudag. Enn er þó óvíst hvenær tekst að kalla hollensku tollverðina fyrir dóminn og því með öllu óráðið hvenær almenningur fær fregnir af einu stærsta fíkniefnamáli Íslandssögunnar. Fyrirvari: Blaðamaður var á meðal þeirra sem komu fyrir allsherjar- og menntamálanefnd sem fulltrúi þessarar fréttastofu þegar málið var til meðferðar hjá nefndinni. Stóra kókaínmálið 2022 Fjölmiðlar Dómstólar Fréttaskýringar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
Málið fjallar í grófum dráttum um fjóra íslenska karlmenn og tilraun þeirra til að smygla gríðarlegu magni af kókaíni til landsins. Efnin komu frá Brasilíu, voru gerð upptæk í Rotterdam og skipt út fyrir gerviefni. Karlmennirnir voru handteknir hér á landi og er þáttur þeirra í málinu ólíkur. Mörgum spurningum er ósvarað. Hverjir eru höfuðpaurar og hverjir eru peð? Hvernig stóð lögregla sig við rannsókn málsins? Hvernig leiddust þeir inn í þetta mál, þar á meðal timburinnflytjandi á sjötugsaldri? Svör við sumum þessara spurninga liggur fyrir, að minnsta kosti svör karlmannanna fjögurra. Dómari við héraðsdóm ákvað aftur á móti að þessar upplýsingar mættu ekki koma fyrir augu almennings fyrr en skýrslutökum yfir öllum sem að málinu koma er lokið. Sem er áhugavert. Óvíst hvenær aðalmeðferð lýkur Aðalmeðferðin í málinu er opin almenningi eins og algengast er. Fulltrúar flestra stærstu fjölmiðla landsins sátu aðalmeðferðina sem er langt komin. Eftir á að taka skýrslur af einum eða tveimur íslenskum lögreglumönnum og þar að auki hollenskum tollvörðum. Dómari í málinu tilkynnti fjölmiðlamönnum við upphaf aðalmeðferðar fimmtudaginn 19. janúar að samkvæmt fyrstu málsgrein 11. greinar laga um meðferð sakamála mætti ekki greina frá framburði aðila úr dómssal þar til aðalmeðferð væri lokið. Minnti dómarinn á þetta við framhald aðalmeðferðar mánudaginn 23. janúar áður en málinu var frestað til 9. og 10. febrúar. Sakborningarnir fjórir gáfu skýrslu við aðalmeðferð málsins þann 19. janúar. Þinghaldið var opið öllum en óvíst hvenær fjölmiðlar mega segja frá því sem fram fór.Vísir/Hulda Margrét Ekki reyndist unnt að halda aðalmeðferð áfram þann 9. og 10. febrúar. Með öllu er óvíst hvenær aðalmeðferðinni lýkur og þá hvenær almenningur fær upplýsingar um eitt áhugaverðasta sakamál seinni tíma hér á landi. Vildu banna samtímaendursögn af skýrslutökum Fullyrða má að fyrir nokkrum árum hefði þótt óhugsandi að loka með slíkum hætti á fréttaflutning frá jafn víðtæku sakamáli hér á landi. Það hefði þá verði undantekning frá reglunni. Breyting sem dómsmálaráðherra gerði á lögum með frumvarpi árið 2019, sem átti að takmarka „samtímaendursögn“ úr dómsal, ræður hér miklu. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir dómsmálaráðherra lagði frumvarpið fram. Í greinargerð með frumvarpinu kom fram að samkvæmt gildandi lögum væri óheimilt að hljóðrita eða taka myndir í þinghaldi án þess að dómari veitti til þess undanþágu. Var í frumvarpinu lagt til að jafnframt yrði óheimilt að streyma hljóði eða mynd úr þinghaldi eða senda þaðan samtímaendursögn af skýrslutökum. Sakborningarnir fjórir hafa allir sagt sína hlið hvað við kemur smygli á hundrað kílóum af kókaíni.Vísir/Hulda Margrét „Óheimilt er öðrum en dómstólum að hljóðrita eða taka myndir í þinghaldi. Jafnframt er óheimilt að streyma hljóði eða mynd úr þinghaldi eða greina frá því sem sakborningur eða vitni skýrir frá við skýrslutöku meðan á henni stendur.“ Framburður vitnis litaðist ekki af framburði annarra Allsherjar- og menntamálanefnd fjallaði um málið og kom fulltrúar fjölmiðla meðal annars fyrir nefndina. Bentu þeir á að verið væri að leggja frekari hömlur á fjölmiðla sem stríddu gegn meginreglunni um að þinghöld séu háð í heyranda hljóði. Meirihluti nefndarinnar benti á að með banni við samtímaendursögn af skýrslutökum væri ætlað að treysta réttaröryggi þannig að tryggt væri að framburður vitnis litaðist ekki af framburði þeirra sem þegar hefðu gefið skýrslu. „Það sé lykilatriði að skýrslugjafi í dómsmáli viti ekki hvað aðrir sem á undan honum komu sögðu,“ segir í áliti nefndarinnar. Ef vitni gæti fylgst með skýrslugjöf annarra í beinni útsendingu utan dómsalar yrði þetta að engu. Arnar Kormákur Friðriksson og Almar Möller eru á meðal verjendanna í málinu.Vísir/Hulda Margrét Þó hélt meirihlutinn til haga að ekkert í breytingunum kæmu í veg fyrir að fjölmiðlar greindu í samtíma frá gangi dómsmáls, þ.e. hverjir gæfu skýrslu. Þá væri þeim frjálst að greina frá því sem fram kæmi í skýrslutöku þegar henni væru lokið. Meirihlutinn tók til skoðunar orðalagið „samtímaendursögn“ og taldi mikilvægt að skilgreina nánar. Þar skipti ekki mestu máli tegund miðlunar heldur innihald upplýsinga og tímasetning birtingar. „Þannig að ef greint er frá því sem fram kemur í skýrslutöku áður en henni er lokið mundi það teljast samtímaendursögn, og gildir þá einu í gegnum hvaða miðil slíkt er gert. Þá telst það til að mynda ekki samtímaendursögn ef frétt er birt þegar skýrslutöku er lokið eða fréttamaður kemur í beina útsendingu og greinir frá því sem fram kom,“ segir í áliti nefndarinnar. Meirihlutinn áréttaði að ætlunin væri einungis ná til þess sem fram kæmi við skýrslutöku. Taldi meirihlutinn best að breyta orðalaginu þannig að í stað þess að nota hugtakið „samtímaendursögn“ kæmi fram að óheimilt „sé að greina frá því sem sakborningur eða vitni skýrir frá við skýrslutöku á meðan á henni stendur“. Skýrslutöku, á meðan á henni stendur. Skýrslutöku eða skýrslutökum? Fréttastofa sendi dómaranum í málinu, Sigríði Elsu Kjartansdóttur, fyrirspurn og bað um rökstuðning fyrir því af hverju allur fréttaflutningur af málinu hefði verið bannaður þar til öllum skýrslutökum væri lokið. Svar barst tveimur vikum síðar eftir tvær ítrekanir á fyrirspurninni. Þar sagði að hjá dómstólnum ríkti fullur skilningur á því hvernig takmarkanir á fréttaflutningi úr þinghöldum kæmu við „ykkur fjölmiðlamenn“. Málið er til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Þá vísaði dómarinn til þess að hafa kynnt eftirfarandi við upphaf aðalmeðferðar: „Dómari minnir á að óheimilt er, samkvæmt 1. mgr. 11. gr. laga um meðferð sakamála, að greina frá því sem sakborningur eða vitni segir í skýrslu sinni í þinghaldi á meðan á skýrslutökum við aðalmeðferð stendur. Dómari minnir einnig á að bannað er að hljóðrita og taka myndir í þinghaldinu og streyma hljóði eða mynd úr þinghaldi.“ Vísað var til meginreglu laganna sem eigi við þegar um opin þinghöld sé að ræða og hún kynnt fyrir viðstöddum. Engar frekar upplýsingar væri hægt að veita vegna málsins. Bann við textalýsingu eða umfjöllun Í lögunum segir að óheimilt „sé að greina frá því sem sakborningur eða vitni skýrir frá við skýrslutöku á meðan á henni stendur“. Það orðalag kom í staðinn fyrir orðið „samtímaendursögn“ eins og þekkist í textalýsingum frá íþróttaleikjum til dæmis. Frumvarp að lögum sem átti að tryggja að fjölmiðlar væru ekki með textalýsingu úr dómsal kemur nú í veg fyrir að hægt sé að segja frá gangi mála við eitt stærsta fíkniefnamál Íslandssögunnar. Þar sem lykilatriði komu fram í opnu þinghaldi fyrir fjórum vikum. Þá fylgir sögunni að enn liggur ekkert fyrir um hvenær aðalmeðferðinni verður framhaldið. Fleiri hlutum má velta fyrir sér í þessu samhengi. Breytingin átti líka að tryggja að vitnisburður eins í máli gæti ekki haft áhrif á vitnisburð annarra í málinu. Þrátt fyrir þessa varúðarráðstöfun þá sátu allir sakborningarnir fjórir inni í dómssal á meðan hver á fætur öðrum skýrði frá sínum þætti í málinu. Þannig vissi síðasti sakborningurinn nákvæmlega hvað hinir þrír höfðu um málið að segja. Þá hafa fjölmiðlar nú þegar fengið afhentar greinargerðir tveggja sakborninga í málinu frá héraðsdómi. Þar kemur afstaða þeirra og sjónarhorn skýrt fram. Þá er nákvæmlega ekkert sem stöðvar hvern þann sem les þessa grein eða hefur hagsmuna að gæta í málinu að sitja opið þinghald, skrifa upplýsingar hjá sér og miðla til hvers þess sem gæti haft hagsmuna af því. Reyndir fjölmiðlamenn klóra sér í kollinum Sveinn Helgason, fyrrverandi fréttamaður á RÚV, gerði stöðu mála í stóra kókaínmálinu að umfjöllunarefni í ítarlegum pistli á dögunum. Þar rakti hann málið eins og það kemur honum fyrir sjónir og þá stöðu sem er komin upp. „Það er ekki eins og blaða- og fréttamenn hafi svo getað sagt fréttir af sem fram kom í skýrslutökunum, að kvöldi 19. eða 20. janúar þegar þessari fyrstu lotu lauk, eða daginn eftir. Nei, þeir verða að gjöra svo vel að bíða þangað til búið er að taka skýrslur af öllum sakborningum og vitnum fyrir dómi, vegna þess hvernig dómendur túlka ákvæðið,“ segir Sveinn. Vísar hann til þess að dómari líti svo á að ekki megi greina frá því sem fram kom þangað til skýrslutökum, í fleirtölu, lýkur en ekki skýrslutöku lýkur, eins og segir í lögum. Erfitt hefur reynt að finna tíma til að taka skýrslur af hollenskum laganna vörðum sem gegna lykilhluverki í málinu. „Og á meðan er beðið og beðið - engar fréttir má segja úr dómssalnum og óljóst hvenær aðalmeðferðin heldur áfram,“ segir Sveinn. Bíður spenntur eftir rökstuðningi Kolbeinn Óttarsson Proppé, þáverandi þingmaður og fyrrverandi blaðamaður, varaði við breytingum á lögunum á sínum tíma og velti einmitt fyrir sér hugtakinu samtímaendursögn. Hann hafði áhyggjur af því að breytingarnar gætu þrengt að fréttaflutningi. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þáverandi þingmaður, hafði efasemdir um breytingar á lögum. Enginn þingmaður greiddi atkvæði gegn breytingunni þegar lögin voru samþykkt.Vísir/Vilhelm Páll Magnússon, þáverandi formaður allsherjar- og menntamálanefndar, sagði að breytingarnar á lögunum stofnuðu ekki í hættu þeirri meginreglu að þinghald væri háð í heyranda hljóði „þar sem aðgangur er áfram opinn og fjölmiðlum frjálst að fylgjast með og greina frá framgangi dómsmála.“ Páll er fyrrverandi útvarpsstjóri og fréttastjóri. „Páll sagði mikilvægt að gæta að sjónarmiðum um réttaröryggi og þar er ég fyllilega sammála honum. Af orðum hans (og lagatextanum) verður hinsvegar ekki annað ráðið en að fjölmiðill og aðrir megi greina frá því sem fram kemur í skýrslutöku þegar henni (í eintölu) sé lokið, þó ekki megi t.d. senda textaendursögn eða streyma meðan viðkomandi vitni eða sakborningur eru enn að tala. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur kosið að túlka þetta öðruvísi í risastóra kókaínmálinu og spurningin er hvort sú túlkun endurspeglar vilja löggjafans. Ég tel svo ekki vera og bíð allavega spenntur eftir röksemdafærslu dómenda fyrir þessari túlkun á ákvæđinu,“ segir Sveinn. Páll Magnússon, fyrrverandi frétta- og útvarpsstjóri, var formaður allsherjar- og menntamálanefndar.Vísir/Vilhelm Fréttastofa hefur sent Sigríði Elsu dómara í málinu ítrekaða fyrirspurn um röksemdir fyrir túlkun sinni á ákvæðinu og ítrekað þá fyrirspurn í gær. Tæpar fjórar vikur eru liðnar frá því að sakborningar gáfu skýrslu. Algjörlega óljóst er hvenær fjölmiðlar fá grænt ljós á að greina frá því sem þar kom fram. Leyndarhyggjan verði meiri og meiri Brynjólfur Þór Guðmundsson, blaðamaður á RÚV sem fjallað hefur um mörg dómsmál, minnir á að dómstólar höfðu fyrir breytinguna fulla heimild til að banna fréttaflutning þó frelsið væri meginreglan. Heimild sem dómstólar sáu sárasjaldan ástæðu til að notfæra sér. „Leyndarhyggjan verður alltaf meiri og meiri í dómsölum landsins. Það var um sumt auðveldara að fá upplýsingar um sakamál í upphafi aldarinnar þegar faxtækið var aðaltól dómstólanna en núna þegar dagskrárnar eru á vefnum; nöfnin hafa vikið úr skráningu sakamála fyrir x, y og z,“ segir Brynjólfur. Vísar hann til þess að nýverið gerðu dómstólar þá breytingu að fjarlægja nöfn á dagskrá réttarins á netinu. Áður voru nöfn birt í opnum þinghöldum en ekki í lokuðum. „Æðstu ráðamenn þjóðarinnar eða einstakra sveitarfélaga gæti verið fyrir rétti á morgun án þess að nokkur vissi af því,“ segir Brynjólfur. Hann rifjar upp áhugavert dæmi. „Eitt sinn uppgötvuðu kjörnir fulltrúar sveitarfélags fjárdrátt sveitarstjórans vegna þess að blaðamaður hafði samband og spurði þá út í fjárdráttardóm sama manns í störfum hans á öðrum vettvangi. Sú frétt leit bara dagsins ljós vegna þess að nafnið var í dagskrá dómstólsins,“ segir Brynjólfur. Varúðarhróp blaða- og fréttamanna um hættuna sem fylgi aukinni leyndarhyggju hafa litlu skilað. Ráðamenn í dómkerfinu hafi talað um að skynsamlegt gæti verið að skapa sérstakan aðgang fyrir fjölmiða með meiri upplýsingum en birtast á vefjum dómstólanna - svo þeir geti sinnt eftirlitshlutverki sínu. „Þetta hefur verið viðbragð kerfisins árum saman en bara í orði kveðnu. Ekkert breytist nema leyndarhyggjan verður meiri.“ Leyndarhyggja sem virðist þegar er töluverð. Lög sett til að takmarka rétt almennings Brynjólfur Þór veltir fyrir sér hversu mikið gagn fréttabann geri í raun. „Fjölmiðlar mega ekki segja fréttir en ekkert kemur í veg fyrir að fólk fylgist með í dómsal og beri vitnisburð á milli manna sem eiga eftir að koma fyrir dóminn. Sjálfur hef ég orðið vitni að því að manneskja sem vinnur ekki á fjölmiðli skrifaði niður í tölvu allt sem fram fór í dómsal. Ég veit ekki hvort það var til að næstu vitni vissu hvað hefði komið fram en þetta sýndi og sannaði hversu lítið mál er að bera upplýsingar á milli og spilla dómsmálum. Og það þótt almenningur fái ekkert að vita úr dómsmáli vegna fréttabannsins.“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir sífellt þrengt að störfum blaðamanna og þeim gert erfitt fyrir að sinna vinnu sinni í þágu almennings. Þórir Guðmundsson, fyrrverandi ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, kom fyrir allsherjar- og menntamálanefnd þegar málið var til meðferðar. „Lögin voru sett beinlínis í þeim tilgangi að takmarka rétt almennings til að vita hvað fram fer í dómsal. Sem ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar mælti ég á sínum mjög gegn þessu frumvarpi, sem meðal annars kemur í veg fyrir samtímafrásögn úr dómsal. Það er hægt að koma í veg fyrir vitnasamráð með öðrum hætti, sem dregur ekki úr meginreglunni um að mál séu flutt „í heyranda hljóði“, einni af undirstöðum réttarkerfisins,“ segir Þórir. Stjörnugalin staða Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks og fyrrverandi liðsmaður Kompás á Stöð 2, segir stöðuna sem upp sé komin stjörnugalna. Hann hvetur blaðamenn og ritstjóra til að fara í hart, hunsa þessi ólög og taka slaginn. „Ef viðurlögum er beitt er því bara mætt og farið með málið alla leið. Blaða- og fréttamenn hafa áður þurft að sækja réttlætið alla leið til Mannréttindadómstóls Evrópu þar sem Íslenska ríkið hefur oft og einatt verið flengt til hlýðni við grundvallarreglur mannréttinda - hornsteina lýðræðisins. Það þarf samstöðu í þessu stóra máli. „Stóru“ kókaínmálin koma og fara en mannréttindin ...þau bara fara, ef engin er viðspyrnan.“ Kristinn Hrafnsson er meðal þeirra sem segir um stjörnugalna stöðu að ræða.Vísir/Egill Fleira mætti nefna í umræðunni um aukna leyndarhyggju dómstólanna. Endurtekið koma upp umræður að banna alfarið myndatökur í þingsal. Átta ára fangelsisdómur fyrir líkamsárás, sem féll í byrjun nóvember var ekki birtur fyrr en í gær. Karlmaður sem fékk þungan dóm fyrir hrottaleg brot, þar á meðal vændiskaup, var ekki nafnbirtur fyrr en eftir kröfu úr samfélaginu. Þá hafa dómstjórar hingað og þangað um landið, og einstaka dómarar, sínar skoðanir á hvaða upplýsingar skuli birta og hvenær. Mætti halda að sumir dómstólar á landsbyggðinni væru tilgangslausir miðað við hve lítið virðist á dagskrá þar og fáir dómar birtir á vefsíðu dómstólanna. Annars er það að frétta af stóra kókaínmálinu að aðalmeðferð verður að hluta haldið áfram á morgun, föstudag. Enn er þó óvíst hvenær tekst að kalla hollensku tollverðina fyrir dóminn og því með öllu óráðið hvenær almenningur fær fregnir af einu stærsta fíkniefnamáli Íslandssögunnar. Fyrirvari: Blaðamaður var á meðal þeirra sem komu fyrir allsherjar- og menntamálanefnd sem fulltrúi þessarar fréttastofu þegar málið var til meðferðar hjá nefndinni.
Stóra kókaínmálið 2022 Fjölmiðlar Dómstólar Fréttaskýringar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira