Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - KA/Þór 19-16 | Stjarnan ekki í vandræðum með vængbrotna Akureyringa

Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar
lena diego
vísir/Diego

Stjarnan tók á móti KA/Þór í Olís-deild kvenna í dag. Leikurinn fór hægt af stað og var varnarleikur beggja liða í aðalhlutverki. Það var lítið skorað á fyrstu mínútunum en leiddu Stjörnukonur með fimm mörkum, 11-6 í hálfleik. KA/Þór mætti betur í seinni hálfleik en tókst ekki að koma sér almennilega inn í leikinn og vann Stjarnan með þremur mörkum, 19-16.

Leikurinn fór hægt af stað og var sóknarleikur beggja liða slakur á fyrstu mínútum leiksins. Þegar tæplega stundarfjórðungur var liðinn var staðan 3-3. Þá rönkuðu Stjörnukonur við sér og komst betra flot á sóknarleik þeirra.  

KA/Þór hinsvegar áttu í töluverðum erfiðaleikum sóknarlega út allan fyrri hálfleikinn og skoruðu einungis sex mörk og fóru með hvert dauðafærið á fætur öðru. Stjarnan leiddi með fimm mörkum þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks, 11-6. 

KA/Þór mætti mun betur til leiks í seinni hálfleik og virtust þora að keyra á vörn Stjörnunnar en það var virkilega ábótavant í fyrri hálfleik. Um miðbik seinni hálfleiks var staðan 17-12. 

Sóknarleikur Stjörnunnar datt niður á síðasta stundarfjórðingi seinni hálfleik og skoruðu þær einungis tvö mörk. KA/Þór nýttu sér það og minnkuðu muninn hægt og rólega. KA/Þór náði 3-0 kafla á loka mínútunum og skildu liðin að með þriggja marka mun 19-16 .

Afhverju vann Stjarnan?

Varnarleikur Stjörnunnar var gríðarlega góðu allan leikinn og Darija Zecevic varði virkilega vel í markinu. Sóknarleikurinn var agaður í fyrri hálfleik og náðu þær góðri forystu.

Hverjar stóðu upp úr?

Hjá Stjörnunni var Anna Karen Hansdóttir atkvæðamest með sjö mörk. Darija Zecevic var virkilega góð í markinu með 17 bolta varða, 32% markvarsla og svo var vörnin í heild sinni virkilega góð. 

Hjá KA/Þór voru Hildur Lilja Jónsdóttir og Nathalia Soares Baliana atkvæðamestar með fjögur mörk hvor. Matea Lonac var besti leikmaðurinn liðsins í dag. Hún var með 15 bolta varða, 34% markvörslu. 

Hvað gekk illa?

Sóknarleikur KA/Þórs í fyrri hálfleik var ekki upp á marga fiska og skoruðu þær einungis 6 mörk í fyrri hálfleik ásamt því að fara með mörg dauðafæri og í heild klúðruðu þær fimm vítum. 

Sóknarleikur Stjörnunnar hrundi niður í seinni hálfleik en þær voru heppnar að vera komnar með góða forystu og sækja sigur. 

Hvað gerist næst?

Föstudaginn 24. febrúar kl 19:30 tekur Stjarnan á móti HK. Sunnudaginn 26. febrúar kl 14:30 tekur KA/Þór á móti Selfossi. 

Hrannar Guðmundsson: „Sóknarleikurinn var mjög stirður í seinni hálfleik“

Hrannar GuðmundssonVísir/Hulda Margrét

Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var sáttur með að fá tvö stig í þriggja marka sigri á móti KA/Þór í dag.

„Ég er ánægður að fá tvö stig. Vörnin var fín á köflum, sóknarleikurinn var mjög stirður í seinni hálfleik. Við vorum líka að láta hana taka, sérstaklega í fyrri hálfleik, alltof mikið af dauðafærum frá okkur. Það reyndist dýrt en svo síðasta korterið, tuttugu mínúturnar, var sóknarleikurinn mjög stirður.“

Það var lítið skorað á fyrstu mínútum leiksins og var Hrannar ósáttur með dauðafærin sem stelpurnar nýttu sér ekki. 

„Í byrjun, ef ég hugsa til baka, fannst mér við alveg fá dauðafæri sem við vorum ekki að nýta. Við erum rosalega mikið að koma meðfram markinu, við þurfum að vera meira direct.“ 

Hrannar vill byggja ofan á þennan leik en áfram er sóknarleikurinn áhyggjuefni. 

„Við þurfum að byggja ofan á þetta. Það var margt sem að við gerðum betur í þessum leik en við höfum gert. Við þurfum að halda því áfram að byggja ofan á það.“

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira