PSVR2: Er sýndarveruleiki loks að verða móðins? Samúel Karl Ólason skrifar 16. febrúar 2023 13:47 Nýr sýndarveruleikabúnaður Sony er ekki þungur þó hann geti virkað fyrirferðarmikill. Getty/Tomohiro Ohsumi Nýr sýndarveruleikabúnaður Sony sem gefinn verður út í næstu viku er stórt og gott skref í því að gera sýndarveruleika loksins móðins í tölvuleikjaspilun. Búnaðurinn er hannaður til notkunar með PS5 leikjatölvum en mikilvægt verður að halda uppi áhuga í nokkur ár með góðum leikjum. Ég hef í gegnum árin oftast verið þeirrar skoðunar að sýndarveruleiki verði líklegast aldrei meira en einhvers konar sjónarspil sem fólk getur skoðað og þótt flott í smá stund, en nái aldrei mikilli útbreiðslu eða verði móðins. Þá skoðun mína hef ég að mestu byggt á því annars vegar að búnaðurinn er oft mjög dýr og hins vegar að það getur verið óþægilegt að sitja á brókinni heima hjá sér, sveiflandi höndunum út í loftið með sýndarveruleikagleraugu og heyrnartól á hausnum, á meðan innbrotsþjófar spígspora um íbúðina og stela öllu steini léttara. Það síðasta sem þeir myndu gera væru að slá mann í rot og stela tölvunni og sýndarveruleikagleraugunum. Önnur og minni ástæða er að það hefur enginn verið kúl með sýndarveruleikagleraugu á hausnum. Það er bara eitthvað sem hefur aldrei gerst. Er framtíðin loksins komin, aftur? Í grein sem ég skrifaði í Fréttablaðið fyrir nærri því tíu árum velti ég því fyrir mér hvort sýndarveruleiki væri framtíð tölvuleikja, aftur. Þar sagði ég að margir teldu það einungis tímaspursmál að sýndarveruleiki yrði hluti af okkar daglega lífi. Á hinn bóginn væri mögulegt að eftir tuttugu ár myndi fólk lesa eina grein til viðbótar um það hvernig sýndarveruleiki myndi breyta lífi fólks á næstu árum. Sjá einnig: Er sýndarveruleiki framtíð tölvuleikja, aftur? Núna eru liðin tíu ár en síðan þá hefur sýndarveruleiki ekki náð umfangsmikilli útbreiðslu. Ég er þó ekki frá því að sýndarveruleikabúnaður Sony sé stórt skref í rétta átt. Í dýrari kantinum PSVR 2 verður aðgengilegur kaupendum þann 22. febrúar. Ég veit ekki hvað búnaðurinn mun kosta hér á Íslandi en úti er hann verðsettur á 550 dali og er það meira en báðar útgáfur PS5 kosta. Það samsvarar tæpum áttatíu þúsund krónum og það verður að segjast að það er töluverður slatti. Ég vil ekki segja hvort kaupin séu þess virði. Það verður hver að ákveða fyrir sig. Það sem ég get sagt er að ég hef skemmt mér konunglega við spilunina og hlakka til þess að sjá hvað leikjaframleiðendur framleiða á komandi árum. Búnaðurinn er ekki þungur, þó hann sé nokkuð fyrirferðarmikill, og hægt er að nota hann með gleraugu. Sem er plús. Sýndarveruleikinn býður upp á 110 gráðu sjónsvið, 4K HDR og styður allt að 120Hz. Þá geta gleraugun skynjað hvað þú ert að horfa á. Stundum þarf ekki að færa neitt til að velja valmyndir og nóg að horfa á þær. Þegar maður byrjar leiki er maður beðinn um að horfa í kringum sig og búnaðurinn greinir hversu mikið svæði þú hefur til að hreyfa þig. Farir þú út fyrir það, sem er auðvelt, ertu varaður við. Sé maður sitjandi getur maður látið tölvuna mynda lítinn hring í kringum sig og er maður varaður við þegar maður fer úr honum. Fjarstýringarnar eru léttar og þægilegar. Í gegnum þær getur maður stundum skynjað hreyfingar og liðið eins og maður haldi raunverulega í eitthvað í gegnum það sem Sony kallar Haptic Feedback en eigendur PS5 ættu þegar að kannast við það. Hef fátt neikvætt að segja Ef ég hef eitthvað neikvætt að segja í bili er það að mér hefur orðið smá flökurt við spilun. Það hefur reyndar gerst eftir nokkrar klukkustundir og gæti verið mitt vandamál frekar en vandamál Sony. Þá getur verið pirrandi að skynjarar búnaðarins virka ekki nema í góðu ljósi og án þess er manni reglulega hent út úr leikjum fyrir að vera kominn út fyrir áðurnefnt öruggt svæði. Heyrnartólin sem fylgja búnaðinum eru ekkert merkileg en hann virkar vel með Pulse heyrnartólunum sem Sony selur og þau gefa manni mun betra hljóð. Þau heyrnartól með gleraugunum valda því að manni verður svolítið heitt á hausnum eftir smá tíma. Það er einnig smá pirrandi að sýndarveruleikagleraugun þurfa að vera tengd við tölvuna með snúru og ég hef oftar en einu sinni lent í því að stíga á hana. Leikirnir mikilvægastir Það sem skiptir mestu máli varðandi það hvort PSVR2 slái í gegn hjá notendum eða ekki eru leikirnir. Það skiptir lykilmáli fyrir Sony að gefa út góða og áhugaverða leiki fyrir PSVR2 á næstu árum og halda uppi áhuga á sýndarveruleikanum. Ég ætla að leyfa mér að segja að leikjaútgáfan fari nokkuð vel af stað og þá sérstaklega með leiknum Horizon Call of the Mountain. Þessi leikur er úr söguheimi Horizon Zero Dawn og Forbidden West, þar sem frumbygginn Aloy berst við risaeðluvélmenni. Call of the Mountain er þrusugóður leikur og sýnir glögglega hve langt tæknin hjá Sony er komin. Í COTM setur maður sig í spor Ryas, Carja hermanns sem sveik konunginn og endaði í fangelsi. Sem Ryas þarf maður að bjarga bróður sínum og heiminum í leiðinni. Þetta gerir maður með því að klifra fjöll og berjast við vélmenni með boga og örvum. Allt virkar þetta gífurlega vel í sýndarveruleika og það er sérstaklega gaman að berjast við vélmenni með því að skjóta úr sýndarveruleikaboga Ryas. Fjarstýringar PSVR2 láta mann á köflum finna fyrir örvunum og boganum, til dæmis þegar maður skýtur ör beint í augað á Watcher. Grafík COTM er merkilega góð og það er nokkuð merkilegt að verða lofthræddur sitjandi í stól í stofunni heima. Í leiknum er hægt að taka upp hluti sem maður sér á förnum vegi og leika sér með þá. Ég komst líka að því að persónu COTM eru ekki ánægðar þegar maður reynir að pota í hausinn á þeim en þeir verða ekkert reiðir þegar maður reynir að kýla þá. Mér finnst líka sérstaklega gaman að mála myndir á veggi hella í COTM og brjóta diska sem ég finn á förnum vegi. Auk þess að hafa fengið PSVR2 búnaðinn frá Sony hef ég einnig fengið aðgang að þó nokkrum leikjum sem hannaðir eru fyrir sýndarveruleika, eins og Call of the Mountain. Ég stefni á að skrifa frekar um leikina sem ég hef verið að prófa á næstu dögum. Samantekt-ish Ég er tilbúinn til að segja að búnaðurinn og tæknin sem hann nýtir býður upp á mjög mikla möguleika varðandi leikjaútgáfu næstu ára. Það er vonandi að Sony leggi mikinn metnað í það. Þá er vert að taka fram að það er ekki hægt að spila gamla VR leiki með þessum búnaði, ef þeir leikir hafa ekki verið uppfærðir. Eins og áður segir er PSVR 2 nokkuð dýr búnaður, eins og nánast öll sýndarveruleikagleraugu eru. Annars hef ég fátt neikvætt um nýjan sýndarveruleikabúnað Sony að segja, sem ég hef ekki nefnt hér að ofan. Ég er ekki hokinn af reynslu með sýndarveruleika en hef prófað margskonar gleraugu og þetta eru þau langbestu sem ég hef séð hingað til. Leikjavísir Sony Kafað dýpra Leikjadómar Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Ég hef í gegnum árin oftast verið þeirrar skoðunar að sýndarveruleiki verði líklegast aldrei meira en einhvers konar sjónarspil sem fólk getur skoðað og þótt flott í smá stund, en nái aldrei mikilli útbreiðslu eða verði móðins. Þá skoðun mína hef ég að mestu byggt á því annars vegar að búnaðurinn er oft mjög dýr og hins vegar að það getur verið óþægilegt að sitja á brókinni heima hjá sér, sveiflandi höndunum út í loftið með sýndarveruleikagleraugu og heyrnartól á hausnum, á meðan innbrotsþjófar spígspora um íbúðina og stela öllu steini léttara. Það síðasta sem þeir myndu gera væru að slá mann í rot og stela tölvunni og sýndarveruleikagleraugunum. Önnur og minni ástæða er að það hefur enginn verið kúl með sýndarveruleikagleraugu á hausnum. Það er bara eitthvað sem hefur aldrei gerst. Er framtíðin loksins komin, aftur? Í grein sem ég skrifaði í Fréttablaðið fyrir nærri því tíu árum velti ég því fyrir mér hvort sýndarveruleiki væri framtíð tölvuleikja, aftur. Þar sagði ég að margir teldu það einungis tímaspursmál að sýndarveruleiki yrði hluti af okkar daglega lífi. Á hinn bóginn væri mögulegt að eftir tuttugu ár myndi fólk lesa eina grein til viðbótar um það hvernig sýndarveruleiki myndi breyta lífi fólks á næstu árum. Sjá einnig: Er sýndarveruleiki framtíð tölvuleikja, aftur? Núna eru liðin tíu ár en síðan þá hefur sýndarveruleiki ekki náð umfangsmikilli útbreiðslu. Ég er þó ekki frá því að sýndarveruleikabúnaður Sony sé stórt skref í rétta átt. Í dýrari kantinum PSVR 2 verður aðgengilegur kaupendum þann 22. febrúar. Ég veit ekki hvað búnaðurinn mun kosta hér á Íslandi en úti er hann verðsettur á 550 dali og er það meira en báðar útgáfur PS5 kosta. Það samsvarar tæpum áttatíu þúsund krónum og það verður að segjast að það er töluverður slatti. Ég vil ekki segja hvort kaupin séu þess virði. Það verður hver að ákveða fyrir sig. Það sem ég get sagt er að ég hef skemmt mér konunglega við spilunina og hlakka til þess að sjá hvað leikjaframleiðendur framleiða á komandi árum. Búnaðurinn er ekki þungur, þó hann sé nokkuð fyrirferðarmikill, og hægt er að nota hann með gleraugu. Sem er plús. Sýndarveruleikinn býður upp á 110 gráðu sjónsvið, 4K HDR og styður allt að 120Hz. Þá geta gleraugun skynjað hvað þú ert að horfa á. Stundum þarf ekki að færa neitt til að velja valmyndir og nóg að horfa á þær. Þegar maður byrjar leiki er maður beðinn um að horfa í kringum sig og búnaðurinn greinir hversu mikið svæði þú hefur til að hreyfa þig. Farir þú út fyrir það, sem er auðvelt, ertu varaður við. Sé maður sitjandi getur maður látið tölvuna mynda lítinn hring í kringum sig og er maður varaður við þegar maður fer úr honum. Fjarstýringarnar eru léttar og þægilegar. Í gegnum þær getur maður stundum skynjað hreyfingar og liðið eins og maður haldi raunverulega í eitthvað í gegnum það sem Sony kallar Haptic Feedback en eigendur PS5 ættu þegar að kannast við það. Hef fátt neikvætt að segja Ef ég hef eitthvað neikvætt að segja í bili er það að mér hefur orðið smá flökurt við spilun. Það hefur reyndar gerst eftir nokkrar klukkustundir og gæti verið mitt vandamál frekar en vandamál Sony. Þá getur verið pirrandi að skynjarar búnaðarins virka ekki nema í góðu ljósi og án þess er manni reglulega hent út úr leikjum fyrir að vera kominn út fyrir áðurnefnt öruggt svæði. Heyrnartólin sem fylgja búnaðinum eru ekkert merkileg en hann virkar vel með Pulse heyrnartólunum sem Sony selur og þau gefa manni mun betra hljóð. Þau heyrnartól með gleraugunum valda því að manni verður svolítið heitt á hausnum eftir smá tíma. Það er einnig smá pirrandi að sýndarveruleikagleraugun þurfa að vera tengd við tölvuna með snúru og ég hef oftar en einu sinni lent í því að stíga á hana. Leikirnir mikilvægastir Það sem skiptir mestu máli varðandi það hvort PSVR2 slái í gegn hjá notendum eða ekki eru leikirnir. Það skiptir lykilmáli fyrir Sony að gefa út góða og áhugaverða leiki fyrir PSVR2 á næstu árum og halda uppi áhuga á sýndarveruleikanum. Ég ætla að leyfa mér að segja að leikjaútgáfan fari nokkuð vel af stað og þá sérstaklega með leiknum Horizon Call of the Mountain. Þessi leikur er úr söguheimi Horizon Zero Dawn og Forbidden West, þar sem frumbygginn Aloy berst við risaeðluvélmenni. Call of the Mountain er þrusugóður leikur og sýnir glögglega hve langt tæknin hjá Sony er komin. Í COTM setur maður sig í spor Ryas, Carja hermanns sem sveik konunginn og endaði í fangelsi. Sem Ryas þarf maður að bjarga bróður sínum og heiminum í leiðinni. Þetta gerir maður með því að klifra fjöll og berjast við vélmenni með boga og örvum. Allt virkar þetta gífurlega vel í sýndarveruleika og það er sérstaklega gaman að berjast við vélmenni með því að skjóta úr sýndarveruleikaboga Ryas. Fjarstýringar PSVR2 láta mann á köflum finna fyrir örvunum og boganum, til dæmis þegar maður skýtur ör beint í augað á Watcher. Grafík COTM er merkilega góð og það er nokkuð merkilegt að verða lofthræddur sitjandi í stól í stofunni heima. Í leiknum er hægt að taka upp hluti sem maður sér á förnum vegi og leika sér með þá. Ég komst líka að því að persónu COTM eru ekki ánægðar þegar maður reynir að pota í hausinn á þeim en þeir verða ekkert reiðir þegar maður reynir að kýla þá. Mér finnst líka sérstaklega gaman að mála myndir á veggi hella í COTM og brjóta diska sem ég finn á förnum vegi. Auk þess að hafa fengið PSVR2 búnaðinn frá Sony hef ég einnig fengið aðgang að þó nokkrum leikjum sem hannaðir eru fyrir sýndarveruleika, eins og Call of the Mountain. Ég stefni á að skrifa frekar um leikina sem ég hef verið að prófa á næstu dögum. Samantekt-ish Ég er tilbúinn til að segja að búnaðurinn og tæknin sem hann nýtir býður upp á mjög mikla möguleika varðandi leikjaútgáfu næstu ára. Það er vonandi að Sony leggi mikinn metnað í það. Þá er vert að taka fram að það er ekki hægt að spila gamla VR leiki með þessum búnaði, ef þeir leikir hafa ekki verið uppfærðir. Eins og áður segir er PSVR 2 nokkuð dýr búnaður, eins og nánast öll sýndarveruleikagleraugu eru. Annars hef ég fátt neikvætt um nýjan sýndarveruleikabúnað Sony að segja, sem ég hef ekki nefnt hér að ofan. Ég er ekki hokinn af reynslu með sýndarveruleika en hef prófað margskonar gleraugu og þetta eru þau langbestu sem ég hef séð hingað til.
Leikjavísir Sony Kafað dýpra Leikjadómar Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira