„Erum ekki orðnar nógu þroskaðar til að klára svona leiki“ Andri Már Eggertsson skrifar 19. febrúar 2023 22:35 Rúnar Ingi Erlingsson á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Snædís Bára Njarðvík tapaði í Ólafssal gegn Haukum. Leikurinn var jafn og spennandi en Haukar unnu að lokum þriggja stiga sigur 76-73. Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var svekktur með fyrri hálfleik Njarðvíkur. „Smáatriðin duttu ekki með okkur. Það svíður einnig hvernig við spiluðum í fyrri hálfleik. Orkustigið var ekki nógu gott og við vorum að vorkenna sjálfum okkur of mikið. Þannig það svíður hvernig við vorum í fyrri hálfleik þar sem seinni hálfleikurinn var heilt yfir ágætur,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson eftir leik. Rúnar hélt áfram að tala um fyrri hálfleik Njarðvíkur og hann var ekki ánægður með hvernig Njarðvík spilaði í öðrum leikhluta þar sem Njarðvíkingar gerðu þrjú stig á sjö mínútum. „Við vorum sjálfum okkur verstar. Við vitum hvernig vörn Haukar spila og mér fannst við sýna að við erum með ákveðnar lausnir yfir því sem Haukar vilja gera. En hausinn á okkur var ekki á réttum stað.“ „Við vorum að pirra okkur allt of mikið og við höldum að körfubolti sé íþrótt sem á að vera fullkominn en hún er það ekki og mun ekki vera það. Við munum taka léleg skot og tapa boltanum og liðsfélaginn mun reyna að gera eitthvað sem klikkar og við verðum að leysa það töluvert betur. Það var okkur að kenna hvernig fór.“ Njarðvík var ellefu stigum undir í hálfleik en kom til baka í þriðja leikhluta og var einu stigi yfir þegar haldið var í síðasta fjórðung. „Við fórum að spila meira saman. Við fórum að spila sem lið varnarlega og það kom meiri orka. Við erum góðar í körfubolta og þegar við mætum með orkuna þá gerast oftast jákvæðir hlutir á gólfinu. En við erum ekki orðnar nógu þroskaðar til að klára þetta á þessu stigi og við vorum að reyna ýmislegt þegar við fórum í sóknir sem við þurftum að fá körfu og við vorum ekki nægilega hnitmiðaðar í því,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson að lokum. UMF Njarðvík Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Fleiri fréttir „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Sjá meira
„Smáatriðin duttu ekki með okkur. Það svíður einnig hvernig við spiluðum í fyrri hálfleik. Orkustigið var ekki nógu gott og við vorum að vorkenna sjálfum okkur of mikið. Þannig það svíður hvernig við vorum í fyrri hálfleik þar sem seinni hálfleikurinn var heilt yfir ágætur,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson eftir leik. Rúnar hélt áfram að tala um fyrri hálfleik Njarðvíkur og hann var ekki ánægður með hvernig Njarðvík spilaði í öðrum leikhluta þar sem Njarðvíkingar gerðu þrjú stig á sjö mínútum. „Við vorum sjálfum okkur verstar. Við vitum hvernig vörn Haukar spila og mér fannst við sýna að við erum með ákveðnar lausnir yfir því sem Haukar vilja gera. En hausinn á okkur var ekki á réttum stað.“ „Við vorum að pirra okkur allt of mikið og við höldum að körfubolti sé íþrótt sem á að vera fullkominn en hún er það ekki og mun ekki vera það. Við munum taka léleg skot og tapa boltanum og liðsfélaginn mun reyna að gera eitthvað sem klikkar og við verðum að leysa það töluvert betur. Það var okkur að kenna hvernig fór.“ Njarðvík var ellefu stigum undir í hálfleik en kom til baka í þriðja leikhluta og var einu stigi yfir þegar haldið var í síðasta fjórðung. „Við fórum að spila meira saman. Við fórum að spila sem lið varnarlega og það kom meiri orka. Við erum góðar í körfubolta og þegar við mætum með orkuna þá gerast oftast jákvæðir hlutir á gólfinu. En við erum ekki orðnar nógu þroskaðar til að klára þetta á þessu stigi og við vorum að reyna ýmislegt þegar við fórum í sóknir sem við þurftum að fá körfu og við vorum ekki nægilega hnitmiðaðar í því,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson að lokum.
UMF Njarðvík Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Fleiri fréttir „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Sjá meira