Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍR - KA 35-29 | Ótrúlegur viðsnúningur skilaði ÍR-ingum sigri Kári Mímisson skrifar 19. febrúar 2023 20:38 ÍR-ingar unnu mikilvægan sigur í dag. Vísir/Hulda Margrét ÍR lagði KA að velli með sex mörkum í Olís-deild karla í dag. Lokatölur í Skógarselinu urði 35-29 í mjög svo kaflaskiptum leik. Leikurinn byrjaði mjög jafn og liðin skoruðu til skiptis. Í stöðunni 8-8 tók hins vegar að skilja á milli liðanna þegar KA skoraði 4 mörk í röð virtist vera komið með yfirhöndina í leiknum. ÍR-ingar fóru illa með dauðafæri sín og norðanmenn refsuðu jafn óðum. Á skömmum tíma í seint í fyrri hálfleik tekur Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR tvö leikhlé. Það þurfti greinilega að segja ÍR-ingunum það tvisvar að þeir væru í bullandi fallbaráttu og þyrftu nauðsynlega á úrslitum að halda í þessum leik. Munurinn á liðinu var ótrúlegur eftir seinna leikhléið. Vísir/Hulda Margrét ÍR skoraði síðustu þrjú mörk hálfleiksins og minnkaði forskotið niður í þrjú mörk. Það má segja að lokamark hálfleiksins hafi verið einmitt það sem ÍR þurfti. KA fór í sjö á móti sex í síðustu sókn sinni. Norðanmenn fór illa að ráði sínu, misheppnuð sending endaði aftur fyrir endamörk. Ólafur Rafn var hins vegar fljótur að átta sig og náði boltanum á síðustu sekúndunni og grýtti yfir allan völinn og beint í netið. Stórkostlega gert hjá honum. Staðan í hálfleik 15-18 fyrir KA. Vísir/Hulda Margrét ÍR byrjaði svo seinni hálfleikinn alveg eins og þeir enduðu þann fyrri og skoraði fyrstu fjögur mörk hálfleiksins. Frábær viðsnúningur hjá heimamönnum sem voru á þessum tímapunkti komnir yfir og geisluðu af sjálfstrausti á meðan leikur KA gjörsamlega hrundi. Svo fór að ÍR kafsigldi KA í seinni hálfleiknum. Forystan varð mest sjö mörk og allir leikmenn liðsins sýndu sínar bestu hliðar. Lokatölur í Skógarselinu 35-29 fyrir ÍR. Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann ÍR? Bjarni náði að kveikja í liðinu. Það var nákvæmlega ekki neitt sem benti til þess að ÍR væri að fara vinna þennan leik þegar Bjarni tekur tvö leikhlé með þriggja mínútna millibili í fyrri hálfleik. Eftir það sýndi liðið líklega sinn besta leik í vetur. Hverjir sköruðu fram úr? Hrannar Ingi Jóhannsson, Viktor Sigurðsson og Bjarki Steinn Þórisson voru frábærir. Þeir skoruðu allir sín sjö mörkin hver. Róbert Snær var mjög flottur sem fremsti maður í fimm einn vörn ÍR-inga. En maðurinn á bak við sigurinn er Ólafur Rafn Gíslason. Sá átti flottan leik á milli stanganna og fagnaði eins og óður maður þegar hann sá við norðanmönnum. Hvað gekk illa? Færanýting KA var gjörsamlega hræðileg í dag og þá sérstaklega í seinni hálfleik. Á sama tíma og ekkert gengur ákveða lykilmenn KA, Ólafur Gústafsson og Einar Rafn Eiðsson að reka sig út af fyrir að rífa kjaft við dómara. Ekki líklegt til árangurs verð ég að segja. Hvað gerist næst? ÍR fær Val í heimsókn næsta föstudag klukkan 20:00. KA fær hins vegar Selfoss fyrir norðan næsta sunnudag klukkan 17:00. Jónatan: Svo margt í þessum leik sem var ekki gott Jónatan Magnússon, þjálfari KA, á hliðarlínunni í dag.Vísir/Hulda Margrét „Satt best að segja er ég eiginlega ekki viss um hver mín fyrstu viðbrögð voru eftir leikinn. Eðlilega komu við hingað til að vinna en það tókst ekki svo þetta eru vonbrigði,” sagði Jónatan Magnússon þjálfari KA þegar hann var inntur eftir sínum fyrstu viðbrögðum eftir leik. “ Spurður að því hvað gerist hjá liðinu seint í fyrri hálfleik þegar leikur KA hrynur var fátt um svör. „Nei ég get ekki svarað því, því miður þá get ég ekki svarað því. Við erum með tangarhald á þessum leik þegar það eru fimm mínútur eftir af hálfleiknum. Eitthvað í upplaginu hjá mér hefur orðið þess valdandi að menn annaðhvort héldu að leikurinn væri kominn eða hvað það var en akkúrat núna þá bara get ég ekki gefið svar. Yfirleitt þá hefur maður svona einhverja pælingu yfir því hvað það er sem fer úrskeiðis eða hvað það er sem gekk betur en núna er ég pínu blankó ef ég á að vera alveg hreinskilinn.” Einar Rafn náði þurfti að fara snemma í sturtu eftir að hafa látið dómara dagsins heyra það. Veistu hvað hann sagði? „Nei en hann hefur eflaust sagt eitthvað. Ég heyrði það ekki. Það var svo margt í þessum leik sem var ekki gott og þetta meðal annars. Ég veit ekki hvort ég eigi að fara að ræða þetta eitthvað sérstaklega fremur en eitthvað annað. Þetta er líklega það ótrúlegasta sem ég hef upplifað. Hrun hjá nítján manna hóp sem var hér í dag með þjálfarateyminu. Ég hef aldrei upplifað annað eins” Olís-deild karla ÍR KA
ÍR lagði KA að velli með sex mörkum í Olís-deild karla í dag. Lokatölur í Skógarselinu urði 35-29 í mjög svo kaflaskiptum leik. Leikurinn byrjaði mjög jafn og liðin skoruðu til skiptis. Í stöðunni 8-8 tók hins vegar að skilja á milli liðanna þegar KA skoraði 4 mörk í röð virtist vera komið með yfirhöndina í leiknum. ÍR-ingar fóru illa með dauðafæri sín og norðanmenn refsuðu jafn óðum. Á skömmum tíma í seint í fyrri hálfleik tekur Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR tvö leikhlé. Það þurfti greinilega að segja ÍR-ingunum það tvisvar að þeir væru í bullandi fallbaráttu og þyrftu nauðsynlega á úrslitum að halda í þessum leik. Munurinn á liðinu var ótrúlegur eftir seinna leikhléið. Vísir/Hulda Margrét ÍR skoraði síðustu þrjú mörk hálfleiksins og minnkaði forskotið niður í þrjú mörk. Það má segja að lokamark hálfleiksins hafi verið einmitt það sem ÍR þurfti. KA fór í sjö á móti sex í síðustu sókn sinni. Norðanmenn fór illa að ráði sínu, misheppnuð sending endaði aftur fyrir endamörk. Ólafur Rafn var hins vegar fljótur að átta sig og náði boltanum á síðustu sekúndunni og grýtti yfir allan völinn og beint í netið. Stórkostlega gert hjá honum. Staðan í hálfleik 15-18 fyrir KA. Vísir/Hulda Margrét ÍR byrjaði svo seinni hálfleikinn alveg eins og þeir enduðu þann fyrri og skoraði fyrstu fjögur mörk hálfleiksins. Frábær viðsnúningur hjá heimamönnum sem voru á þessum tímapunkti komnir yfir og geisluðu af sjálfstrausti á meðan leikur KA gjörsamlega hrundi. Svo fór að ÍR kafsigldi KA í seinni hálfleiknum. Forystan varð mest sjö mörk og allir leikmenn liðsins sýndu sínar bestu hliðar. Lokatölur í Skógarselinu 35-29 fyrir ÍR. Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann ÍR? Bjarni náði að kveikja í liðinu. Það var nákvæmlega ekki neitt sem benti til þess að ÍR væri að fara vinna þennan leik þegar Bjarni tekur tvö leikhlé með þriggja mínútna millibili í fyrri hálfleik. Eftir það sýndi liðið líklega sinn besta leik í vetur. Hverjir sköruðu fram úr? Hrannar Ingi Jóhannsson, Viktor Sigurðsson og Bjarki Steinn Þórisson voru frábærir. Þeir skoruðu allir sín sjö mörkin hver. Róbert Snær var mjög flottur sem fremsti maður í fimm einn vörn ÍR-inga. En maðurinn á bak við sigurinn er Ólafur Rafn Gíslason. Sá átti flottan leik á milli stanganna og fagnaði eins og óður maður þegar hann sá við norðanmönnum. Hvað gekk illa? Færanýting KA var gjörsamlega hræðileg í dag og þá sérstaklega í seinni hálfleik. Á sama tíma og ekkert gengur ákveða lykilmenn KA, Ólafur Gústafsson og Einar Rafn Eiðsson að reka sig út af fyrir að rífa kjaft við dómara. Ekki líklegt til árangurs verð ég að segja. Hvað gerist næst? ÍR fær Val í heimsókn næsta föstudag klukkan 20:00. KA fær hins vegar Selfoss fyrir norðan næsta sunnudag klukkan 17:00. Jónatan: Svo margt í þessum leik sem var ekki gott Jónatan Magnússon, þjálfari KA, á hliðarlínunni í dag.Vísir/Hulda Margrét „Satt best að segja er ég eiginlega ekki viss um hver mín fyrstu viðbrögð voru eftir leikinn. Eðlilega komu við hingað til að vinna en það tókst ekki svo þetta eru vonbrigði,” sagði Jónatan Magnússon þjálfari KA þegar hann var inntur eftir sínum fyrstu viðbrögðum eftir leik. “ Spurður að því hvað gerist hjá liðinu seint í fyrri hálfleik þegar leikur KA hrynur var fátt um svör. „Nei ég get ekki svarað því, því miður þá get ég ekki svarað því. Við erum með tangarhald á þessum leik þegar það eru fimm mínútur eftir af hálfleiknum. Eitthvað í upplaginu hjá mér hefur orðið þess valdandi að menn annaðhvort héldu að leikurinn væri kominn eða hvað það var en akkúrat núna þá bara get ég ekki gefið svar. Yfirleitt þá hefur maður svona einhverja pælingu yfir því hvað það er sem fer úrskeiðis eða hvað það er sem gekk betur en núna er ég pínu blankó ef ég á að vera alveg hreinskilinn.” Einar Rafn náði þurfti að fara snemma í sturtu eftir að hafa látið dómara dagsins heyra það. Veistu hvað hann sagði? „Nei en hann hefur eflaust sagt eitthvað. Ég heyrði það ekki. Það var svo margt í þessum leik sem var ekki gott og þetta meðal annars. Ég veit ekki hvort ég eigi að fara að ræða þetta eitthvað sérstaklega fremur en eitthvað annað. Þetta er líklega það ótrúlegasta sem ég hef upplifað. Hrun hjá nítján manna hóp sem var hér í dag með þjálfarateyminu. Ég hef aldrei upplifað annað eins”
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti