„Þetta er bara svona að búa á þessari eyju“ Kristján Már Unnarsson skrifar 20. febrúar 2023 22:00 Sunna Guðmundsdóttir var í hópi flugfarþega sem urðu veðurtepptir á Akureyri. Egill Aðalsteinsson Annir hafa verið í innanlandsfluginu í dag eftir niðurfellingar flugferða í gær vegna illviðris. Næstu hremmingar íslenskra flugfarþega verða þó líklega ekki vegna veðurs heldur vegna verkfalla. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá Reykjavíkurflugvelli í morgun. Um tvöhundruð flugfarþegar urðu veðurtepptir þegar öllu innanlandsflugi var aflýst upp úr hádegi í gær og þurfti að vinna það upp í dag. Það þýddi ys og þys í flugafgreiðslu Icelandair, biðraðir og þrengsli. Farþegar að koma úr flugi og aðrir á leið í flug. Flugvél Icelandair í flugtaki af Reykjavíkurflugvelli í dag á leið til Ísafjarðar.Egill Aðalsteinsson Sunna Guðmundsdóttir var að koma frá Akureyri með gönguskíðin. „Ætlaði að koma í gærkvöldi. Ætlaði reyndar að taka strætó. Svo hætti hann við. Ætlaði þá að taka flug. Svo hætti það við.“ -Þannig að strætó var líka ófær? Hún jánkar því. „Þetta er bara svona, að búa á þessari eyju. Það er partur af þessu.“ Sunna segist þó ekki hafa þurft að kaupa sér aukahótelgistingu, hún hafi gist hjá vinum. Jóhann Sæberg var á leið í flug til Egilsstaða en átti bókað far í gær.Egill Aðalsteinsson Jóhann Sæberg, sem býr á Reyðarfirði, var á leið í Egilsstaðaflug, ætlaði að fljúga austur í gær en var veðurtepptur í borginni. „Allt of algengt,“ segir Jóhann. „Ég átti að fara hálfsex í gær,“ segir Ívar Sæmundsson, búsettur á Reyðarfirði, en hann var leið í flug til Egilsstaða. Ívar Sæmundsson ætlaði að komast austur í gær.Egill Aðalsteinsson „Við áttum flug á miðvikudagskvöldið suður til Reykjavíkur. Því var frestað fram á fimmtudag vegna bilunar. Svo áttum við flug austur í gær og því var frestað þangað til núna,“ segir Magnús Jóhannsson, Norðfirðingur á leið í Egilsstaðaflug. „Við erum bara alltaf að lenda í þessu. Það eru alltaf seinkanir,“ segir Jónína Sigurðardóttir, einnig úr Neskaupstað. -Þannig að þetta er ekki bara veðrinu að kenna? „Nei,“ svarar Jónína. „Það er eitthvað mikið að líka í flotanum, að við teljum,“ segir Magnús. Norðfirðingar Jónína Sigurðardóttir og Magnús Jóhannsson voru á leið í flug til Egilsstaða. Egill Aðalsteinsson Hjá Icelandair segir Jens Bjarnason, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs, langflestar niðurfellingar flugferða vera vegna veðurs, milli 93% og 94%, bæði í ár og í fyrra. „Það geta myndast mjög slæmar aðstæður. Við þekkjum það að það er margt fólk úti á landi sem reiðir sig á þetta. Og okkur er mikið í mun um að greiða götu þessa fólks. En svona er þetta. Veðrið er vissulega til trafala og hefur verið það núna,“ segir Jens. Síðasti vetur hafi þó verið erfiðari. Jens Bjarnason er framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair.Egill Aðalsteinsson Til að vinna upp gærdaginn setti Icelandair upp fjögur aukaflug í dag, tvö til Akureyrar, eitt til Ísafjarðar og eitt til Egilsstaða. Þannig mátti sjá á ellefta tímanum í morgun tvær flugvélar leggja af stað til Ísafjarðar með um tíu mínútna millibili. „Við viljum halda uppi þjónustustigi, að sjálfsögðu, og höfum þá líka stundum gripið til þess að ráðs að fá þotur,“ segir Jens. En það er fleira en veðrið sem hrellir flugrekendur. Núna eru verkföll að bætast við. „Við teljum okkur geta haldið uppi rekstri í einhverja daga. En eftir einhverja daga, klárlega innan við viku, þá mun kerfið fara að hiksta.“ -Þannig að strax bara síðar í þessari viku, undir helgi, þá verða truflanir aftur vegna verkfalla? „Það gæti farið svo,“ svarar Jens Bjarnason, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Icelandair Veður Samgöngur Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá Reykjavíkurflugvelli í morgun. Um tvöhundruð flugfarþegar urðu veðurtepptir þegar öllu innanlandsflugi var aflýst upp úr hádegi í gær og þurfti að vinna það upp í dag. Það þýddi ys og þys í flugafgreiðslu Icelandair, biðraðir og þrengsli. Farþegar að koma úr flugi og aðrir á leið í flug. Flugvél Icelandair í flugtaki af Reykjavíkurflugvelli í dag á leið til Ísafjarðar.Egill Aðalsteinsson Sunna Guðmundsdóttir var að koma frá Akureyri með gönguskíðin. „Ætlaði að koma í gærkvöldi. Ætlaði reyndar að taka strætó. Svo hætti hann við. Ætlaði þá að taka flug. Svo hætti það við.“ -Þannig að strætó var líka ófær? Hún jánkar því. „Þetta er bara svona, að búa á þessari eyju. Það er partur af þessu.“ Sunna segist þó ekki hafa þurft að kaupa sér aukahótelgistingu, hún hafi gist hjá vinum. Jóhann Sæberg var á leið í flug til Egilsstaða en átti bókað far í gær.Egill Aðalsteinsson Jóhann Sæberg, sem býr á Reyðarfirði, var á leið í Egilsstaðaflug, ætlaði að fljúga austur í gær en var veðurtepptur í borginni. „Allt of algengt,“ segir Jóhann. „Ég átti að fara hálfsex í gær,“ segir Ívar Sæmundsson, búsettur á Reyðarfirði, en hann var leið í flug til Egilsstaða. Ívar Sæmundsson ætlaði að komast austur í gær.Egill Aðalsteinsson „Við áttum flug á miðvikudagskvöldið suður til Reykjavíkur. Því var frestað fram á fimmtudag vegna bilunar. Svo áttum við flug austur í gær og því var frestað þangað til núna,“ segir Magnús Jóhannsson, Norðfirðingur á leið í Egilsstaðaflug. „Við erum bara alltaf að lenda í þessu. Það eru alltaf seinkanir,“ segir Jónína Sigurðardóttir, einnig úr Neskaupstað. -Þannig að þetta er ekki bara veðrinu að kenna? „Nei,“ svarar Jónína. „Það er eitthvað mikið að líka í flotanum, að við teljum,“ segir Magnús. Norðfirðingar Jónína Sigurðardóttir og Magnús Jóhannsson voru á leið í flug til Egilsstaða. Egill Aðalsteinsson Hjá Icelandair segir Jens Bjarnason, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs, langflestar niðurfellingar flugferða vera vegna veðurs, milli 93% og 94%, bæði í ár og í fyrra. „Það geta myndast mjög slæmar aðstæður. Við þekkjum það að það er margt fólk úti á landi sem reiðir sig á þetta. Og okkur er mikið í mun um að greiða götu þessa fólks. En svona er þetta. Veðrið er vissulega til trafala og hefur verið það núna,“ segir Jens. Síðasti vetur hafi þó verið erfiðari. Jens Bjarnason er framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair.Egill Aðalsteinsson Til að vinna upp gærdaginn setti Icelandair upp fjögur aukaflug í dag, tvö til Akureyrar, eitt til Ísafjarðar og eitt til Egilsstaða. Þannig mátti sjá á ellefta tímanum í morgun tvær flugvélar leggja af stað til Ísafjarðar með um tíu mínútna millibili. „Við viljum halda uppi þjónustustigi, að sjálfsögðu, og höfum þá líka stundum gripið til þess að ráðs að fá þotur,“ segir Jens. En það er fleira en veðrið sem hrellir flugrekendur. Núna eru verkföll að bætast við. „Við teljum okkur geta haldið uppi rekstri í einhverja daga. En eftir einhverja daga, klárlega innan við viku, þá mun kerfið fara að hiksta.“ -Þannig að strax bara síðar í þessari viku, undir helgi, þá verða truflanir aftur vegna verkfalla? „Það gæti farið svo,“ svarar Jens Bjarnason, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Icelandair Veður Samgöngur Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Sjá meira