Til Liverpool án veikra miðjumanna en Benzema í vélinni Sindri Sverrisson skrifar 20. febrúar 2023 14:01 Toni Kroos tekur í spaðann á Fabinho eftir sigurinn í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fyrra, þar sem Real vann 1-0. Getty/Jonathan Moscrop Liverpool og Real Madrid mætast annað kvöld á Anfield í sannkölluðum stórleik í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Real verður þar án tveggja öflugra miðjumanna. Nú er orðið ljóst að hvorki Þjóðverjinn Toni Kroos né Frakkinn Aurelien Tchouameni, leikmenn sem Carlo Ancelotti hefur treyst á sem byrjunarliðsmenn, verða í leikmannahópi Real á morgun vegna veikinda. Stjörnuframherjinn Karim Benzema, sem átti svo stóran þátt í Evrópumeistaratitli Real í fyrra, er hins vegar klár í slaginn eftir að hafa misst af leik gegn Osasuna um helgina. Kroos hefur misst af síðustu leikjum vegna veikinda og samkvæmt spænska miðlinum Relevo eru veikindi hans nokkuð alvarleg því hann fékk sýkingu í þörmum, sem valdið hefur þyngdar- og vöðvatapi. Tchouameni missti af leiknum um helgina vegna flensu. Möguleiki á að Nunez verði með Þrátt fyrir fjarveru Kroos og Tchouameni eru Madridingar ekki á flæðiskeri staddir með miðjumenn á borð við Luka Modric, Federico Valverde, Eduardo Camavinga, Dani Ceballos og fleiri til taks. Þeir Camavinga og Ceballos voru með Modric á miðjunni í 2-0 útisigrinum gegn Osasuna um helgina og Valverde á kantinum. Hjá Liverpool er helsta óvissan varðandi Darwin Nunez en framherjinn meiddist á öxl í sigrinum gegn Newcastle um helgina. Jürgen Klopp tjáði sig stuttlega um stöðuna á Nunez á fréttamannafundi í hádeginu í dag: „Það er möguleiki. Við verðum að sjá til hvernig hann verður í dag og eftir það tökum við ákvörðun.“ Leikur Liverpool og Real Madrid hefst klukkan 20 annað kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti EM í dag: Helgin frá helvíti Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Nú er orðið ljóst að hvorki Þjóðverjinn Toni Kroos né Frakkinn Aurelien Tchouameni, leikmenn sem Carlo Ancelotti hefur treyst á sem byrjunarliðsmenn, verða í leikmannahópi Real á morgun vegna veikinda. Stjörnuframherjinn Karim Benzema, sem átti svo stóran þátt í Evrópumeistaratitli Real í fyrra, er hins vegar klár í slaginn eftir að hafa misst af leik gegn Osasuna um helgina. Kroos hefur misst af síðustu leikjum vegna veikinda og samkvæmt spænska miðlinum Relevo eru veikindi hans nokkuð alvarleg því hann fékk sýkingu í þörmum, sem valdið hefur þyngdar- og vöðvatapi. Tchouameni missti af leiknum um helgina vegna flensu. Möguleiki á að Nunez verði með Þrátt fyrir fjarveru Kroos og Tchouameni eru Madridingar ekki á flæðiskeri staddir með miðjumenn á borð við Luka Modric, Federico Valverde, Eduardo Camavinga, Dani Ceballos og fleiri til taks. Þeir Camavinga og Ceballos voru með Modric á miðjunni í 2-0 útisigrinum gegn Osasuna um helgina og Valverde á kantinum. Hjá Liverpool er helsta óvissan varðandi Darwin Nunez en framherjinn meiddist á öxl í sigrinum gegn Newcastle um helgina. Jürgen Klopp tjáði sig stuttlega um stöðuna á Nunez á fréttamannafundi í hádeginu í dag: „Það er möguleiki. Við verðum að sjá til hvernig hann verður í dag og eftir það tökum við ákvörðun.“ Leikur Liverpool og Real Madrid hefst klukkan 20 annað kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti EM í dag: Helgin frá helvíti Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki