Anna Maggý og Ashley Tisdale á listamessunni LA Art Show Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 20. febrúar 2023 11:31 Anna Maggý er með bás á alþjóðlegu listamessunni LA Art Show. Aðsend Ljósmyndarinn, leikstjórinn og listakonan Anna Maggý er stödd í Kaliforníu um þessar mundir en hún er með bás á alþjóðlegu listamessunni LA Art Show. Með henni í för er Ásdís Þula, eigandi Gallerí Þulu, en blaðamaður tók aðeins púlsinn á þeim. „Listamessan er haldin í miðborg Los Angeles og er elsta messa borgarinnar. Þar koma saman gallerí alls staðar að úr heiminum til þess að kynna listamenn sína í 16.700 fermetra rými þar sem ægir saman hinum ýmsu miðlum listarinnar,“ segir Ásdís Þula. Anna Maggý og Hunter Simms. Mörk raunveruleika og drauma Gallerí Þula tók þátt þetta árið í samvinnu við Önnu Maggý. „Verk hennar hverfast um efnisleika ljósmyndunar, mörk raunveruleika og drauma og hvernig við sjáum hluti í nýju ljósi. Með því að þróa sífellt myndmál sitt kannar Anna Maggý óhefðbundna tækni og eftirvinnslu. Í stað þess að nota hugbúnað til að afbaka og breyta myndunum sínum prentar hún myndirnar og notar síðan gler, vatn, frost, málningu og önnur áþreifanleg efni til að vinna þær áfram og myndar myndirnar aftur og aftur í gegnum þetta ferli,“ segir Ásdís Þula. Blái tónninn er ríkjandi í öllum verkum Önnu Maggýjar á sýningunni.Aðsend Allt önnur stemning Anna Maggý segir þessa reynslu skemmtilega en hún hefur sinnt ýmsum erlendum verkefnum í gegnum tíðina og hafa myndir hennar birst í ýmsum tímaritum. „Það er ótrúlega gaman að sýna hér í LA. Hér er allt önnur stemning, skemmtilega öðruvísi platform og annar mannskapur. Ég er hér með bæði gömul og ný verk í bland þar sem bjögun á einn eða annan hátt er þráðurinn í gegn. Blár tónn er svo ríkjandi í öllum verkunum.“ View this post on Instagram A post shared by LA Art Show (@laartshow) High School Musical stjarna á svæðinu Haldið var sérstakt opnunarkvöld þann 15. febrúar síðastliðinn þar sem leik- og söngkonan Ashley Tisdale var kynnir kvöldsins. Margir þekkja Tisdale úr High School Musical. Hér má sjá auglýsingu fyrir opnunarhátíðina.Aðsend „Fjöldi fólks stoppaði við hjá íslenska básnum og þar á meðal nokkur kunnugleg andlit, enda margir íslenskir listamenn sem starfa í Los Angeles þessa dagana,“ segir Ásdís Þula að lokum. Hér má sjá nokkrar velvaldar myndir til viðbótar frá opnuninni: Opnunin var vel sótt. Til vinstri má sjá Önnu Maggý spjalla við gesti og í hægra horni má sjá Ásdísi Þulu og Lilju Birgisdóttur. Einnig glittir í Jónsa úr Sigur Rós fyrir aftan þær. Aðsend Dröfn Ösp Snorradóttir-Roza virðir verkin fyrir sér ásamt Ásdísi Þulu.Aðsend Þórður Ingi Jónsson, jafnan þekktur sem Lord Pusswhip, var meðal gesta. Í bakgrunni má sjá verk Önnu Maggýjar.Aðsend Verk Önnu Maggýjar hverfast meðal annars um mörk raunveruleika og drauma.Aðsend Myndlist Menning Bandaríkin Ljósmyndun Tengdar fréttir Smíðuðu plexi kassa sem flaug óvart á vörubíl Ljósmyndarinn, leikstjórinn og listakonan Anna Maggý hefur leikstýrt ýmsum myndböndum í gegnum tíðina og má þar nefna tónlistarmyndband fyrir tónlistarkonuna Eydísi Evensen við lagið Brotin. Anna Maggý er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst en þar deildi hún meðal annars vægast sagt eftirminnilegri reynslusögu. 18. desember 2022 06:01 „Eina sem maður kemst ekki hjá er að fæðast og deyja“ „Móðir mín fór til spákonu og spákonan sagði að dóttir hennar yrði listakona. Þannig að mamma sendi mig strax í myndlist, sem er dálítið fyndið,“ segir listakonan, ljósmyndarinn og leikstjórinn Anna Maggý en hún er viðmælandi í þessum nýjasta þætti af Kúnst. 13. desember 2022 06:00 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Listamessan er haldin í miðborg Los Angeles og er elsta messa borgarinnar. Þar koma saman gallerí alls staðar að úr heiminum til þess að kynna listamenn sína í 16.700 fermetra rými þar sem ægir saman hinum ýmsu miðlum listarinnar,“ segir Ásdís Þula. Anna Maggý og Hunter Simms. Mörk raunveruleika og drauma Gallerí Þula tók þátt þetta árið í samvinnu við Önnu Maggý. „Verk hennar hverfast um efnisleika ljósmyndunar, mörk raunveruleika og drauma og hvernig við sjáum hluti í nýju ljósi. Með því að þróa sífellt myndmál sitt kannar Anna Maggý óhefðbundna tækni og eftirvinnslu. Í stað þess að nota hugbúnað til að afbaka og breyta myndunum sínum prentar hún myndirnar og notar síðan gler, vatn, frost, málningu og önnur áþreifanleg efni til að vinna þær áfram og myndar myndirnar aftur og aftur í gegnum þetta ferli,“ segir Ásdís Þula. Blái tónninn er ríkjandi í öllum verkum Önnu Maggýjar á sýningunni.Aðsend Allt önnur stemning Anna Maggý segir þessa reynslu skemmtilega en hún hefur sinnt ýmsum erlendum verkefnum í gegnum tíðina og hafa myndir hennar birst í ýmsum tímaritum. „Það er ótrúlega gaman að sýna hér í LA. Hér er allt önnur stemning, skemmtilega öðruvísi platform og annar mannskapur. Ég er hér með bæði gömul og ný verk í bland þar sem bjögun á einn eða annan hátt er þráðurinn í gegn. Blár tónn er svo ríkjandi í öllum verkunum.“ View this post on Instagram A post shared by LA Art Show (@laartshow) High School Musical stjarna á svæðinu Haldið var sérstakt opnunarkvöld þann 15. febrúar síðastliðinn þar sem leik- og söngkonan Ashley Tisdale var kynnir kvöldsins. Margir þekkja Tisdale úr High School Musical. Hér má sjá auglýsingu fyrir opnunarhátíðina.Aðsend „Fjöldi fólks stoppaði við hjá íslenska básnum og þar á meðal nokkur kunnugleg andlit, enda margir íslenskir listamenn sem starfa í Los Angeles þessa dagana,“ segir Ásdís Þula að lokum. Hér má sjá nokkrar velvaldar myndir til viðbótar frá opnuninni: Opnunin var vel sótt. Til vinstri má sjá Önnu Maggý spjalla við gesti og í hægra horni má sjá Ásdísi Þulu og Lilju Birgisdóttur. Einnig glittir í Jónsa úr Sigur Rós fyrir aftan þær. Aðsend Dröfn Ösp Snorradóttir-Roza virðir verkin fyrir sér ásamt Ásdísi Þulu.Aðsend Þórður Ingi Jónsson, jafnan þekktur sem Lord Pusswhip, var meðal gesta. Í bakgrunni má sjá verk Önnu Maggýjar.Aðsend Verk Önnu Maggýjar hverfast meðal annars um mörk raunveruleika og drauma.Aðsend
Myndlist Menning Bandaríkin Ljósmyndun Tengdar fréttir Smíðuðu plexi kassa sem flaug óvart á vörubíl Ljósmyndarinn, leikstjórinn og listakonan Anna Maggý hefur leikstýrt ýmsum myndböndum í gegnum tíðina og má þar nefna tónlistarmyndband fyrir tónlistarkonuna Eydísi Evensen við lagið Brotin. Anna Maggý er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst en þar deildi hún meðal annars vægast sagt eftirminnilegri reynslusögu. 18. desember 2022 06:01 „Eina sem maður kemst ekki hjá er að fæðast og deyja“ „Móðir mín fór til spákonu og spákonan sagði að dóttir hennar yrði listakona. Þannig að mamma sendi mig strax í myndlist, sem er dálítið fyndið,“ segir listakonan, ljósmyndarinn og leikstjórinn Anna Maggý en hún er viðmælandi í þessum nýjasta þætti af Kúnst. 13. desember 2022 06:00 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Smíðuðu plexi kassa sem flaug óvart á vörubíl Ljósmyndarinn, leikstjórinn og listakonan Anna Maggý hefur leikstýrt ýmsum myndböndum í gegnum tíðina og má þar nefna tónlistarmyndband fyrir tónlistarkonuna Eydísi Evensen við lagið Brotin. Anna Maggý er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst en þar deildi hún meðal annars vægast sagt eftirminnilegri reynslusögu. 18. desember 2022 06:01
„Eina sem maður kemst ekki hjá er að fæðast og deyja“ „Móðir mín fór til spákonu og spákonan sagði að dóttir hennar yrði listakona. Þannig að mamma sendi mig strax í myndlist, sem er dálítið fyndið,“ segir listakonan, ljósmyndarinn og leikstjórinn Anna Maggý en hún er viðmælandi í þessum nýjasta þætti af Kúnst. 13. desember 2022 06:00