„Okkur finnast þetta vera stjórnsýsluleg fantabrögð“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. mars 2023 06:41 Sigríður og fulltrúar úr stjórn Trés lífsins funduðu með dómsmálaráðherra í maí í fyrra. Þeim þykir þeir hafa verið teymdir áfram á asnaeyrunum. „Við erum algjörlega steinhissa og í raun misboðið yfir þeim fréttum að ráðuneytið skuli þegar eiga í viðræðum við KGRP um rekstur nýrra bálstofu,“ segir Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, forsvarskona og stofnandi Trés lífsins. Tré lífsins, samtök um stofnun og rekstur bálstofu og minningagarðs, fékk þær upplýsingar í desember síðastliðnum að dómsmálaráðuneytið hefði „á haustmánuðum“ átt í viðræðum við Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma um áframhaldandi rekstur þeirra á bálstofu. Í svarinu sagði að líkbrennsluofnar bálstofu KGRP í Fossvogi væru komnir til ára sinna og þörfnuðust endurnýjunar. Af þessum sökum hefði ráðuneytið haft „málefni bálstofu“ til athugunar um nokkurt skeið. Fyrir lægi að bæði KGRP og Tré lífsins vildu starfrækja bálstofu en aðilar virtust sammála um að aðeins eina bálstofu þyrfti til með hliðsjón af mannfjölda. Engar skýringar eru gefnar á ákvörðun ráðuneytisins um að ganga til viðræðna við KGRP aðrar en þær að samkomulag um verkefnið sé í gildi og að framlag ríkissjóðs hafi staðið undir kostnaði við alla líkbrennslu hingað til. „Ráðuneytið telur ekki tilefni til að gera breytingar á því samkomulagi að sinni,“ segir í svarinu. „Líður eins og við höfum verið plötuð“ Sigríður segir í samtali við fréttastofu að tíðindin hafi komið stórkostlega á óvart, ekki síst í ljósi þess sem á undan var gengið. Tré lífsins hefur talað fyrir því frá árinu 2019 að komið yrði á fót bálstofu á Íslandi óháðri trúarbrögðum og átt fundi með fjölda ráðamanna og aðstoðarmönnum þeirra. Félagið hefur meðal annars fundað með Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra og átt í samskiptum við Hauk Guðmundsson, ráðuneytisstjóra í dómsmálaráðuneytinu, Brynjar Níelsson, aðstoðarmann dómsmálaráðherra, Ingvar Smára Birgisson, aðstoðarmann fjármálaráðherra, og starfsmenn dómsmálaráðuneytisins. Alls staðar fengust þau svör að málið væri í skoðun eða yrði skoðað og að marka ætti stefnu til framtíðar. Bálstofan í Fossvogi hefur verið starfrækt frá 1948. Ofnar hennar eru komnir til ára sinna og athugasemdir verið gerðar vegna mengunarvarna.KGRP Sjálfur sagði dómsmálaráðherra í ræðu á Alþingi 22. september síðastliðinn: „Það er búið að vera til skoðunar í ráðuneytinu núna hvernig þessum málum verður hagað til framtíðar og í þessu eins og öðru hefur tækninni fleygt fram. Það eru margir möguleikar í stöðunni og kostnaður við uppbyggingu á slíku er miklu minni en áður var og möguleikar á að hafa alla umgjörð miklu einfaldari. Við erum í farvegi með að ákveða það í ráðuneytinu hver tillaga okkar verður um framtíðarskipan þessara mála. Það þarf auðvitað að vera þannig að sá rekstur sé ekki háður neinum sérstökum trúfélögum. Þessi þjónusta er óháð trúfélögum og á að vera það. Það er mín skoðun.“ „Okkur hafði verið talin trú um að það myndi fara fram fagleg úttekt á málaflokknum þar sem ólíkir aðilar yrðu kallaðir til samráðs. Enda er þetta stórt mál sem varðar alla þjóðina til framtíðar,“ segir Sigríður um yfirlýsingar ráðherra og ráðuneytisins. „Okkur finnast þetta vera stjórnsýsluleg fantabrögð og líður eins og við höfum verið plötuð.“ Skortur á rökstuðningi Engin opinber umræða fór fram um málið né var það lagt í samráðsgátt stjórnvalda. Þá þykir Sigríði hart að hafa engar upplýsingar fengið um ákvörðun ráðuneytisins fyrr en í svörum við fyrirspurn um gang málsins. Ekki var upplýst um ákvörðunina opinberlega og hún er, sem fyrr segir, ekki rökstudd í svarinu til Trés lífsins. Liður í vinnunni í dómsmálaráðuneytinu virðist hins vegar hafa verið skýrsla sem unnin var af GLITver ehf., fyrirtæki í eigu Garðars Lárussonar ráðgjafa, sem virðist hafa verið skilað í apríl 2021. Í skýrslunni, sem fréttastofa hefur undir höndum, er hlaupið yfir sögu og þróun bálfara á Íslandi, farið yfir þá valkosti sem eru í stöðunni varðandi brennsluofna og staðsetningu bálstofu, og fjallað lauslega um tillögur Trés lífsins og KGRP. Líkbrennsla gæti varðað þjóðaröryggi Í skýrslunni sem unnin var fyrir dómsmálaráðuneytið er meðal annars fjallað um fjölda bálfara og aukningu þar á en árið 2021 voru 40,3 prósent látinna brenndir. Hlutfallið var 6,7 prósent árið 2001. Leiddar eru líkur að því í skýrslunni að bálförum mun fjölga enn meira á næstu árum, meðal annars með tilliti til Norðurlanda þar sem allt að 85 prósent látinna eru brenndir. Þá segir að forsendur gætu skapast fyrir líkbrennsluofnum annars staðar en í Reykjavík, til að mynda fyrir norðan. Í þessu samhengi er einnig vikið að mögulegum náttúruhamförum eða farsóttum, sem gætu lagt marga í valinn á stuttum tíma. Þá gæti drepsótt verið þess eðlis að nauðsynlegt yrði að brenna látna, til að mynda til að koma í veg fyrir jarðvegsmengun. „Það kann því að varða þjóðaröryggi að tryggt sé að allnokkur umframgeta til líkbrennslu sé í landinu, gjarnan á fleiri en einum stað, til að ekki þurfi að flytja hina látnu milli landshluta með þeirri smithættu sem það kynni að valda,“ segir í skýrslunni. Komið er stuttlega inn á þann möguleika að sveitarfélögin komi að rekstri bálstofa og þá heyrist þær raddir að líkbrennsla sé ekki frábrugðin annarri þjónustu við aðstandendur látinna sem sinnt er af einkaaðilum, til að mynda útfararþjónusta, útleiga sala, veitingaþjónusta og hljóðfæraleikur. „Nokkrar breytingar hafa orðið á samsetningu þjóðarinnar hin seinustu ár og minna hlutfall hennar er skráð í þjóðkirkjuna. Það má segja að fjölmenningarsamfélag hafi skapast á Íslandi og til að mæta þörfum þess kann að vera rétt að athuga og leggja mat á hvort umhverfi til líkbrennslu ætti að vera án tengingar við trúarbrögð látins einstaklings eða aðstandenda viðkomandi,“ segir í lokaorðum skýrslunnar. Engin afstaða er tekin til þess hvort sé fýsilegra, að viðhalda núverandi fyrirkomulagi eða skoða aðra kosti. Tré lífsins nýtur stuðnings að minnsta kosti fimm trúar- og lífsskoðunarfélaga, sem hafa kallað eftir því að óháður aðili taki við bálfaraþjónustu á Íslandi. Umrædd félög eru Ásatrúarfélagið, Fríkirkjan í Reykjavík, Óháði söfnuðurinn, Siðmennt og Búddistasamtökin SGI á Íslandi. Í yfirlýsingu sem félögin sendu frá sér í mars í fyrra er meðal annars bent að á landinu séu skráð yfir 50 trúar- og lífsskoðunarfélög. Um 285 þúsund einstaklingar tilheyra félögunum en 55 þúsund öðrum óskráðum félögum og þá standi 83 þúsund einstaklingar utan trúar- og lífsskoðunarfélaga. Stefna á nýja bálstofu á Hallsholti Kirkjugarðaráð gaf út skýrslu í október 2021 um hönnun og kostnað við byggingu og rekstur nýrrar bálstofu á Hallsholti við Gufuneskirkjugarð, að beiðni ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytisins. Þar segir meðal annars að á fundi í dómsmálaráðuneytinu í mars 2021 hefði komið fram að framkvæmdastjórn og forstjóri KGRP teldu fjárhagslega útilokað að KGRP gætu tekið að sér að byggja og reka nýja bálstofu. Þetta kallaði á endurskoðun eignarhalds og reksturs. „Kirkjugarðaráð lagði áherslu á að eignarhald og rekstur bálstofu á Íslandi yrði áfram á vegum hins opinbera og heppilegast væri að um samvinnuverkefni ríkis, sveitarfélaga og kirkjugarða landsins yrði að ræða,“ segir í skýrslunni. Þar er nýrri bálstofu lýst og eru hugmyndirnar um margt áþekkar þeim sem forsvarsmenn Trés lífsins hafa sett fram. Athafnarýmin verða þrjú, þar sem syrgjendur geta kvatt kistu ástvinar, fylgst með bálförinni ef þeir óska þess og fengið duftkerið afhent. Kirkjugarðaráð telur best að bálfaraþjónusta verði áfram á höndum hins opinbera. Fimm eiga sæti í ráðinu; fulltrúar biskups, Kirkjuþings, KGRP, Minjastofnunar og Sambands íslenskra sveitarfélaga.Kirkjugarðaráð Þá er gert ráð fyrir kveðju- og afhendingartorgum þar sem aðstanendur geta safnast saman fyrir og eftir athöfn og að lokum er gert ráð fyrir að ýmsir möguleikar verði í boði hvað varðar öskuna, til dæmis greftrun í kirkjugarði eða minningarlundi eða dreifing í nærliggjandi trjálundi. Heildarkostnaður við framkvæmdina og nýja brennsluofna var metinn á 1,2 milljarða króna og áætlaður kostnaður við hverja bálför 80 til 100 þúsund krónur. Lagt er til að sett verði á laggirnar sjálfseignarstofnun sem ríki, sveitarfélögin og kirkjugarðar landsins standa að og að stjórn hennar verði skipuð fulltrúum fyrrnefndra aðila. Stofnunin geri svo samning við ríkið um fjármögnun og rekstur bálstofunnar. Endalok Trés lífsins? Sigríður Bylgja hefur fyrir hönd Trés lífsins sent dómsmálaráðuneytinu formlega fyrirspurn og óskað svara við því hvort búið sé að ákveða að ríkið fjármagni nýja bálstofu á vegum kirkjugarðanna og hvort horft hafi verið til þess að ný bálstofa muni ekki kosta ríkið krónu umfram reglubundið framlag til bálfara ef Tré lífsins tekur við verkefninu. Að sögn Sigríðar hefur Tré lífsins þegar fengið vilyrði fyrir 80 prósent framkvæmdakostnaðar við nýja bálstofu í Rjúpnadal í Garðabæ, þar sem félagið hefur fengið vilyrði fyrir lóð, og það sé grafalvarlegt ef ráðuneytið sé búið að taka ákvörðun um að ganga til samninga við KGRP á án þess að rökstyðja þá niðurstöðu. „Ef ekki verður af Tré lífsins þá er margra ára vinna farin í vaskinn og vonir fjölda fólks sem styðja og trúa á verkefnið verða að engu. Við erum að reyna að bjóða upp á óháðan valmöguleika við að kveðja þessa tilvist en ef ráðuneytið stendur við sína ákvörðun verður ekki hægt að deyja á Íslandi án þess að fara í gegnum eitt trúfélag,“ segir Sigríður. „Stjórn Tré lífsins skorar á dómsmálaráðherra og ríkisstjórnina alla að endurskoða þessa ákvörðun og svara þeim spurningum sem er ósvarað varðandi þetta mál. Við biðlum til þingmanna og almennings að kynna sér málið þar sem það er mikilvægt og varðar okkur öll. Þetta er ekki réttlát og sanngjörn málsmeðferð og skilar ekki bestu niðurstöðunni fyrir framtíð bálfaramála á Íslandi.“ Kirkjugarðar Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Þrír frambjóðendur detta út Sjá meira
Tré lífsins, samtök um stofnun og rekstur bálstofu og minningagarðs, fékk þær upplýsingar í desember síðastliðnum að dómsmálaráðuneytið hefði „á haustmánuðum“ átt í viðræðum við Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma um áframhaldandi rekstur þeirra á bálstofu. Í svarinu sagði að líkbrennsluofnar bálstofu KGRP í Fossvogi væru komnir til ára sinna og þörfnuðust endurnýjunar. Af þessum sökum hefði ráðuneytið haft „málefni bálstofu“ til athugunar um nokkurt skeið. Fyrir lægi að bæði KGRP og Tré lífsins vildu starfrækja bálstofu en aðilar virtust sammála um að aðeins eina bálstofu þyrfti til með hliðsjón af mannfjölda. Engar skýringar eru gefnar á ákvörðun ráðuneytisins um að ganga til viðræðna við KGRP aðrar en þær að samkomulag um verkefnið sé í gildi og að framlag ríkissjóðs hafi staðið undir kostnaði við alla líkbrennslu hingað til. „Ráðuneytið telur ekki tilefni til að gera breytingar á því samkomulagi að sinni,“ segir í svarinu. „Líður eins og við höfum verið plötuð“ Sigríður segir í samtali við fréttastofu að tíðindin hafi komið stórkostlega á óvart, ekki síst í ljósi þess sem á undan var gengið. Tré lífsins hefur talað fyrir því frá árinu 2019 að komið yrði á fót bálstofu á Íslandi óháðri trúarbrögðum og átt fundi með fjölda ráðamanna og aðstoðarmönnum þeirra. Félagið hefur meðal annars fundað með Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra og átt í samskiptum við Hauk Guðmundsson, ráðuneytisstjóra í dómsmálaráðuneytinu, Brynjar Níelsson, aðstoðarmann dómsmálaráðherra, Ingvar Smára Birgisson, aðstoðarmann fjármálaráðherra, og starfsmenn dómsmálaráðuneytisins. Alls staðar fengust þau svör að málið væri í skoðun eða yrði skoðað og að marka ætti stefnu til framtíðar. Bálstofan í Fossvogi hefur verið starfrækt frá 1948. Ofnar hennar eru komnir til ára sinna og athugasemdir verið gerðar vegna mengunarvarna.KGRP Sjálfur sagði dómsmálaráðherra í ræðu á Alþingi 22. september síðastliðinn: „Það er búið að vera til skoðunar í ráðuneytinu núna hvernig þessum málum verður hagað til framtíðar og í þessu eins og öðru hefur tækninni fleygt fram. Það eru margir möguleikar í stöðunni og kostnaður við uppbyggingu á slíku er miklu minni en áður var og möguleikar á að hafa alla umgjörð miklu einfaldari. Við erum í farvegi með að ákveða það í ráðuneytinu hver tillaga okkar verður um framtíðarskipan þessara mála. Það þarf auðvitað að vera þannig að sá rekstur sé ekki háður neinum sérstökum trúfélögum. Þessi þjónusta er óháð trúfélögum og á að vera það. Það er mín skoðun.“ „Okkur hafði verið talin trú um að það myndi fara fram fagleg úttekt á málaflokknum þar sem ólíkir aðilar yrðu kallaðir til samráðs. Enda er þetta stórt mál sem varðar alla þjóðina til framtíðar,“ segir Sigríður um yfirlýsingar ráðherra og ráðuneytisins. „Okkur finnast þetta vera stjórnsýsluleg fantabrögð og líður eins og við höfum verið plötuð.“ Skortur á rökstuðningi Engin opinber umræða fór fram um málið né var það lagt í samráðsgátt stjórnvalda. Þá þykir Sigríði hart að hafa engar upplýsingar fengið um ákvörðun ráðuneytisins fyrr en í svörum við fyrirspurn um gang málsins. Ekki var upplýst um ákvörðunina opinberlega og hún er, sem fyrr segir, ekki rökstudd í svarinu til Trés lífsins. Liður í vinnunni í dómsmálaráðuneytinu virðist hins vegar hafa verið skýrsla sem unnin var af GLITver ehf., fyrirtæki í eigu Garðars Lárussonar ráðgjafa, sem virðist hafa verið skilað í apríl 2021. Í skýrslunni, sem fréttastofa hefur undir höndum, er hlaupið yfir sögu og þróun bálfara á Íslandi, farið yfir þá valkosti sem eru í stöðunni varðandi brennsluofna og staðsetningu bálstofu, og fjallað lauslega um tillögur Trés lífsins og KGRP. Líkbrennsla gæti varðað þjóðaröryggi Í skýrslunni sem unnin var fyrir dómsmálaráðuneytið er meðal annars fjallað um fjölda bálfara og aukningu þar á en árið 2021 voru 40,3 prósent látinna brenndir. Hlutfallið var 6,7 prósent árið 2001. Leiddar eru líkur að því í skýrslunni að bálförum mun fjölga enn meira á næstu árum, meðal annars með tilliti til Norðurlanda þar sem allt að 85 prósent látinna eru brenndir. Þá segir að forsendur gætu skapast fyrir líkbrennsluofnum annars staðar en í Reykjavík, til að mynda fyrir norðan. Í þessu samhengi er einnig vikið að mögulegum náttúruhamförum eða farsóttum, sem gætu lagt marga í valinn á stuttum tíma. Þá gæti drepsótt verið þess eðlis að nauðsynlegt yrði að brenna látna, til að mynda til að koma í veg fyrir jarðvegsmengun. „Það kann því að varða þjóðaröryggi að tryggt sé að allnokkur umframgeta til líkbrennslu sé í landinu, gjarnan á fleiri en einum stað, til að ekki þurfi að flytja hina látnu milli landshluta með þeirri smithættu sem það kynni að valda,“ segir í skýrslunni. Komið er stuttlega inn á þann möguleika að sveitarfélögin komi að rekstri bálstofa og þá heyrist þær raddir að líkbrennsla sé ekki frábrugðin annarri þjónustu við aðstandendur látinna sem sinnt er af einkaaðilum, til að mynda útfararþjónusta, útleiga sala, veitingaþjónusta og hljóðfæraleikur. „Nokkrar breytingar hafa orðið á samsetningu þjóðarinnar hin seinustu ár og minna hlutfall hennar er skráð í þjóðkirkjuna. Það má segja að fjölmenningarsamfélag hafi skapast á Íslandi og til að mæta þörfum þess kann að vera rétt að athuga og leggja mat á hvort umhverfi til líkbrennslu ætti að vera án tengingar við trúarbrögð látins einstaklings eða aðstandenda viðkomandi,“ segir í lokaorðum skýrslunnar. Engin afstaða er tekin til þess hvort sé fýsilegra, að viðhalda núverandi fyrirkomulagi eða skoða aðra kosti. Tré lífsins nýtur stuðnings að minnsta kosti fimm trúar- og lífsskoðunarfélaga, sem hafa kallað eftir því að óháður aðili taki við bálfaraþjónustu á Íslandi. Umrædd félög eru Ásatrúarfélagið, Fríkirkjan í Reykjavík, Óháði söfnuðurinn, Siðmennt og Búddistasamtökin SGI á Íslandi. Í yfirlýsingu sem félögin sendu frá sér í mars í fyrra er meðal annars bent að á landinu séu skráð yfir 50 trúar- og lífsskoðunarfélög. Um 285 þúsund einstaklingar tilheyra félögunum en 55 þúsund öðrum óskráðum félögum og þá standi 83 þúsund einstaklingar utan trúar- og lífsskoðunarfélaga. Stefna á nýja bálstofu á Hallsholti Kirkjugarðaráð gaf út skýrslu í október 2021 um hönnun og kostnað við byggingu og rekstur nýrrar bálstofu á Hallsholti við Gufuneskirkjugarð, að beiðni ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytisins. Þar segir meðal annars að á fundi í dómsmálaráðuneytinu í mars 2021 hefði komið fram að framkvæmdastjórn og forstjóri KGRP teldu fjárhagslega útilokað að KGRP gætu tekið að sér að byggja og reka nýja bálstofu. Þetta kallaði á endurskoðun eignarhalds og reksturs. „Kirkjugarðaráð lagði áherslu á að eignarhald og rekstur bálstofu á Íslandi yrði áfram á vegum hins opinbera og heppilegast væri að um samvinnuverkefni ríkis, sveitarfélaga og kirkjugarða landsins yrði að ræða,“ segir í skýrslunni. Þar er nýrri bálstofu lýst og eru hugmyndirnar um margt áþekkar þeim sem forsvarsmenn Trés lífsins hafa sett fram. Athafnarýmin verða þrjú, þar sem syrgjendur geta kvatt kistu ástvinar, fylgst með bálförinni ef þeir óska þess og fengið duftkerið afhent. Kirkjugarðaráð telur best að bálfaraþjónusta verði áfram á höndum hins opinbera. Fimm eiga sæti í ráðinu; fulltrúar biskups, Kirkjuþings, KGRP, Minjastofnunar og Sambands íslenskra sveitarfélaga.Kirkjugarðaráð Þá er gert ráð fyrir kveðju- og afhendingartorgum þar sem aðstanendur geta safnast saman fyrir og eftir athöfn og að lokum er gert ráð fyrir að ýmsir möguleikar verði í boði hvað varðar öskuna, til dæmis greftrun í kirkjugarði eða minningarlundi eða dreifing í nærliggjandi trjálundi. Heildarkostnaður við framkvæmdina og nýja brennsluofna var metinn á 1,2 milljarða króna og áætlaður kostnaður við hverja bálför 80 til 100 þúsund krónur. Lagt er til að sett verði á laggirnar sjálfseignarstofnun sem ríki, sveitarfélögin og kirkjugarðar landsins standa að og að stjórn hennar verði skipuð fulltrúum fyrrnefndra aðila. Stofnunin geri svo samning við ríkið um fjármögnun og rekstur bálstofunnar. Endalok Trés lífsins? Sigríður Bylgja hefur fyrir hönd Trés lífsins sent dómsmálaráðuneytinu formlega fyrirspurn og óskað svara við því hvort búið sé að ákveða að ríkið fjármagni nýja bálstofu á vegum kirkjugarðanna og hvort horft hafi verið til þess að ný bálstofa muni ekki kosta ríkið krónu umfram reglubundið framlag til bálfara ef Tré lífsins tekur við verkefninu. Að sögn Sigríðar hefur Tré lífsins þegar fengið vilyrði fyrir 80 prósent framkvæmdakostnaðar við nýja bálstofu í Rjúpnadal í Garðabæ, þar sem félagið hefur fengið vilyrði fyrir lóð, og það sé grafalvarlegt ef ráðuneytið sé búið að taka ákvörðun um að ganga til samninga við KGRP á án þess að rökstyðja þá niðurstöðu. „Ef ekki verður af Tré lífsins þá er margra ára vinna farin í vaskinn og vonir fjölda fólks sem styðja og trúa á verkefnið verða að engu. Við erum að reyna að bjóða upp á óháðan valmöguleika við að kveðja þessa tilvist en ef ráðuneytið stendur við sína ákvörðun verður ekki hægt að deyja á Íslandi án þess að fara í gegnum eitt trúfélag,“ segir Sigríður. „Stjórn Tré lífsins skorar á dómsmálaráðherra og ríkisstjórnina alla að endurskoða þessa ákvörðun og svara þeim spurningum sem er ósvarað varðandi þetta mál. Við biðlum til þingmanna og almennings að kynna sér málið þar sem það er mikilvægt og varðar okkur öll. Þetta er ekki réttlát og sanngjörn málsmeðferð og skilar ekki bestu niðurstöðunni fyrir framtíð bálfaramála á Íslandi.“
Líkbrennsla gæti varðað þjóðaröryggi Í skýrslunni sem unnin var fyrir dómsmálaráðuneytið er meðal annars fjallað um fjölda bálfara og aukningu þar á en árið 2021 voru 40,3 prósent látinna brenndir. Hlutfallið var 6,7 prósent árið 2001. Leiddar eru líkur að því í skýrslunni að bálförum mun fjölga enn meira á næstu árum, meðal annars með tilliti til Norðurlanda þar sem allt að 85 prósent látinna eru brenndir. Þá segir að forsendur gætu skapast fyrir líkbrennsluofnum annars staðar en í Reykjavík, til að mynda fyrir norðan. Í þessu samhengi er einnig vikið að mögulegum náttúruhamförum eða farsóttum, sem gætu lagt marga í valinn á stuttum tíma. Þá gæti drepsótt verið þess eðlis að nauðsynlegt yrði að brenna látna, til að mynda til að koma í veg fyrir jarðvegsmengun. „Það kann því að varða þjóðaröryggi að tryggt sé að allnokkur umframgeta til líkbrennslu sé í landinu, gjarnan á fleiri en einum stað, til að ekki þurfi að flytja hina látnu milli landshluta með þeirri smithættu sem það kynni að valda,“ segir í skýrslunni.
Kirkjugarðar Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Þrír frambjóðendur detta út Sjá meira