Fótbolti

Roma stökk upp í þriðja sæti og Juventus vann sinn þriðja leik í röð

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Rómverjar unnu góðan sigur í kvöld.
Rómverjar unnu góðan sigur í kvöld. Paolo Bruno/Getty Images

Norðmaðurinn Ola Solbakken skoraði eina mark leiksins er Roma vann 1-0 sigur gegn Hellas Verona í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld og þá vann Juventus sinn þriðja leik í röð er liðið lagði Spezia, 0-2.

Solbakken kom Rómverjum yfir á lokamínútu fyrri hálfleiks, og eins og áður segir reyndist það eina mark leiksins. Með sigrinum stökk liðið upp í þriðja sæti deildarinnar, en Roma er nú með 44 stig eftir 23 leiki, líkt og Ítalíumeistarar AC Milan sem stija í fjórða sæti.

Þá sáu Moise Kean og Angel Di Maria um markaskorun Juventus er liðið vann 0-2 sigur gegn Spezia. Þetta var þriðji deildarsigur liðsins í röð og Juventus situr nú í sjöunda sæti með 32 stig eftir 23 leiki, en 15 stig voru dregin af liðinu fyrr í vetur eftir að upp komst um brot á félagsskiptareglum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×