Segir hrýfi aukast í borginni eftir því sem skógurinn vex Kristján Már Unnarsson skrifar 18. febrúar 2023 07:07 Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, starfaði áður á Veðurstofu Íslands. Egill Aðalsteinsson Vaxandi trjágróður er farinn að hafa merkjanleg áhrif á veðurfar á Reykjavíkursvæðinu. Framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur segir að vegna skógarins í Heiðmörk sé iðulega meira skjól í úthverfum borgarinnar en annars væri. Eflaust eru margir orðnir langþreyttir á lægðaganginum með tilheyrandi umhleypingum og hvassviðri. Mannfólkið ræður kannski lítið við rokið. Og þó. Eitt ráðið gæti verið að rækta skóg. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur sýnir framkvæmdastjórinn, Auður Kjartansdóttir, okkur vindakort Veðurstofunnar frá 7. febrúar. Kortið sýnir mikinn vindhraða allt í kringum borgina en mun minni vind inni í byggðinni. Þannig segir hún 40 metra hviður á sekúndu sjást í Bláfjöllum meðan hviðurnar nái aðeins 14 metrum í efri hverfum Reykjavíkur. Það skýrir hún með skjólinu í Heiðmörk. Auður bendir á skjólpollinn í borginni á sama tíma og mun hvassara er í kringum borgina.Egill Aðalsteinsson Gamlar myndir sýna hvað borgin var áður berangursleg. Núna er trjágróður víða vaxinn upp fyrir húsþökin. „Bara iðulega sér maður í suðlægum og austlægum áttum bremsun vindsins yfir höfuðborginni,“ segir Auður, sem áður starfaði hjá Veðurstofunni. Hún segir að þar noti menn hugtakið hrýfi, með ypsíloni, um áhrifin. Það sé leitt af orðinu hrjúfur. Vindur ferðist hraðar yfir sjó heldur en land en þetta er einnig skýrt á vef Skógræktarfélagsins. „Og mismunandi landslagsgerðir bremsa í raun og veru vindinn þegar hann ferðast yfir.“ Séð yfir skógarreiti í Heiðmörk. Efst til hægri sést í Vatnsendahverfi í Kópavogi.Arnar Halldórsson Auður varpar því fram hvort mætti ekki skýla Leifsstöð betur með trjám. „Hvort að gestir geti farið auðveldar út úr landgöngum og flugvélar myndu ekki færast úr stað, og allt hvað eina, sem maður hefur heyrt í fréttum.“ Hún segir áhrif skógar á hrýfi geta verið þrítugfalt. „Og með aukinni skógrækt, þá eykst hrýfi, og við upplifum meira skjól,“ segir Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Veður Skógrækt og landgræðsla Tengdar fréttir Skógræktin mun planta sjö milljónum plantna 2023 Skógræktin stefnir á að setja Íslandsmet í gróðursetningu plantna á næsta ári en þá eru ætlunin að gróðursetja um sjö milljónir plantna víðsvegar um landið. 3. desember 2022 14:04 Skógariðnaður vex upp af trjánum í Heiðmörk Sjötíu árum eftir að fyrstu trén voru gróðursett í Heiðmörk er svæðið farið að gefa af sér umtalsverðar skógarnytjar. Borðviður, veggklæðningar og gólffjalir eru meðal afurða sem verða til í sögunarmyllu Skógræktarfélags Reykjavíkur. 7. nóvember 2022 21:21 Fólk sem býr og starfar við Elliðavatn lýsir dásemdum útvistarperlunnar „Það er alveg dásamlegt að vinna hérna. Þessi kyrrð og nánd við náttúruna. Þetta er ólýsanlegur vinnustaður. Þetta eru forréttindi að fá að vinna á þessum stað,“ segir Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, en skrifstofa félagsins er í Elliðavatnsbænum. Auður býr auk þess í Norðlingaholti, en hún segir það meðal lífsgæða hverfisins hvað það er nálægt Heiðmörk. 7. nóvember 2022 14:53 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Sjá meira
Eflaust eru margir orðnir langþreyttir á lægðaganginum með tilheyrandi umhleypingum og hvassviðri. Mannfólkið ræður kannski lítið við rokið. Og þó. Eitt ráðið gæti verið að rækta skóg. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur sýnir framkvæmdastjórinn, Auður Kjartansdóttir, okkur vindakort Veðurstofunnar frá 7. febrúar. Kortið sýnir mikinn vindhraða allt í kringum borgina en mun minni vind inni í byggðinni. Þannig segir hún 40 metra hviður á sekúndu sjást í Bláfjöllum meðan hviðurnar nái aðeins 14 metrum í efri hverfum Reykjavíkur. Það skýrir hún með skjólinu í Heiðmörk. Auður bendir á skjólpollinn í borginni á sama tíma og mun hvassara er í kringum borgina.Egill Aðalsteinsson Gamlar myndir sýna hvað borgin var áður berangursleg. Núna er trjágróður víða vaxinn upp fyrir húsþökin. „Bara iðulega sér maður í suðlægum og austlægum áttum bremsun vindsins yfir höfuðborginni,“ segir Auður, sem áður starfaði hjá Veðurstofunni. Hún segir að þar noti menn hugtakið hrýfi, með ypsíloni, um áhrifin. Það sé leitt af orðinu hrjúfur. Vindur ferðist hraðar yfir sjó heldur en land en þetta er einnig skýrt á vef Skógræktarfélagsins. „Og mismunandi landslagsgerðir bremsa í raun og veru vindinn þegar hann ferðast yfir.“ Séð yfir skógarreiti í Heiðmörk. Efst til hægri sést í Vatnsendahverfi í Kópavogi.Arnar Halldórsson Auður varpar því fram hvort mætti ekki skýla Leifsstöð betur með trjám. „Hvort að gestir geti farið auðveldar út úr landgöngum og flugvélar myndu ekki færast úr stað, og allt hvað eina, sem maður hefur heyrt í fréttum.“ Hún segir áhrif skógar á hrýfi geta verið þrítugfalt. „Og með aukinni skógrækt, þá eykst hrýfi, og við upplifum meira skjól,“ segir Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Veður Skógrækt og landgræðsla Tengdar fréttir Skógræktin mun planta sjö milljónum plantna 2023 Skógræktin stefnir á að setja Íslandsmet í gróðursetningu plantna á næsta ári en þá eru ætlunin að gróðursetja um sjö milljónir plantna víðsvegar um landið. 3. desember 2022 14:04 Skógariðnaður vex upp af trjánum í Heiðmörk Sjötíu árum eftir að fyrstu trén voru gróðursett í Heiðmörk er svæðið farið að gefa af sér umtalsverðar skógarnytjar. Borðviður, veggklæðningar og gólffjalir eru meðal afurða sem verða til í sögunarmyllu Skógræktarfélags Reykjavíkur. 7. nóvember 2022 21:21 Fólk sem býr og starfar við Elliðavatn lýsir dásemdum útvistarperlunnar „Það er alveg dásamlegt að vinna hérna. Þessi kyrrð og nánd við náttúruna. Þetta er ólýsanlegur vinnustaður. Þetta eru forréttindi að fá að vinna á þessum stað,“ segir Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, en skrifstofa félagsins er í Elliðavatnsbænum. Auður býr auk þess í Norðlingaholti, en hún segir það meðal lífsgæða hverfisins hvað það er nálægt Heiðmörk. 7. nóvember 2022 14:53 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Sjá meira
Skógræktin mun planta sjö milljónum plantna 2023 Skógræktin stefnir á að setja Íslandsmet í gróðursetningu plantna á næsta ári en þá eru ætlunin að gróðursetja um sjö milljónir plantna víðsvegar um landið. 3. desember 2022 14:04
Skógariðnaður vex upp af trjánum í Heiðmörk Sjötíu árum eftir að fyrstu trén voru gróðursett í Heiðmörk er svæðið farið að gefa af sér umtalsverðar skógarnytjar. Borðviður, veggklæðningar og gólffjalir eru meðal afurða sem verða til í sögunarmyllu Skógræktarfélags Reykjavíkur. 7. nóvember 2022 21:21
Fólk sem býr og starfar við Elliðavatn lýsir dásemdum útvistarperlunnar „Það er alveg dásamlegt að vinna hérna. Þessi kyrrð og nánd við náttúruna. Þetta er ólýsanlegur vinnustaður. Þetta eru forréttindi að fá að vinna á þessum stað,“ segir Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, en skrifstofa félagsins er í Elliðavatnsbænum. Auður býr auk þess í Norðlingaholti, en hún segir það meðal lífsgæða hverfisins hvað það er nálægt Heiðmörk. 7. nóvember 2022 14:53