Thelma Dís skoraði 34 stig á 35 mínútum í leiknum en hún jafnaði skólametið með því að skora níu þriggja stiga körfur.
A record-tying night for @thelmadis10
— Ball State WBB (@BallStateWBB) February 16, 2023
10 straight wins
13-0 at home
What a night #ChirpChirp x #WeFly pic.twitter.com/8bVyp8SBy1
Ball State vann leikinn 78-53. Thelma deilir nú metinu með Audrey Spencer sem er aðstoðarþjálfari liðsins í dag.
Thelma hitti úr 9 af 13 skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna en það gerir 69 prósent nýtingu. Þristarnir í nótt þýða að hún hefur nú skorað þrjú hundruð þriggja stiga körfur fyrir skólann.
Thelma er með 13,2 stig og 3,7 fráköst að meðaltali í leik á þessu tímabili. Hún hefur hitti úr 42 prósent þriggja stiga skota sinna á tímabilinu og er alls með 83 þrista i 26 leikjum.
What an awesome night in Worthen Arena.
— Ball State WBB (@BallStateWBB) February 16, 2023
A special thanks to all of our Cardinal supporters. #ChirpChirp x #WeFly
: https://t.co/nhU8j0uZl6
Móðir Thelmu er ein besta þriggja stiga skytta sem Ísland hefur átt en það er Björg Hafsteinsdóttir. Björg átti lengi bæði þriggja stiga metið í kvennalandsliðinu sem og í efstu deild kvenna.