Ásdís rifjar upp krossbandsslitin: „Ég bara grét og grét og grét“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. febrúar 2023 23:32 Ásdís Þóra Ágústsdóttir sleit krossband í mars árið 2021, aðeins nokkrum dögum eftir að hafa skrifað undir sinn fyrsta atvinnumannasamning. Vísir/Daníel Þór Sigurlaug Rúnarsdóttir fór af stað með Kvennakastið í seinustu viku þar sem fjallað verður um Olís-deild kvenna í handbolta. Systurnar Ásdís Þóra og Lilja Ágústsdætur voru gestir hennar í fyrsta þætti og þar ræddu þær meðal annars um það þegar Ásdís sleit krossband. Ásdís, sem er leikmaður Vals, sleit krossband í leik með 3. flokki félagsins í mars árið 2021. Þá var hún nýbúin að skrifa undir sinn fyrsta atvinnumannasamning við sænska liðið Lugi. „Já þetta var í 3. flokksleik. Það var þarna landsliðspása og við áttum að fá að spila korter og korter ég og Elín Rósa og einhverjar úr 3. flokki. Svo bara gerist þetta eftir tvær eða þrjár mínútur,“ sagði Ásdís um þessi erfiðu meiðsli. Hún segist þó ekki hafa fundið fyrir einhverjum eymslum í hnénu áður en krossbandið gaf sig og segir að þetta hafi verið hennar fyrstu alvarlegu meiðsli á ferlinum. „Nei, ég fann ekkert og ég hafði aldrei meiðst áður þannig þetta kom mér rosalega mikið í opna skjöldu.“ „Í mínu tilviki þá fannst mér þetta svo ógeðslega vont að ég bara grét og grét og grét því þetta var svo vondur verkur. Svo fer ég daginn eftir að hitta lækni og sjúkraþjálfara og þeir segja báðir að þetta sé krossbandið,“ sagði Ásdís, en á þessum tímapunkti var hún þó ekki farin að trúa því að um krossbandsslit væri að ræða. „Ég var búin að vera að tala við einhverjar stelpur sem höfðu slitið krossband og þær gátu varla labbað daginn eftir og þeim brá bara ógeðslega mikið. En mér fannst þetta svo ógeðslega vont og þá var ég eiginlega alltaf viss um að þetta væri ekki krossbandið, en svo fór ég náttúrulega í segulómun viku seinna og þá var þetta krossbandið.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan, en umræðan um krossbandsslit Ásdísar hefjast strax á annarri mínútu. Klippa: Kvennakastið: Lilja og Ásdís Ágústdætur mættu í spjall Olís-deild kvenna Valur Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Sjá meira
Ásdís, sem er leikmaður Vals, sleit krossband í leik með 3. flokki félagsins í mars árið 2021. Þá var hún nýbúin að skrifa undir sinn fyrsta atvinnumannasamning við sænska liðið Lugi. „Já þetta var í 3. flokksleik. Það var þarna landsliðspása og við áttum að fá að spila korter og korter ég og Elín Rósa og einhverjar úr 3. flokki. Svo bara gerist þetta eftir tvær eða þrjár mínútur,“ sagði Ásdís um þessi erfiðu meiðsli. Hún segist þó ekki hafa fundið fyrir einhverjum eymslum í hnénu áður en krossbandið gaf sig og segir að þetta hafi verið hennar fyrstu alvarlegu meiðsli á ferlinum. „Nei, ég fann ekkert og ég hafði aldrei meiðst áður þannig þetta kom mér rosalega mikið í opna skjöldu.“ „Í mínu tilviki þá fannst mér þetta svo ógeðslega vont að ég bara grét og grét og grét því þetta var svo vondur verkur. Svo fer ég daginn eftir að hitta lækni og sjúkraþjálfara og þeir segja báðir að þetta sé krossbandið,“ sagði Ásdís, en á þessum tímapunkti var hún þó ekki farin að trúa því að um krossbandsslit væri að ræða. „Ég var búin að vera að tala við einhverjar stelpur sem höfðu slitið krossband og þær gátu varla labbað daginn eftir og þeim brá bara ógeðslega mikið. En mér fannst þetta svo ógeðslega vont og þá var ég eiginlega alltaf viss um að þetta væri ekki krossbandið, en svo fór ég náttúrulega í segulómun viku seinna og þá var þetta krossbandið.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan, en umræðan um krossbandsslit Ásdísar hefjast strax á annarri mínútu. Klippa: Kvennakastið: Lilja og Ásdís Ágústdætur mættu í spjall
Olís-deild kvenna Valur Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Sjá meira