Umfjöllun og viðtal: ÍBV - Selfoss 33-30 | Sigur í fyrsta leik Eyjamanna í rúma tvo mánuði Einar Kárason skrifar 15. febrúar 2023 20:40 Kári Kristján var frábær í leiknum í dag. Vísir/Vilhelm Eftir rúmlega tveggja mánaða hlé spilaði ÍBV loks leik í Olís-deild karla þegar Eyjaliðið fékk nágranna sína frá Selfossi í heimsókn. Eyjamenn byrjuðu leikinn betur og skoruðu fyrstu tvö mörk leiksins áður en gestirnir náðu að setja sitt fyrsta en á fyrstu þremur mínútum leiksins komu fjögur mörk, tapaður bolti, vörslur og misheppnuð skot. Mikill hraði og hasar var í leiknum í upphafi og eftir tíu mínútna leik var staðan 6-5, heimamönnum í vil. ÍBV var með yfirhöndina allan hálfleikinn og komust mest fjórum mörkum yfir. Því náðu þeir fjórum sinnum í fyrri hálfleiknum en Selfoss náði að klóra sig til baka í hvert skipti. Þegar rúmar fimm mínútur voru eftir var staðan 15-14 og gestirnir með boltann og höfðu því tækifæri á að jafna metin. Það gekk ekki en fengu þess í stað á sig fjögur mörk gegn einu það sem eftir lifði síðari hálfleiks. Þegar inn í hálfleikinn var farið var staðan 19-15, ÍBV í vil. Rétt eins og í fyrri hálfleik fóru gestirnir illa með fyrstu tvær sóknir sínar á meðan heimamenn skoruðu úr sínum. Leikurinn þróaðist á sama hátt og hann gerði fyrri þrjátíu mínúturnar en Eyjamenn voru yfir allan leikinn þó munurinn hafi verið mismikill. Selfyssingar voru oft á tíðum sjálfum sér verstir en þeir fóru illa með nokkur góð færi, þar á meðal vítakast til að minnka muninn í eitt mark, og var refsað fyrir. Síðustu tíu mínútur leiksins voru leiknar fagmannlega af heimamönnum sem gerðu vel í sínum sóknaraðgerðum og leyfðu sekúndunum að líða. Þegar flautað var til leiksloka var munurinn þrjú mörk, 33-30, eftir stórskemmtilegan handboltaleik. Af hverju vann ÍBV? Það eru margar breytur sem koma til greina en markvarsla og vörn var betri Eyjamegin ásamt því að þeir virtust klárari en gestirnir þegar kom að sóknarleiknum. Ísak Gústafsson hafði verið potturinn og pannan í sóknarleik Selfyssinga en varð að fara af velli um stund um miðjan síðari hálfleik vegna meiðsla. Í hvert skipti sem gestirnir önduðu í hálsmálið á heimamönnum virtist allt fara úrskeiðis og öll sú vinna sem fór í að koma til baka út um gluggann. Hverjir stóðu upp úr? Hjá Eyjamönnum var Kári Kristján Kristjánsson frábær en hann skoraði tíu mörk úr tíu skotum, þar af fimm úr vítum. Janus Dam Djurhuus var honum næstur með fimm mörk. Ísak Gústafsson var markahæstur allra en hann skoraði tólf mörk fyrir gestina, sex úr vítum. Atli Ævar Ingólfsson var drjúgur á línunni og tók mikið til sín en hann var næst markahæstur með fimm mörk. Hvað gekk illa? Bæði lið gerðu sig sek um mistök beggja enda vallarins en slæmu kaflarnir voru fleiri hjá Selfyssingum. Vilius Rasimas, sem oft hefur reynst ÍBV erfiður, átti ekki sinn besta dag í markinu. Hvað gerist næst? Selfoss á leik heima gegn Herði frá Ísafirði á sunnudaginn næstkomandi en Eyjamenn gera sér ferð í Garðabæinn og spila gegn Stjörnunni þriðjudaginn eftir. Þórir Ólafs: Vorum sjálfum okkur verstir Þórir Ólafsson.visir ,,Það var frábær stemmning hérna og við fengum ágætis leik fyrir áhorfendur en við erum svekktir með okkur sjálfa hér í kvöld," sagði Þórir Ólafsson, þjálfari Selfoss, eftir leik. ,,Við hefðum getað gert betur. Fljótt á litið erum við sjálfum okkur verstir." ,,Við náum að spila okkur í fín færi, fáum skotfæri fyrir utan og dauðafæri sem markmennirnir voru að taka. Það reyndist okkur dýrkeypt og það tók á að koma með þessi áhlaup. Slagsmál varnarmegin á línunni og með þeirra skyttur. Þetta var eins og við áttum von á, mjög erfiður leikur á erfiðum heimavelli." Ísak Gústafsson fór mikinn í liði gestanna ,,Það skiptir engu máli hver skorar ef það næst ekki sigur. Við lögðum okkur fram og menn voru að berjast. Við reyndum að rúlla liðinu en við urðum aðeins lemstraðir og annað. Þetta tók á." ,,Við erum mjög svekktir þar sem við höfðum tækifæri til að fá eitthvað úr þessum leik," sagði Þórir að lokum. Olís-deild karla ÍBV UMF Selfoss
Eftir rúmlega tveggja mánaða hlé spilaði ÍBV loks leik í Olís-deild karla þegar Eyjaliðið fékk nágranna sína frá Selfossi í heimsókn. Eyjamenn byrjuðu leikinn betur og skoruðu fyrstu tvö mörk leiksins áður en gestirnir náðu að setja sitt fyrsta en á fyrstu þremur mínútum leiksins komu fjögur mörk, tapaður bolti, vörslur og misheppnuð skot. Mikill hraði og hasar var í leiknum í upphafi og eftir tíu mínútna leik var staðan 6-5, heimamönnum í vil. ÍBV var með yfirhöndina allan hálfleikinn og komust mest fjórum mörkum yfir. Því náðu þeir fjórum sinnum í fyrri hálfleiknum en Selfoss náði að klóra sig til baka í hvert skipti. Þegar rúmar fimm mínútur voru eftir var staðan 15-14 og gestirnir með boltann og höfðu því tækifæri á að jafna metin. Það gekk ekki en fengu þess í stað á sig fjögur mörk gegn einu það sem eftir lifði síðari hálfleiks. Þegar inn í hálfleikinn var farið var staðan 19-15, ÍBV í vil. Rétt eins og í fyrri hálfleik fóru gestirnir illa með fyrstu tvær sóknir sínar á meðan heimamenn skoruðu úr sínum. Leikurinn þróaðist á sama hátt og hann gerði fyrri þrjátíu mínúturnar en Eyjamenn voru yfir allan leikinn þó munurinn hafi verið mismikill. Selfyssingar voru oft á tíðum sjálfum sér verstir en þeir fóru illa með nokkur góð færi, þar á meðal vítakast til að minnka muninn í eitt mark, og var refsað fyrir. Síðustu tíu mínútur leiksins voru leiknar fagmannlega af heimamönnum sem gerðu vel í sínum sóknaraðgerðum og leyfðu sekúndunum að líða. Þegar flautað var til leiksloka var munurinn þrjú mörk, 33-30, eftir stórskemmtilegan handboltaleik. Af hverju vann ÍBV? Það eru margar breytur sem koma til greina en markvarsla og vörn var betri Eyjamegin ásamt því að þeir virtust klárari en gestirnir þegar kom að sóknarleiknum. Ísak Gústafsson hafði verið potturinn og pannan í sóknarleik Selfyssinga en varð að fara af velli um stund um miðjan síðari hálfleik vegna meiðsla. Í hvert skipti sem gestirnir önduðu í hálsmálið á heimamönnum virtist allt fara úrskeiðis og öll sú vinna sem fór í að koma til baka út um gluggann. Hverjir stóðu upp úr? Hjá Eyjamönnum var Kári Kristján Kristjánsson frábær en hann skoraði tíu mörk úr tíu skotum, þar af fimm úr vítum. Janus Dam Djurhuus var honum næstur með fimm mörk. Ísak Gústafsson var markahæstur allra en hann skoraði tólf mörk fyrir gestina, sex úr vítum. Atli Ævar Ingólfsson var drjúgur á línunni og tók mikið til sín en hann var næst markahæstur með fimm mörk. Hvað gekk illa? Bæði lið gerðu sig sek um mistök beggja enda vallarins en slæmu kaflarnir voru fleiri hjá Selfyssingum. Vilius Rasimas, sem oft hefur reynst ÍBV erfiður, átti ekki sinn besta dag í markinu. Hvað gerist næst? Selfoss á leik heima gegn Herði frá Ísafirði á sunnudaginn næstkomandi en Eyjamenn gera sér ferð í Garðabæinn og spila gegn Stjörnunni þriðjudaginn eftir. Þórir Ólafs: Vorum sjálfum okkur verstir Þórir Ólafsson.visir ,,Það var frábær stemmning hérna og við fengum ágætis leik fyrir áhorfendur en við erum svekktir með okkur sjálfa hér í kvöld," sagði Þórir Ólafsson, þjálfari Selfoss, eftir leik. ,,Við hefðum getað gert betur. Fljótt á litið erum við sjálfum okkur verstir." ,,Við náum að spila okkur í fín færi, fáum skotfæri fyrir utan og dauðafæri sem markmennirnir voru að taka. Það reyndist okkur dýrkeypt og það tók á að koma með þessi áhlaup. Slagsmál varnarmegin á línunni og með þeirra skyttur. Þetta var eins og við áttum von á, mjög erfiður leikur á erfiðum heimavelli." Ísak Gústafsson fór mikinn í liði gestanna ,,Það skiptir engu máli hver skorar ef það næst ekki sigur. Við lögðum okkur fram og menn voru að berjast. Við reyndum að rúlla liðinu en við urðum aðeins lemstraðir og annað. Þetta tók á." ,,Við erum mjög svekktir þar sem við höfðum tækifæri til að fá eitthvað úr þessum leik," sagði Þórir að lokum.
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti