„Þetta er bara svona að búa á þessari eyju“ Kristján Már Unnarsson skrifar 20. febrúar 2023 22:00 Sunna Guðmundsdóttir var í hópi flugfarþega sem urðu veðurtepptir á Akureyri. Egill Aðalsteinsson Annir hafa verið í innanlandsfluginu í dag eftir niðurfellingar flugferða í gær vegna illviðris. Næstu hremmingar íslenskra flugfarþega verða þó líklega ekki vegna veðurs heldur vegna verkfalla. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá Reykjavíkurflugvelli í morgun. Um tvöhundruð flugfarþegar urðu veðurtepptir þegar öllu innanlandsflugi var aflýst upp úr hádegi í gær og þurfti að vinna það upp í dag. Það þýddi ys og þys í flugafgreiðslu Icelandair, biðraðir og þrengsli. Farþegar að koma úr flugi og aðrir á leið í flug. Flugvél Icelandair í flugtaki af Reykjavíkurflugvelli í dag á leið til Ísafjarðar.Egill Aðalsteinsson Sunna Guðmundsdóttir var að koma frá Akureyri með gönguskíðin. „Ætlaði að koma í gærkvöldi. Ætlaði reyndar að taka strætó. Svo hætti hann við. Ætlaði þá að taka flug. Svo hætti það við.“ -Þannig að strætó var líka ófær? Hún jánkar því. „Þetta er bara svona, að búa á þessari eyju. Það er partur af þessu.“ Sunna segist þó ekki hafa þurft að kaupa sér aukahótelgistingu, hún hafi gist hjá vinum. Jóhann Sæberg var á leið í flug til Egilsstaða en átti bókað far í gær.Egill Aðalsteinsson Jóhann Sæberg, sem býr á Reyðarfirði, var á leið í Egilsstaðaflug, ætlaði að fljúga austur í gær en var veðurtepptur í borginni. „Allt of algengt,“ segir Jóhann. „Ég átti að fara hálfsex í gær,“ segir Ívar Sæmundsson, búsettur á Reyðarfirði, en hann var leið í flug til Egilsstaða. Ívar Sæmundsson ætlaði að komast austur í gær.Egill Aðalsteinsson „Við áttum flug á miðvikudagskvöldið suður til Reykjavíkur. Því var frestað fram á fimmtudag vegna bilunar. Svo áttum við flug austur í gær og því var frestað þangað til núna,“ segir Magnús Jóhannsson, Norðfirðingur á leið í Egilsstaðaflug. „Við erum bara alltaf að lenda í þessu. Það eru alltaf seinkanir,“ segir Jónína Sigurðardóttir, einnig úr Neskaupstað. -Þannig að þetta er ekki bara veðrinu að kenna? „Nei,“ svarar Jónína. „Það er eitthvað mikið að líka í flotanum, að við teljum,“ segir Magnús. Norðfirðingar Jónína Sigurðardóttir og Magnús Jóhannsson voru á leið í flug til Egilsstaða. Egill Aðalsteinsson Hjá Icelandair segir Jens Bjarnason, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs, langflestar niðurfellingar flugferða vera vegna veðurs, milli 93% og 94%, bæði í ár og í fyrra. „Það geta myndast mjög slæmar aðstæður. Við þekkjum það að það er margt fólk úti á landi sem reiðir sig á þetta. Og okkur er mikið í mun um að greiða götu þessa fólks. En svona er þetta. Veðrið er vissulega til trafala og hefur verið það núna,“ segir Jens. Síðasti vetur hafi þó verið erfiðari. Jens Bjarnason er framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair.Egill Aðalsteinsson Til að vinna upp gærdaginn setti Icelandair upp fjögur aukaflug í dag, tvö til Akureyrar, eitt til Ísafjarðar og eitt til Egilsstaða. Þannig mátti sjá á ellefta tímanum í morgun tvær flugvélar leggja af stað til Ísafjarðar með um tíu mínútna millibili. „Við viljum halda uppi þjónustustigi, að sjálfsögðu, og höfum þá líka stundum gripið til þess að ráðs að fá þotur,“ segir Jens. En það er fleira en veðrið sem hrellir flugrekendur. Núna eru verkföll að bætast við. „Við teljum okkur geta haldið uppi rekstri í einhverja daga. En eftir einhverja daga, klárlega innan við viku, þá mun kerfið fara að hiksta.“ -Þannig að strax bara síðar í þessari viku, undir helgi, þá verða truflanir aftur vegna verkfalla? „Það gæti farið svo,“ svarar Jens Bjarnason, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Icelandair Veður Samgöngur Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá Reykjavíkurflugvelli í morgun. Um tvöhundruð flugfarþegar urðu veðurtepptir þegar öllu innanlandsflugi var aflýst upp úr hádegi í gær og þurfti að vinna það upp í dag. Það þýddi ys og þys í flugafgreiðslu Icelandair, biðraðir og þrengsli. Farþegar að koma úr flugi og aðrir á leið í flug. Flugvél Icelandair í flugtaki af Reykjavíkurflugvelli í dag á leið til Ísafjarðar.Egill Aðalsteinsson Sunna Guðmundsdóttir var að koma frá Akureyri með gönguskíðin. „Ætlaði að koma í gærkvöldi. Ætlaði reyndar að taka strætó. Svo hætti hann við. Ætlaði þá að taka flug. Svo hætti það við.“ -Þannig að strætó var líka ófær? Hún jánkar því. „Þetta er bara svona, að búa á þessari eyju. Það er partur af þessu.“ Sunna segist þó ekki hafa þurft að kaupa sér aukahótelgistingu, hún hafi gist hjá vinum. Jóhann Sæberg var á leið í flug til Egilsstaða en átti bókað far í gær.Egill Aðalsteinsson Jóhann Sæberg, sem býr á Reyðarfirði, var á leið í Egilsstaðaflug, ætlaði að fljúga austur í gær en var veðurtepptur í borginni. „Allt of algengt,“ segir Jóhann. „Ég átti að fara hálfsex í gær,“ segir Ívar Sæmundsson, búsettur á Reyðarfirði, en hann var leið í flug til Egilsstaða. Ívar Sæmundsson ætlaði að komast austur í gær.Egill Aðalsteinsson „Við áttum flug á miðvikudagskvöldið suður til Reykjavíkur. Því var frestað fram á fimmtudag vegna bilunar. Svo áttum við flug austur í gær og því var frestað þangað til núna,“ segir Magnús Jóhannsson, Norðfirðingur á leið í Egilsstaðaflug. „Við erum bara alltaf að lenda í þessu. Það eru alltaf seinkanir,“ segir Jónína Sigurðardóttir, einnig úr Neskaupstað. -Þannig að þetta er ekki bara veðrinu að kenna? „Nei,“ svarar Jónína. „Það er eitthvað mikið að líka í flotanum, að við teljum,“ segir Magnús. Norðfirðingar Jónína Sigurðardóttir og Magnús Jóhannsson voru á leið í flug til Egilsstaða. Egill Aðalsteinsson Hjá Icelandair segir Jens Bjarnason, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs, langflestar niðurfellingar flugferða vera vegna veðurs, milli 93% og 94%, bæði í ár og í fyrra. „Það geta myndast mjög slæmar aðstæður. Við þekkjum það að það er margt fólk úti á landi sem reiðir sig á þetta. Og okkur er mikið í mun um að greiða götu þessa fólks. En svona er þetta. Veðrið er vissulega til trafala og hefur verið það núna,“ segir Jens. Síðasti vetur hafi þó verið erfiðari. Jens Bjarnason er framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair.Egill Aðalsteinsson Til að vinna upp gærdaginn setti Icelandair upp fjögur aukaflug í dag, tvö til Akureyrar, eitt til Ísafjarðar og eitt til Egilsstaða. Þannig mátti sjá á ellefta tímanum í morgun tvær flugvélar leggja af stað til Ísafjarðar með um tíu mínútna millibili. „Við viljum halda uppi þjónustustigi, að sjálfsögðu, og höfum þá líka stundum gripið til þess að ráðs að fá þotur,“ segir Jens. En það er fleira en veðrið sem hrellir flugrekendur. Núna eru verkföll að bætast við. „Við teljum okkur geta haldið uppi rekstri í einhverja daga. En eftir einhverja daga, klárlega innan við viku, þá mun kerfið fara að hiksta.“ -Þannig að strax bara síðar í þessari viku, undir helgi, þá verða truflanir aftur vegna verkfalla? „Það gæti farið svo,“ svarar Jens Bjarnason, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Icelandair Veður Samgöngur Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent